Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað É g er bara að reyna að gera hvað ég get til að hjálpa vini mín- um,“ segir tónlistarmaðurinn Alan Jones í samtali við DV en vinur hans og samstarfs félagi missti eiginkonu sína í sviplegu dauðsfalli síðastliðinn föstudag. Alan skipuleggur nú styrktar- tónleika sem haldnir verða í Spot í Kópavogi, næstkomandi miðviku- dag, en Blaz Roca, Bjartmar Guð- laugsson og Alan Jones sjálfur eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem munu troða þar upp. „Þau voru mjög ástfangin,“ segir Alan. Kom að mömmu í baðkarinu Hin pólsku Andrzej and Anna Chmiel ewski komu hingað til lands ásamt þriggja ára dóttur sinni í febrúar og settust að í Reykjavík. Alan kynntist þeim í gegnum starf sitt á veitingastað hér í miðborginni en þar höfðu hin ungu hjón einnig fengið starf. Alan lýsir því hvernig allt lék í lyndi hjá þessari litlu fjölskyldu þar til fyrir viku síðan þegar hin 25 ára Anna Chmielewski fékk flog í baðkarinu heima hjá sér. „Dóttir hennar kom að henni í baðkarinu og hringdi strax í pabba sinn, en þegar hann kom var allt um seinan, hún hafði drukknað í baðkarinu.“ Hann segir hræðilegt til þess að hugsa að dóttir hennar hafi þurft að verða vitni að svo hörmulegum atburði. „Hún er bara þriggja ára og þurfti að sjá mömmu sína svona.“ Vilja jarðarför í Póllandi Alan var að vonum mjög brugðið þegar hann heyrði af þessu sviplega dauðsfalli frá vini sínum Andrzej. „Ég fór bara strax að hugsa hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert til að hjálpa, og þar sem ég er tón- listarmaður þá lá þetta beint við,“ segir hann. Eins og gefur að skilja vill Andrzej koma jarðneskum leif- um eiginkonu sinnar til Póllands svo hægt verði að jarðsetja að viðstaddri fjölskyldu og ættingjum. Vandinn er hins vegar sá, segir Alan, að slíkir flutningar geta verið kostnaðarsamir og hvorki hann né fjölskyldan heima hafa efni á því að reiða fram háar fjárhæðir. „Þess vegna leitum við eftir stuðningi frá almenn- ingi en það mun kosta 1.000 krón- ur á tónleikana og allur ágóði rennur beint í það verkefni að koma þeim til Póllands.“ Markmiðið er að safna um 800 þúsund krónum en að sögn Alans ætti það að duga svo að hægt verði að halda jarðarförina þar í landi. Fjöldi tónlistarfólks Alan Jones, sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþættinum X Factor á Stöð 2 á sínum tíma, segist þakklátur öll- um þeim sem taki þátt í verkefninu. „Ég hafði fyrst samband við vini sem ég þekki í tónlistarheiminum og þeir töluðu svo við sína vini og við bara ákváðum að slá til og gera þetta.“ Þeir tónlistarmenn sem þegar hafa boðað komu sína og ætla að troða upp á styrktartónleikunum eru Margrét Eir, Blaz Roca, Bjartmar Guðlaugsson, Haffi Haff, Guðbjörg Hafsteinsdóttir, Mirra, Soffía Karls, Marcin Szarkowski sem og Alan Jones sjálfur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og aðgangseyrir rennur óskiptur til Andrzej. Alan bendir einnig á að hægt sé að leggja fé inn á sérstakan söfnunarreikning; kennitala 040285- 5399 og reikningsnúmer 0111-26- 100713. n Styrktartónleikar eftir sviplegt fráfall n Anna fékk flog og drukknaði í baðkarinu n Fjölskyldan vill jarðarför í Póllandi„Ég fór bara strax að hugsa hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert til að hjálpa, og þar sem ég er tónlistarmaður þá lá þetta beint við. Vill hjálpa vini Tónlistarmaðurinn Alan Jones stendur fyrir söfnunartónleikum fyrir vin sinn sem missti eiginkonu sína í sviplegu dauðsfalli. m y n d P r es sP H o to s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.