Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Qupperneq 26
Gísli segist ekki sjá eftir einni ein­ ustu krónu sem hann eyddi í söng­ námið þrátt fyrir að það hafi farið eins og það fór. Hann lærði svo margt annað sem sem mun nýtast honum í lífinu. Hann hefur nú fundið tónlist­ argáfu sinni nýjan farveg með því að semja ljóð og einstaka laglínur. Faðir og frændi fyrirfóru sér Þrátt fyrir allt þetta mótlæti hefur Gísli aldrei upplifað þunglyndi sem er þó sjúkdómur sem herjað hef­ ur á föðurfjölskyldu hans. Bæði fað­ ir hans og frændi glímdu við sjúk­ dóminn illvíga og hvorugur þeirra sá aðra leið færa út úr svartnættinu en að stytta sér aldur. „Pabbi minn fyrir­ fór sér og frændi minn ári síðar,” segir Gísli, sem ávallt hefur talað opinskátt um fráfall þeirra og sjúkdóminn sem þeir lutu í lægra haldi fyrir. „Þetta er sjúkdómur sem er mjög erfitt að ráða við. Þegar allt lítur út fyrir að vera í lagi þá er það ekkert þannig. Það var allt reynt til að hjálpa þeim báðum.“ Það virðist fá á Gísla að rifja þetta upp en hann ber sig vel. „Það reyndist mér best í þessu, og kannski er það hluti af mér, að líta alltaf fram á veginn. Reyna að sjá björtu hliðarnar á öllum hlutun, hversu dökkir sem þeir eru. Það er alltaf eitthvað. Það hjálpaði mér rosa mikið bara að tala um hlutina, bæði við vini og fjölskyldu, akkúrat á þeim tíma sem sorgin herjaði á og halda ekkert aftur af mér. Bara losa þetta út. Maður verður bara að taka þessu og ná sátt. Eins og með þessi dauðsföll, maður yrði bara snar­ bilaður sjálfur, ef maður gerði það ekki. Mér finnst svo sorglegt þegar ég sé fólk velta sér of mikið upp úr fortíðinni. Vera alltaf með leiðindin hangandi yfir sér. Það á svo erfitt því það hefur lent í hinu og þessu. Allt svo er svo ósanngjarnt og fólk verð­ ur biturt. Maður verður að klára svona mál svo maður geti haldið áfram. Ekki gleyma þeim heldur að klára þau. Ég held að besta leiðin sé að vera opinskár og ræða um hlutina. Þó maður gráti fyrir framan aðra, þá bara gerir maður það. Hvort sem maður er karlmaður eða kona. Það skiptir ekki máli.“ Gísli fann í fyrstu að vinir hans vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bregðast við þegar hann talaði opin­ skátt um dauðsföllin. „Þeir sáu samt fljótlega að ég þurfti bara að fá ein­ hvern sem hlustaði. Þeir þurftu ekki að segja neitt, bara að vera til staðar og það var alveg nóg.“ Myndaði látinn föður sinn „Þegar pabbi dó þá var ég nýbúinn að sjá heimildamynd um andlát og sorg þar sem ráðlagt var, ef líkið væri fall­ egt, að taka mynd af því. Og ég gerði það við pabba. Hann hafði hugsað fyrir öllu og passaði upp á að líta mjög vel út þegar hann dó. Hann var mjög fallegt lík.“ Gísli gerir sér grein fyrir því að sumum kann að finnast þetta undarlegt en þetta var eitt af því sem hjálpaði honum að vinna úr sorginni eftir dauða föður hans. „Það tók mig ekkert svo langan tíma að komast yfir þessa sorg og sáttin kom tiltölulega fljótt.“ Þrátt fyrir að faðir Gísla hefði lengi glímt við þunglyndi kom það honum engu að síður á óvart að hann skyldi velja þessa leið. „Maður vill aldrei trúa því að einhver geri þetta,“ segir hann lágt. Foreldrar Gísla skildu þegar hann var sextán ára gamall og í kjölfarið fór hann að taka eftir breytingum á föður sínum. Hann sem hafði verið strangur og harður húsbóndi, varð skyndilega meyr. „Hann var hörkutól að utan greinilega en svo bara brotnaði hann að innan. Það tók mig dálítinn tíma að sætta mig við að hann væri veikur. Mér fannst hann bara vera væminn og asnalegur þegar hann kallaði mig elskuna sína og svona. Það var ekki það sem ég ólst upp við. Þetta voru í rauninni bara fordómar gagnvart þessum sjúkdómi,“ segir Gísli sem tók þennan breytta föður sinn smám saman í sátt og fór að skilja sjúkdóm­ inn. „Það var mjög gott að vera bú­ inn að því. Ég hef dálítið hugsað það, bara alltaf með alla. Ég vil ekki vera reiður við fólk. Ég vil ekki skilja í reiði við nánustu vini og ættingja því mað­ ur veit aldrei hvenær einhver fer. Það er helmingi erfiðara að komast yfir hlutina ef þú ert með einhverja reiði í hjartanu.“ Það var erfiðara fyrir Gísla að sætta sig við fráfall frænda síns. Þeir voru mjög nánir, eiginlega meira eins og bræður. „Ég sætti mig kannski við það en það var meiri sorg. Kannski var ég ekki jafn vel undirbúinn því hann hafði ekki verið jafn veikur, að mér fannst.“ Eltir nýja drauma Eftir að hafa tekist á við alla þessa erfið leika ákvað Gísli að reyna að hafa alltaf gaman af lífinu. „Auðvit­ að getur maður orðið pirraður og fúll og allt það en ef þú ert alltaf pirraður og fúll og uppfullur af neikvæðri orku þá verðurðu bara þreyttur. Það fer svo mikil orka í að vera fúll og maður hefur margt betra við tímann og ork­ una að gera heldur en að velta sér upp úr einhverjum leiðindum.“ Gísli stundar nú nám í bæði eðlis­ og verkfræði við Háskóla Íslands og hyggst ljúka tveimur BS­gráðum á fjórum árum. Þegar hann hóf nám í háskólanum fyrir tveimur árum tók hann ákvörðun um að vera með af fullri alvöru. Taka þátt í félagslífinu, mæta í vísindaferðir og kynnast fólki þrátt fyrir að vera miklu eldri en flestir samnemendur sínir. „Aldurinn skipt­ ir ekki máli. Fólk er bara skemmtilegt ef það er skemmtilegt, hvort sem það er 18 ára eða sjötugt. Ég hef mikinn áhuga á fólki almennt en staða þess og aldur er aukaatriði. Ég er sjálfur ekkert fastur í einhverju 32 ára lífs­ mynstri. Ég er í rauninni meira eins og 90 módel,“ segir hann hlæjandi. „Ég byrjaði bara nýtt líf þegar ég byrj­ aði í Háskólanum.“ Gísli er ennþá fullur af útþrá og þegar náminu lýkur eftir eitt og hálft ár, ef allt gengur að óskum, hefur hann hug á því að fara í nám í heil­ brigðiseðlisfræði erlendis. Gísli hef­ ur sýnt það og sannað á óyggjandi hátt að hann er baráttumaður. Með brostna drauma að baki, tekst hann æðrulaus á við nýjar áskoranir og lítur framtíðina björtum augum. n 26 Viðtal 5.–7. október 2012 Helgarblað „Hann hafði hugsað fyrir öllu og passaði upp á að líta mjög vel út þegar hann dó. Hann var mjög fallegt lík Með bjargráð Gísli greindist með lífshættulegan hraðslátt í hjartanu árið 2003 og í kjölfarið var græddur í hann bjargráður sem grípur inn í ef hjart- slátturinn verður óreglulegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.