Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Side 38
38 Lífsstíll 5.–7. október 2012 Helgarblað Helmingur þyngist í samböndum: Stýra karl- menn þyngd kvenna? Það er átakanleg en sönn stað­ reynd að meðalkonan hefur um 45 ára aldur reynt að fara rúm­ lega sextíu sinnum í megrunar­ átak. Niðurstöður könnunar sem Huffington Post lagði fyrir kven­ kyns lesendur sýna það svart á hvítu að það eru karlmenn sem hafa hvað mest áhrif á þyngd kvenna, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Það er þó ekki eitt­ hvað sem þeir gera meðvitað, heldur þvert á móti. Könnunin fjallaði um líðan kvenna í samböndum og hvernig þyngd þeirra rokkaði upp og nið­ ur í tengslum við andlega heilsu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þyngjast um 47 prósent kvenna meira við það að vera í hamingjusömum sam­ böndum en að hætta að reykja eða jafnvel eignast barn. Sam­ anborið við konurnar virðast karlmenn í hamingjusömum samböndum ekki hlaupa eins auðveldlega í spik, því um aðeins 36 prósent þeirra hafa tilhneig­ ingu til að þyngjast þegar ham­ ingjan blómstrar. Niðurstöðurnar sýndu einnig að konur sem eru ekki í föstu sambandi eiga auðveldara með að grennast en kynsystur þeirra. Þá grennast um 27 prósent kvenna við það að lenda í erfið­ um sambandsslitum. „Það er vel þekkt staðreynd að tilfinningar okkar hafa áhrif á mataræðið. Það er því eðlilegt við breytingar eða ákveðna áfanga í lífinu að þyngdin rokki upp og niður. Það er til dæmis auðvelt að verða afslappaður hvað varð­ ar þyngdina þegar þú ert í ham­ ingjusömu sambandi, þar sem ferðum í ræktina er skipt út fyrir huggulega samveru með skyndi­ bitamat yfir sjónvarpinu,“ segir Helen Bond næringarráðgjafi í samtali við Huffington Post. Á tt þú erfitt með svefn? Það kann að vera vegna of hás blóðþrýstings, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rann­ sóknar amerísku hjarta­ verndarsamtakanna. Þetta getur skapað vítahring því svefnleysi getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem þjást af of háum blóðþrýstingi. 234 einstaklingar með of háan blóðþrýsting tóku þátt í rannsókn­ inni og flestir sváfu í sex klukku­ stundir eða minna á hverri nóttu. Þeir sem áttu erfiðast með svefn voru tvisvar sinnum líklegri til að þjást af viðvarandi háþrýstingi sem lyfjagjöf virkaði illa á. Þá virt­ ust konur eiga mun erfiðara með svefn en karlmenn. Vísindamenn drógu þær álykt­ anir af niðurstöðunum að þeir sem þjást af of háum blóðþrýstingi séu líklegra til að eiga við svefnvanda­ mál að stríða. Því minni svefn sem sjúklingar með of háan blóð­ þrýsting fá, því meiri líkur eru á því að þeir þrói með sér viðvarandi háþrýsting sem erfitt er að draga úr með lyfjagjöf. Það er ljóst að góður nætur­ Sofðu betur n Svefnvandamál má hugsanlega rekja til of hás blóþrýstings svefn er ekki bara mikilvægur þeim sem þjást af of háum blóð­ þrýstingi heldur styrkir hann ónæmiskerfið og gerir hugsunina skýrari. Þá er það að augljós stað­ reynd að þeir sem fá ekki nógu mikinn svefn verða þreyttir og úr­ illir og geta átt erfitt með að sinna vinnu. n Nokkrar leiðir til að öðlast góðan nætur svefn á einfaldan hátt með örlitlum breytingum á lífsstíl. Andaðu Lokaðu augunum og einbeittu þér að því að anda alveg þangað til andardrátturinn verður hægur og þungur. Þetta hefur í för með sér að líkaminn verður afslappaðri. Slökktu á öllu Ljúktu því sem þú þarft að gera í tölvunni fyrir klukk- an tíu á kvöldin. Slökktu á tölvunni og farsímanum og ekki hafa tækin í svefnher- berginu. Þannig freistast þú síður til að svara tölvupósti eða smáskilaboð- um þegar upp í rúm er komið. Farðu í bað (ekki sturtu) Farðu í langt og heitt bað áður en þú ferð upp í rúm. Það hefur róandi áhrif og slakar á vöðvunum. Að fara í sturtu á kvöldin getur hins vegar haft þveröfug áhrif. Þeir sem eiga það til að vera andavaka ættu að forðast að fara í sturtu á kvöldin. Ekki sofa fram eftir Ekki sofa lengur þrátt fyrir að þú hafir verið andvaka um nóttina. Farðu alltaf á fætur á sama tíma, sérstak- lega morgnana eftir andvökunætur. Að sofa lengi fram eftir í nokkra dagur get- ur breytt líkamsklukku þinni og valdið því að þú verður þreyttari seinna og vaknar þar af leiðandi seinna. Borðaðu snemma Ekki fara að sofa með fullan maga af mat. Borðaðu síðustu máltíðina í síðasta lagi klukkan 21.00. Búðu til sögu Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn og semdu sögu í huganum. Reyndu að ímynda þér að sagan sé að gerast í alvörunni. Ekki hafa áhyggjur Ekki taka áhyggjurnar með þér inn í svefnherbergi. Láttu áhyggjur og kvíða bíða morgundagsins. Forðastu koffín og týrósín Koffínrík matvæli, eins og kaffi, te og súkkulaði, eru ávísun á andvökunætur. Þá hafa svefnrann- sóknarteymi mælt með því að fólk með svefnvandamál sneiði hjá matvælum sem innihalda týrósín, eins og til að mynda cheddarosti, þroskuðum lárperum, ýmsum bjórtegundum, og unnum kjöt- vörum á borð við pepperóni og salami. Þá er einnig mælt með því að fólk forðist að drekka rauðvín. Svona endurheimtir þú nætursvefninn Andvökunætur Svefnvandamál gætu átt rætur sínar að rekja til of hás blóðþrýstings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.