Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 50
50 Fólk 5.–7. október 2012 Helgarblað Fylgst með hverju fótmáli n Britney undir stöðugu eftirliti Aumingja Britney Britney lifir afar vernduðu lífi síðan hún missti tök á lífi sínu fyrir nokkrum árum. L íf Britney Spears virðist fremur snautt af gleði ef marka má nýj- ustu fréttir af henni. Síðustu fjögur árin hefur verið fylgst með hverju skrefi hennar, eða síðan hún missti tökin á lífi sínu svo mjög að hún missti sjálfsforræðið. Í dag er enn fylgst með síma- og netnotkun hennar. Aðalástæða þessa mikla eftirlits með henni er að um- boðsmaður hennar, Sam Lutfi, hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að hafa samband við hana, enda malaði hann á henni gull. Britney þurfti að krefjast nálg- unarbanns á Lutfi í fyrra og hann hefur ákveðið að kæra hana og fjöl- skyldu hennar fyrir að brjóta samn- ing við sig. Britney og unnusti hennar, Jason Trawick, deila farsíma og reglulega er síminn tekinn til athugunar. Þá er net- sía á tölvum sem hún hefur aðgang að sem sía burt neikvæðar fréttir um hana og útlit hennar. Allt þetta er gert af alúð segir fjölskylda Britney. Cameron Diaz orðin fertug n Farin að huga að hjúskap og barneignum C ameron Diaz hefur ver- ið með nokkrum af frægustu karlmönnum Hollywood á borð við Matt Dillon, Justin Timber lake og íþróttahetjuna Alex Rodriguez. Samt sem áður hefur leikkonan, sem varð fertug í lok ágúst, aldrei gengið upp að altar- inu. „Ég hafði engan áhuga á hjónabandi um tvítugt og ekki heldur um þrítugt. En við sjáum hvað gerist,“ sagði leikkonan í nýjasta tölu- blaði Esquire. „Ég vil karl- mann sem hugsar vel um sig og er sterkur. Hann verður að fjárfesta í líf- inu,“ sagði Cameron í viðtalinu en þar talar hún einnig um barnleys- ið. „Ég þarf ekki á börnum að halda til að halda áfram að lifa. En hver veit? Ég er ekki of gömul. Mér finnst ég tilbúin. Í fyrsta skiptið á ævinni er ég virki- lega ánægð. Það er frábært að eld- ast. Nú þekki ég mig betur. Og lík- amlega er ég í mun betra formi í dag en þegar ég var 25.“ Ögrandi myndir Myndirnar í tímaritinu þykja afar djarfar. n Travolta og Newton-John syngja inn á jólaplötu B iðin er loksins á enda! Grease -stjörnurnar John Travolta og Olivia Newton-John munu leiða saman hesta sína á nýjan leik og syngja dúett á jólaplötu sem kemur út fyrir jólin. Samkvæmt heimildum USA Today má rekja samstarf þeirra í dag til smáskilaboða sem Oli- via sendi John um síðustu jól þar sem hún minnti hann á einn fræg- asta dúett allra tíma, You‘re the One That I Want, sem þau sungu saman í Grease. Barbara Streisand, Tony Bennett og James Taylor eru meðal þeirra sem einnig syngja inn á jólaplötuna. „Frá því við ákváðum að láta slag standa hefur þetta bara verið ævin- týri. Allir sem við höfðum samband við vildu vera með,“ segir John. „Við John höfum alltaf náð vel saman. Það hverfur aldrei. Þegar við erum saman þá náum við góðri tengingu og hlæjum mikið. Við höfum upp- lifað frábæra hluti saman,“ segir Olivia. Saman á ný Sendi sms Olivia sendi John sMs um síðustu jól og minnti hann á hvað var gaman þegar þau sungu saman í Grease. Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED 4,7 Árgerð 2002, ekinn 138 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 1.190.000. Raðnr. 322631 - Jeppinn er á staðnum! JEEP LIBERTY SPORT 4X4 Árgerð 2004, ekinn 88 Þ.M, sjálfskiptur. Flott eintak! Verð 1.490.000. Raðnr. 284664 - Jeppinn er á staðnum! JEEP WRANGLER X 4X4 02/2005, ekinn 85 Þ.M, 4,0 L bensín 190hö, 6 gíra. Flott eintak! Verð 1.990.000. Raðnr. 284667 - Jeppinn er á staðnum! JEEP LIBERTY SPORT 4X4 Árgerð 2004, ekinn 76 Þ.m, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.390.000. Raðnr. 284665 - Jepp- inn er á staðnum! JEEP PATRIOT LAREDO 4X4 07/2009, ekinn aðeins 48 Þ.km, sjálf- skiptur. Mjög flott eintak! Verð aðeins 2.890.000. Raðnr. 284663 - Jeppinn er á staðnum! JEEP WRANGLER SPORT 4X4 Árgerð 2003, ekinn 81 Þ.M, 4,0L bensín 190hö, sjálfskiptur. Flott eintak! Verð 1.770.000. Raðnr. 284666 - Jeppinn er á staðnum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.