Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 20
L ögreglan í Wales hefur víkkað út leitina að April Jones, fimm ára stúlku sem var rænt í bæn- um Machynlleth á mánudags- kvöldið. Hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmanna leita nú allan sólarhringinn í nágrenni þorpsins. Lögreglan notast við björgunarhunda, þyrlur, báta, auk fjölda fótgangandi björgunarmanna. Leitin hefur þó engan árangur borið enn. Grunaður í haldi Mark Bridger nágranni fjölskyldu Jo- nes situr í haldi lögreglu grunaður um að hafa numið litlu stúlkuna á brott. Hann hefur verið yfirheyrður ítarlega undanfarna daga en hefur engar skýr- ingar gefið á því hvað varð um stúlk- una. Móðir hennar, Coral Jones, kom fram í sjónvarpi á miðvikudagskvöld og grátbað þann sem veit hvar stúlkan er niðurkomin að sýna samkennd og skila henni aftur til fjölskyldu sinnar. „Það hlýtur einhver þarna úti að vita hvar hún er. Við bíðum í örvæntingu eftir fréttum, gerið það, hjálpið okkur að finna hana,“ sagði hún. Hún upp- lýsti einnig að fjölskyldan hefði vax- andi áhyggjur af heilsufari hennar, þar sem hún þarf að fá lyf daglega vegna lömunar af völdum heilaskemmda. Sjúkdómur stúlkunnar hefur áhrif á jafnvægi og hreyfingar hennar, en allt til brottnáms hennar hafði hún getað lifað eðlilegu lífi að því tilskyldu að hún fengi lyfin sín. Það þykir óvanalegt af lögreglunni í Bretlandi að birta mynd og nafn af sakborningi þegar rann- sóknin er skammt á veg komin. Lög- reglan hefur hins vegar sagt að með því vilji þeir kveða niður kjaftasög- ur, en tók þó fram að fleiri en Bridger væru til rannsóknar. Lögreglan virðist engu nær við að finna April, sem var lokkuð upp í gráan sendiferðabíl um kvöldmatarleytið á mánudag nálægt heimili sínu í velska þorpinu. Lögreglan útilokar ekki þann mögu- leika að fleiri en einn aðili séu á bak við hvarf stúlkunnar. Lögreglustjórinn á svæðinu, Ian John, sagði við fjölmiðla að lögreglan teldi að April væri enn á lífi og að leitin miðaðist við það. „Við biðjum til Guðs” „Hún elskar að fara út að hjóla og að leika með vinum sínum. Hún er bara lítil falleg stúlka,“ segir amma stúlk- unnar. „Það er eins og sprengja hafi fallið á fjölskylduna okkar. Ég get ekki ímyndað mér hvað foreldrar hennar eru að ganga í gegnum núna. Við biðj- um til Guðs að hún komi heil heim, en tíminn líður og það er hörmulegt að hugsa um þetta.“ Rannsóknarlögreglumaður seg- ir við breska fjölmiðla að rannsókn lög reglu beinist nú að Land Rover Discovery-jeppa í eigu hins grun- aða og leitar vitna sem sáu bílinn frá kvöldi mánudags og fram á þriðju- dag þegar Bridger var handtekinn fót- gangandi rétt fyrir utan Machynlleth. Hann var klæddur í jakka í grænum felulitum, svartar vatnsheldar utan- yfirbuxur og undir þeim var hann einnig í buxum í felulitum. Forsætisráðherra biður um hjálp Hvarf litlu stúlkunnar hefur vakið gífur lega athygli í Bretlandi. Dav- id Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, segir að hugur sinn sé hjá fjölskyldu April. „Þetta er martröð hverrar fjölskyldu og sú staðreynd að hún glímir við sjúkdóm, sem ég þekki frá minni eigin fjölskyldu, gerir stöðuna aðeins verri. Ég bið fólk ef það veit eitthvað, ef það sá eitthvað, ef það heyrði eitthvað, ef það hefur einhverjar hugmynd- ir sem geta varpað ljósi á málið, að hafa samband við lögregluna. Þannig getum við hjálpað þessari fjölskyldu að finna litla barnið.” Það eru ekki aðeins æðstu ráða- menn landsins sem láta til sín taka í málinu. Óbreyttir borgarar í þorp- inu og nærliggjandi þorpum voru vinsamlega beðnir að taka ekki þátt í leitinni heldur láta fagfólk um hana. Íbúarnir tóku hins vegar ekkert mark á þessari beiðni lög- reglu og hafa mörg hundruð sjálf- boðaliðar bæst við leitarhópinn. Þannig hefur fjöldi fólks gengið um skóglendi, dali og hæðir í nágren- inu í von um að finna stúlkuna. „Við erum að vinna með lögregl- unni og við erum ekki fyrir henni,” segir bóndinn Emyr Lewis sem fer fyrir 30 manna leitarhópi, sem hefur verið að störfum undan- farna daga. „Við ætlum ekki að sitja heima eða fara í vinnuna á meðan hún er ófundin. Við munum ekki slaka á fyrr en hún er komin í leit- irnar.” n 20 Erlent 5.–7. október 2012 Helgarblað Bjór og fullt hús matar Tveir fangaverðir á Bandarísku- Samóaeyjum í Kyrrahafi eru grun- aðir um að hafa veitt föngum í eina fangelsi eyjanna óheftan aðgang að bjór og mat. Þá liggja fanga- verðirnir, Fiti Aina og Rocky Tua, undir grun um að hafa aðstoð- að fanga við að flýja fangelsið. Fangaverðirnir hafa verið ákærð- ir vegna málsins sem hefur hefur vakið mikla athygli íbúa eyjanna. Í ákæru kemur fram að föngum hafi til dæmis verið hleypt einum úr fangelsinu í nærliggjandi verslun þar sem bjór og matur var keypt- ur. Einn fanginn, sem dæmdur var í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir árás með sveðju, keypti til að mynda bjór, kartöfluflögur og kex sem hann færði öðrum fanga- verðinum. Eftirlíking af Taj Mahal Framkvæmdir við eftirlíkingu af Taj Mahal-höllinni í Agra á Ind- landi hefjast brátt í furstadæm- inu Dúbaí. Um er að ræða gríðar- lega stóra framkvæmd, ekki síst í ljósi þess að eftirlíkingin verður mikið stærri en sjálf höllin á Ind- landi. Það er fjárfestir að nafni Arun Mehra sem stendur fyrir framkvæmdunum en í nýju höll- inni verður meðal annars að finna 300 herbergja hótel og verslunar- miðstöð. Stefnt er að því að fram- kvæmdum verði lokið árið 2014 og mun nýja höllin fá nafnið Borg ástarinnar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er einn milljarð- ur Bandaríkjadala, eða rúmlega 120 milljarðar króna. Mehra segist vonast til þess að nýja höllin verði vinsæll áfangastaður ferðamanna rétt eins og Taj Mahal á Indlandi. n April þarf nauðsynlega að fá lyf við sjúkdómi sínum n Einn handtekinn Leitin að stúLkunni ekki borið árangur Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Numin á brott Aðstandend- ur hafa vaxandi áhyggjur af heilsufari stúlkunnar, sem þarf lyf vegna heilaskemmda. „Við bíðum í örvæntingu eftir fréttum, gerið það, hjálpið okkur að finna hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.