Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 16
Fórnarlömb eineltis rísa upp
16 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað
Þ
ó ég sé feit, með latt auga,
bólur, klæði mig fáránlega
að ykkar mati og sé með
skrýtið nef á ég ekki skilið að
þið leggið mig í einelti,“ seg-
ir Helga Guðný, 14 ára stúlka undir
mynd sem hún setti á Facebook-síðu
sína á dögunum. Myndina setti hún
inn því hún er fyrir löngu komin með
nóg af því einelti sem hún hefur mátt
þola og vildi einfaldlega segja stopp.
Hún bjóst alls ekki við viðbrögð-
unum sem myndin fékk en rúmlega
3.300 manns hafa dreift myndinni
á Facebook. Viðbrögðin eru ótrúleg
og margir vilja sýna stuðning í verki
í baráttunni gegn einelti. Fleiri ung-
lingar hafa fylgt í kjölfarið og opin-
berað sögu sína með sams konar
hætti. Þorlákur Helgason, fræðslu-
stjóri hjá Olweusarverkefninu gegn
einelti, segir það geta verið afdrifa-
ríkt að koma fram á þennan hátt.
Komin með upp í kok af þessu
„Ég veit að bróðir minn er einhverfur
en þið þurfið ekki að stríða mér út
af því í hvert einasta skipti sem þið
hittið mig. Hann ákvað ekkert að
fæðast svona og hann getur líka al-
veg verið yndislegur – þið þekkið
hann ekkert. Svo hættið þessu bara,“
skrifar hin hugrakka Helga Guðný
undir myndina. Hún hefur lengi þurft
að þola einelti og er komin með nóg.
„Ég á ekki heldur að þurfa að berjast
í gegnum hvern einasta dag og fara
með kvíðahnút í maganum í skólann
vegna þess að ég sé hrædd um að þið
rakkið mig niður í skólanum. Þegar
ég var yngri var ég beitt ofbeldi nán-
ast daglega af krökkum úr skólan-
um (hrint stanslaust á leiðinni heim,
töskunni minni var hent út á götu,
togað í hárið mitt, sætti barsmíð-
um og ég var meidd). Hvað gerði ég
ykkur eiginlega? Allavega ekkert það
slæmt að þið hafið haft ástæðu til að
gera mér lífið leitt daglega.
Ég kem heim úr skólanum og
þetta heldur áfram. Það er drull-
að yfir mig nafnlaust á netinu með
ógeðslegum hlutum eins og: „Dreptu
þig helvítis ógeðið þitt! Það væri öll-
um sama – enginn tæki eftir því, þú
ert ömurleg svo dreptu þig bara,
breyttu myndinni þinni bara í blóm
það er mikið fallegra en þú,“ og margt
sem er helmingi verra og á ekki
heima á netinu. Ég er komin með
svo upp í kok af þessu, oft hugsa ég
bara hvort það væri ekki bara betra
ef ég færi í staðinn fyrir að vera fyr-
ir ykkur. Þó ég brosi þarf ekki allt að
vera yndislegt. Einelti er ógeðslegt og
enginn vill verða fyrir því!“ segir hún
og sendir gerendunum tóninn.
Bæði góð og slæm viðbrögð
Myndin vakti mikla athygli, raun
mun meiri en hún bjóst við. Margir
hafa skrifað hvetjandi orð und-
ir myndina og hrósað henni fyr-
ir hugrekkið. Móðir hennar, Hildur
Hákonardóttir, segist vera stolt af
dóttur sinni fyrir að stíga fram. Hún
segir viðbrögðin fyrst og fremst
hafa verið góð en þó líka einhver
slæm. Helga birti myndina á Face-
book um helgi og var hálf kvíðin að
mæta skólafélögunum í skólanum
á mánudeginum. „Hún kveið fyrir
því að fara í skólann á mánudaginn.
Hún bjóst aldrei við því að þetta vekti
svona mikla athygli og hún vill alls
ekki þessa athygli. Henni hefur verið
hrósað mikið og hún fengið jákvæð
viðbrögð. Skólafélagar hafa komið
upp að henni og hrósað henni fyrir
að segja frá þessu. En svo hefur líka
verið sagt að hún sé athyglisjúk svo
það er ekki allt gott,“ segir Hildur en
segir henni líða betur eftir að hún
steig fram og sagði frá hvernig henni
liði eftir eineltið. „Ég held að gerend-
urnir átti sig ekki alltaf á því að þessi
þráláta stríðni sé orðin að hörðu ein-
elti,“ segir Hildur.
Á rétt á að vera hún sjálf
Mynd Helgu Guðnýjar varð til þess
að annað langþreytt fórnarlamb ein-
eltis steig fram, fyrst á Facebook með
því að birta mynd með texta undir
og svo í viðtali í DV. Snjólaug Ósk
Björnsdóttir var fyrir löngu komin
með nóg af því að vera lögð í einelti.
Hún var orðin þreytt á því að stöðugt
væri fundið að útliti hennar og hún
hundsuð. Hún hefur þurft að þola
einelti frá því hún flutti til Egilsstaða í
þriðja bekk grunnskóla.
Hún ákvað að setja myndina inn
á Facebook til þess að segja fólki að
hún hefði rétt á að vera hún sjálf.
„Þó ég sé feit, ljót og strákaleg hvað
á ég að gera í því? Ég á alla vega ekki
að vera lögð í einelti vegna þess að
einelti lagar ekkert. Sorry, ákvað
að koma þessu hingað en ef ykkur
finnst þetta asnalegt þá má ykkur
finnast það mér er alveg sama. :´(
plízz hættiði að leggja mig í einelti er
komin með nóg. :´( .“ skrifaði Snjó-
laug undir myndina sem hún birti á
Facebook-síðu sinni og vakti gífur-
lega athygli. Fjölmargir hafa dreift
myndinni og önnur fórnarlömb ein-
eltis hafa þakkað henni fyrir hug-
rekkið.
Átta sig ekki á alvarleikanum
Viðtal við Snjólaugu var í DV á
dögunum þar sem hún lýsti ein-
eltinu. Þar sagðist hún hafa fengið
kjark til þess að setja inn myndina
eftir að hafa séð mynd Helgu Guð-
nýjar. „Ég sá myndina og hugsaði:
Hún hefur verið lögð í einelti og hef-
ur kjark til þess að gera þetta. Þá hlýt
ég að geta gert þetta. Það eru ekki all-
ir sem hafa kjark til að gera þetta.“
Hún segist einnig viss um að
fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því
hversu mikil áhrif eineltið hefur á þá
sem fyrir því verða. „Ég held að ger-
endurnir geri sér oft ekki grein fyrir
því hvað þetta er alvarlegt. Það eru
sumir sem gera sér alveg grein fyrir
því hvað þeir eru að gera, og hafa
vit á því að hætta – aðrir ekki. Von-
andi fær þetta fólk til að hugsa að-
eins hvað það sé að gera öðru fólki.
Þetta fólk sem hefur lagt mig í ein-
elti á ábyggilega ekki eftir að vera sátt
þegar það sér hvað það hefur gert
mér og hvað þetta er alvarlegt. Von-
andi fær þetta fólk til að hugsa að-
eins um afleiðingarnar,“ segir Snjó-
laug sem hefur fengið gríðarlega góð
viðbrögð eftir að hún steig fram.
Í kommentakerfi DV fékk hún
fjöldann allan af hrósum fyrir að þora
að stíga fram og einnig hefur hún
fengið send hvatningarorð á Face-
book. Hún segist vita um fleiri sem
hafa stigið fram í kjölfar þess að hún
birti mynd. „Allavega tvær vinkonur
mínar og svo hef ég séð fleiri myndir,“
segir Snjólaug og segist vera fegin að
hafa stigið fram enda geti einelti ver-
ið „lífshættulegt“ en hún sagði í við-
talinu við DV að hana hefði stundum
langað til þess að láta sig hverfa en
sem betur fer ekki látið verða að því.
Sönnun þess að einelti drepur
Það eru þó fjölmörg dæmi um fórnar-
lömb eineltis sem hafa gengið alla
leið. Vanlíðanin var svo mikil að þeir
sáu sér enga aðra leið færa. Í þar síð-
ustu viku setti Rúnar Sigurður Birgis-
son inn mynd á Facebook af frænda
sínum Dagbjarti Heiðari Arnarssyni
sem féll fyrir eigin hendi, aðeins 11
ára að aldri. Dagbjartur hafði sætt
einelti og leið mjög illa. „HUGVEKJA
Í TILEFNI ERFIÐRA TÍMAMÓTA
OG DAGS SEM ALDREI GLEYMIST.
Í dag upp á dag fyrir ári síðan lést
Dagbjartur 11 ára af völdum einelt-
is. Fullorðna fólkið ræður oftast för
í eineltismálum. Hvað er langt síðan
þú foreldri góður ræddir þessi mál
við barnið þitt? Í dag er tækifærið
DV1209255274
DV1209253516
DV1209276270
DV1209279161
(Palli með mynd))
n Fórnarlömb eineltis stíga fram og mæta kvölurum sínum í netheimum
Hvað er einelti?
Þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti af hálfu eins
eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig.
Um getur verið að ræða beint einelti með höggum, spörkum, blótsyrðum, niður-
lægjandi og háðslegum athugasemdum eða hótunum. Það er líka einelti ef stríðni er
endurtekin og sá sem strítt er hefur sýnt að sér mislíki. Óbeint einelti getur líka verið jafn
slæmt. Með óbeinu einelti er átt við að maður verði útilokaður frá félagahópnum, verði
fyrir illu umtali eða að aðrir komi í veg fyrir að maður eignist vini.
Hvaða einkenni sýnir barn sem verður fyrir einelti?
n Vill ekki lengur fara í skólann.
n Barnið kvartar oft undan maga- eða höfuðverkjum og er lystarlaust.
n Sefur illa, fær martraðir og grætur jafnvel í svefni.
n Barnið er niðurdregið, virðist óhamingjusamt eða er þunglynt.
n Það fær lélegri einkunnir og áhugi á skólanum dvínar.
n Barnið kemur heim úr skóla eða tómstundastarfi skítugt, blautt eða í rifnum fötum.
Skólabækurnar eru skemmdar og hlutir týnast. Barnið getur ekki gert almennilega
grein fyrir því sem gerðist.
n Það getur ekki gefið trúverðuga skýringu á mari, skeinum og sárum.
n Barnið er alltaf eitt, bekkjarfélagar/leikfélagar koma ekki lengur heim með barninu.
n Það hnuplar eða biður um meiri peninga en það er vant (til að blíðka þá sem leggja
það í einelti).
Hvað er hægt að gera leiki grunur á einelti?
n Ræða við barnið og komast að því hvort grunurinn reynist réttur. Oft reyna börn sem
eru lögð einelti að leyna því þar sem þau skammast sín/vilja ekki valda foreldrum
sínum vonbrigðum eða áhyggjum.
n Leita ráða til dæmis hjá námsráðgjafa eða sálfræðingi.
n Hafa samband við umsjónarkennara eða skólayfirvöld. Skólinn á að bregðast við og
ganga í málið.
n Leita til fræðsluyfirvalda, svo sem skólaskrifstofu, fræðsluskrifstofu eða sambæri-
legra aðila standi viðbrögð skóla ekki undir væntingum.
n Fá upplýsingar og ráð hjá menntamálaráðuneytinu, Heimili og skóla eða Olweusar-
áætluninni.
Nokkrar tegundir eineltis:
Munnlegt ofbeldi Uppnefningar, stríðni eða niðurlægjandi athugasemdir. Þeir sem
beita ofbeldinu hvíslast t.d. á um fórnarlambið, flissa og hlæja.
Félagslegt ofbeldi Þegar verið er að að skilja vísvitandi út undan í leik, einstaklingnum
er ekki boðið að taka þátt í samkomum með bekkjarfélögunum eins og t.d. afmælisveisl-
um. Hann þarf að þola svipbrigði, augngotur, þögn eða algert afskiptaleysi.
Efnislegt einelti Eigum fórnarlambsins er stolið, t.d. skólabókum, pennaveski,
skólastösku, nesti eða íþróttafatnaði eða þessir hlutir eru eyðilagðir.
Andlegt ofbeldi Einstaklingurinn er þvingaður til að gera eitthvað sem stríðir algerlega
gegn réttlætiskennd hans og sjálfsvirðingu, s.s. girt er niður um hann, hann látinn
eyðileggja eigur annarra, jafnvel skólans. Einstaklingurinn fær endurtekið neikvæðar
athugasemdir og hótanir, ýmist í daglegum samskiptum, í gegnum netið eða farsíma.
Líkamlegt ofbeldi Gengið er í skrokk á einstaklingnum, hann barinn, klóraður, hár-
reittur, sparkað er í hann og/eða honum er hrint.
Hverjir verða fyrir í einelti?
Það er ekki til nein ein formúla um það hverjir verða fyrir einelti. Þolanda eineltis er oft
ógnað, hann laminn, gert er grín að honum, oft án þess að fyrir því sé nokkur ástæða
önnur en sú að viðkomandi „fittar“ ekki inn í fjöldann að mati gerandans. Dæmi um þetta
getur verið að barn sé rauðhært, með gleraugu, þybbið, of grannt, fái góðar einkunnir, sé
ekki í réttum fötum (ekki í merkjafötum), hafi skæran/djúpan málróm, stami, sé mjög
feimið, af öðrum litarhætti, og svo mætti lengi telja.
Þrátt fyrir að yfirleitt sé um að ræða hóp sem leggur einhvern í einelti, er hópnum
gjarnan stjórnað af einhverjum einum höfuðpaur. Leiðtoginn ákveður fórnarlambið og
stjórnar með harðri hendi hvernig því er strítt og hvaða aðferðir eru notaðar.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Hún bjóst aldrei
við því að þetta
vekti svona mikla athygli
og hún vill alls ekki þessa
athygli. Henni hefur ver-
ið hrósað mikið og hún
fengið jákvæð viðbrögð.
„Hvað gerði ég
ykkur eiginlega?
Allavega ekkert það
slæmt að þið hafið haft
ástæðu til að gera mér
lífið leitt daglega.
Fræðsla í leikskólum Þorlákur Helgason þekkir vel til eineltismála. Hann er yfir
Olweusarverkefninu. Hann vill að fræðsla um einelti hefjist strax í leikskóla. MyNd rAKEL óSK
Lífshættulegt Einelti getur verið lífs-
hættulegt. Dagbjartur Heiðar svipti sig lífi
aðeins 11 ára að aldri.