Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 53
Fólk 53Helgarblað 5.–7. október 2012 Þ að verður bara partí fyrir vini og vandamenn,“ segir Reynir Hilmarsson sem verður fertugur á laugar- daginn. Reynir er sjómaður og býr á Húsavík. Hann segist ekki vera mikið afmælisbarn en ákvað að halda upp á daginn í þetta skiptið. „Ég tók mér frí frá sjónum til að geta haldið upp á þetta,“ segir hann kátur og bætir aðspurður við að það sé í fínu lagi að ná fer- tugsaldrinum. „Það er í góðu. Líf- ið verður bara betra eftir því sem maður eldist. Er það ekki bara þannig?“ spyr Reynir sem býður um 30 manns í gleðskapinn. „Svo færist gleðin niður á Gamla Bauk þar sem við höldum áfram að djamma.“ Á gúst Bjarnason kvikmynda- gerðamaður fagnar þrítugs- afmæli sínu um helgina. Ágúst er alinn upp í Reykja- vík. Hann hóf flugnám sem ung- lingur og um tvítugt fór hann að starfa sem útvarpsmaður á FM 957. Eftir nokkur ár hjá 365 miðl- um fór hann í viðskiptafræði í Há- skólanum í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist árið 2004. Ágúst starfaði svo hjá Íslandsbanka þar til hann skipti alfarið yfir í kvik- myndagerð og leiklist. Eftir góðan árangur á Íslandi fór Ágúst í fram- haldsnám í kvikmyndaframleiðslu við Suður-Kaliforníuháskóla og hefur síðan haft annan fótinn í Hollywood undanfarin ár. Hann hyggst nú einbeita sér að handrita- skrifum, leiklist og öðrum ævintýr- um hér á Íslandi þar sem honum finnst það skemmtilegra en í Los Angeles á þessum tímapunkti. Ágúst á tvær systur; Ingi- björg er barnalæknir og Kristín er flugfreyja hjá Icelandair. Faðir hans er Bjarni Ágústsson fram- kvæmdastjóri og móðir hans heitir Matthildur Kristinsdóttir en hún starfar á öldrunarheimilinu Selja- hlíð. Þ að verður afmæliskaffi á laugardaginn og svo ætla ég út að borða með eiginmannin- um á veitingastaðinn La Vita e Bella á sjálfan afmælisdaginn,“ segir Alís Ólafsdóttir á Akureyri sem verð- ur þrítug á föstudaginn. „Þetta verða sem sagt bara rólegheit,“ segir Alís sem er lítið fyrir að kíkja út á lífið. „Ég er bindindiskona og drekk því ekki áfengi. Auðvitað er gaman í hófi að kíkja út en það verður ekki í þetta skiptið,“ segir hún og bætir aðspurð við að hana langi mest í iPhone í afmælisgjöf. „Og svo langar mig líka í nýja skó. Ég er samt ekki með neina skóáráttu. Mig vantar bara skó.“ Lífið betra með aldrinum Tekur Ísland fram yfir Los Angeles Langar í skó og iPhone Reynir Hilmarsson verður fertugur á laugardaginn Ágúst Bjarnason verður þrítugur um helgina Alís Ólafsdóttir ætlar út að borða í tilefni dagsins Skál Alís er bindindiskona og ætlar ekki út á lífið í tilefni þrítugsafmæli síns. Sjómaður Reynir er sjó- maður og býr á Húsavík. Með Klöru í The Charlies Ágúst og Klara Elísdóttir úr hljómsveitinni The Charlies úti að borða á Geisha House í Los Angeles. É g finn allavega ekki fyrir mik- illi pressu,“ segir Birkir Örn Karlsson, 15 ára keppandi í Dans dans dans, en fyrsti þáttur verður sýndur þann 20. október. Birkir Örn er bróðir Berg- lindar Ýrar Karlsdóttur sem sigraði í fyrri þáttaröðinni. Flestir muna eftir fallegum nú- tímadönsum Berglindar Ýrar en litli bróðir hennar er samkvæmisd- ansari sem hefur dansað síðan hann var níu ára. Sjö ár eru á milli systk- inanna og að sögn Birkis Arnar eru þau miklir vinir. „Ég fylgdist vel með henni keppa í fyrra og mætti í salinn þegar hún dansaði sóló og einnig í úrslitunum. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekkert endilega við að hún myndi vinna en ég var viss um að hún yrði ofarlega. Ég er viss um að hún á eftir að fylgjast vel með mér enda erum við góðir vinir,“ seg- ir hann og bætir við að hann upplifi sig ekki í skugga hennar. „Alls ekki. Mér finnst bara frábært að hún hafi unnið.“ Birkir Örn hefur keppt mikið er- lendis og þar á meðal á nokkrum heimsmeistara- mótum. „Frænka okkar dansar líka en annars erum það bara við tvö sem dönsum í fjöl- skyldunni,“ segir hann og bætir við að hann hafi próf- að ýmsar aðrar íþróttir. „Ég hef að- eins spilað golf og svo er ég að reyna koma mér í gott form með cross- fit þessa dagana. Þegar ég var yngri var ég í fótbolta en hætti af því að ég hafði ekkert gam- an af því. Svo byrjaði ég í fimleikum og var í þeim í nokkur ár áður en ég fór í dansinn. Ég fann mig þar. Mér finnst svo æðislegt að hreyfa mig, mér líður svo vel þegar ég dansa,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann hafi ekki enn ákveðið hvort hann ætli sér að verða atvinnu- maður í dansinum. „Ég hef allavega engan áhuga á að hætta að dansa,“ segir hann og bætir við að hann mæli eindregið með því að krakk- ar sem hafi gaman af dansi prófi að taka þátt í þættinum. „Ég var of ung- ur í fyrra en var staðráðinn í að taka þátt. Þetta hefur verið alveg frábær reynsla.“ Birkir Örn, sem er á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands, segir vinina skiln- ingsríka hvað dansáhugann varðar. „Vinir mínir eru alla- vega ekkert að setja út á það að ég sé dansari. Enda eru nokkrir þeirra í dansi líka. Ég fann meira fyrir fordóm- um þegar ég fór í ballett og nútímadans þegar ég var að undirbúa mig fyrir Dans dans dans. Fólk er klárlega með meiri fordóma fyrir ballett en samkvæmisdönsum. En ég læt það ekkert á mig fá.“ Birkir Örn þvertekur fyrir að frægðin hafi breytt systur hans. „Engan veginn. Hún hefur ekkert breyst og lætur ekki eins og hún sé eitthvað fræg.“ n Finn ekki Fyrir pressu n Birkir Örn Karlsson er 15 ára keppandi í Dans dans dans „Fólk er klárlega með meiri for- dóma fyrir ballett en samkvæmisdönsum. Ekki í vinnunni á afmælisdaginn n Jóhanna Sigurðardóttir sjötug H rannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður hennar, sagði hana hafa tekið sér frí frá vinnu á afmælisdaginn og að- spurður hvernig hún mundi eyða deginum sagðist hann ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það en gæti sagt að hún yrði að heiman. Jóhanna er fædd í Reykjavík árið 1942 og er dóttir hjónanna Sigurðar Egils Ingimundarsonar og Kar- ítasar Guðmundsdóttur. Eiginkona Jóhönnu er Jón- ína Leósdóttir, blaðamaður og leikskáld. Jóhanna á synina Sigurð Egil og Davíð Steinar frá fyrra hjóna- bandi en sonur Jónínu er Gunnar Hrafn Jónsson. Hún lauk verslunarprófi árið 1960 og starf- aði sem flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 en þaðan lá leið hennar til Kassagerðar Reykjavíkur þar sem hún starfaði til ársins 1978. Hún gegndi stöðu félagsmálaráðherra frá 1987 til 1994 og tók aftur við því embætti 2007. Hún varð félags- og tryggingamálaráðherra í ársbyrjun 2008 þar til hún tók við forsætisráðherrastólnum árið 2009. Sama ár var Jóhanna á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu konur heims. n Glæsileg Áhorfendur völdu Berglindi Ýri sem besta dansara landsins í fyrra. Samkvæmisdansari Birkir Örn hefur æft samkvæmisdans frá níu ára aldri og hefur keppt á nokkrum heimsmeist- aramótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.