Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 34
34 5.–7. október 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Ásgeir Trausti er ekta eintak af tónlistarmanni.“ Dýrð í dauðaþögn Ásgeir Trausti „Nístandi fegurð“ Kona Tígursins Téa Obrecht G estir á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð gista á hóteli við sjávarsíðuna í Reykja- vík. Á föstudegi streyma þeir inn um anddyrið með töskur á hjólum. Blaðamaður stendur í móttökunni og spyr eftir Marjane. Sá í afgreiðslunni bend- ir skjótt fingri beint fram fyrir sig. Þarna er hún, þarna! Marjane hverfur inn um dyr og blaðamaður eltir. Það kemur í ljós að dyrnar eru lyftudyr og Marjane ýtir á takka á leið upp og horfir for- viða á blaðamann. „Bíddu, ætlar þú barasta með mér upp á herbergi? Ætlar þú að horfa á mig pissa?“ Svo hlær hún svo hressi- lega að blaðamaður verður hinn vandræðalegasti. Það kostar mikið handapot að útskýra fyrir henni að eltingarleikurinn inn í lyftuna hafi ekki verið ætlun. Marjane fær frið til að koma sér fyrir á hótelherberginu á meðan eltihrellirinn frá DV bíður í móttökunni. Vill hitta álfa á Íslandi Hún kemur niður og það gustar af henni. Eiginmaður hennar er með í för. Myndarlegur og hávaxinn. Hún er smávaxin og með eldrauðan varalit. Í grænum doppóttum kjól. Hún klæðir sig í anda sjöunda ára- tugarins, með sítt svart hárið skipt í miðju og farðar sig með augn- línupenna sem er dreginn á efri augnlokin. Hún minnir mig svolítið á óperusöngkonuna Mariu Callas. Glæst en augljóslega skapheit. Það sést á því hvernig hún gengur um, hvernig hún sest og krossleggur fæt- urnar, ákveðin en glaðleg. „Jæja. Spurðu mig þá spjörunum úr,“ segir hún glettin. Hún talar á hraðasta snúningi og augun leiftra. „Ég er yfir mig hrifin af Íslandi, hef lengi langað til að koma hingað. Það var unaðslegt að horfa á jökul- breiðuna úr flugvélinni,“ segir hún og spyr um álfa. „Ég hef heyrt að hér trúi fólk á álfa, ég sé ýmislegt sjálf og það væri gaman að koma auga á álfa hér.“ Hún er alls ekki að gera að gamni sínu og segist myndu vilja fara í göngu með sjáanda til að líta eftir álfum. Hafnaði Hollywood Marjane er írönsk-frönsk leikstýra og listamaður. Hún er gestur Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar og eru kvikmyndir hennar, Persepol- is og Chicken with Plums, á dag- skrá hátíðarinnar auk þess sem hún miðlaði af reynslu sinni með því að halda stutta tölu og svara spurning- um bíógesta. Marjane varð stórstjarna þegar hún gaf út myndasögu sína Persepol- is, en hún er sjálfsævisöguleg frá- sögn í teiknimyndastíl af uppvaxtar- árum hennar í Tehran í aðdraganda og eftirmálum írönsku byltingarinn- ar árið 1979. Myndin fór sigurför um heim- inn eftir að hún vann dómnefndar- verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna, Golden Globe verð- launa, César verðlaunanna og evrópsku kvikmyndaverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt.  Persepol- is var einnig sýnd í kvikmyndahús- um hérlendis og fékk mjög góða aðsókn. Marjane fékk ýmis til- boð frá Hollywood sem hún hafn- aði eftir að hafa slegið í gegn með ævisögu sinni. Meðal annars var henni boðið að gera sjónvarpsþætti í Hollywood í anda Beverly Hills 90210. „Hollywood setur allt í sína þröngu kassa, mér fannst ótrúlega fyndið að það væri vilji til þess að búa til unglingadrama úr ævisögu minni. Átti ég að vera Donna? Nema bara í Íran? Hún hlær svo kröftug- lega að hún tekur bakföll, “ og út- skýrir síðan þegar hún hefur jafn- að sig að Bandaríkjamenn hafi ríka tilhneigingu til þess að beygja allt eftir sinni menningu. Eða halda að öll önnur menning þrái að líkja eft- ir þeirra. „Það er mikill misskilning- ur,“ segir hún og glottir út í annað. Lýsing á sjálfri mér Önnur mynd Satrapi, Chicken with Plums frá árinu 2011, er sömuleið- is byggð á samnefndri mynda- sögu hennar. Þar segir af síðustu dögunum í lífi fiðluleikarans Nass- er Ali Khan. Chicken with Plums er í fyrsta sinn sýnd á Íslandi á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð. „Mér finnst myndin falleg og í lýsingum á fiðluleikaranum sem er skelfilega þrjóskur og sjálfselskur er reyndar að finna mjög heiðarlega lýsingu á sjálfri mér,“ segir hún. „Allt sem ég geri sem listamað- ur tengist reynsluheimi mínum og er sjálfsævisöguleg frásögn. Hversu abstrakt sem hún kann að vera.“ Hver getur ritskoðað sjálfsævisögu? Sjálfsævisaga hennar, Persepolis, hef- ur verið gagnrýnd af írönskum stjórn- völdum og sögð fela í sér fordóma gegn Íslamstrú en Marjane segir það fáránlegt. „Ég er listamaður, ég segi það sem ég vil segja. Þetta er þar að auki mitt líf, ég hef rétt til þess að segja frá því eins og mér hentar. Hver getur ritskoðað mitt eigið líf? Hvernig er það mögulegt? Það er ekki mögu- legt. Sjálfsævisagan er máttug vegna þess að hana er nærri því ómögulegt að ritskoða og hana nú! Hún veifar höndunum til áherslu.“ „Hver getur ritskoðað mitt eigið líf?“ Þegar Marjane Satrapi var á unglingsárum, 14 ára í Tehran, fluttu foreldrar hennar til Evrópu. Þeir óttuðust að hún yrði tekin fyrir af byltingarvarðsveitum enda hefur hún frá unga aldri sagt hug sinn óhindrað. Stundum er það hættulegt. En alltaf er það nauðsynlegt. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Marjane og ræddi við hana um jafn fjölbreytileg málefni og álfa og kjarnorkuvopnavá. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Átti ég að vera Donna? Nema bara í Íran? Fasismi „Að segja að eitthvað sé illt og það beri að hræðast er svo hættulegt. Í því felst upphaf fasisma.“ „Átti ég að vera Donna? Nema bara í Íran? Marjane var boðið að gera sjónvarps- þætti í Hollywood í anda Beverly Hills 90210.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.