Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 35
Menning 35Helgarblað 5.–7. október 2012 „Endurbætt sigurformúla“ „Álfar út úr hól“ FIFA 13 PS 3 Drottningin af Montreuil Sólveig Anspach, Jean-Luc Gaget E f þú hefur ekki enn séð kvik- myndina Looper mæli ég sterklega með því. Um er að ræða frábæra mynd sem gerir miklar kröfur til áhorfandans. Hún segir frá böðli í framtíðinni sem hefur það verkefni að myrða menn sem glæpasamtök hafa sent aftur í tímann. Böðullinn lifir hátt og hratt og virðist ekki hafa neinar áhyggj- ur af framtíðinni, vitandi að hann á eftir að myrða eldri útgáfuna af sér úr framtíðinni. Þegar svo loks kem- ur að því flækist líf hans til muna. Meira er varla hægt að segja um þessa mynd án þess að spilla áhorf- inu. Ég hafði beðið spenntur eftir þessari mynd og veit það sjaldnast á gott því myndin hefur fengið þvílíkt umtal undanfarna mánuði. Það vill oft verða að slíkar myndir standast ekki væntingarnar sem gerðar eru til þeirra en þessi gerði það svo sannar- lega hvað mig áhrærir. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um söguþráð- inn áður en ég fór að sjá hana en þær hugmyndir voru afar fjarri því sem varð svo raunin og var myndin mun betri en ég þorði að vona. Það eru ekki margar myndir sem sitja svona eftir í huga manns. Myndin hefur ótvírætt skemmtana- gildi og gerir ekki of mikið af því að tyggja söguframvinduna beint ofan í áhorfandann. Uppbyggingin á henni er þannig að það er erfitt að mynda sér skoðun um með hverj- um maður á að halda. Leikararnir standa sig allir með prýði. Það verður samt að segjast að það er mjög furðulegt að horfa á aðalleikara myndarinnar, Joseph Gordon-Levitt, í hlutverki sínu en útliti hans var breytt svo hann líkt- ist að einhverju leyti eldri útgáfunni af karakter sínum sem leikinn er af meistara Bruce Willis. Eitt er á hreinu að fólk ætti að fylgjast með leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar, Rian Johnson, í framtíðinni. Ég mun bíða spenntur eftir næstu mynd. n Bíómynd Birgir Olgeirsson birgir@dv.is Looper IMDb 8,4 RottenTomatoes 93% Leikstjóri: Rian Johnson Leikarar: Joseph Gordon-Levitt, Bruce Willis, Emily Blunt, Paul Dano og Jeff Daniels. Af keisaraættum Marjane er fædd árið 1969 í Rasht, sem liggur nærri Kaspíahafi. Hún ólst upp í Tehran, þar sem faðir hennar vann sem verkfræðingur og móðir hennar við tískuhönnun. Hún er af hástétt Írana. Langafi hennar var Nasser-al-Din Shah, keisari í Persíu frá 1848 to 1896, afi hennar var prins. En hún vill ekki gera mikið úr því. „Við erum öll komin af prinsum, afi átti til dæmis 100 konur,“ segir hún og hlær. „Foreldrar mínir voru marxistar sem nutu lífsins. Vesturlandabúar hafa svo skakka mynd af Írönum. Þau borðuðu á veitingastöðum, áttu Kadillakk, héldu matarboð og hlustuðu á músík. Þau voru í and- ófi gegn keisaranum og vonuðust eftir byltingu. Tja, allt þar til hún svo varð,“ bætir hún við. Marjane var send til Austurríkis í heimavistarskóla henni til vernd- ar. Foreldrar hennar óttuðust um hana í því ástandi sem skapaðist í byltingunni. Marjane sagði alltaf hug sinn. Þótt það væri hættu- legt. „Það er stundum hættulegt að segja hug sinn, en það er alltaf nauðsynlegt. Að minnsta kosti fyr- ir mér. Ég trúi því að allir menn séu góðir að upplagi. Alveg sama hversu bölvanlega þeir haga sér, það borgar sig því frekar að segja hug sinn. Þessi röksemdarfærsla virðist langsótt en ef allir gæfu allt uppi, þá ætti það að leiða til góðs.“ Helgar sig listinni Satrapi hefur búið í Frakklandi meirihluta ævi sinnar. Þar gift- ist hún eiginmanni sínum sem nú situr henni við hlið. Hann er sænskur og þau eru barnlaus. „Ég ætla ekki að eignast börn. Ég vil helga líf mitt listinni og ég elska það. Ég veit að ég hef sterka rödd og ég hef gífurlega ástríðu. Meiri en nokkurn grunar. Ætli ég mætti ekki segja það sem mig lysti um barn- eignir ef ég væri karlmaður. En hverjum er ekki sama? Mér finnst ég vera heppin að fá að gera það sem ég geri. Mér finnst ég heppin að fá að vera hér.“ Skyldan að segja sögur Marjane er umhugað um ótta. Hvernig hann er notaður til að stjórna og hvernig sögur fólks geti brotið upp óttann sem stjórntæki. „Með því að segja: Hér er ég, mér finnst þetta, ég borða þetta, hugsa þetta og geri þetta. Þá ráðumst við gegn þessu. Fólk hræðist mögu- lega kjarnorkuvopnaeign Írana en gleymir að óttast kjarnorkuvopna- eign Bandaríkjamanna. Það er af því að óttanum hefur verið hag- anlega stjórnað. Bæði Bandaríkja- menn og Íranir stefna í sömu ein- strengingslegu áttina sem er lituð af ótta og tortryggni. „Að segja að eitthvað sé illt og það beri að hræðast er svo hættulegt. Í því felst upphaf fasisma. Ef hið illa er einn staður, einn maður eða eitt land, þá vill fólk ráðast gegn því. Eyða því. Svona hefur hringrás sögunn- ar verið. Ég er listamaður og mér finnst ég hafa skyldu til þess að segja sögur og ég held ég sé að segja þér núna hversu mikilvægt það er, segir hún og brosir og hrist- ir höfuðið og hlær. Allt hefur áhrif „Allt sem maður segir og gerir hef- ur áhrif,“ leggur Marjane áherslu á. „Það hefur til dæmis áhrif á mig að þú eltir mig í lyftu. Ég mun ræða um þetta í dag. Að ég hafi nú lent í því að blaðamaður hafi stokk- ið á eftir mér í lyftu. Ég mun segja frá þér og tala um þetta. Að ég hafi haldið það versta um þig, að ég hafi haldið að þú ætlaðir að skrásetja hegðun mína svo nákvæmlega að þú ætlaðir að elta mig. Segja frá því að ég hafi lagt frá mér ferðatösk- urnar og farið á klósettið. En svo segi ég líka að reyndar hafi viðtalið orðið hin mesta skemmtun,“ segir hún og brosir hughreystandi. n Frábær hringrás Persepolis Sjálfsævisöguleg frásögn í teiknimyndastíl af uppvaxtarárum hennar í Tehran. Góð lýsing Í Chicken with Plums segist Marjane lýsa sér vel. „Djúpið er hjartnæmt, ljóðrænt og tæknilega fullkomið verk.“ Djúpið Baltasar Kormákur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.