Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 52
52 Fólk 5.–7. október 2012 Helgarblað
Hvað er að
gerast?
5.–7. október
Föstudagur05
okt
Laugardagur06
okt
Sunnudagur07
okt
Ef lífið væri
söngleikur
Söngvararnir og
leikararnir Bjarni Snæ-
björnsson, Margrét Eir, Orri
Huginn Ágústsson og Sigríður
Eyrún Friðriksdóttir flytja ódauðleg lög úr
söngleikjum sem áhorfendur hafa grátið
yfir og hlegið á. Á tónleikum verður farið
í ferðalag um klassísk lög söngleikjanna
í bland við ný lög og gamlar söngperlur.
Tónleikaröð sem kemur við hjarta
leikhús- og söngleikjaunnenda í flutningi
framúrskarandi listamanna. Tónlistar-
stjórn er í höndum Kjartans Valdemars-
sonar.
Salurinn, Kópavogi 20.00
Færir áhorfandann til fortíðar
Októberuppfærsla Íslenska dansflokks-
ins er sýningin It is not a Metaphor eftir
Cameron Corbett. Hér er
á ferð hreinskiptin og
skýr nálgun á hvernig
hreyfingar, tími, rúm og
tjáning fléttast saman.
Dansinn er skapaður
út frá léttu sjónarhorni,
þótt ávallt sé stutt í það
líkamlega ef ekki það nautnafulla. Verkið
mun færa áhorfandann til fortíðar og sækja
innblástur í hin ólíku þemu og listabylgjur
sem komu fram á tuttugustu öldinni.
Borgarleikhúsið 20.00
Með allt á hreinu
Í ár eru liðin 30 ár frá
gerð kvikmyndarinnar
vinsælu Með allt á
hreinu. Stuðmenn
flytja bestu lög síns
yfirgripsmikla og
einstæða ferils, í bland
við nýtt efni, fyrir hlé en
seinni hluti tónleikanna verður svo alfarið
helgaður Með allt á hreinu. Á tónleikun-
um munu sérstakir gestir koma fram auk
nokkurra þjóðþekktra leikara. Missið ekki
af einstæðum tónlistarviðburði.
Eldborg, Hörpu 23.00
Hvanndalsbræður í Miðgarði
Hljómsveitin ætlar að fagna 10 ára
stórafmæli sínu á þremur stöðum á
landinu, meðal annars í
Miðgarði í Skagafirði
á laugardagskvöldið.
Jafnan er mikið um
dýrðir á tónleikum
sveitarinnar og verður
ekki slegið slöku við í þetta
sinn, sem dæmi má nefna hið sígilda
happadrætti, faglega föndurhornið,
myndasýningu ásamt kynningu á límkítti
og SÁÁ-álfabrennu að ógleymdri tón-
listinni sem mun leika lykilhlutverk.
Miðgarður, Skagafirði 22.00
Ástarsaga úr fjöllunum
Leikritið byggir á samnefndri sögu
Guðrúnar Helgadóttur sem fjallar um
tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana
hennar átta, en sagan hefur notið gíf-
urlega vinsælda frá því hún var fyrst gefin
út fyrir rúmum þrjátíu árum og hefur hún
verið þýdd á fjölda tungumála. Leikgerð
og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem
einnig annast leikstjórn, en höfundur
tónlistar er Guðni Franzson. Þátttakend-
ur í sýningunni eru leik- og söngkonan
Alda Arnardóttir og tónlistarmaðurinn
Kristján Guðjónsson sem einnig sér um að
útsetja tónlistina.
Hof, Akureyri 14.00
U
no er ítalskur veitinga-
staður í gömlu fallegu
húsi við Ingólfstorg.
Nýir eigendur tóku
við rekstrinum síðasta
vor, þau Kjartan Guðmunds-
son matreiðslumaður, Erna
Vigdís Ingólfsdóttir, kona hans,
og Hrefna Ingólfsdóttir, systir
Ernu.
RIFF-kvikmyndahátíð-
in stendur nú sem hæst og af
því tilefni er fjöldi erlendra
leikstjóra og framleiðenda
staddur í Reykjavík þessa
dagana, bæði til að kynna
myndir sínar og til að taka
að sér dómarastörf. Þetta
hæfileikaríka fólk kom saman
á Uno og gerði sér glaðan dag
nú á fimmtudagskvöldið.
Leikstjórar í partíi
n Hæfileikafólk kom saman á Uno
Stór nöfn í bransanum Jeanette
Groenendaal, leikstjóri myndarinnar
Reformation frá Hollandi, Geoffrey Gilmore,
listrænn stjórnandi Tribeca Enterprises, sem
kom hingað til lands sem dómari á RIFF, og
Julie le Brocquy, framleiðandi frá Írlandi.
Standa í ströngu Þær Laura
og Ása eru starfsmenn RIFF,
með þeim eru Sunna og Svava.
Stungið saman nefjum Manuel P.G. með Rachel Rath leikkonu sem kom á RIFF frá Írlandi og Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.
Þ
að er allt löðrandi í tilboð-
um þegar mann vantar
ekkert að gera,“ segir Hall-
dór Högurður athafna-
maður sem fékk tvö at-
vinnutilboð í kjölfar þess að hafa
verið í Kastljósi á miðvikudags-
kvöldið. Hann var þar í viðtali
ásamt Stefáni Boga Sveinssyni,
en þeir eru báðir greindir með
athyglisbrest og ofvirkni, og var
umtalsefnið sú ákvörðun stjórn-
valda að hætta að niðurgreiða lyf
gegn ofvirkni sem víða er mælt
með.
Nóg fyrir stafni
„Það besta er að ég er ekki að leita
að neinu,“ segir Halldór og kveðst
hafa nóg fyrir stafni, enda starfar
hann á auglýsingastofu ásamt því
að sinna ófáum hliðarverkefn-
um. „Það má segja að ég starfi í
blandaðri tækni.“ Aðspurður hvort
tilboðin séu tilkomin vegna þess
að hann hafi komið vel fyrir í Kast-
ljósi segist hann ekki geta dæmt
um það. „Ég skil ekkert í þessu.
Mér finnst merkilegt að einkafyrir-
tæki skuli leita eftir starfskröftum
manns sem með svo eftirminni-
legum hætti lýsir vanhæfni sinni
til allra verka í sjónvarpi allra
landsmanna,“ segir Halldór. Störfin
sem Halldóri buðust eru við aug-
lýsingagerð annars vegar og sem
markaðsstjóri hins vegar.
„Nett ADHD kostur“
Í kjölfar viðtalsins mun Halldór
hafa fengið aragrúa af reynslusög-
um og því má segja að viðbrögð-
in standi ekki á sér. Samkvæmt
fjárlögum ársins í ár verður lyfið
Concerta, sem er mjög áhrifaríkt
gegn ADHD, ekki lengur niður-
greitt fyrir fullorðna. Halldór segir
að jafnvel þótt að lyfin verði ekki
niðurgreidd muni hann halda
áfram á þeim, að minnsta kosti um
sinn: „Ég mun halda áfram að taka
þessi lyf allavega út árið, það er
miklu dýrara að taka þau ekki.“ Þá
segir hann að aðrir séu verr stadd-
ir, enda gagnast athyglisbresturinn
honum í vinnunni þar sem mikil-
vægt er að vera skapandi: „Ég tel
að nett ADHD sé kostur, eitthvað
sem gagnast mér. En það hjálpar
þér lítið ef þú ert endurskoðandi.“
simon@dv.is
Fékk tvö atvinnu-
tilboð eftir Kastljós
n „Ég skil ekkert í þessu“ n Halldór Högurður ræddi um ADHD í Kastljósi
„Ég tel
að nett
ADHD sé kostur,
eitthvað sem
gagnast mér
Nóg að gera Halldór
Högurður segist hafa
nóg fyrir stafni, en
það vanti ekki tilboðin
þegar engin sé þörfin.