Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 4
Hópur útlaga handtekinn n Lögreglan fann dóp, bruggtæki, eggvopn og þýfi S extán voru handteknir í að­ gerðum lögreglunnar gegn vél­ hjólagengi á miðvikudagskvöld. Þær beindust helst að sam­ tökunum Outlaws. Aðgerðirnar voru víðtækar og var framkvæmd hús­ leit víða í Hafnar firði, Árnessýslu og á Suðurnesjum. Framkvæmdirnar hófust um klukk­ an átta um kvöldið og stóðu fram yfir miðnætti. Lögreglumenn lögðu hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkni­ efnum, stera, bruggtæki og bæði landa og gambra. Þá var einnig lagt hald á ætlað þýfi og margs konar eggvopn. Hluti fíkniefnanna fannst í hús­ næði vélhjólagengisins í Hafnarfirði. Alls var framkvæmd húsleit á fjór­ um stöðum á höfuðborgarsvæðinu, tveimur á Suðurnesjum og einum í Árnessýslu. Sumir hinna handteknu voru einnig handteknir í aðgerðum lög­ reglunnar gegn vélhjólagengi í síð­ asta mánuði. Eftir aðgerðirnar í gær­ kvöldi voru þrettán, ellefu karlar og tvær konur, vistaðir í fangageymslu lögreglunnar, en yfirheyrslur stóðu yfir allan fimmtudaginn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kraf­ ist verður gæsluvarðhalds yfir ein­ hverjum.  Flestir hinna handteknu eru meðlimir í vélhjólagenginu Outlaws og hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Á áttunda tug lögreglu­ manna tók þátt í aðgerðunum, sem voru nokkuð umfangsmiklar, auk starfsmanna tollgæslunnar sem að­ stoðuðu við húsleit með sérþjálfuð­ um hundum. astasigrun@dv.is 4 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað eigandi aMX fékk Milljónir frá lÍÚ F élag í eigu eiganda vefmið­ ilsins AMX, Friðbjarnar Orra Ketilssonar, fékk greiddar rúmlega 25 millj­ ónir króna frá Landssam­ bandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á árunum 2007 og 2008. Greiðslurnar voru samkvæmt samningi sem félagið, Skipaklettur ehf., gerði við LÍÚ árið 2007. Þetta kemur fram í gögnum sem DV hef­ ur undir höndum. Skipaklettur hélt á þessum tíma meðal annars úti vefsíðunni M5, viðskiptafrétta­ síðu sem greindi frá viðskiptum á hlutabréfamörkuðum, hlutabréfa­ vísitölum og öðru slíku. Tekið skal fram að samningurinn var gerður í apríl 2007, áður en AMX var opn­ aður í árslok 2008. Rekstrarfélag AMX heitir Vef­ miðlun ehf. og er skráð til heimilis í Hádegismóum 2, nánar tiltekið í Morgunblaðshúsinu. Sömu sögu má segja um félagið Skipaklett sem var stofnað árið 2007. Sem dæmi má nefna að árið 2007 greiddi LÍÚ rúmar 17 milljónir króna til Skipa­ kletts og rúmar átta milljónir árið eftir. Friðbjörn Orri er tengdasonur Gunnlaugs Sævars Gunnlaugsson­ ar, lögmanns og fjárhaldsmanns Guðbjargar Matthíasdóttur, út­ gerðarkonu í Eyjum og eiganda Moggans. Keyptu vefsíðugerð Friðrik J. Arngrímsson, fram­ kvæmdastjóri LÍÚ, segir að samn­ ingurinn milli LÍÚ og Skipakletts hafi snúist um kaup sambands­ ins á upplýsingum um sjávar­ útvegsmál frá félaginu. „Við gerð­ um samning við Skipaklett en það tengist ekki AMX. Við höfum aldrei greitt neitt til útgáfufélags AMX. Samningurinn sem við gerðum við þetta fyrirtæki snérist um gerð vef­ síðna og framleiðslu efnis um sjáv­ arútvegsmál. Það var stóra inntak­ ið í samningnum,“ segir Friðrik en meðal annars var um að ræða vef­ inn sjosokn.is að sögn Friðriks. Friðrik segir að samningurinn á milli Skipakletts og LÍÚ hafi fyr­ ir löngu runnið sitt skeið. „Hann var bara uppfylltur og kláraður sá samningur. Hann er löngu búinn, fyrir mörgum árum síðan. Þá lauk viðskiptasambandi okkar við Skipaklett,“ segir Friðrik. Í ársreikningi Skipakletts fyrir árið 2007 vekur reyndar athygli að útseld þjónusta er bókfærð á rúm­ ar 11 milljónir en launakostnaður er aðeins rúm milljón. Þá stemm­ ir þessi upphæð ekki við þau gögn sem DV hefur undir höndum þar sem fram kemur að Skipaklettur hafi fengið rúmlega 17 milljónir króna frá LÍÚ árið 2007. Upphæð­ irnar stemma því ekki. Stefnt fyrir meiðyrði Friðrik J. Arngrímsson hefur stefnt bloggaranum Ólafi Arnarsyni vegna ummæla þess efnis að LÍÚ hafi styrkt AMX um tugi milljóna króna á ári með dulbúnum fjárframlögum í gegnum félög sem tengjast Frið­ birni Orra Ketilssyni. Ummælin sem Friðrik stefndi Ólafi fyrir voru með­ al annars eftirfarandi staðhæfingar Ólafs í tveimur pistlum á vefsíðunni Pressunni. „ LÍÚ ku styðja AMX vef­ inn um næstum 20 milljónir á ári í gegnum félög í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar.“; „Mér er kunnugt um, að einhverjir stjórnarmenn LÍÚ vita ekki af stuðningnum við fugla­ dritið á AMX enda munu greiðslurn­ ar vera vel dulbúnar í reikningum samtakanna; „LÍÚ, undir stjórn Frið­ riks Arngrímssonar, situr uppi með það að bera ábyrgð á ósómanum, sem birtur er í skjóli nafnleyndar á slefritinu AMX,“ sagði Ólafur meðal annars í pistlunum. Rótin að misskilningnum „AMX var ekki til þegar samningur­ inn við Skipaklett var gerður. Ég skil ekki af hverju þetta hefur far­ ið svona langt. Þessi viðskipti okkar við Skipaklett eru ekkert leyndar­ mál. Ólafur Arnarson hefur aldrei hringt í mig til að spyrja út í þetta,“ segir Friðrik. Rótin að þeirri sögu að LÍÚ haldi AMX úti kann því að vera sú stað­ reynd að AMX átti í viðskiptum við Skipaklett áður en AMX var settur á laggirnar. Þegar sú saga komst á kreik að viðskiptasamband hefði verið á milli LÍÚ og Skipakletts kann sú ályktun að hafa verið dreg­ in að um væri að ræða greiðslur til að halda úti vefsíðunni AMX. Ef marka má orð Friðriks J. þá er þetta ekki rétt. Hins vegar má benda á að Ólafur hélt því líka fram að greiðslurnar til félaga Friðbjörns Orra væru vel „dulbúnar“ í reikn­ ingnum LÍÚ. Erfiðlega gæti hins vegar reynst fyrir Ólaf að sanna þessa fullyrðingu. Dómur verð­ ur kveðinn upp í meiðyrðamálinu innan nokkurra vikna. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það hefur aldrei verið greitt til útgáfufélags AMX n LÍÚ og Skipaklettur gerðu tugmilljóna samning um vefsíðugerð 2007 Snúið mál Ólafur Arnarson hélt því fram í bloggfærslu að LÍÚ héldi úti vefmiðlinum AMX, sem Friðbjörn Orri Ketilsson stýrir. Friðrik Arngrímsson stefndi Ólafi fyrir þessi ummæli. Nú liggur fyrir að LÍÚ átti í tugmilljóna viðskiptasambandi við annað félag í eigu Friðbjörns Orra. Tilraun til þöggunar Þór Saari, þingmaður Hreyfingar­ innar, ætlar að áfrýja dómi Hér­ aðsdóms Reykjaness þar sem ummæli hans um meint tengsl Ragnars Árnasonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands, við Landssamband íslenskra út­ vegsmanna voru dæmd dauð og ómerk. Þór segir að hann hefði beðist afsökunar á ummælun­ um og að þau hafi verið leið­ rétt. „Undirritaður telur að stefna Ragnars hafi verið með öllu til­ hæfulaus og sé tilraun til þöggun­ ar á umræðu um málefni sem hvað heitast hefur brunnið á þjóð­ inni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda,“ sagði Þór í tilkynn­ ingu. Barn hvarf Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að barn sem var sofandi úti í barnavagni hefði verið tekið úr vagninum. At­ vikið átti sér stað í Reykjanes­ bæ á milli klukkan 13 til 14 síð­ astliðinn föstudag. Barnið, 14 mánaða stúlka, hafði verið sof­ andi úti í barnavagni við íbúðar­ hús í Reykjanesbæ. Þegar huga átti að barninu reyndist það ekki vera í vagninum og eftir skamma leit heyrðist í því og reyndist það vera í húsagarði við næsta hús en milli húsanna er 80–90 sentímetra há girðing. Málið er til rannsókn­ ar hjá lögreglunni á Suðurnesj­ um sem lítur það mjög alvarlegum augum. Á vettvangi Á áttunda tug lögreglu- manna kom að aðgerðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.