Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 4
Hópur útlaga handtekinn n Lögreglan fann dóp, bruggtæki, eggvopn og þýfi S extán voru handteknir í að­ gerðum lögreglunnar gegn vél­ hjólagengi á miðvikudagskvöld. Þær beindust helst að sam­ tökunum Outlaws. Aðgerðirnar voru víðtækar og var framkvæmd hús­ leit víða í Hafnar firði, Árnessýslu og á Suðurnesjum. Framkvæmdirnar hófust um klukk­ an átta um kvöldið og stóðu fram yfir miðnætti. Lögreglumenn lögðu hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkni­ efnum, stera, bruggtæki og bæði landa og gambra. Þá var einnig lagt hald á ætlað þýfi og margs konar eggvopn. Hluti fíkniefnanna fannst í hús­ næði vélhjólagengisins í Hafnarfirði. Alls var framkvæmd húsleit á fjór­ um stöðum á höfuðborgarsvæðinu, tveimur á Suðurnesjum og einum í Árnessýslu. Sumir hinna handteknu voru einnig handteknir í aðgerðum lög­ reglunnar gegn vélhjólagengi í síð­ asta mánuði. Eftir aðgerðirnar í gær­ kvöldi voru þrettán, ellefu karlar og tvær konur, vistaðir í fangageymslu lögreglunnar, en yfirheyrslur stóðu yfir allan fimmtudaginn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kraf­ ist verður gæsluvarðhalds yfir ein­ hverjum.  Flestir hinna handteknu eru meðlimir í vélhjólagenginu Outlaws og hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Á áttunda tug lögreglu­ manna tók þátt í aðgerðunum, sem voru nokkuð umfangsmiklar, auk starfsmanna tollgæslunnar sem að­ stoðuðu við húsleit með sérþjálfuð­ um hundum. astasigrun@dv.is 4 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað eigandi aMX fékk Milljónir frá lÍÚ F élag í eigu eiganda vefmið­ ilsins AMX, Friðbjarnar Orra Ketilssonar, fékk greiddar rúmlega 25 millj­ ónir króna frá Landssam­ bandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á árunum 2007 og 2008. Greiðslurnar voru samkvæmt samningi sem félagið, Skipaklettur ehf., gerði við LÍÚ árið 2007. Þetta kemur fram í gögnum sem DV hef­ ur undir höndum. Skipaklettur hélt á þessum tíma meðal annars úti vefsíðunni M5, viðskiptafrétta­ síðu sem greindi frá viðskiptum á hlutabréfamörkuðum, hlutabréfa­ vísitölum og öðru slíku. Tekið skal fram að samningurinn var gerður í apríl 2007, áður en AMX var opn­ aður í árslok 2008. Rekstrarfélag AMX heitir Vef­ miðlun ehf. og er skráð til heimilis í Hádegismóum 2, nánar tiltekið í Morgunblaðshúsinu. Sömu sögu má segja um félagið Skipaklett sem var stofnað árið 2007. Sem dæmi má nefna að árið 2007 greiddi LÍÚ rúmar 17 milljónir króna til Skipa­ kletts og rúmar átta milljónir árið eftir. Friðbjörn Orri er tengdasonur Gunnlaugs Sævars Gunnlaugsson­ ar, lögmanns og fjárhaldsmanns Guðbjargar Matthíasdóttur, út­ gerðarkonu í Eyjum og eiganda Moggans. Keyptu vefsíðugerð Friðrik J. Arngrímsson, fram­ kvæmdastjóri LÍÚ, segir að samn­ ingurinn milli LÍÚ og Skipakletts hafi snúist um kaup sambands­ ins á upplýsingum um sjávar­ útvegsmál frá félaginu. „Við gerð­ um samning við Skipaklett en það tengist ekki AMX. Við höfum aldrei greitt neitt til útgáfufélags AMX. Samningurinn sem við gerðum við þetta fyrirtæki snérist um gerð vef­ síðna og framleiðslu efnis um sjáv­ arútvegsmál. Það var stóra inntak­ ið í samningnum,“ segir Friðrik en meðal annars var um að ræða vef­ inn sjosokn.is að sögn Friðriks. Friðrik segir að samningurinn á milli Skipakletts og LÍÚ hafi fyr­ ir löngu runnið sitt skeið. „Hann var bara uppfylltur og kláraður sá samningur. Hann er löngu búinn, fyrir mörgum árum síðan. Þá lauk viðskiptasambandi okkar við Skipaklett,“ segir Friðrik. Í ársreikningi Skipakletts fyrir árið 2007 vekur reyndar athygli að útseld þjónusta er bókfærð á rúm­ ar 11 milljónir en launakostnaður er aðeins rúm milljón. Þá stemm­ ir þessi upphæð ekki við þau gögn sem DV hefur undir höndum þar sem fram kemur að Skipaklettur hafi fengið rúmlega 17 milljónir króna frá LÍÚ árið 2007. Upphæð­ irnar stemma því ekki. Stefnt fyrir meiðyrði Friðrik J. Arngrímsson hefur stefnt bloggaranum Ólafi Arnarsyni vegna ummæla þess efnis að LÍÚ hafi styrkt AMX um tugi milljóna króna á ári með dulbúnum fjárframlögum í gegnum félög sem tengjast Frið­ birni Orra Ketilssyni. Ummælin sem Friðrik stefndi Ólafi fyrir voru með­ al annars eftirfarandi staðhæfingar Ólafs í tveimur pistlum á vefsíðunni Pressunni. „ LÍÚ ku styðja AMX vef­ inn um næstum 20 milljónir á ári í gegnum félög í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar.“; „Mér er kunnugt um, að einhverjir stjórnarmenn LÍÚ vita ekki af stuðningnum við fugla­ dritið á AMX enda munu greiðslurn­ ar vera vel dulbúnar í reikningum samtakanna; „LÍÚ, undir stjórn Frið­ riks Arngrímssonar, situr uppi með það að bera ábyrgð á ósómanum, sem birtur er í skjóli nafnleyndar á slefritinu AMX,“ sagði Ólafur meðal annars í pistlunum. Rótin að misskilningnum „AMX var ekki til þegar samningur­ inn við Skipaklett var gerður. Ég skil ekki af hverju þetta hefur far­ ið svona langt. Þessi viðskipti okkar við Skipaklett eru ekkert leyndar­ mál. Ólafur Arnarson hefur aldrei hringt í mig til að spyrja út í þetta,“ segir Friðrik. Rótin að þeirri sögu að LÍÚ haldi AMX úti kann því að vera sú stað­ reynd að AMX átti í viðskiptum við Skipaklett áður en AMX var settur á laggirnar. Þegar sú saga komst á kreik að viðskiptasamband hefði verið á milli LÍÚ og Skipakletts kann sú ályktun að hafa verið dreg­ in að um væri að ræða greiðslur til að halda úti vefsíðunni AMX. Ef marka má orð Friðriks J. þá er þetta ekki rétt. Hins vegar má benda á að Ólafur hélt því líka fram að greiðslurnar til félaga Friðbjörns Orra væru vel „dulbúnar“ í reikn­ ingnum LÍÚ. Erfiðlega gæti hins vegar reynst fyrir Ólaf að sanna þessa fullyrðingu. Dómur verð­ ur kveðinn upp í meiðyrðamálinu innan nokkurra vikna. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það hefur aldrei verið greitt til útgáfufélags AMX n LÍÚ og Skipaklettur gerðu tugmilljóna samning um vefsíðugerð 2007 Snúið mál Ólafur Arnarson hélt því fram í bloggfærslu að LÍÚ héldi úti vefmiðlinum AMX, sem Friðbjörn Orri Ketilsson stýrir. Friðrik Arngrímsson stefndi Ólafi fyrir þessi ummæli. Nú liggur fyrir að LÍÚ átti í tugmilljóna viðskiptasambandi við annað félag í eigu Friðbjörns Orra. Tilraun til þöggunar Þór Saari, þingmaður Hreyfingar­ innar, ætlar að áfrýja dómi Hér­ aðsdóms Reykjaness þar sem ummæli hans um meint tengsl Ragnars Árnasonar, prófessors við hagfræðideild Háskóla Íslands, við Landssamband íslenskra út­ vegsmanna voru dæmd dauð og ómerk. Þór segir að hann hefði beðist afsökunar á ummælun­ um og að þau hafi verið leið­ rétt. „Undirritaður telur að stefna Ragnars hafi verið með öllu til­ hæfulaus og sé tilraun til þöggun­ ar á umræðu um málefni sem hvað heitast hefur brunnið á þjóð­ inni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda,“ sagði Þór í tilkynn­ ingu. Barn hvarf Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að barn sem var sofandi úti í barnavagni hefði verið tekið úr vagninum. At­ vikið átti sér stað í Reykjanes­ bæ á milli klukkan 13 til 14 síð­ astliðinn föstudag. Barnið, 14 mánaða stúlka, hafði verið sof­ andi úti í barnavagni við íbúðar­ hús í Reykjanesbæ. Þegar huga átti að barninu reyndist það ekki vera í vagninum og eftir skamma leit heyrðist í því og reyndist það vera í húsagarði við næsta hús en milli húsanna er 80–90 sentímetra há girðing. Málið er til rannsókn­ ar hjá lögreglunni á Suðurnesj­ um sem lítur það mjög alvarlegum augum. Á vettvangi Á áttunda tug lögreglu- manna kom að aðgerðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.