Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 19. nóvember 2012 Mánudagur
„Þetta eru bara börn“
n Segir erfitt að hitta íslensku stúlkurnar tvær í fangelsi
Þ
ú getur rétt ímyndað þér
hvernig svona krökkum líð-
ur í varðhaldi innan um
morðingja og aðra glæpa-
menn í versta flokki, segir Þór-
ir Gunnarsson, aðalræðismaður Ís-
lands í Tékklandi, aðspurður um
líðan íslensku stúlknanna tveggja
sem sitja í gæsluvarðhaldi í Prag
vegna gruns um fíkniefnasmygl.
Stúlkurnar, sem eru 18 ára, höfðu
flogið til Prag frá Sao Paulo í Bras-
ilíu með millilendingu í München
í Þýskalandi. Í Prag voru þær síð-
an handteknar með mikið magn af
kókaíni í fórum sínum. Þær voru í
kjölfarið úrskurðaðar í sjö mánaða
gæsluvarðhald og dvelja nú hvor
í sínu fangelsinu í höfuðborginni
Prag, önnur er í Ruzyne-fangelsinu
og hin í Pankrác-fangelsinu.
Þórir hefur fengið að hitta stúlk-
urnar tvisvar sinnum en þær eru í
einangrunarvist á meðan á rann-
sókn málsins stendur yfir. Hann seg-
ir erfitt að sjá stúlkurnar við þess-
ar aðstæður og hans tilgangur með
heimsóknunum sé að veita þeim
stuðning. „Ég var bara að reyna að
vera stuðningur fyrir þær, þetta er
svo mikill harmleikur að það hálfa
væri nóg.“
Lögreglan í Prag rannsakar nú
málið og segir Þórir að enn sé ver-
ið að rannsaka efnin sem fundust
og finna út magn og styrkleika. „Það
er ekkert talað við þær á meðan og
ekkert búið að kæra þær fyrir eitt eða
neitt.“
Stúlkurnar hafa farið í tvær skýr-
slutökur hjá lögreglu. Eina þegar
þær voru teknar og aðra þegar þær
voru úrskurðaðar í gæsluvarðhaldið.
Þórir segir skýrslutökurnar hafa ver-
ið afar stífar en hann var viðstaddur
á meðan þær fóru fram. Hann segist
vonast til að tekið verði tillit til ungs
aldurs stúlknanna við framvindu
málsins. „Þetta eru bara börn.“
Kókaín Stúlkurnar voru handteknar með
mikið magn af kókaíni í fórum sínum (Mynd
úr safni).
n Sævar Jónsson varð gjaldþrota árið 2009 n Bróðir hans er skrifstofustjóri lífeyrissjóðsins
S
ameinaði lífeyrissjóðurinn
lánaði hjónunum Sævari
Jónssyni og Helgu Daníels-
dóttur rúmlega 100 milljón-
ir króna út á 500 fermetra
glæsihýsi við Mosprýði 10 eftir ís-
lenska bankahrunið. Á þeim tíma
voru hjónin í verulegum fjárhags-
vandræðum en sem kunnugt er var
Sævar persónulega lýstur gjaldþrota
árið 2009. Þess skal getið að Ólaf-
ur Haukur Jónsson, skrifstofustjóri
og staðgengill framkvæmdastjóra
Sameinaða lífeyrissjóðsins er eldri
bróðir Sævars. Ólafur Haukur seg-
ist þó hvergi hafa komið nærri lán-
veitingum til bróður síns. Fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, Kristján Örn
Sigurðsson, tekur í sama streng og
segir hjónin ekki hafa fengið lán í
gegnum fjölskyldutengsl en gat ekki
staðfest að þau væru félagar í sjóðn-
um né hvort þau hefðu farið í gegn-
um greiðslumat áður en lánin voru
veitt. Lánin eru í dag á nafni Helgu.
„Ég nenni ekki svona bulli“
„Og hvað með það? Ég hef ekkert
við þig að tala. Ekki neitt. Og ef þú
ert með einhverjar svona dylgjur
hérna þá skaltu bara taka við mig
almennilegt viðtal. Ég nenni ekki
svona bulli,“ sagði Sævar Jónsson
aðspurður um lánin þegar DV hafði
samband við hann. Sævar skellti því
næst á og gaf ekki kost á frekara við-
tali þrátt fyrir að hafa viljað að tek-
ið væri við hann almennilegt viðtal.
DV sagði frá því vorið 2010 að
hjónin væru að reisa sér glæsihöll í
Garðabæ. Samkvæmt veðbandayfir-
liti er hús þeirra hjóna alfarið skráð
á Helgu. Húsið var fært yfir á Helgu
með kaupmála í október árið 2009.
Fasteignamat hússins eru 89 millj-
ónir. Glæsieignin sem um er að
ræða er númer 10 við götuna Mos-
prýði í Garðabæ, í nýju hverfi úti í
hrauni, á hægri hönd þegar ekið er
í átt að Bessastöðum. Óhætt er að
segja að staðsetning eignarinnar sé
glæsileg og útsýnið ekki af verri end-
anum. Sjálft húsið er 415 fermetrar
á þremur hæðum og á jarðhæðinni
er að finna 60 fermetra bílskúr. Af
efstu hæð er ómetanlegt útsýni yfir
hraunið, Álftanesið, höfuðborgina
og Esjuna.
Tvö lán veitt eftir hrun
Erfitt er að finna eðlilegar skýringar
á lánveitingu Sameinaða lífeyris-
sjóðsins til hjónanna Sævars og
Helgu. Á húsinu eru áhvílandi tvo
skuldabréf. Annað upp á 67 milljón-
ir króna og hitt upp á 35,5 milljónir
króna en Sameinaði lífeyrissjóður-
inn veitti bæði lánin. Skuldabréfið
upp á 67 milljónir króna er skráð á
Helgu samkvæmt ljósriti sem DV
hefur undir höndum. Var það útgef-
ið í mars árið 2009. Hitt bréfið upp
á 35,5 milljónir króna var upphaf-
lega veitt til Sævars og var undirrit-
að 20. nóvember árið 2008 eða rúm-
lega mánuði eftir bankahrunið. Það
lán var notað til að greiða upp annað
lán sem Sævar hafði fengið sumar-
ið 2007 hjá Landsbankanum vegna
kaupa á lóðinni við Mosprýði 10.
Ólíklega staðist greiðslumat
Afar strangar reglur eru fyrir sjóð-
félaga þegar kemur að lánveiting-
um. Þegar slík lán eru veitt þurfa
umsækjendur að fara í gegnum
greiðslumat og þurfa að hafa verið
félagar í sjóðnum í að minnsta kosti
sex mánuði áður en lánið er veitt.
Efast má um að hjónin hafi, á
þeim tíma sem lánin voru veitt,
staðist greiðslumat miðað við fjár-
hagsstöðu sína – afborgun af 100
milljón króna íbúðaláni er um 600
þúsund krónur á mánuði.
Aðspurður um það hvort þau
Sævar og Helga hafi farið í gegnum
greiðslumat til þess að fá lánið seg-
ist Kristján Örn, framkvæmdastjóri
Sameinaða lífeyrissjóðsins, ekki hafa
það á hreinu. „Ég bara man ekki
hvort þau fóru í gegnum greiðslumat
eða ekki. Það er náttúrulega mjög
margt búið að breytast síðan þessi
lán voru veitt. Núna eru menn orðnir
strangari á greiðslumötum. Í gegnum
tíðina þá hafa menn, og bara eins og
bankakerfið gerði, þá horfðu menn
fyrst og fremst á stöðu tryggingarinn-
ar sem var á bakvið lánin. Við horfum
alltaf mest á þær tryggingar sem eru
bakvið lánin. Eftir hrun hafa menn
verið að taka alla svona verkferla
til endurskoðunar. Allavega grunn-
forsendan er þessi að sjóðurinn hef-
ur ekki tapað krónu á þessu og veð-
staðan er bara mjög sterk miðað við
verðmæti hússins í dag.“
Sjóðurinn ekki tapað
á viðskiptunum
Kristján segir hjónin ekki hafa feng-
ið lánin út á fjölskyldutengsl og
þau hafi ekki fengið aðra þjónustu
en aðrir sjóðfélagar. „Nei, nei. Það
á ekki að vera,“ sagði Kristján sem
ítrek aði þó að hann væri ekki stadd-
ur í vinnunni og gæti því ekki gefið
nákvæm svör þar sem hann hefði
ekki gögnin sem snúa að lánun-
um fyrir framan sig. „Já, ef ég man
rétt þá tók ég náttúrulega ákvörðun
um þetta. Ég allavega tók ákvörðun
um það og ber ábyrgð á því end-
anlega. Bróðir hans er ekki fram-
kvæmdastjóri. Lánareglurnar eru
bara svona. Þegar að lán eru veitt þá
er fyrst og fremst horft á veðið sem
liggur þarna undir. Þetta skuldabréf
er bara mjög vel sett í dag. Það er í
skilum og sjóðurinn hefur ekki tap-
að krónu á þessum viðskiptum,“
segir hann. Aðspurður um það
hvort þeir Ólafur Haukur vinni ekki
náið saman þar sem hann sé stað-
gengill framkvæmdastjóra þá seg-
ir hann svo vera en það komi þessu
ekki við. „Jú, en það er samt ég sem
ber ábyrgð á þessu og tek endanlega
ákvörðun um þetta.“
Þannig að hjónin fengu ekki sér-
staka þjónustu umfram aðra sjóð-
félaga? „Nei, mér ber ekki minni til
þess. Nú eru orðin fjögur ár síðan
þetta var lánað en þau eiga ekki að
hafa gert það.“
Kom hvergi að
Ólafur Haukur, bróðir Sævars, seg-
ist hvergi hafa komið nærri lán-
veitingunum. „Ekki á nokkurn hátt.
Ég var hvergi nálægur ákvarðana-
töku í þessu máli og sat ekki engan
einasta fund í kringum þetta. Ég
kem hvergi nálægt því og þér er al-
veg óhætt að trúa því líka.“ Aðspurð-
ur um það hvort hann viti hvort að
bróðir sinn og eiginkona hafi verið
félagar í sjóðnum segist hann ekki
geta svarað því þar sem hann viti
ekkert um málið. Hann segist heldur
ekkert hafa vitað um þeirra fjárhags-
stöðu. „Nú þekki ég hvorki fjárhags-
stöðu þeirra þá né nú. Og kom hvergi
nálægt þessari lánveitingu. Það geta
allir staðfest sem nokkuð vita um
málið hjá sjóðnum,“ segir Ólafur.
Misstu annað hús á
nauðungaruppboði
Í júní á þessu ári sagði DV frá því að
Helga hefði verið dæmd af Héraðs-
dómi Reykjaness til þess að greiða
Arion banka og Kaupthing Mort-
gage Fund 5,5 milljónir króna. Helga
og Sævar höfðu búið frítt í einbýl-
ishúsi að Súlunesi 16 í Garðabæ
í 16 mánuði eftir að Arion banki
hafði leyst húsið að Súlunesi til sín
á nauðungaruppboði í nóvember
árið 2009. Ágreiningur var um hvort
þeim bæri að borga leigu þar sem
enginn leigusamningur lá fyrir.
Þegar Sævar varð persónulega
gjaldþrota gerði hann kaupmála við
konu sína vegna hússins að Mos-
prýði 10 eins og áður kom fram. Auk
þess færði hann úra- og skartgripa-
fyrirtækið Leonard yfir á Helgu en
jafnframt var skipt um kennitölu á
fyrirtækinu. Það er nú rekið á þriðju
kennitölunni sinni frá hruni. DV
greindi frá því í október árið 2011
að ekkert hefði fengist upp í kröfur
í þrotabú Leonards sem hljóðuðu
upp á 312 milljónir króna. n
SAMEINAÐI VEITTI SÆVARI
100 MILLJÓN KRÓNA LÁN
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Hjónin Þau Helga og Sævar fengu eftir hrun
100 milljóna króna lán hjá Sameinaða lífeyris-
sjóðnum fyrir byggingu glæsilegs einbýlishúss í
Garðabæ. Stuttu seinna var Sævar úrskurðaður
gjaldþrota en allar hans eignir hafa verið
færðar yfir á eiginkonu hans.
„Og hvað
með það?“