Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 18
S vartar og hvítar flísar gefa heimilinu skemmtilegt yfir­ bragð. Þær minna á fimmta áratuginn, ísbúðir og amer­ ískar vegasjoppur. Það er fremur auðvelt að gefa baðherbergi eða eldhúsi nýtt og ferskt útlit með því að mála yfir eldri flísar með svartri og hvítri gólfmálningu. Á heimasíðu Makezine, blog. makezine.com eru gefin haldgóð ráð til að endurgera flísar á heim­ ilinu í þessum stíl og blaðamaður DV fékk að auki ráð frá Húsasmiðj­ unni um réttu handtökin. Þetta er það sem þú þarft til verksins: n Moppa og fata n Burstar til að skrúbba með (t.d. naglabursti) n Pappírsþurrkur n Hanskar n Öndunargríma (ekki nauðsyn) n Ljósgrár ætigrunnur n Penslar n Málningarrúlla n Gólfmálning í svörtu og hvítu n Taulímband í lit Leiðbeiningar: Skref 1: Byrjið á því að þrífa gólfið mjög vel. Skrúbbið vel og notið til dæmis naglabursta til að ná öllum óhreinindum burt. Mælt er með því að ýfa upp yfirborðið með sandpappír. Það er ekki nauðsyn­ legt. Notið taulímband til þess að líma í hornin. Skref 2: Berið ætigrunninn á. Best er að nota ljósgráan lit. Verið varkár, þeir sem vilja geta notað grímu og hanska en efnið er ekki sérlega varhugavert og þornar á um hálftíma. Það þarf hins vegar að láta efnið virka í þrjá sólarhringa. Skref 3: Rennið yfir gólfið með moppunni og þrífið það. Látið þorna og málið svo gólfið hvítt. Notið bursta til þess að mála í kringum skil flísanna en rúlluna til að mála þær heilt yfir. Athug­ ið að stundum þarf fleiri en eina umferð af hvítri málningu. Látið þorna yfir nótt. Skref 4: Notið taulímband til að marka skil fyrir svarta reiti. Hér eru fjórar flísar málaðar svartar í einum reit. Vinnið mynstrið út frá miðju gólfsins. Skref 5: Málið með svartri gólfmálningu. Berið ykkur eins að og með hvítu máln­ inguna en nú skiptir öllu að fara afar varlega með málningarrúlluna svo ekki slettist á hvítu flísarnar. Venjulega þarf tvær umferðir af svartri málningu. Skref 6: Fjarlægið límbandið, ef þarf að lagfæra eitthvað má gera það með litlum pensli. Hvernig eldar maður lax í uppþvottavél? n Heilræði um sparnað og hvernig við getum einfaldað lífið Ú t er komin bókin: Þú ert snill­ ingur. Heilræðabók um hvern­ ig við getum einfaldað dag­ legt líf okkar og um leið sparað stórfé. Í bókinni er að finna ótal heilræði, allt frá því að elda lax í uppþvottavél­ inni í það hvernig góðra vina fund­ ir geta styrkt ónæmiskerfið. Bókin er samvinnu verk efni Matarkörfunnar. is, Leiðbein ingar stöðvar heimilanna og Kvenfélagasambands Íslands. En hvernig fer maður svo að því að elda lax í uppþvottavél? Uppþvottavélareldaður lax Lax eldaður í uppþvottavélinni er mikið lostæti. Margir vilja meina að uppþvottavélin varðveiti betur vítamínin sem eru í laxinum heldur en pottsuða eða ofnbökun. Uppskriftin er fyrir fjóra en vel má elda fyrir heila brúðkaupsveislu með þessarri aðferð. Uppskrift n 1 msk. ólífuolía n 200 gr laxabitar n ¼ bolli ferskur súraldinsafi n Salt og pipar n 1 sítróna skorin í báta n 2 álpappírsblöð um 30x30 sm að stærð Aðferð Smyrja glanshliðina á ál­ papp írsblöðum með olí unni. Leggja 2 laxabita hlið við hlið á hvort blað. Brjóta upp á hliðarn­ ar á álpappírnum til að varna leka og láta límónusafann drjúpa jafnt á bitana. Krydda með salti og pipar. Brjóta álpapp­ írinn saman þannig að úr verði tveir loftþéttir pakk ar. Nota hug­ vitið, en ef vökvi þrýstist úr þeim eftir að búið er að pakka, eru þeir ekki alveg þéttir. Setja pakkana í efri hilluna á uppþvottavél­ inni. Stilla vélina á „normal“ þvott. Taka álpapp­ írinn utan af og bera fram með sítrónubátunum. 1 2 3 4 Uppþvottavélin Til margs annars nýtileg en til þvotta. Aðferðin er vinsæl, hér sést Brooke Burke koma laxi fyrir í uppþvottavélinni sinni. SVARTHVÍT KLASSÍK Fallegt yfir- bragð Svartar og hvítar flísar gefa fallegt og fágað yfirbragð. n Gerðu það sjálf/ur n Nýtt og ferskt útlit með gólfmálningu 18 Lífsstíll 19. nóvember 2012 Mánudagur Glas verð- ur að kerti Það má segja að finnsk hönnun sé bókstaflega heit þessa dag­ ana. Aihio er lína handgerðra kerta sem eru mótuð eftir frægri og klassískri hönnun Grapponia glassins eftir hönnuðinn Nanny Still en hún er einn þeirra hönnuða sem gerði finnska gler­ hönnun fræga. Á meðal þeirra sem hönnuðu fyrir Riihimäki glersmiðjuna voru þau Aino & Alvar Aalto, Helena Tynell, Tapio Wirkkala og Tamara. Kertin eru til sölu í Suomi PRKL Design sem er staðsett í bakhúsi við Laugaveg 27. Tækni- brellur í toppi IKEA stefnir á heimsyfirráð og hefur fyrirtækið gert auglýsingu á Bandaríkjamarkaði þar sem öllu er kostað til. Auglýsingin er afar ævintýraleg og kallast „‘Play­ in´ with my friends“ þar sem lítil stúlka heldur matarboð og fær til sín risastór leikföng. Leikföngin og stúlkan leggja á borð og taka þess á milli dansspor. Fyrir stuttu síðan varð IKEA mjög umdeilt fyrir það að fjarlægja konur úr auglýsingum sínum fyrir Mið­Austurlönd. Öðruvísi jólatré Hjá Habitat er hægt að kaupa jólatré úr pappa. Jólatréð kem­ ur í litlum bútum sem fjölskyld­ an getur skemmt sér við að setja saman. Jólatréð er um 80 cm á hæð og gleður augað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.