Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn E f búa ætti til lista yfir helstu lesti íslensks samfélags sögu- lega séð, í fortíð og nútíð, myndi nepotisminn vera þar ofarlega á blaði. Nepotismi eða frændhygli, sem er það íslenska orð sem næst kemst því í merkingu, er sú tilhneiging fólks í ábyrgðarstöðum hjá einkafyrirtækjum og stofnun- um að hygla ættingjum sínum og vinum með því að veita þeim að- gang að gæðum, eins og fjármunum eða störfum, í krafti aðstöðu sinnar og valda. Frændhyglin er löstur að því leyti að ættingja- eða vinatengsl, ekki hæfileikar eða geta viðkomandi, verða til þess að einstaklingur fær aðgang að gæðum á silfurfati. Ráðning Ólafs Barkar Þorvalds- sonar í starf hæstaréttardómara á sínum tíma, sem og ráðning Þor- steins Davíðssonar í starf héraðs- dómara eru skýr og nýleg dæmi um nepotisma þar sem ættingjatengsl þeirra við formann Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson, réðu því að þeir fengu störfin. Þessi dæmi undirstrika hversu alvarlegt vandamál nepotism- inn er enn í íslensku samfélagi; sam- félagi sem er lítið og fámennt og því ákveðin gróðrarstía fyrir spillingu af þessari gerð. Þó nepotisminn sé í eðli sínu löstur þá er hann vitanlega margfalt meiri brestur þegar hann viðgengst við útdeilingu gæða hjá opinberum stofnunum og aðilum sem eru fjár- magnaðir að hluta eða öllu leyti með almannafé. Um nepotisma hjá einka- fyrirtækjum, þar sem stjórnendur fé- lagsins eru jafnvel einu eða stærstu hluthafarnir, er erfiðara að eiga þar sem þau lúta ekki opinberu valdi eða beinu aðhaldi almennings. Síðastliðna daga hefur DV fjall- að um nepotisma af fyrri gerðinni; frændhygli hjá opinberu sjálfseignar- stofnuninni Eir, hjúkrunarheimili sem er fjármagnað að stóru leyti með al- mannafé – rúmlega 1.500 milljónum á ári. Þar réði sami maðurinn, séra Sigurður Helgi Guðmundsson, ríkjum í tæp 20 ár, allt þar til á síðastliðnu ári. Sig- urður Helgi virðist hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri gróflega meðan hann stýrði félaginu, meðal annars með því að hygla ættingjum sínum. Eiginkona hans var ráðin sem djákni til Eirar, dóttir hans var gerð að framkvæmdastjóra yfir sér- stöku rekstrarsviði sem var stofnað sérstaklega fyrir hana, tengdasonur hans vann lögfræðistörf fyrir hjúkr- unarheimilið og vinur hans til 35 ára sá um öll minni verktakastörf fyrir stofnunina. Þá lét hann Eir greiða 200 þúsund krónur fyrir utanlandsferð dóttur sinnar og tengdasonar til Spánar sumarið 2011; verknað- ur sem Ríkisendurskoðun hefur skilgreint sem „örlætisgerning“ og gert Sigurði Helga að endur- greiða farmiðana. Á tíunda áratugnum stofnaði hann svo fyrirtæki sem seldi Eir hjúkr- unargögn. Kannski eru þessar sögur bara lítið brot af að- stöðubraski Sigurðar Helga í þau 20 ár sem hann stýrði Eir. Sjáið hvað þetta er kósí og þúfna- mjúkt; ylhýr, ís- lenskur nepotismi þar sem heil fjölskylda og fleiri aðstandendur hennar hef- ur það ljúft með áralanga dúsu hjá sjálfseignarstofnun sem sér um um- mönnun fyrir aldraða. Sigurður Helgi fær framkvæmdastjórastarf hjá opin- berri sjálfseignarstofnun sem veit- ir eldri borgurum þjónustu og fær til þess fé á fjárlögum. Enginn opinber aðili virðist hafa skipt sér af Sigurði Helga svo árum skipti; hann stýrði Eir eins og hann vildi, réði þá í vinnu sem hann vildi, keypti inn vörur og þjón- ustu af þeim sem hann vildi: Fram- kvæmdastjórinn var bókstaflega með bókhald Eirar í rassvasanum. Í 20 ár deildi Sigurður Helgi og drottnaði hjá þessari stofnun og eft- irlitsleysið var algjört. Engar reglur voru í gildi um útboð á kaupum á vör- um og þjónustu, enginn var að fylgjast með því hverja hann réði til starfa og á hvaða forsendum og enginn virðist hafa fylgst með því að Eir sigldi smám saman í gjaldþrot undir stjórn Sigurð- ar Helga. Gjaldþrot Eirar hefði falið í sér veruleg fjárhagsleg skakkaföll fyrir íbúana, eldri borgarana sem þar búa. Eirarmálið sýnir okkur því ekki bara skýra birtingarmynd eins af þjóð- meinununum, nepotismans, heldur opinberar einnig kerfislægt vandamál: Eftirlit opinberra aðila, Ríkisendur- skoðunar í þessu tilviki, með slíkum sjálfseignarstofnunum er einfaldlega ekki nógu mikið. Ríkisendurskoðun þarf að sinna eftirlitshlutverki sínu með sjálfseignarstofnunum betur, því slíkar stofnanir geta veitt gírugum aðstöðubröskurum traust skjól til að hygla sér og sínum. Sigrar útrásarmanna n Athafnamaðurinn Jón Ás- geir Jóhannesson lagði Svav- ar Halldórsson fréttamann í Hæstarétti með þeim af- leiðingum að Svavar og hans fólk þarf að greiða hátt á aðra millj- ón króna. Áður hafði Svavar tapað fyrir Pálma Haraldssyni í Fons vegna sömu fréttar þannig að reikningurinn er orðinn hátt í þrjár milljón- ir króna. Málið snýst um það sem Svavar kallaði Panama- fléttu þeirra félaga. Og mál- ið er ekki búið því ennþá stendur Svavar við frétt sína og segist sannfærður. Sam- kvæmt því er um að ræða tvöfalt dómsmorð. Skuldir Styrmis n Styrmir Gunnarsson, fyrr- verandi ritstjóri Moggans, var í Kastljósi í síðustu viku þar sem hann lýsti hugsjón- um sínum á ritstjóra- stóli. Svo var að skilja að hann hefði aldrei ver- ið í hags- munapoti fyrir sjálfan sig. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður kaup- ir ekki þá sögu Styrmis. Í Pressupistli rifjar hann upp skuldir ritstjórans sem á þeim árum voru himinhá- ar. Engum sögum fer af þeim síðan. „Skuldarar dagsins í dag fá ekki sömu dúnmjúku meðferð kröfuhafa og Styrm- ir fékk“ bloggar lögmaður- inn og spyr um afskriftir. Smalað fyrir Val n Einn af þekktari kosn- ingasmölum landsins er Guðmundur Jón Sigurðsson, sem meðal annars bloggar fyrir DV. Guðmund- ur vann á sínum tíma með Alþýðu- flokknum en síðar með Einari Oddi Kristjánssyni heitnum og Ill- uga Gunnarssyni, tengdasyni hans. Þá stóð hann um tíma að baki Alfreð Þorsteinssyni og seinna Kristni H. Gunnars- syni. Upp á síðkastið hefur hann ekið rútu Dögunar en er nú hættur því eftir erjur innanflokks. Þessa dagana er hann að smala fyrir Björn Val Gíslason sem vill hasla sér völl hjá VG í Reykjavík. Sitja fast n Uppnámið innan stjórn- ar Eirar ætlar engan enda að taka. Magnús L. Sveins- son og Stefán Benediktsson, fyrrverandi þingmaður, sitja sem fastast þótt Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi axlað ábyrgð með afsögn. Þá hefur Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, einnig axlað sína ábyrgð og er farinn eftir mikinn þrýsting. Þess er nú beðið að þeir stjórnarmenn sem eftir sitja axli sína ábyrgð og fari. Ég var mjög rótlaus Þetta tekur á Jón Gerald Sullenberger flakkaði á milli fósturheimila í æsku. – DV Margrét Edda Gnarr keppir í módelfitness. – DV Ylhýr, íslenskur nepotismi„Framkvæmdastjór- inn var bókstaf- lega með bókhald Eirar í rassvasanum. M amma, af hverju kemur enginn í afmælið mitt?“ Þessi orð eru greipt í huga kunn- ingja míns frá því hann spurði móður sína að þessu fyrir meira en 30 árum síðan. Hann hafði boðið öll- um bekknum í afmælið sitt, mamman eytt laugardeginum í að baka og búið að skipuleggja skemmtanir og leiki. Klukkan þrjú á sunnudegi var hann kominn í sparifötin og beið þess að bekkjarfélagarnir kæmu til að sam- gleðjast honum á afmælisdaginn. Þegar klukkan var farin að ganga fimm var ljóst að enginn kæmi. Hug- hreystandi orð móður hans, um að krakkarnir hlytu nú bara að hafa gleymt þessu, skiptu hann litlu. Hann vissi betur. Þetta var hluti hins daglega lífs í skólanum. Félagsleg einangrun og útilokun. Þetta var birtingarmynd þess eineltis sem hann varð fyrir af hendi skólafélaganna í árganginum. Hann var ekki laminn, enda stærri og sterk- ari en flestir jafnaldrar hans. Ofbeldið sem hann varð fyrir var ekki líkamlegt. Hann kom ekki heim með marbletti eða glóðaraugu. Aðeins ör á sálinni, sem aldrei mun hverfa. Það þarf ekki að berja til að meiða Andlegt ofbeldi í hvaða formi sem er getur verið jafnvel hættulegra en lík- amlegt ofbeldi. Heimilisofbeldi eða einelti í skólum og á vinnustöðum þar sem engin líkamleg ummerki verða eftir er erfitt að kæra eða klaga. Sú tegund ofbeldis skilur þó oft eftir sig djúpstæð og langvinn áhrif. Sjálfs- mynd þolenda hrynur og rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem verða fyrir einelti af þessu tagi á unglingsár- unum geta átt í ævilangri baráttu við að mynda félagsleg tengsl við aðra, rækta eigin hæfileika eða bara stunda vinnu. Reiði, biturð, eftirsjá eftir glöt- uðum tækifærum og vonleysi hring- sóla í hugum þeirra. Tíðni sjálfsvígstil- rauna, áfengis- og fíkniefnaneyslu er jafnframt mun hærri hjá þessum hópi en öðrum. Fimmta hvert barn upplifir einelti Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að um 20 prósent skólabarna telja sig verða fyrir einelti og þessi tala er mjög svipuð í flestum þeim löndum þar sem slíkar rannsóknir hafa ver- ið gerðar. Þrátt fyrir að umræða hafi aukist um einelti í skólum á síðustu árum og fjölmargir skólar hafi tekið upp stefnu sem á að vinna gegn slíku ofbeldi, að minnsta kosti í orði, sýna fjölmörg dæmi síðustu missera að eitt- hvað meira þarf til. Þá hefur umræð- an um einelti meðal fullorðinna verið lítil sem engin, þó rannsóknir sýni að það viðgangist vissulega. Þannig sýndi könnun sem gerð var á einelti meðal ríkisstarfsmanna árið 2008 að 11 pró- sent starfsmanna teldu sig hafa orðið fyrir einelti síðustu 12 mánuði og fjórð- ungur hafði orðið vitni að einelti á sín- um vinnustað. Ef einstaklingur verður fyrir líkam- legu ofbeldi, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað, er um lögreglumál að ræða. Slíkt kemst enginn upp með að samþykkja. En hvað með uppnefni, sí- felldar háðsglósur, félagslega útilokun eða baktal? Hvernig kærir maður slíkt? Er það bara í lagi, svona innan hóflegra marka? Í SFR könnuninni sem nefnd var hér að ofan kom í ljós að þegar kvörtun var lögð fram var í 76 prósent tilfella ekki brugðist við með viðeig- andi hætti. Nær helmingur þeirra sem gripu til aðgerða vegna þess eineltis sem þeir urðu fyrir sögðu að ástandið hefði ekkert breyst, eða jafnvel versnað og fjórðungur fór í kjölfarið að leita sér að annarri vinnu. Þarf lagasetningu til? Í Svíþjóð hafa verið sett lög sem snúa við sönnunarbyrði í eineltismálum í skólum. Þar þurfa skólar að sýna fram á að þeir hafi brugðist við eineltinu á fullnægjandi hátt til að firra sig ábyrgð og skaðabótaskyldu og í umræðunni er að setja sambærileg lög fyrir atvinnu- lífið í heild. Hér á landi stendur það enn upp á fórnarlambið að sýna fram á að ekki hafi verið tekið á málum á rétt- an hátt og fyrir þá sem orðið hafa fyrir viðvarandi andlegu ofbeldi, hvort sem er á vinnustað eða í skóla, getur slíkt hreinlega orðið viðkomandi ofviða. Þá virðist lausnin oft vera að færa þol- andann milli skóla, eða í tilfelli starfs- mannanna, að leita sér að nýrri vinnu. Hvar er réttlætið í því? Hvers vegna er ekki hægt að taka á gerendunum í stað þess að auka áþján þolandans og ýta undir þær ranghugmyndir hans að hann beri á einhvern hátt ábyrgð á of- beldinu sem hann verður fyrir? Þetta eru spurningar sem ég hyggst bera undir bæði menntamála- og velferðarráðherra. Andlegt ofbeldi í formi eineltis er eitthvað sem við get- um ekki sætt okkur við. Einelti er ofbeldi Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 19. nóvember 2012 Mánudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari Eygló Harðardóttir „Ofbeldið sem hann varð fyr- ir var ekki líkamlegt. Hann kom ekki heim með marbletti eða glóðaraugu. Aðeins ör á sálinni, sem aldrei mun hverfa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.