Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 19. nóvember 2012 Mánudagur
Óvissa með íslenskan hlut í West Ham
n Íslendingar enn með puttana í leifum ævintýris Björgólfs
E
ins og staðan er í dag er óvíst
hvort eða hvenær hlutur fé-
lagsins CB Holding í enska
úrvalsdeildarliðinu West
Ham United verður seldur. CB
Holding er í meirihlutaeigu ALMC,
áður Straums-Burðaráss, en gamli
Landsbankinn á einnig lítinn hlut
í félaginu sem fer enn með 35 pró-
senta hlut í hinu gamalgróna enska
stórveldi.
Engar upplýsingar fást hins
vegar um það hvort CB Holding sé
að leita að kaupendum á hlut sín-
um í félaginu en ljóst er að íslenska
ríkið gæti átt, með óbeinum hætti
þó, einhverja minniháttar hags-
muna að gæta í því að sæmilegt
verð fáist fyrir þann hlut.
CB Holding tók yfir allan eignar-
hlut Björgólfs Guðmundssonar í
West Ham þegar félagið Hansa varð
gjaldþrota í júní 2009 og Björgólfur
sjálfur varð gjaldþrota. Síðar, árið
2010, keyptu viðskiptafélagarn-
ir David Sullivan og David Gold
50 prósenta hlut í West Ham af CB
Holding og bættu síðar við sig 15
prósentum til viðbótar.
ALMC á 69,4 prósenta hlut í CB
Holding en í félaginu eiga fimm
aðrir hluthafar en enginn þeirra
á þó yfir 10 prósent. Einn þessara
hluthafa er Gamli Landsbankinn
sem með sölu á eignum sínum fyrir
hámarksvirði reynir að greiða upp
Icesave-skuldina alræmdu.
Samkvæmt síðasta ársreikningi
West Ham United fyrir árið 2011,
miðað við stöðuna í lok maí það
ár, námu skuldir enska félagsins
við bankastofnanir 38 milljónum
punda, 7,6 milljörðum króna, en
samtals nema heildarkröfur á félag-
ið 91,2 milljónum punda, rúmlega
19 milljörðum króna. Félagið skil-
aði þó 6,8 milljóna punda hagnaði
í fyrsta skipti í mörg ár.
Gold og Sullivan hafa áður rætt
hugmyndir sínar um að stækka
hlut sinn í félaginu upp í rúmlega
80 prósent. Verður því að teljast að
þeir séu líklegustu kaupendurn-
ir að hlut íslenska félagsins í West
Ham. Breska stórblaðið The Guard-
ian hefur greint frá því að þeir eigi
forkauprétt á hlut CB Holding í lág-
mark tvö ár til viðbótar. DV ræddi
við fulltrúa ALMC í London, sem
fer með málefni CB Holding, en
hann gat ekki tjáð sig um hvort eða
hvenær hluturinn yrði seldur. n
mikael@dv.is
Nefndin hefur unnið
hundruð verkefna
n Eiga að hafa eftirlit með fjölmiðlum n Tvær ábendingar um hatursáróður
F
jölmiðlanefnd ríkisins hef-
ur haft 335 mál til meðferð-
ar frá því að nefndin var
sett á fót fyrir rúmum fjór-
tán mánuðum. Af þeim hef-
ur 277 málum verið lokið af hálfu
nefndarinnar. Flest málanna snúa
að skráningu fjölmiðla og upplýs-
inga um eignarhald þeirra og rit-
stjórnarstefnu. Þar telur nefndin 114
mál en það er fjöldi skráðra fjölmiðla
á landinu. Þetta kemur fram í yfir-
liti sem Fjölmiðlanefndin hefur tek-
ið saman að beiðni DV. Þar kemur
einnig fram að nefndin hafi í mörg-
um tilvikum þurft að ítreka beiðni
um upplýsingar um eignarhald
og ritstjórnarstefnu í tengslum við
skráningu fjölmiðla.
Nokkrar formlegar kvartanir
Samkvæmt yfirlitinu hafa tólf
formlegar kvartanir borist fjöl-
miðlanefndinni frá því að hún
var sett á fót. Nefndin hefur ekki
lokið rannsókn eða skoðun á
neinni þeirra. Þá hafa nefndinni
borist átta ábendingar sem snúa
að auglýsingum í barnatímum,
áfengis auglýsingum, duldum við-
skipta boð um, hatursáróðri og
aldurs merkingum á kvikmyndum.
Athygli vekur að tvær ábendingar
hafa borist vegna hatursáróðurs.
Tuttugu erindum frá stjórnarráð-
inu og innlendum stofnunum
hefur hinsvegar verið lokið sem
og tólf fyrirspurnum frá erlendum
stofnunum.
Þann 8. nóvember síðastliðinn
fjallaði DV um dulin viðskiptaboð,
eða faldar auglýsingar, og rannsókn
nefndarinnar á málum tengdum því.
Þá kom fram í máli Elfu Ýrar Gylfa-
dóttur, framkvæmdastjóra nefndar-
innar, að fámenni á skrifstofu
nefndarinnar hamli henni að sinna
forgangsmálum af fullum krafti en
nefndin hefur alls þrjá starfsmenn,
samkvæmt heimasíðu hennar, en
eitt starfsgildið er tímabundið og
rennur út um áramótin.
Deilt um eignarhald
Í fjölmiðlalögunum er gert ráð fyr-
ir að fyrir liggi hvernig eignarhaldi á
fjölmiðlum er háttað. Það hefur lengi
verið umfjöllunarefni fjölmiðla hver
eigi aðra fjölmiðla. Í kjölfar laga-
setningarinnar þurftu allir fjölmiðl-
ar að skila inn hluthafaupplýsingum
til Fjölmiðlanefndarinnar og voru
gögnin persónurekjanleg, það er að
segja ekki bara nöfn á eignarhaldsfé-
lögum. Þrátt fyrir að skýrt sé kveðið
um þetta í fjölmiðlalögum hafa
deilur verið um hvert raunveru-
legt eignarhald á fjölmiðla-
samsteypunni 365 sé.
Moon Capital á stærstan
hlut í samsteypunni en
samkvæmt yfirliti nefndarinnar er
það Ingibjörg Pálmadóttir sem er
eigandi félagsins. Hinsvegar hefur
verið greint frá því að Jóhannes Jóns-
son, tengdafaðir Ingibjargar, hafi átt
eignarhlut í færeysku verslunarkeðj-
unni SMS í gegnum eignarhaldsfé-
lagið Apogee sem var að fullu í eigu
Moon Capital. Fjölmiðlanefnd hefur
hins engar heimildir til að leita réttra
upplýsinga um eignarhald fjölmiðla
láti einstaka fjölmiðlar þeim í té mis-
vísandi eða rangar upplýsingar.
Fylgist ekki bara með fjölmiðlum
Þrátt fyrir að nefndin hafi lítil völd
eða úrræði er henni ætlað stórt hlut-
verk. Nefndin var stofnuð í kjölfar
sérstakra fjölmiðlalaga sem sam-
þykkt voru á Alþingi en um er að
ræða sjálfstæða stjórnsýslunefnd.
Nefndinni er ætlað eftirlitshlutverk
með því að fjölmiðlalögunum sé
framfylgt. Þar að auki hefur nefndin
það hlutverk að hafa eftirlit með
framkvæmd laga um eftirlit með
aðgangi barna að kvikmyndum og
tölvuleikjum þar sem kveðið er á um
að aldursmeta skuli myndir og þætti
með tilliti til þess hvort efnið geti
haft skaðleg áhrif á börn.
Stór úttekt á þessum mál-
um er í vinnslu hjá nefndinni,
samkvæmt yfirlitinu. Mál-
efni barna eru meðal for-
gangsverkefna nefndar-
innar samkvæmt
ákvörð un sem tekin var
á fundi hennar á síðasta
ári. Í úttektinni sem er í
vinnslu verður fjallað um
framkvæmd kvikmynda-
húsa, dreifingaraðila
mynd diska og sjón varps-
stöðva á aldursmati og
aldurs merkingum. Þá hefur
nefndin einnig til skoðunar
framkvæmd sjónvarps stöðva á
sýningu efnis sem er ekki við hæfi
barna fyrir klukkan níu á kvöldin. n
Mála-
fjöldinn
Hér sést skipting og hlutfall
þeirra mála sem nefndin hefur
í vinnslu og er lokið á móti þeim
sem enn eru í vinnslu. Stærstur
hluti, eða þrjátíu og fjögur prósent,
þeirra mála sem nefndin hefur haft
til meðferðar snúa að eignarhaldi og
ritstjórnarstefnu fjölmiðla.
Mál enn í vinnslu
58
Málum sem er lokið
277
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Hverjir eru eigendurnir?
Eitt umfangsmesta verkefnið sem Fjöl-
miðlanefndin hefur sinnt snýr að skráningu
upplýsinga um eignarhald á fjölmiðlum.
MYND RÓBERT REYNISSON
Framkvæmdastjórinn Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Hún hefur áður sagt að fámenni nefndarinnar hamli henni að sinna forgangsmálum af fullum krafti.
Stærstu eigendurnir David Sullivan
og nafni hans Gold eiga stærsta hlutinn í
West Ham á móti CB Holding, félagi ALMC.
Óljóst er hvað verður um 35 prósenta hlut
íslenska félagsins í liðinu. MYND: REUTERS
Nýr skíðaskáli
Til stendur að reisa 2.200 fer-
metra hús á skíðasvæðinu í
Hlíðarfjalli ofan Akureyrar.
Stefnt er að því að framkvæmd-
ir hefjist 2015 en ekki er vit-
að hvenær húsið verður tekið í
notkun. Nýi skíðaskálinn kemur
til með að rísa fyrir neðan skíða-
lyftuna Fjarkann. Þetta kemur
fram á vefsvæði Vikudags. Með
breytingunum mun kjarna-
starfsemi skíðasvæðisins færast
niður eftir, frá gamla skíðahót-
elinu. Auk þessa er áætlað að
stækka bílastæðið verulega og
fyrir liggja teikningar að tveimur
nýjum skíðalyftum; 1.400 metra
stólalyftu og svo kláfferju, sem
næði upp á fjallstopp.
Halda
flokksþing
Framsóknarflokkurinn heldur
flokksþing í Reykjavík helgina
áttunda til tíunda febrúar næst-
komandi. Ákvörðun um þetta
var tekin af miðstjórn flokks-
ins sem fundaði á Sauðárkróki
um liðna helgi. Á flokksþinginu
verður stefna flokksins ákveðin
og kosið um forystu flokksins.
Það liggur fyrir að Birkir Jón
Jónsson, varaformaður flokks-
ins, ætlar að láta af embætti og
því mun verða kosið um nýj-
an varaformann flokksins á
þinginu.
Vann stóra
pottinn í
þriðja sinn
Maðurinn sem vann rúm-
ar 29 milljónir króna í lottó-
inu á dögunum hefur gefið sig
fram. Sá er enginn nýgræðing-
ur í bransanum því samkvæmt
Vísi er þetta í þriðja skiptið á
stuttum tíma sem hann vinn-
ur stóran vinning í lottóinu.
Samkvæmt upplýsingum frá Ís-
lenskri getspá tekur vinnings-
hafinn reglulega þátt í Víkinga-
lottóinu en ákvað í þetta sinn
að vera með í lottóinu. Hann
keypti vinningsmiðann á N1 við
Ártúnshöfða en á þessu ári hafa
þrír stórir vinningar komið á
miða sem hafa verið keyptir þar.
Þar af hefur þessi sami lukkunn-
ar pamfíll hlotið tvo þeirra.