Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 19. nóvember 2012 Mánudagur Enn ófært fyrir norðan og vestan Siglufjarðarvegur og Ólafs- fjarðarmúli voru enn lokaðir vegna snjóflóða og snjóflóða- hættu á sunnudag og hættu- stig vegna snjóflóða enn í gildi á Ísafirði. Óvissustigi var lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum og Miðnorðurlandi en þar snjó- ar áfram. Draga á úr snjókomu í dag og á morgun. Veðurstof- an bendir á að áfram megi búast við erfiðum akstursskilyrðum norðan til á landinu en gerir ráð fyrir að skilyrði til aksturs fari skánandi með kvöldinu. Jón Gnarr vill Perluna Stjórnvöld vilja hefja viðræður við Reykjavíkurborg um að taka Perluna á leigu. Jón Gnarr borgarstjóri lagði til á fundi borgarráðs í síðustu viku að borgin keypti Perluna af Orkuveitu Reykja- víkur fyrir einn milljarð króna, gegn því að ríkið skuldbindi sig til að leigja húsnæðið til 15 ára undir náttúruminjasýningu. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sagðist í samtali við fréttastofu RÚV opin fyrir hugmyndinni. Háskólinn fær milljarð úr er- lendum sjóðum „Tekjur Háskóla Íslands úr er- lendum sjóðum jukust um 70 prósent frá 2008 til 2011 og námu rúmlega 1.100 milljónum árið 2011,“ sagði Daði Már Kristófers- son, dósent í náttúruauðlinda- hagfræði, á fjölmennu háskóla- þingi sem fór fram í Háskóla Íslands fyrir helgi. Daði ræddi þar sérstaklega tengsl Háskóla Íslands við at- vinnulíf og beinan ávinning af rannsóknum skólans. n Fórnarlamba umferðarslysa minnst n 190 manns hafa týnt lífi síðustu 10 ár H ver manneskja er veröld, einstök og helg. Þegar hún hverfur endar heimurinn og veröld sem var kemur aldrei aftur,“ segir Áslaug Melax sem flutti hugvekju á Alþjóðlegum minn- ingardegi um fórnarlömb umferðar- slysa í minningarathöfn sem haldin var á sunnudag við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Viðstaddir voru forseti Íslands og fjölmargir aðstandendur sem sum- ir hverjir báru myndir af ættmennum sem lent höfðu í umferðarslysum. Um 190 manns hafa látist hér á landi í um- ferðarslysum undanfarin tíu ár og um 1.700 hafa slasast alvarlega. Missti móður og stjúpdóttur Áslaug tileinkaði hugvekjuna móð- ur sinni Sigrúnu Ragnhildi sem lést í bílslysi 16. júní 1972 og stjúpdóttur sinni, Elvu Ýr, sem lést á Siglufirði fyr- ir nákvæmlega ári síðan þegar hún var að koma út úr rútu ásamt félögum sín- um og varð fyrir bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Elva Ýr lést samstundis og það gerði móðir Áslaugar líka. Hún sat í aftursæti bíls og fyrir tíma öryggis- belta. Þögn um sorgina „Dauðinn er flókið hugtak fyrir ung börn,“ sagði Áslaug og rifjaði upp sumarkvöld þegar hún kvaddi móður sína sex ára gömul með kossi. Móðir hennar var á leið í afmæli og Áslaug var grunlaus um að kossinn yrði sá síðasti. „Morguninn eftir situr prestur í stofunni heima, hann kallar okkur systkinin til sín og segir að mamma sé dáin. Ég man eftir því að ég horfði í andlit þessa ókunna manns og velti því fyrir mér af hverju hann væri að segja okkur að mamma hans væri dáin. Ekki veit ég á hvaða tímapunkti ég áttaði mig á því að það væri móðir mín sem um var rætt. Í kjölfar þessa atburðar tók þögnin við. Þögnin um mömmu og þögnin um sorgina. Fáum minningum haldið á lofti, engin kerta- ljós og engar myndir. Aðeins heilög stund einu sinni á ári eða á aðfangadag þar sem farið var með okkur systkin- in í kirkjugarðinn og þar tendrað ljós. Hugmyndafræði þessa tíma var að því minna sem börnin vissu, því betra. Því minni tengsl við sorgina, því betra. Það örlitla atriði gleymdist að sex ára mannverur eru miklar vitsmunaverur og læra hvað mest í gegnum það að sjá og upplifa.“ Nauðsyn að börn taki þátt í sorg Áslaug sagði það hafa verið erfitt að hafa ekki fengið útrás fyrir til- finningarnar. „Það var erfitt sem barn við þessar aðstæður að fá ekki útrás fyrir tilfinningar, söknuð og sorg og það sem maður lærði var að loka á hugsanir sínar og minn- ingarnar smátt og smátt hurfu. Því er nauðsynlegt að leyfa börnun- um að taka þátt í sorginni og tala til þeirra þannig að þau skilji.“ Lést í blóma lífsins Stjúpdóttir Áslaugar, Elva Ýr var aðeins 13 ára gömul þegar hún lést. „Þrettán ára lífsglöð stelpa með ljósa hárið sitt og fallega bros- ið. Hún var á leið heim úr félags- miðstöðinni þar sem unglingarn- ir á Siglufirði komu saman, hlógu, pískruðu og deildu reynslu- heimi sem enn var svo ómótaður. Þetta kvöld endaði þó öðruvísi en nokkurt þeirra grunaði og reynslu- heimur þeirra varð á einu augna- bliki stærri og meiri en nokkurt barn á að þurfa að upplifa. Þau urðu vitni að slysi þar sem ein vin- kona lést og tvær slösuðust, þar af önnur mjög alvarlega, “ seg- ir Áslaug og segist atburðarásina sem fylgdi í senn þokukennda og óraunverulega. Veröld Elvu Ýrar varð öll „Þetta kvöld, 16. nóvember, kemur símtal til pabba í Reykjavík þar sem móðirin hrópar í örvæntingu að ekið hafi verið á litlu stelpuna þeirra og verið sé að reyna að koma í hana lífi, meðan beðið sé eftir sjúkrabíl. Í framhaldinu er ökuferð norður í land á methraða og örvæntingarfull- ar tilraunir við að ná sambandi við almættið með öllum þeim bænum sem barnatrúin hafði kennt manni. Á miðri leið kom annað símtal og bænirnar hljóðnuðu. Hin einstaka og helga veröld Elvu Ýrar var öll. Sárasta lífsreynslan Fyrir norðan beið harmi slegin fjölskylda. Móðirin sem hafði jafn grunlaus og ég mörgum árum áður kvatt Elvu sína viss um að hún kæmi heim með sitt bjarta „hæ mamma ég er komin“. Stóri bróðir sem var ekki bara stóri bróðir held- ur sálufélagi og vinur og var með systur sinni þetta kvöld. Stjúppabb- inn til margra ára sem kom á slys- stað, litli bróðir, ömmur, afar, frænkur, frændur og vinir. Fegurð og virðing Áslaug segir það að kveðja ástvin sárustu lífsreynslu sem nokkur get- ur gengið í gegnum. „Þegar andlát ber að garði viljum við standa að öllu með fegurð og virðingu. Það átti svo sannarlega við hjá Elvu litlu,“ segir Áslaug sem segir fjölskylduna hafa hugað að fegurðinni í hverju því sem þurfti að takast á við. „Samtöl milli syrgjenda um fallega sál. Fegurð í samskiptum foreldra sem þurfa að standa upprétt og oft styðja okkur hin. Fegurð við kistulagningu þegar pabbi og afi í sameiningu breiða yfir litlu stúlkuna sína og loka kistunni þegar kvatt er í hinsta sinn. Fegurð við útför með blómum og fallegum söng. Fegurðin var allt í kring og á útfarardaginn sjálfan var himinninn skreyttur bleikum og fjólubláum lit- um, allt í anda Elvu Ýrar.“ Þakklætið ofar reiðinni Áslaug leggur áherslu á þakk- lætið sem hún segir stundum talað um að sé eins og foreldri annarra dyggða. „Stundum er talað um að þakklæti sé foreldri annarra dyggða og í lífinu almennt höf- um við margt að þakka fyrir. Það er þó ekki sjálfsagt eða sjálfgefið að syrgjandi foreldrum sé þakklæti efst í huga á jafn erfiðum tímum og taka við þegar lífið ætti að vera að fara aftur í fastar skorður. Það er ekkert auðveldara en að festast í viðjum reiðinnar og láta hana leiða sig áfram og því miður oft villur vega. Á fésbókarsíðu sína ekki löngu eftir andlát Elvu skrifaði móðirin: „Ég er svo þakklát fyrir hvern dag og allt mitt fólk. Ég er svo þakklát“. Í samtali við gamlan félaga sem var að votta okkur samúð sagði pabbinn: „Ég er þakklátur vegna þess að ég hefði líka getað misst strákinn minn, hann var aðeins ör- fáum skrefum á undan.“ Að heyra foreldra þakka á tímum sem þess- um sýnir þvílíkan kærleik og auð- mýkt, þvílíkan styrk og hugrekki.“ Erfitt að vera fyrstur á slysstað Áslaug og þau sem stóðu Elvu næst eru afar þakklát öllum þeim sem komu að slysinu, lögreglumönn- um, sjúkraflutningamönnum, lækn um, hjúkrunarfólki, prestum og fólki sem sýndi stuðning. „Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera fyrstur á slysstað eða taka á móti stórslösuðu fólki á spítalanum. Styðja við ástvini og vera þannig í margþættu hlutverki. Við erum þakklát Umferðarstofu sem held- ur úti öflugu starfi og stöðugum forvörnum. Leggur sig fram við að ná til sem flestra, bæði fullorðinna og barna með fræðsluefni og degi sem þessum.“ Minnumst ástvina á aðventu Áslaug minnir á að nú er aðvent- an framundan. „Tími ljóss, friðar og samveru. Meðan myrkur grúfir yfir lýsum við upp umhverfið okkar með kertaljósum og fagurskreyttum per- um. Dustum rykið af jólaskrautinu, skreytum, bökum og njótum líðandi stundar. Þetta er einn erfiðasti tími ársins fyrir ástvini þeirra sem fall- ið hafa frá. Reynum að njóta, reyn- um að gleðjast. Rifjum upp allar þær yndislegu minningar sem við eigum, grátum og tölum saman og munum að í tárum okkar endurspeglast allt það sem þessi manneskja var okk- ur.“ n Hugvekja Áslaug flutti hugvekju til minningar um móður sína og stjúpdóttur sem létust báðar í umferðarslysi í blóma lífsins. „Bænirnar hljóðnuðu“ Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is „Á miðri leið kom annað símtal og bænirnar hljóðnuðu. Hin einstaka og helga veröld Elvu Ýrar var öll. Aðstandendur Fjöldi aðstandenda minntust ástvina sinna í fallegri athöfn í Fossvogi. Staðreyndir um umferðarslys: n Á hverju ári látast um 1,2 – 1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum og hundruð þúsunda bíða varanlegan skaða. (tEkið AF Http://www.roAdpEAcE.org/rEMEMbEriNg/worLd_dAy_oF_rEMEMbrANcE/) n Þetta eru um það bil 2 prósent allra dauðsfalla og er hærra hlutfall en þeirra sem látast til dæmis af völdum berkla og malaríu sem eru sjúkdómar sem miklum fjármunum er eytt í að uppræta og koma í veg fyrir. n Á Íslandi hafa 188 látist í 166 umferðarslysum síðastliðin 10 ár (ritað 9. nóvember 2012) og um 1.700 hlotið mikil meiðsli. n Fyrsta nóvember 2012 höfðu 965 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð þann 26. maí árið 1968. n Á Íslandi verður fórnarlamba umferðarslysa minnst í kirkjum landsins og trúarsöfnuðum og er fólk beðið um að votta þeim og aðstandendum virðingu sína í predikunum og hugleiðslum dagsins. n Banaslys í umferðinni eru algengasta dánarorsök ungs fólks í heiminum í dag og það sem af er árinu 2012 hafa 7 manns látist í umferðinni hér á landi. Á sama tíma í fyrra höfðu 11 látist. n Í upplýsingum sem Umferðarstofa tók saman um algengustu dánarmein fólks á Íslandi á aldrinum 17–26 ára kemur í ljós að á árunum 1999 til 2008 voru umferðarslys algengasta dánarorsök kvenna á þessum aldri, tvöfalt algengari dánarorsök en sjálfsvíg sem kemur næst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.