Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 19. nóvember 2012 Mánudagur Leggja rækt við íslensku n Nemendur af erlendum uppruna á meðal verðlaunahafa S extíu og þrír grunnskóla nem­ ar í Reykjavík tóku á Degi ís­ lenskrar tungu við Íslensku­ verð laun um unga fólks ins í bókmenntaborginni Reykja vík. Verðlaunin voru afhent við hátíð­ lega athöfn í Norður ljósa sal Hörpu, að viðstaddri frú Vigdísi Finnboga­ dóttur, fyrrverandi forseta og vernd­ ara verðlaunanna. Markmið Íslenskuverðlaunanna er að hvetja nemendur til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs og vekja þau til vitundar um auðinn í íslenskri tungu. Í tilkynningu frá Reykjavíkur­ borg segir að þeir grunnskólanem­ ar sem tóku við verðlaunum að þessu sinni hafi skarað fram úr á ýmsa vegu í íslenskunámi, frum­ legum skrifum og tjáningu. Nokkrir þeirra séu tvítyngdir og verðugir fulltrúar nemenda af erlendum uppruna sem hafa náð góðum tökum á nýju tungumáli í nýju landi. Meðal verðlaunahafa voru ljóð­ skáld, leikritaskáld, ræðuskör ungar og lestrarhestar á aldr inum 8–15 ára. Allir verðlaunahafar fengu til eignar veglegan verð launa grip sem hannaður er af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur. „Fúkkinn er að drepa mig“ n Segir iðnaðarfyrirtæki hafa svikið sig n Ritaði gagnrýni á húsið sitt„Ég get verið hér í þunglyndiskasti yfir svikulum iðnaðar- mönnum í mjög myrkri kompu og það er bara alveg ágætt. F ólk er vant því að bara deyja ofan í skóna þegar það lend­ ir í svona verktökum en ég er búin að gera það bara nógu oft. Ef það þarf að slá yfir glugg­ ana vegna þess að þeir leka svo mik­ ið þá náttúrulega bara auglýsir mað­ ur viðkomandi í leiðinni,“ segir Auður Haralds rithöfundur en hún brá á það óvenjulega ráð að mála á húsið sitt á Bergþórugötu gagnrýni á verk iðnað­ armanna sem hún fékk til að skipta um glugga á heimili sínu. Mikill fúkki Samkvæmt Auði eru komin tvö ár síðan hún réð verktaka á vegum tré­ smiðju Stálsmiðjunnar til að skipta um gler í tveimur gluggum sem komnir voru til ára sinna. Fyrir verk­ ið borgaði hún rúmlega 300.000 krón­ ur, en sökum þess hvernig gengið var frá gluggaísetningunni segir hún að raki hafi komist inn í veggi hússins og valdið tjóni. „Ég fékk verktaka til að skipta um glugga. Hann smíðaði glugga sem voru rangt gerðir á allan hátt og fárán legir. Gluggarnir eru núna ónýt­ ir og fúkkinn er að drepa mig af því að vatnið flæðir inn í veggi hússins og það var ekki um að annað að gera en að slá yfir þetta.“ Auður segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við verktakann og að henni hafi sífellt verið lofað bót og betrun en aldrei hafi nógu vel ver­ ið gengið frá gluggunum. Hún hafi ítrekað skrifað verktakanum bréf til að koma óánægju sinni á framfæri ásamt því að hafa samband símleið­ is. Að lokum hafi hún þó fengið af­ slátt af reikningi sínum hjá fyrirtæk­ inu. Fékk nóg Auður hafði á endanum samband við lögfræðing en samkvæmt Auði sagði hann að upphæðin væri það lág að það tæki því ekki að fara í mál. „Hann er með 25.000 kall á tímann en ekki ég svo honum fannst ekki taka því að fara í mál. Hann sagði mér að fá heldur fund með framkvæmdastjór­ anum sem ég gerði. Hann sagði mér þá að maðurinn sem hafði verið yf­ irmaður trésmiðjunnar væri látinn og að þeir gætu ekki borið ábyrgð á þessum gluggum mínum endalaust. Menn væru búnir að koma trekk í trekk og ég væri aldrei ánægð. Þá fékk ég nóg og fékk annan verktaka í þetta. Sá maður var undirverktaki hjá öðrum verktaka þannig að hann gat ekki smíðað glugga nema hinn verk­ takinn gæfi grænt ljós. Sá maður gat ekki gefið grænt ljós af því að sím­ inn hans var bilaður frá því snemma í vor og þetta var um haust og þá fékk ég alveg nóg. Ég hringdi í undirverk­ takann og sagði að þetta væri hinum verktakanum óviðkomandi og hvort að hann gæti ekki bara slegið yfir gluggana hjá mér því að ég væri búin að fá nóg.“ Reynt að verða við kröfum Í dag eru því stórar viðarplötur yfir tveimur gluggum á húsi Auðar sem gerir það að verkum hún sér ekki út um þá né fær birtu inn. „Þetta sleppur. Ég get verið hér í þunglyndiskasti yfir svikulum iðnað­ armönnum í mjög myrkri kompu og það er bara alveg ágætt því að þessi sami smiður og sló yfir gluggana lauk við þakið en sá djöfull fór án þess að klára þakið og það hafði lekið í nokkur ár, “ segir Auður og það er auðheyrt að hún hefur fengið sig fullsadda af sam­ skiptum sínum við iðnaðarmenn. Bjarni Thoroddsen framkvæmda­ stjóri Stálsmiðjunnar segir að reynt hafi verið að verða við kröfum Auðar eftir fremsta megni. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að leysa þetta mál bæði með því að koma þarna aft­ ur nokkrum sinnum og lagfæra og með að gefa henni afslátt.“ n Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Skilaboð Auður Haralds rithöfundur málaði skilaboð á viðarplanka sem eru yfir gluggum á húsi hennar. Vilhjálmur skilar brúðkaupsgjöf frá Eir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrr­ verandi stjórnarformaður Eirar, hefur skilað brúðkaupsgjöfinni sem Sigurður Helgi Guðmunds­ son gaf honum og eiginkonu hans. Um var að ræða gjafa­ bréf frá Icelandair upp á 100.000 krónur. Gjafabréfið segir Sig­ urður Vilhjálm hafa farið fram á að fá í brúðkaupsgjöf. Vilhjálm­ ur vísar því á bug að hann hafi „skipað“ Sigurði að gefa sér gjöf­ ina.„Í ljósi fjölmiðlaumræðu um brúðargjöf til okkar hjóna frá Eir í júní 2008 og með hvaða hætti fyrrverandi forstjóri Sigurður Helgi Guðmundsson hefur mat­ reitt málið í fjölmiðlum, höf­ um við ákveðið að skila þessari brúðargjöf og að endurgreiða andvirði hennar til Eirar.“ Össur vill íhlutun Öryggisráðs Össur Skarphéðinsson utan­ ríkisráðherra fordæmir áfram­ haldandi árásir Ísraela á Gaza­ svæðinu, sem og eldflaugaárásir Hamas­samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem og segir að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna beri skylda til að álykta um málið og gera sitt til að skakka leikinn sem fyrst. Kastaði pening- um í sjóinn Grímuklæddur maður ógnaði af­ greiðslustúlku á Kaffivagninum á Granda á laugardag og krafðist þess að hún léti sig hafa peninga. Fjöldi vitna varð að ógnandi til­ burðum mannsins sem stökk yfir borðið og hafði með sér peninga. Maðurinn var fljótt eltur uppi af lögreglunni og kastaði hann þá peningunum í sjóinn. Eigandi kaffivagnsins, Stefán Kristjáns­ son segir þetta fyrstu ógnina í þrjátíu ára rekstri staðarins. Grunnskólanemar verðlaunaðir Haukur Hákon Loftsson úr Ártúns- skóla var meðal þeirra sem tóku við Íslenskuverðlaunum unga fólksins úr hendi frú Vigdísar Finnbogadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.