Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 11
Hélt að þetta væri martröð 10 Fréttir n Seldu Samherja eignir fyrir 14,9 milljarða n Skuldauppgjör Guðmundar Ú tgerðarfyrirtækið Brim skil- aði nærri sex milljarða króna hagnaði árið 2011. „Við seld- um mikið af eignum í fyrra til að grynnka á skuldum. Þessi hagnaður skýrist nær alfarið af þeirri sölu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við DV. Líkt og kunnugt er seldi Brim 5.900 þorskígildistonn til Samherja árið 2011 ásamt fiskvinnslu á Akureyri og Laug- um sem og tvo ísfisktogara. Fyrir þær eignir greiddi Samherji 14,9 millj- arða króna og stofnaði utan um þær dótturfélag sem fékk nafnið Útgerðar- félag Akureyringa. Í september á þessu ári seldi Brim síðan um 1.000 tonna þorskkvóta til Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Þá festi Brim kaup á 3.400 brúttótonna frystitogara frá Argentínu nú í september en skipið var smíðað í Noregi árið 2003. Nam kaupverðið 3,5 milljörðum króna. Guðmundur vill að það komi fram að Brim hafi ekki farið í gegnum neina sérstaka fjárhagslega endurskipulagn- ingu vegna skulda sinna við Lands- bankann. „Brim hefur aldrei verið í vandræðum. Hins vegar gerir fyrir- tækið upp í íslenskum krónum og eig- ið fé fyrirtækisins fór í mikinn mínus þegar krónan féll,“ segir hann. Vegna þessa skilaði Brim tíu milljarða króna tapi árið 2008 sem nær alfarið skýrist af hækkun á langtímaskuldum fyrir- tækisins í erlendri mynt. Samkvæmt ársreikningi Brims lækkuðu skuldir félagsins úr 27 millj- örðum króna árið 2010 í tæplega 15 milljarða króna árð 2011. Skuld- ir félagsins voru nær alfarið í erlendri mynt. Þá hefur eigið fé félagsins hækk- að úr rúmlega 1.500 milljónum króna frá 2010 í 7,3 milljarða króna 2011. Eig- infjárhlutfall Brims var þar með komið í um 33 prósent í fyrra. Því virðist sem staða Brims sé orðin nokkuð góð í dag. Veiðigjaldið veldur óvissu Aðspurður um rekstrarhorfur Brims segir Guðmundur þær ekki góðar – þrátt fyrir sex milljarða króna hagnað í fyrra og eiginfjárhlutfall upp á 33 pró- sent. „Það er ekki hægt að reka sjáv- arútvegsfyrirtæki með svona mikilli óvissu,“ og á hann þá við tilkomu veiði- gjaldsins sem nú er lagt á sjávarútvegs- fyrirtæki. Þegar hann er inntur eftir því hvort sjávarútvegsfyrirtæki hafi ekki alltaf búið við ýmsa óvissuþætti – óvæntan aflabrest og annað segir hann það ekki rétt. „Það er alltaf óvissa með veiðina. Samfélagið okkar hefur hins vegar samþykkt vissa þætti eins og fyrir- komulag tekjuskatts. Nýju veiðigjöldin sem nú eru lögð á útgerðina breyta hins vegar þeim þáttum,“ segir hann. Þegar Guðmundur er spurður að því hvort hann telji að veiðigjaldið verði einungis lagt á útgerðina í nokk- ur ár á meðan Ísland sé að kljást við efnahagserfiðleika í kjölfar banka- hrunsins árið 2008 telur hann svo ekki vera. „Ég held að veiðigjaldið sé komið til að vera,“ segir hann. Með því breyt- ist hegðun sjávarútvegsfyrirtækjanna alveg óháð því hvort tilkoma veiði- gjaldsins sé ranglát eða réttlát. Samdi við Landsbankann Líkt og kunnugt er var Guðmund- ur nokkuð umsvifamikill á íslenskum hlutabréfamarkaði fyrir hrun. Má þar nefna að félagið Hafnarhóll ehf. sem var í eigu Guðmundar átti 4,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási en fyrir þeim hlut lánaði Landsbankinn honum fimm milljarða króna í lok árs 2006. Sá hlutur varð verðlaus við fall Straums. Þá átti Guðmundur einnig hluta- bréf í Landsbankanum í gegnum fé- lagið Línuskip. Námu skuldir Línu- skips við Landsbankann um þremur milljörðum króna stuttu fyrir hrun. Félagið átti hlutabréf í Landsbankan- um sem metin voru á um 1,3 milljarða króna í september 2008 en urðu verð- laus við fall bankans. Línuskip fer í dag með 100 prósenta hlut í Brimi – það er þó ekki sama fyr- irtækið og átti Brim fyrir hrun. Þannig var nafni Línuskips breytt í XX 26 og í staðinn tók félag með nafnið Útgerðar- félag Akureyringa upp nafnið Línu- skip. Aðspurður um þetta atriði segir Guðmundur að þetta hafi verið gert í samvinnu við Landsbankann. „Í hrun- inu þurftum við að semja við bank- ana. Þetta var eitt af þeim atriðum sem samið var um,“ segir hann. Búið sé að ganga frá uppgjöri við Landsbankann vegna skulda sem tengjast hlutabréfa- kaupum Línuskips og Hafnarhóls fyr- ir hrun. Þykir miður hvernig fór á Íslandi Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum sagðist í lok ágúst á þessu ári hafa verið fórnarlamb mark- aðsmisnotkunar Landsbankans. Þetta var haft eftir Magnúsi eftir að hann neyddist til að selja útgerðarfyrirtæk- ið Berg-Huginn í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað. Var um að ræða skuldauppgjör hans við bankann. Mestur hluti af skuldum Magnúsar urðu til vegna kaupa félaga hans á hlutabréfum í Landsbankan- um. Sagðist hann vera ósáttur við upp- gjör sitt við bankann. Þegar Guðmundur er inntur eftir hvort hann sé ósáttur vegna skulda- mála við Landsbankann vegna hluta- bréfakaupa félaga hans fyrir hrun seg- ist hann helst vilja líta fram á veginn. „Allir þeir fjármunir sem fást upp í kröfur hjá föllnu bönkunum renna hins vegar til kröfuhafa. Hvað með þá sem urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna hruns bankakerfisins? Ég og mín fé- lög töpuðum mikið af peningum við hrun bankakerfisins líkt og almenn- ingur. Mér finnst það því ekkert endi- lega sanngjarnt að vogunarsjóðir úti í heimi séu nú að hirða gróðann sem fæst af endurheimtum þrotabúanna,“ segir Guðmundur. Hann segist ekki geta svarað því hvort hann muni leita réttar síns ef fyrrum stjórnendur og starfsmenn bankanna verði dæmdir fyrir mark- aðsmisnotkun á hlutabréfamarkaði fyrir hrun. „Lífið heldur áfram og það er ekki hægt að stoppa í fortíðinni. Mér finnst það auðvitað miður hvern- ig þetta fór á Íslandi – mér þykir það miður. Ég hef líka haft þá skoðun að stundum sé gott að fyrirgefa og ein- faldlega halda áfram með lífið,“ segir Guðmundur að lokum. n Brim Hagnaðist um sex milljarða 2011 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Þykir miður hvernig fór á Íslandi Guðmund- ur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir það miður hvernig fór á Íslandi í kjölfar hrunsins. Hann hafi hins vegar þá skoðun að stundum sé gott að fyrirgefa og halda áfram með lífið. Brimnes RE-27 Hér má sjá frysti- togarann sem er einn af fjórum frystitog- urum í eigu Brims. Fyrirtækið festi kaup á nýjum frystitogara frá Argentínu nú í september og nam kaupverðið 3,5 milljörðum króna – var það skip byggt í Noregi árið 2003 líkt og Brimnesið. umræðu um þessi mál. „Það þarf að taka til í þessum málum. Það þarf að gera eitthvað, það er alveg á hreinu. Mín tilfinning er sú að þessum sjálfsvígum hafi fjölgað. Það hlýtur að þurfa að fara huga betur að þessum málum innan heilbrigðiskerfisins.“ Hélt þetta væri martröð Hrafnkell segist fyrst um sinn ekki hafa trúað því að sonur hans væri dáinn. Að horfa á eftir barninu sínu sé nokkuð sem ekkert foreldri ætti að þurfa að upplifa og hann ef- ast um að það sé nokkuð sem for- eldri muni jafna sig á. „Þegar ég fékk fréttir af sjálfs- morði sonar míns voru fyrstu við- brögðin algjör afneitun. Ég var handviss um að nú mundi ég vakna í svitabaði með dúndrandi hjartslátt og þetta hefði bara ver- ið slæm martröð. En það gerðist ekki. Ég var vakandi og þetta var raunverulegt,“ segir hann þungt hugsi. Hann segist hafa hugs- að mikið um það hvort hann hefði getað gert eitthvað til þess að koma í veg fyrir þetta. „Áfall- ið var slíkt, að maður dofnaði upp líkamlega og andlega því mað- ur trúði þrátt fyrir allt að þetta væri ekki raunin. Sorgin og síðan reiðin sem blossar upp eru við- brögð sem maður ræður ekki við og getur illa stjórnað fyrstu dag- ana, ásamt þeirri hugsun hvort það hefði verið eitthvað sem mað- ur hefði getað gert eða ekki gert til þess að koma í veg fyrir þetta.“ n n Nítján ára sonur Hrafnkels svipti sig lífi inni á geðdeild tveimur dögum eftir að vinkona sonarins hafði svipt sig lífi 2.500 syrgjendur á ári Salbjörg segir það stundum gleym- ast að á bakvið hvern einstak- ling sem tekur sitt eigið líf sé fjöldi manna í sorg. „Það gleymist stund- um í umræðunni að á baki þessu fólki er um 2.500 syrgjendur á ári sem sitja eftir, oft með ótal spurn- ingar,“ segir hún og miðar tölurn- ar út frá þeim fjölda sjálfsmorða sem verða hér á landi árlega. „Ef við erum að tala um að í kannski hverri jarðarför er nánast full kirkja og þar á meðal kannski fimm í hverri jarðarför sem þjást verulega. For- eldrar, makar, systkini og börn,“ segir Salbjörg og tekur fram að ekki megi gleyma né gera lítið úr sorg aðstand- enda sem eftir sitja. „Það er mikil sorg að baki sjálfsvígum og kannski oft erfiðara því oft fær fólk ekki svör við því af hverju viðkomandi gerði þetta,“ segir hún og bendir syrgjend- um á Nýja dögun, samtök sem hafi hjálpað aðstandendum að lifa með þeirri miklu sorg sem sjálfsvíg ætt- ingja skilur eftir. n viktoria@dv.is Fréttir 11Mánudagur 19. nóvember 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.