Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 15
Þetta er sjúkt Þetta er andstyggileg hugmyndafræði Ég er alveg gríðar- lega spenntur Menntaskólanemar ræða klám og klámvæðingu. – DVEva Hauksdóttir gagnrýnir „dólgafeminisma“. – DVDaníel Geir Moritz þreytir frumraun sína á leiksviði. – DV Sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins Spurningin „Já, það væri æðislegt.“ Sævar Óli Helgason 41 árs atvinnulaus „Já. Ég held að allir ættu að vita hvers vegna.“ Svavar Skúli Jónsson 20 ára nemi „Já, helst sem fyrst.“ Þóra S. Magnúsdóttir 18 ára barþjónn „Já, algjörlega.“ Þórður Kári Steinþórsson 19 ára tónlistarnemi „Já, ég held það.“ Páll Þórsson 35 ára kennari Á að slíta stjórn- málasambandi við Ísrael? 1 „Hann virti ekki einu sinni hjónabandið mitt“ Jón Gerald Sullenberger gerði upp viðskipti sín við Jón Ásgeir Jóhannesson. 2 Bensínlausi Jón 3 Vilhjálmur skilaði gjafa-bréfinu frá Eir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fékk gjöf frá Sigurði Helga Guðmundssyni. 4 Ætlaði að hefja skotárás á Twilight-frumsýningu Móðir bandarísks ungmennis kom í veg fyrir voðaverk. 5 Maður með Romney andlits-húðflúr sér ekki eftir neinu Eric Hartsburg fékk sér kennimerki Mitt Romney í andlitið. 6 Erill á Selfossi og Akranesi í nótt Lögreglan hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags. 7 Fáðu omega-3, A- og D-vítamín úr fæðunni Góð ráð um matarræði á neytendasíðu DV. Mest lesið á DV.is Þ að skiptir miklu máli að vand­ að sé til allrar ákvarðanatöku þegar kemur að meðferð eigna og krafna gömlu bankanna. Rík­ isstjórnin og Seðlabankinn hafa verið einhuga um að gæta að fjármálastöð­ ugleika sé ekki ógnað þegar kemur að úrlausn þessara mála. Upphlaup og pólitísk látalæti eiga ekki við þegar um jafnmikilvægt og flókið mál er að ræða. Það er því sérstök ástæða til að fagna auknum áhuga þingflokks Sjálf­ stæðisflokksins á leiðum til þess að verja krónuna og þar með kjör lands­ manna gegn mögulegu útflæði eigna erlendra kröfuhafa. Formaður þing­ flokksins, sagði til dæmis á beinni línu DV fyrir helgina: „Aðalatriðið er að það náist samstaða um stefnuna í þessu máli og þar leikur forsætisráðherra lykilhlutverk, hún þarf að leiða saman ASÍ, SA, stjórnina og stjórnarandstöð­ una í stefnumótun.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að „þingið verður að hafa síðasta orðið.“ Auðvitað eigum við að vera bandamenn í þessu máli. Engu að síður er nauðsynlegt að leiðrétta nokk­ ur atriði sem og halda öðrum til haga. Vel upplýst mál Í fyrsta lagi er það ekki rétt sem Bjarni Benediktsson hefur haldið fram að upplýsingar hafi ekki legið fyrir um vandann samfara mögulegu hundruða milljarða útstreymi eigna til dæmis við væntanlegt uppgjör til erlendra kröfu­ hafa úr þrotabúum Glitnis og Kaup­ þings. Það var meðal annars sá vandi sem varð til þess að Alþingi styrkti gjaldeyrishöftin 12. mars síðastliðinn með lagasetningu. Það er hins vegar mikilvægt að almenningur átti sig á því að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokks­ ins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu af ástæðum sem eru mér ráðgáta. Samt höfðu allir þingmenn, líka þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fyrir framan sig greinargerð með frumvarpinu þar sem meðal annars stóð: „Í frumvarpi þessu er lagt til að tilteknar fjármagnshreyf­ ingar á milli landa, sem verið hafa heimilar til þessa, verði takmarkaðar. Er það gert vegna þess að þær gætu að óbreyttu grafið undan áætlun um los­ un fjármagnshafta og valdið alvarleg­ um óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði, sem aftur gæti leitt til verulegrar geng­ islækkunar krónunnar, höggvið stór skörð í gjaldeyrisforða þjóðarinnar eða hvort tveggja.“ Það er ótrúlegt að Sjálf­ stæðisflokkurinn hafi ekki áttað sig á alvöru málsins og greitt atkvæði gegn þessari lagasetningu. Í öðru lagi hafa Sjálfstæðismenn gert afar mikið úr hugsanlegri vá vegna nauðasamninga gömlu bankanna. Nú hefur hins vegar komið í ljós að váin vegna umræddra nauðasamninga er líklega minni en margir ætla. Már Guð­ mundsson seðlabankastjóri segir ís­ lenska ríkið ráða vel við skuldir sínar en Ísland glími hins vegar við greiðslu­ jafnaðarvanda. Staðfest hefur verið að Seðlabankinn hefur þær nauðsynlegu heimildir til þess að hemja og koma í veg fyrir hverskyns útflæði gjaldeyr­ is sem fellt gæti krónuna og kollvarp­ að stöðugleika. Löggjöfin 12. mars var því nauðsynleg og setti erlendar eign­ ir slitastjórnanna undir höftin eins og Bjarni og Illugi Gunnarsson vita jafn vel og aðrir. Eitt mikilvægasta verkefnið Ég elti hins vegar ekki ólar við það að þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyndu að fella frumvarpið um gjaldeyrishöft­ in í mars síðastliðnum. Sinnaskipti þeirra eru jákvæð og vitanlega mikils­ vert að geta ráðið bót á þeim langvinna sjúkdómi eftirhrunsáranna sem hengj­ an svonefnda og gjaldeyrishöftin eru. Við þurfum til dæmis að fara yfir það hvort enn sé þörf lagabreytinga vegna gjaldeyrishaftanna og hvort breyta þurfi áætlun um afnám þeirra. Ég gat um þessi mál í stefnuræðu minni á Alþingi 12. september síðastliðinn. Þar sagði ég meðal annars: „Þrátt fyrir þann mikla og góða árangur sem náðst hefur liggur fyrir að efnahagsmálin, og ekki síst gjaldmiðlamálin og gjaldeyr­ ishöftin, verða meðal mikilvægustu viðfangsefna næstu mánaða og miss­ era. Flestir viðurkenna að rétt var að setja tímabundnar skorður við útflæði erlends gjaldeyris í kjölfar hrunsins og að varasamt sé að viðhalda gjaldeyr­ ishöftum til lengri tíma, enda líklegt að það skjól sem þau veittu í upphafi snúist upp í andhverfu sína þegar til lengdar lætur.“ Samstarf um lausnir Verkefnið er stórt og mikilvægt. Víð­ tæk samstaða um þau skref sem taka þarf um afnám gjaldeyrishaftanna er afar æskileg og í raun nauðsynleg. Ég sé hins vegar ekkert að því að Seðlabank­ inn hafi það sérstaka hlutverk áfram að gæta hagsmuna þjóðarinnar í þess­ um efnum með þeim valdheimildum sem löggjafarþingið hefur fært honum í glímunni við það sérstæða og mikil­ væga verkefni að verjast frekari geng­ is­ og gjaldeyrisáföllum sem gætu sett heimilin og rekstur fyrirtækja í alvarlegt uppnám. Sem fyrr stendur ríkisstjórn­ in sína vakt og það er gott að vita til þess að Sjálfstæðisflokkurinn er loksins tilbú­ inn að gera hið sama. „Gerið kerin klár“ Það var allt klárt og nóg að gera hjá verkamönnum hjá Nesfiski í Garðinum á föstudag. Snjór féll og boðaði komu Vetrar konungs. Mynd SiGtryGGur ari Myndin Umræða 15Mánudagur 19. nóvember 2012 Kjallari Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar „Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi ekki áttað sig á alvöru málsins og greitt at- kvæði gegn þessari laga- setningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.