Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Síða 23
V inir mínir, Barf Bags sem gerðu þetta myndband, misstu vinnuna sem þjálf- arar hjá Skíðasambandi Íslands eftir að mynd- bandið kom út,“ segir Halldór Helgason snjóbrettakappi um snjó- brettamyndbandið umdeilda sem fór eins og eldur í sinu um netið fyr- ir nokkru. Halldór skilur gagnrýn- ina sem myndbandið hefur fengið en segir það kannski verða til þess að vekja fólk til umhugsunar. „Þetta verður kannski til þess að foreldr- ar tali við börnin sín um notkun netsins og sjái til þess að þau virði þau aldurstakmörk sem tilgreind eru. Svona hafa margar snjóbretta- myndir verið í gegnum tíðina en auðvitað hafa ekki allir húmor fyr- ir þessu. Margir hafa reynt að koma þessari mynd á okkur bræður en við komum í rauninni ekki nálægt henni þótt ég hafi reyndar sést í henni. Við auglýstum merkin okkar þarna og létum hana á síðuna okk- ar – helgasons.com. Við erum með húmor fyrir þessu og bökkum þessa stráka 100 prósent upp.“ Í fjárhættuspilum í Mónakó Halldór og Eiríkur bróðir hans búa í Mónakó og spila af og til í einu af frægasta spilavíti heims. Eftir að vinir þeirra misstu vinnuna vildi Halldór reyna að hjálpa þeim. „Við spilum alltaf fyrir litlar upphæðir og bara til gamans en um daginn fór ég með 1.500 evrur (250.000 ís- lenskar krónur) í rúllettu og hét á vini mína sem gerðu myndbandið. Ætlunin var að koma upphæðinni upp í 8.000 evrur svo þeir gætu haldið áfram að gera myndir. Ég ákvað að bíða eftir að sami liturinn kæmi upp þrisvar og þá lét ég 1.000 evrur á svartan og 500 á rauðan, til að vera pottþéttur. Ég náði strax í 5.000 evrur en svo tapaði ég öllu niður í 1.000 aftur. Þá hringdi ég í strákana og sagðist ætla að breyta um kerfi og bíða eftir að sami litur- inn kæmi þrisvar sinnum og láta 1.000 evrur á hinn og komst aft- ur upp í 4.000. Þá hringdi ég aftur í strákana og sagði þeim að ég væri kominn á síðasta veðmálið. Þeir báðu mig um einn greiða, að bíða eftir að sami liturinn kæmi fjór- um sinnum og þá mætti ég veðja 4.000 á hinn litinn sem ég gerði og endaði með að vinna 8.000 evrur eða 1,3 milljónir íslenskra króna. Þetta var alveg fáránlegt og ótrú- lega skemmtileg tilfinning. Nú geta vinir mínir keypt allt sem þeir þurfa til að taka upp næstu mynd,“ segir Halldór og bætir við að hann hafi aldrei upplifað annað eins adrena- línflæði. „Ég er vanur miklu í gegn- um snjóbretti en þetta var öðruvísi. Ég vissi að ég væri að gera þetta til að hjálpa vinunum og tilfinningin var ótrúleg. Ég ætlaði aldrei að geta sofnað um nóttina, ég var svo ánægður,“ segir Halldór en neitar því að hann óttist að verða spilafíkn að bráð. „Ég hef alveg hemil á mér. Ég veit hvað er rétt og rangt og það skiptir máli.“ Snjóbrettafólk er ekki að fíflast Halldór býst ekki við að næsta mynd félaganna verði jafn gróf og sú fyrri. „Þetta var bara leið hjá þeim til að ná athygli og hún virk- aði. Öll stærstu snjóbrettablöð og -síður í heiminum póstuðu myndinni svo þeir eru komnir á kortið. Ég ætla rétt að vona að allt snjóbrettafólk verði ekki stimplað eftir þessa einu mynd. Snjóbretta- fólk er ekki að fíflast og leika sér allan daginn því þetta er virkilega erfitt sport og mikil vinna þótt það besta sé hvað þetta er fáránlega skemmtilegt.“ n É g hef alltaf verið mjög mik- ill áhugamaður um uppistand og þetta hefur verið mitt upp- áhalds skemmtiefni,“ segir Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamað- ur á RÚV og einn af fimm kepp- endum um titilinn Fyndnasti mað- ur Íslands 2012, sem komust áfram upp úr undankeppninni sem haldin var í síðustu viku. Hann hefur mik- ið spáð í uppistand í gegnum tíðina og þá aðallega breskt. Sjálfur hefur hann þó ekki mikla reynslu af því að standa á sviði en hann var liðstjóri í ræðukeppni Morfís á sínum tíma og var þar að vissu leyti í hlutverki uppistandara. „Ég byrjaði sjálfur á þessu fyrir nokkrum mánuðum eftir að ég hitti uppáhalds uppistandar- ann minn, Doug Stanhope. Hann kom hérna með hálfgerðri leynd og var bara með eina sýningu á Litla- Hrauni. Og bauð mér.“ Eftir sýn- inguna spjölluðu þeir aðeins um bransann og í kjölfarið ákvað Gunn- ar Hrafn að prófa að setja saman sitt eigið prógramm. „Ég var búinn að vera að safna bröndurum í mánuði ef ekki ár og svo sá ég þessa keppni auglýsta og ákvað að slá til. Ég hugs- aði með mér að þarna gæti ég próf- að prógrammið fyrir framan fullan sal og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að vera óþekktur að reyna að ná kannski tuttugu manns á sýningu.“ Efni Gunnars Hrafn virkaði svona líka vel á áhorfendur, sem tóku hon- um fagnandi og hlógu mikið. Sjálfum finnst honum sér takast best til þegar hann segir reynslu- sögur af sjálfum sér. „Ég reyni svo- lítið að byggja á því. Ég hef lent í allskonar fáránlegum hlutum og verið út um allt, til dæmis í Kína og Palestínu, og lent í mörgum skrýtn- um aðstæðum. Þannig að það er hægt að gera mikið með það.“ Bakgrunnur Gunnar Hrafns í fréttamennskunni nýtist honum vel í uppistandinu en hann býr að því að kunna að tala fyrir framan fólk. Hann viðurkennir þó að það fylgi því svolítið öðruvísi stress að standa á sviði heldur en fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélar eða tala í útvarp. „Þarna er maður að láta dæma sig, hvort maður er sniðugur einstaklingur eða ekki og það getur verið svolítið ógnvekjandi. En þetta er líka „adrenalínkikk“ og þegar maður er kominn niður af sviðinu og fólk búið að klappa og hlæja þá líður manni helvíti vel,“ segir Gunn- ar Hrafn hlæjandi. Aðalkeppnin um titilinn Fyndn- asti maður Íslands 2012 fer fram þann 23. nóvember næstkomandi, á skemmtistaðnum Spot í Kópa- vogi. n Fólk 23Mánudagur 19. nóvember 2012 „Þetta er líka adrenalínkikk“ n Fréttamaðurinn Gunnar Hrafn keppir um titilinn Fyndnasti maður Íslands Hjónin saman í kynjafræðum Fyrrum fréttamaðurinn, skáldið og ritstjóri Akureyri vikublaðs, Björn Þorláksson, er harður femínisti. Björn og eiginkona hans, Arndís Bergsdóttir doktorsnemi í safna- fræði, hafa nú skráð sig saman í námskeið í Háskóla Íslands í kenn- ingum í kynjafræðum. Bók Björns, Heimkoman, vakti mikla athygli en þar lýsti Björn því þegar hann var rekinn úr vinnunni af Fréttastofu Stöðvar 2 og inn á heimilið og hvernig sú lífsreynsla hafði áhrif á og breytti lífsskoðunum hans. Ef- laust eiga hjónin eftir að standa sig vel í náminu enda deila þau áhuga á efninu. Hitti goðið sitt Gunnar Hrafn setti saman sitt eigið uppistands prógramm eftir að hafa hitt uppáhalds uppistandarann sinn, Doug Stanhope. Gaf vinunum Gróðann Valdi heilsugeir- ann fram yfir Hollywood Linda Pétursdóttir er farsæl kona. Í síðustu viku rifjaði hún upp sigur sinn í keppninni Ungfrú Alheim- ur og skrifaði um það nokkrar línur á Facebook-síðu sinni. „Á þessum degi árið 1988 stóð ég á sviði í Royal Albert Hall og líf mitt breyttist að ei- lífu. Í kjölfarið fékk ég ýmis tilboð og sum hver um að leika í kvikmynd- um, en ég neitaði því öllu, það var ekki fyrir mig. Valdi heilsugeirann fram yfir Hollywood. Glöð með þá ákvörðun því ég veit það sem ég vinn við í dag er það sem fær hjarta mitt til að slá ögn hraðar flesta daga. Þess utan er ég afleit leikkona. 24 ár líða hratt og eru ágæt áminning um að njóta lífsins, rækta ástvini og umfram allt njóta dags- ins í dag því við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég trúi á það góða í fólki, stundum hef ég brennt mig á því en það er bara allt í lagi. Og með það í huga að njóta lífsins reima ég á mig skóna, klára græna drykkinn minn og skelli mér á hugleiðslunámskeið í fyrir- tækinu mínu.“ n Vinir Halldórs Helgasonar snjó- brettakappa misstu vinnuna eftir mynd- bandið umdeilda Andrenalínflóð Halldór og vinur hans Árni Ingi fagna gróðanum. Allt að gerast hjá Völu Grand: Vala stefnir í fitness Glamúrdrottningin Vala Grand stefnir á að taka þátt í fitness- keppni á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali Mónitor við Völu. Viðtalið var tekið á læknastofu rétt áður en Vala lagðist undir hnífinn í brjósta- stækkunaraðgerð. Eins og fram hefur komið í DV er Vala ástfangin upp fyrir haus og mun ganga að eiga hann Eyjólf sinn á næsta ári. Það má því með sanni segja að árið 2013 verði stórt í lífi Völu. „Við erum með húmor fyr- ir þessu og bökkum þessa stráka 100 prósent upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.