Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 19. nóvember 2012 Ríku liðin og restin G allhörðustu knattspyrnu- áhugamenn rámar eflaust í spænska félagsliðið Real Oviedo sem um tíma fyrir síðustu aldamót átti nokk- ur sæmileg tímabil í efstu deildinni á Spáni. Síðan þá hefur mjög hallað undan fæti, liðið nú í þriðju deildinni og skuldir orðnar svo miklar að meira að segja forráðamenn Real Madrid ákváðu að hefja sérstaka söfnun til að Real Oviedo færi ekki á hausinn. Fyrir viku síðan benti ekkert til annars en að Real Oviedo væri að deyja hægum dauða þrátt fyrir fram- lag stórliðsins frá Madrid. En nú um helgina gjörbreyttist staðan skyndi- lega. Á augabragði losnaði félagið ekki aðeins við stærsta hluta skulda sinna heldur er sennilega líka óhætt að fara að veðja á að Real Oviedo gæti orðið næsta stórveldi í boltan- um innan fárra ára. Hvað gerðist nákvæmlega? Jú, ríkasti einstaklingur heims, athafna- maðurinn Carlos Slim frá Mexikó, keypti ráðandi hlut í félaginu. Sá varð ekki milljarðamæringur á ölmusu- gjöfum og engum dettur annað í hug en Slim ætli sér það sama og fjöldi annarra milljarðamæringa á undan honum; að gera Real Oviedo að stór- veldi í boltanum. Himin höndum tekið Einn helsti knattspyrnuspekingur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ESPN velti upp þeirri spurningu fyrir skömmu hvort nú væri ekki tíminn til að setja loks á laggir Evrópska súper- deild sem lengi hefur verið talað um. Benti Gabriele Marcotti á að þeim væri hægt og bítandi að fjölga fé- lagsliðunum sem hefðu moldríka bakhjarla og vilja til að nota það fjármagn til að kaupa dýrustu og jafnframt bestu knattspyrnumenn heims. Kveikjan að skrifum Marcotti, sem vöktu mikla athygli og umræð- ur á netinu í kjölfarið, var sigur Glas- gow Celtic á Barcelóna í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Sigurinn var eins óverðskuldaður og frekast er unnt í einum knattspyrnuleik eins og töl- fræði leiksins sýnir og sannar. Celtic átti í heildina fjögur skot í öllum leikn- um á móti 24 skottilraunum gestanna. Skotarnir voru með boltann 28 pró- sent leiktímans á móti 72 prósentum Barcelóna. Með öðrum orðum; sigur- inn var fáránlega „ósanngjarn.“ Stærsta andartak í sögu Celtic? En, bendir Marcotti á í grein sinni, þó Celtic hafi ekki átt mikið í leikn- um og stigin þrjú hafi á engan hátt tryggt Celtic áfram úr riðli sínum mátti álíta af fagnaðarlátunum í Glasgow að liðið hefði sigrað sjálf- an Meistaradeildartitilinn. Dagblöð í borginni birtu flennistórar fyrirsagn- ir um stórkostlegan sigur og velflest- ir aðdáendur, að þjálfara liðsins og fyrirliða meðtöldum, töluðu um eitt stærsta andartakið í sögu Celtic. Sé mið tekið af fornri og glæstri sögu Glasgow Celtic sem eitt sinn hampaði Evrópumeistaratitlinum í knattspyrnu, hefur þrívegis kom- ist í úrslitaleik þeirrar keppni, hef- ur 43 sinnum orðið skoskur meistari og 35 sinnum skoskur bikarmeistari er óneitanlega dálítið kjánalegt að telja nauman 2–1 sigur á heimavelli gegn Barcelóna í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar sögulegan fyrir liðið. Þýðing þessa fyrir boltann Sé staðan í Evrópuboltanum orðin sú að sögufrægt lið eins og Celtic telji það stórafrek að slefa einum heimasigri gegn einum af risunum í knattspyrnunni er þá ekki spurning um að fara að breyta til er innihaldið í grein Marcotti. Er ekki kominn tími á einhvers konar súperkeppni stórliða á borð við Barcelóna, Manchester United, Chelsea, Bayern, Inter Milan, Real Madrid, PSG, Ajax, Manchester City og annarra félagsliða sem annað- hvort hafa verið moldrík lengi eða hafa nýlega komist í álnir sökum vellauðugra nýrra eigenda. Dæmin eru of mörg um skjóta velgengni félagsliða sem komast í fjármagn og kaupa ellefu topp- menn á næstu fimm mínútum. Nýj- ustu dæmin eru líklega hið spænska Malaga og franska PSG. Um tíu ára skeið áður en milljarðamæring- ur keypti Malaga var áttunda sætið langbesti árangur liðsins í efstu deild á Spáni. Í kjölfar kaupa milljarða- mæringsins á liðinu og fjárfestingar í leikmönnum, er liðið í fimmta sæti í spænsku deildinni og taplaust í Meistaradeild Evrópu. PSG var lengi vel stórlið en skuld- ir og lélegur árangur voru að setja liðið á höfuðið skömmu eftir síðustu aldamót. Auðkýfingur keypti liðið og síðan hefur liðið hampað einum titli og sést nú reglulega á toppnum í frönsku deildinni. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum um Manchester City, Chelsea eða þau mörgu rússnesku lið sem auðkýfingar eiga nú með manni og mús. Kannski verður Real Oviedo hið nýja spútniklið Meistaradeildar- innar eftir fjögur til fimm ár. Nýr eigandi liðsins er svo ríkur að hann getur kallað Roman Abramovich fá- tækling. Kannski kemst Glasgow Celtic upp úr sínum riðli og gerir frekari rósir í Meistaradeild Evrópu með sínum stífa varnarleik og skyndi- sóknum öllum nema aðdáendum sínum til mikils ama. Hið fyrrnefnda er samt margfalt líklegra. n n Sífellt fleiri milljarðamæringar í boltanum n Bilið milli ríku liðanna og hinna breikkar Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Sá ríkasti Carlos Slim kom Real Oviedo til bjargar á elleftu stundu og mun án nokkurs vafa dæla milljörðum í félagið.MYND: REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.