Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Blaðsíða 10
Hélt að þetta væri martröð Þ egar foreldri horfir á eftir líkkistu barnsins síns ofan í gröfina deyr allt innra með því. Sorgin og sárindin sem rífa og slíta hjarta og sál viðkomandi er slík, að ég óska eng- um þess að þurfa að upplifa það. Ekki einu sinni mínum versta óvini, því enginn á skilið þann hryll- ing að ganga þau myrku göng and- legra barsmíða og þjáninga sem það er að missa barnið sitt,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson faðir tæplega tvítugs manns sem tók eigið líf á geð- deildinni á Akureyri í síðasta mánuði. Hann segir úrræðaleysi stjórnvalda í málefnum ungs fólks vera áhyggju- efni. Sonur hans átti við vímuefna- vanda að stríða og hann hafði reynt að leita sér hjálpar við því. Hann átti pantað pláss á Vogi nokkrum dögum eftir að hann dó. Vinkona fyrirfór sér líka „Tveimur dögum áður hafði vinkona hans tekið sitt eigið líf og í kjölfar- ið svipti hann sig lífi. Honum fannst augljóslega að hann höndlaði ekki lífið eða framtíðina sem beið hans með öllu því sem þarf til að takast á við hið daglega líf. Auk þess hafði hann verið þræll eiturlyfja og áfengis frá unga aldri,“ segir Hrafnkell. Son- ur hans hafði áður farið í meðferð en fallið og reynt sjálfsvíg í kjölfarið. „Hann var lagður inn á geðdeild og var á sjálfsvígsvakt. Síðan var hann færður á almenna deild.“ Þangað var hann fluttur því ekki þótti ástæða til að vakta hann leng- ur vegna sjálfsvígshættu. „Það virðist hafa fengið á hann en hann lét ekkert uppi um það. Daginn áður en hann fyrirfór sér þá fór hann með mömmu sinni í bæinn að versla föt og annað til þess að hafa með sér suður. Hann virtist bara vera í góðu jafnvægi, já- kvæður og tilbúinn til þess að takast á við þetta. Þá var ekkert sem benti til þess að það væri neitt að grassera í honum.“ Hrafnkell hefur mikið velt því fyr- ir sér eftir lát sonar síns hvort að úr- ræði fyrir ungt fólk eins og son sinn, séu næg hér á landi. „Ég velti fyr- ir mér hvort aukinn niðurskurður í velferðarkerfinu hljóti ekki að hafa áhrif. Því miður virðist vera úrræða- leysi í þessum málum hérlendis.“ Með athyglisbrest og ofvirkni Sonur Hrafnkels, sem ekki verður nafngreindur hér af tilliti við aðra aðstandendur, var ungur greindur með ofvirkni og athyglisbrest og fann sig þar af leiðandi ekki alltaf í skóla að sögn föður hans sem lýsir hon- um sem einkar atorkusömu barni. Hrafnkell og barnsmóðir hans voru skilin og sonur hans bjó hjá móð- ur sinni, fyrir utan eitt skólaár sem hann bjó hjá föður sínum. Að sögn Hrafnkels héldu feðgarnir alltaf sam- bandi þó að sambandið hefði að- eins minnkað síðustu árin, bæði vegna þess að sonurinn var kominn á unglingsaldur og líka vegna þess að Hrafnkell bjó erlendis um tíma. „Skólaganga hans gekk prýðilega fyrstu árin, hann var bæði næmur og áhugasamur fyrir stærðfræðinni og fljótur að tileinka sér allt sem hann heyrði og ef hann heyrði eitthvað þá mundi hann það. Í 3. bekk var hann fyrst greindur með athyglisbrest og ofvirkni en í 5. bekk var sú greining endanlega staðfest og fylgt eftir með lyfjagjöf. Þessi greining skýrði auð- vitað kraftinn og úthaldið í því að færa sig að ystu mörkum tilverunnar, hvort sem það var með því að hanga í gluggum skólans, stökkva aftur og aftur fram af bryggju en þó í blaut- búningi á meðan amma hans bað Guð að hjálpa sér,“ segir hann. Kynntist áfengi og vímuefnum Sonur hans fann líka orkunni far- veg í gegnum íþróttaiðkun. „Hann æfði skíði og snjóbretti, íshokkí, handbolta og siglingar. Hins vegar staldraði hann aldrei lengi við viðfangsefnin, hann var jú alltaf á leiðinni frá A til B og sú leið var oftast beint af augum. Það er krefj- andi verkefni að lifa með ofvirkni og athyglisbrest rétt eins og öll- um öðrum röskunum og geðsjúk- dómum, það er stórt verkefni sem er erfitt fyrir þann sem ekki þekk- ir til að skilja. Og þegar maður er ungur þráir maður ekkert heitar en að geta lifað lífinu áhyggjulaus á sömu forsendum og jafnaldrarnir.“ Hann segir son sinn hafa leit- að sinna leiða til þess að geta gert það. „Yfirleitt eru stystu leiðirn- ar verstar í þeim efnum og þær urðu oft fyrir valinu hjá honum. Hann kynntist áfengi og vímuefn- um og fann að þar gat hann dvalið áhyggjulaus um stund, en það var aðeins um stund, uns fíkillinn tók stjórn og hneppti heilbrigði hans í þrældóm. Það er veruleiki neysl- unnar, hún er bæði lygin og ljót. Hann háði oft harða baráttu fyrir því að endurheimta heilbrigði sitt, drenginn sem vildi öllum vel, var vinamargur, ósérhlífinn og hjálp- samur og gjafmildur,“ segir hann um son sinn. Fá ekki þá hjálp sem þau þurfa Hann segist að vissu leyti kenna úr- ræðaleysi stjórnvalda um hvernig fór fyrir syni sínum. Hann segir úr- ræði sem hentuðu honum hafa vant- að. „Í mínum huga er algjörlega við stjórnvöld að sakast hvernig komið er fyrir málefnum unglinga og ungs fólks í dag. Fyrir fólk eins og son minn voru engin úrræði til því kerf- ið horfir algjörlega framhjá því, að ungt fólk þarf bæði aðhald og frelsi til að gera ákveðna hluti en af því að það kostar fjármuni er því ýtt til hlið- ar sem vandamáli og síðan hunds- að. Afleiðingarnar verða því þær, að ungt fólk sér enga lausn þegar kom- ið er í óefni annað en að taka sitt eig- ið líf því þau sjá lífi sínu enga framtíð nema í eymd og volæði atvinnuleys- is, menntaleysis eða í fjötrum fíknar sem þau ná ekki stjórn á og fá ekki þá hjálp sem þau þurfa til að losna úr henni.“ „Hreint út sagt lífshættulegt“ Hann segir vanta markvissari með- ferðir fyrir ungt fólk í vímuefna- vanda. „Það er nefnilega ekki nóg að loka þau inni á meðferðarstofnun- um þar sem biðtími til að komast inn eru kannski fleiri mánuðir. Lyf hjálpa þeim þaðan af síður því þau eru jú, fíkniefnaneytendur. Þau þurfa að komast í meðferð hjá sálfræðingum eða geðlæknum sem eru fagmennt- aðir á þeim sviðum sem snúa að þunglyndi, geðhvarfasýki og eiturlyf- janeyslu. Því miður er fátt um fína drætti hvað þetta varðar því það virð- ist vera sem svo að færustu læknar á þessum sviðum eru flúnir land og eftir sitja að mestu lyfjalæknar sem nenna ekki að sinna þessum sjúk- dómum eða hafa ekki áhuga á því þó þeir starfi við það en dæla þess í stað lyfjum í skjólstæðinga sína, sann- færðir um að lyfin lækni allt. Sú þró- un og slíkt viðhorf er hreint út sagt lífshættulegt.“ Reiðin beinist að yfirvöldum Hrafnkell segist þó ekki vera reiður starfsfólkinu á geðdeildinni. Það hafi gert sitt besta og vinni sitt starf vel en þar sé undirmannað eins og víða annars staðar í heilbrigð- iskerfinu. Reiði hans beinist að yf- irvöldum. „Eitthvert þarf að beina reiðinni og hver og einn gerir það á sinn hátt. Ég beini henni fyrst og fremst að stjórnvöldum sem mér finnst alla tíð hafa ýtt málefn- um barna, unglinga og fólks með þroskaraskanir, ofvirkni, athygl- isbrest og geðræna kvilla til hlið- ar. Skorið niður fjármagn til þeirra málaflokka sem að þeim snúa eða eyðilagt starf einstaklinga sem hafa náð góðum árangri í starf- semi sem snýr að því, að koma ungu fólki sem ánetjast hefur fíkniefnum og afbrotum aftur inn á rétta braut. Nærtækt dæmi um slíkt er þegar Barnaverndarstofa fór offari gegn Mótorsmiðjunni sem hafði náð einstökum árangri í starfi sínu með ungmennum sem allir höfðu dæmt sem úrhrök þjóð- félagsins og snúið þeim á þá braut að verða nýtir og góðir þjóðfélags- þegnar. Það er eitthvað sem á bara ekki að eiga sér stað. Það á að hlúa að slíkri starfsemi og fjármagna hana því hún skilar sér margfalt til baka aftur því þessir einstaklingar skapa verðmæti til þjóðarbúsins sem verða heldur ekki metin til fjár seinna meir,“ segir hann. Enda í sömu stöðu Hann segir mikilvægt að hlúa vel að ungmennum eftir meðferð en því miður virðist oft vanta upp á eftirfylgnina að sögn Hrafnkels. Hann þekkir það út frá tilfelli son- ar síns, að erfitt geti verið að stíga fyrstu skrefin inn í samfélagið eftir meðferð og auðvelt sé að detta nið- ur í þunglyndi. „Þó svo fólk kom- ist í meðferð og fari allan hringinn, ákveðið í því að ná árangri og komi síðan út í lífið aftur fullt af bjartsýni og von þá tekur ekkert við þar til að hjálpa þeim að stíga fyrstu skref- in inn í samfélagið því fordómarn- ir gegn því eru enn til staðar. At- vinnurekendur vita að viðkomandi einstaklingur var í meðferð og í því árferði sem við lifum við núna virðist nánast útilokað að slík- ur einstaklingur fái vinnu nema í gegnum einhvern klíkuskap. Og hvert leitar þá þetta fólk þegar það kemur úr meðferð? Jú, í sama fé- lagsskapinn, sama umhverfi og endar í sömu stöðu og áður og er stimplað sem vonlaust tilfelli,“ segir hann og segist hafa íhugað þessi mál mikið eftir að sonur hans lést og hvar vandann sé að finna. Hrafnkell vonast til þess að með því að segja sína sögu opni hann á 10 Fréttir Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is n Nítján ára sonur Hrafnkels svipti sig lífi inni á geðdeild tveimur dögum eftir að vinkona sonarins hafði svipt sig lífi 2.500 nýir syrgjendur á ári S jálfsmorð hér á landi eru um 33–37 á ári. Þau eru of mörg en þau hafa aldrei farið upp fyrir 40 á síðastliðnum 9 árum. Það hefur ekki orðið fjölgun sem við höf- um séð en við reynum að fylgjast vel með,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir hjá Landlæknisembættinu en það sér um að halda utan um tölur um sjálfsvíg á Íslandi. Nýjustu tölur eru frá árinu 2009 en tölur fyrir árin 2010 og 2011 hafa ekki verið gerðar opinberar en Salbjörg segir ekkert benda til þess að það hafi orðið fjölgun í sjálfsvígum, hvorki innan ákveðinna aldurshópa né í heildina séð. Aldursbilið er mis- jafnt en árið 2007 voru 13 þeirra sem sviptu sig lífi undir þrítugu, árið 2008 voru þeir 8 og árið 2009 voru þeir fjór- ir. Ekki var hægt að fá upplýsingar um aldursskiptingu fyrir síðustu tvö ár sem og fyrir það sem af er þessu ári. Ekki hægt að útrýma sjálfsvígum Ástæðan fyrir seinkun á opinberun talnanna segir Salbjörg stafa af því að utanumhald um dánartíðni hafi verið fært frá Hagstofunni og yfir til Land- læknisembættisins og gagnagrunnur sem eigi að halda utan um það sé ekki enn tilbúinn. Að sögn Salbjargar hefur meðal- talið haldist nokkuð jafnt undanfar- in ár. Aldrei hafa verið fleiri sjálfsvíg á Íslandi heldur en árið 2000 en það ár voru þau 51. Eftir það ár var settur auk- inn kraftur í forvarnir gegn sjálfsvíg- um og segir Salbjörg það hafa skilað sér í fækkun sjálfsvíga. Aldrei hefur þó fundist útskýring á því af hverju sjálfs- vígin hafi verið svo mörg það árið. Ótt- ar Guðmundsson geðlæknir segir að aldrei verði hægt að útrýma sjálfsvíg- um en þeim sé hægt að halda niðri. „Ég hef sagt, og oft hlotið bágt fyrir, að það verði aldrei hægt að koma í veg fyrir öll sjálfsvíg en það er markmið að þeim fjölgi ekki,“ segir hann. Konur gera fleiri sjálfsvígstilraunir Árlega er um 6–700 manns bjargað frá sjálfsvígstilraunum hér á landi að sögn Salbjargar. „Það eru að koma svona 500 sjálfsvígstilraunir inn á geðsviðið eða slysa- og bráðamóttöku á ári. Þannig að ef við tökum allt landið þá eru það 6–700 tilfelli á ári. Það gleym- ist stundum hvað það eru margir sem fá hjálp þrátt fyrir allt.“ Konur eru í meirihluta þeirra sem gera sjálfsvígstilraunir sem mislukkast. Í samtali við Læknablaðið 2011 segir Óttar að mest hafi fjölgað í hópi ungra karlmanna sem fremji sjálfsvíg. „Á síð- ustu 25–30 árum hefur orðið tilfærsla innan þessa hóps, yngri karlmönn- um hefur fjölgað. Ungir, hvatvísir karl- menn eru fjölmennastir í þessum hópi. Á því er engin haldbær skýring enda er aðdragandinn oft mjög stuttur, saga um viðvarandi þunglyndi er ekki til staðar og því segi ég að hvatvísi sé einkennandi fyrir þessa ungu pilta. Þeir hafa yfirleitt ekki reynt þetta áður, heldur gera bara þessa einu tilraun sem tekst.“ Einstaklingur Óttar segir í sama viðtali og vitnað var í að ofan að margir taki sitt eigið líf und- ir áhrifum áfengis. „Sannarlega væri hægt að koma í veg fyrir mörg sjálfs- morð ef öll áhersla væri lögð á að fá fólk til að drekka minna áfengi og helst alls ekki neitt. Það er nefnilega staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fyrirfer sér gerir það undir áhrifum áfengis. Hið sama á einnig við um þá sem gera tilraun til sjálfsmorðs,“ segir hann. „Áfengi og önnur vímuefni eru aðalhvati sjálfsmorða og ef okkur tækist að búa til áfengis- og vímuefna- laust samfélag myndi sjálfsmorðum eflaust fækka í mjög lága tölu.“ Bar kistuna Hér sést Hrafnkell bera út kistuna í jarðarför sonar síns. Hann segir ólýsanlega erfitt að horfa á eftir barni sínu í gröfina og það sé nokkuð sem hann óski ekki sínum versta óvini að upplifa. 19. nóvember 2012 Mánudagur Mikil sorg Salbjörg segir um 2.500 nýja syrgjendur verða til á hverju ári því að baki hverjum og einum sem fremur sjálfsmorð er mikill fjöldi aðstandenda sem sitja eftir með sorgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.