Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 20. júní 2011 „Fangar þurfa að betla peninga frá fjölskyldum sínum til að eiga fyrir mat allan daginn,“ segir Þór Óliver Gunnlaugsson, formað- ur Líknarfélagsins Stoða, sem eru hagsmunasamtök fanga á Litla- Hrauni. Um miðbik síðasta áratug- ar var ákveðið af fangelsismálayfir- völdum að fangar á Litla-Hrauni skyldu elda fyrir sig sjálfir og fengju úthlutað matarpeningum til að standa straum af matarinnkaup- um. Þór Óliver er fangi á Litla- Hrauni og hefur áður kvartað yfir eldamennsku fanga í fangelsinu. Hann segir matarpeningana hins vegar ekki hafa hækkað síðastliðin tvö ár og nú sé svo komið að fang- ar eigi fyrir tæplega einni máltíð á dag. „Samt ber fangelsinu lagaleg skylda til að sjá föngum fyrir fimm máltíðum á dag,“ segir Þór Óliver sem segir fanga ekki hafa mikið á milli handanna eftir matarinn- kaupin og þeir fari bitrir og reiðir út í samfélagið og jafnvel beint aftur í afbrot. Hann segir fanga fá 9.100 krón- ur í matarpeninga á viku og það séu því 1.300 krónur á dag. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þú kaupir þér mikið á dag fyrir þá upphæð,“ segir Þór en hann segir að sam- kvæmt Tryggingastofnun þá eigi fangar að hafa um fimmtán til sext- án þúsund krónur á viku í matar- pening. Föngum tryggð fæða „Við tryggjum einfaldlega að þeir hafi nægt fæði að sjálfsögðu og nóg fjármagn til að kaupa mat,“ segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri um orð Þórs Ólivers. „Svo fá fangar greitt fyrir að vera í námi eða vinnu. Það bætist ofan á þessa upphæð og ef þeir ekki vinna þá fá þeir dagpeninga sem bætist á þessa upphæð. Kreppan kemur víða nið- ur. Hún kemur ekkert síður niður á föngum en öðrum hópum sam- félagsins,“ segir Páll Winkel. Hann segir það af og frá að fang- ar fái einungis eina máltíð á dag. „Ef fangar elda sjálfir þá geta þeir sjálfir keypt í matinn og ákveðið sjálfir hversu oft þeir borða. Í þeim tilvikum sem þeir fá tilbúinn mat, í þeim fangelsum og deildum þar sem er ekki aðstaða fyrir þá til að elda sjálfir, þá eru það tvær heitar máltíðir á dag plús kaffi og morg- unmatur,“ segir Páll Winkel. Þór Óliver sagði að ef matarpen- ingar myndu ekki hækka þá færu fangar fram á að þeir fengju matar- bakka aftur en Páll Winkel sagði að Þór fengi engu um það ráðið. „Sums staðar er bara það fyrirkomulag að menn elda sjálfir. Menn hafa frekar sóst eftir því. Ef einstakur fangi ósk- ar eftir að fá matarbakka þá verða þeir að óska eftir því að vera fluttir um deild eða í annað fangelsi,“ seg- ir Páll en deildirnar á Litla-Hrauni, þar sem menn fá matarbakka, eru fyrir fanga sem ekki er treyst til að elda sjálfir eða hafa staðið sig illa inni í fangelsinu í að sjá um þessa hluti sjálfir. Ekki markmið að safna sjóðum Páll telur engar líkur á að fangar fari beint aftur í afbrot þegar þeir fara aftur út í samfélagið ef að matar- peningar þeirra hækki ekki, líkt og Þór Óliver heldur fram. „Það finnst mér afar ólíklegt. Hins vegar er ekki líklegt og það á í raun ekki að vera markmið okkar sem berum ábyrgð á að úthluta fjármagni að það fari í safna sjóðum fyrir fanga. Þetta sem þeir fá er til að kaupa fæði,“ segir Páll Winkel. Hann segir fangelsismálayfir- völd skoða þessa matarpeninga fanga reglulega. „Meðal annars höf- um við tekið mið af ráðgjafastofu um fjármál heimilanna um lág- marksframsælu. Ég get alveg sagt það að þeir eru ekkert of sælir yfir þessu. En þeir þurfa að haga inn- kaupum með hagkvæmum hætti eins og við hin,“ segir Páll Winkel. n Þór Óliver Gunnlaugsson segir fanga á Litla-Hrauni einungis hafa efni á einni máltíð á dag n Fá 9.100 krónur á viku í matarpening Svangir fangar á Litla-Hrauni „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þú kaupir þér mikið á dag fyrir þá upphæð. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is 9.100 krónur Sú upphæð sem fangar fá til matvælakaupa á viku, að sögn Þórs Ólivers Gunnlaugssonar fanga. ir til að pína varnarlausan drenginn meðan á dvöl hans stóð. „Ef maður gat ekki borðað matinn þá var mað- ur látinn sitja bara einn í matsaln- um þangað til maturinn var búinn. Hafragrautur var til dæmis mjög illa gerður hjá þeim og ég átti erfitt með að borða hann og þá var ég bara lát- inn borða það. Allan tímann.“ Sýndi óviðeigandi hegðun gagnvart börnum Vésteinn segist hafa heyrt af því að þegar nemendur fóru í sturtu í sum- arbúðunum þá hafi Margrét sýnt óviðeigandi hegðun gagnvart sum- um barnanna. Hann hafi þó ekki lent í því sjálfur og ekki tengt það beint við neitt ósiðlegt sem barn. „Hún átti það til í sumarbúðunum að hjálpa börnum óeðlilega mikið við að þvo sér í sturtunni. Ásakanirnar um kyn- ferðilegt ofbeldi komu mér þannig ekki í opna skjöldu en ég tengdi þetta ekki saman þá.“ Flestum viðmælend- unum bar þó saman um að þeir hafi ekki orðið varir við neina kynferðis- lega misnotkun af hendi prestins eða kennslukonunnar. Þeir sögðu þó ásakanirnar ekki koma sér á óvart því þeir tryðu flestu upp á þau. Ilmenni sem ofsótti börn Fleiri taka í sama streng um illsku- verk Margrétar í sumarbúðunum. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson blogg- ar á heimasíðu sinni um dvöl sína í sumarbúðunum. Þar seg- ir hann: „Kvöl okkar, barnanna í Riftúni sem ekki vorum kaþól- ikkar, og sérstaklega þeirra sem voru algjörir heiðingjar og efa- semdamenn eins og ég, var þýsk kona. Hún var vond við börn og var gædd þeim leiða eiginleika að ofsækja ákveðin börn. Konu þessari var einstaklega illa við mig og mér við hana. Margir aðrir fengu að kenna á teutónískri grimmd hennar. Hún stærði sig af því við börnin, að bróðir hennar hefði tekið í höndina á Hitler.“ Ráðskonan mun hafa beitt ungmennin þar ofbeldi og refsað þeim harkalega. Þegar Vill- hjálmur meiddi sig á ökkla og kom of seint í hádegismat, neitaði hún að gefa honum að borða og sagði að ekkert amaði að honum. Villhjálmur segir í nýrri færslu á heimasíðu sinni að minningar sínar um Margréti Müller komi að mörgu leyti heim og saman við það sem hann hafi lesið í fjölmiðlum um helgina. „Hún var ill- menni og lagði mig í einelti, en ég varð þó ekki fyrir kynferðislegum til- burðum hennar, sem nú er hald- ið  fram að hún hafi sýnt“ segir Vill- hjálmur á heimasíðu sinni. Fær enn martraðir út af þeim Nafnlausi viðmælandinn segir að á óskiljanlegan hátt hafi kennslu- konan lagt hann í einelti í mörg ár og krakkarnir í skólanum fylgdu kennslukonunni. Hún hafi niðurlægt hann að ásettu ráði. Annar viðmæl- andi blaðsins staðfestir þessa sögu hans og segist vel muna hvernig hún tók þennan dreng fyrir af einskærri illsku. „Ég fékk aldrei að vera með í hópum eða neinu slíku, þau héldu mér alltaf frá. Þegar ég var í skólan- um þá máttu krakkar bara kalla mig hvað sem er og lemja mig og það var ekkert gert. Þau bara horfðu á og glottu,“ segir hann. Þrátt fyrir að vera komin yfir þrítugt þá situr þessi illa meðferð sem hann varð fyrir í æsku enn í honum. Hann segir það hafa mótað allt sitt líf. „Ég á það enn til að fá martaðir út af þessu. Ef ég fer á fjölmenna staði þá finnst mér eins og það sé verið að hæðast að mér. Ég er mjög illa haldin eftir þetta.“ Margrét Müller leynist víða Hann mætti kvölurum sínum nokkr- um sinnum á meðan þau voru enn á lífi. „ Þau reyndu að heilsa mér en ég fór bara í burtu. Ég er enn svo reiður og ég sá bara svart þegar ég sá þau. Ég fór frekar í burtu heldur en að ráðast á gamalt fólk. það hefði getað gerst.“ Hann segir eineltið hafa haft svo djúp áhrif á sig að hann hafi aldrei get- að verið í hópum né eignast vini. „Ég hef ekki unnið út af þessu. Mér líður illa meðal fólks. Ég mátti aldrei vera með. Ég var alltaf látinn vera einn og utan við hópinn. Ég er mjög skemmd- ur eftir þetta fólk,“ segir hann. Grímur Jón segist hafa dregið ákveðin lærdóm af kynnum sínum við Margréti. „Hún hegðaði sér fáránlega og það vissu það allir. Mamma sagði við mig að málið með svona fólk eins og Margréti Müll- er væri það að svona fólk leyndist víða. Ég hugsa alltaf þegar ég hitti eitthvað fífl að Margrét Müller leynist víða.“ „Allir vissu hvernig hún var en enginn gerði neitt“ „Ég hugsa alltaf og hef gert alla ævi þegar ég hitti eitthvað fífl að Margrét Muller leynist víða. Gætu verið fleiri mál: Frásagnir af kynferðislegri misnotkun Í Fréttatímanum á föstudaginn var sagt frá tveimur málum innan kaþólska samfélagsins á Íslandi þar sem valdafólk innan þess er sakað um kynferðislega misnotkun. Önn- ur frásögnin er saga manns sem segist hafa þurft að afklæð- ast fyrir framan kaþ- ólskan prest nokkuð oft þegar hann var á fertugsaldri. Hin frásögnin er frá manni sem segir prestinn, séra Georg og kennslukonuna Mar- gréti Müller hafa misnotað sig kynferðislega svo árum skipti þegar hann var á barnsaldri. Frásögn seinni mannsins er mjög trúverðug samkvæmt Guð- rúnu Ögmundsdóttur, formanni fagráðs um kynferðisbrot. „Það er búið að staðfesta hana hjá lög- reglu og taka skýrslur þar. Hún er mjög trúverðug. Það gætu verið fleiri mál í pípunum sem við erum búin að heyra um en eru ekki komin á okkar borð. Það er oft þannig að þegar það er byrjað þá koma fleiri. Það er bara eðli svona mála,“ segir Guðrún sem segir það einnig sína reynslu að enginn geti skáldað sögur á borð við þessa. Björgvin Björgvinsson hjá kynferðisbrotadeild lögregl- unnar staðfesti við DV að skýrslur hafi verið teknar vegna málsins. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Í frétt Fréttatímans er ein- göngu stuðst við frásögn þessa eina manns í umfjöllun um mis- notkun prestsins og kennslukon- unnar. Á bak við frásagnirnar sem koma fram í Fréttatímanum eru skotheldar heimildir,“ segir Þóra Tómasdóttir blaðakona á Fréttatímanum sem skrifaði greinina. Þegar hún var innt eftir því gat hún ekki gefið upp hvort fleiri heimildir sýndu fram á mis- notkun umræddra aðila. Landakotsskóli Margrét bjó á loftinu og þaðan henti hún sér út og endaði líf sitt. SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.