Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 20. júní 2011 Mánudagur
Google fjárfestir í
sólarorku
Tölvurisinn Google veitir nú 280
milljónum dollara eða 32, 6 millj-
örðum króna í verkefni til að koma
upp sólarorkuverum á bandarískum
heimilum. Sólskjöldum verður kom-
ið fyrir á þökum 10.000 heimila allt
frá New York-ríki til Kaliforníu. Eitt
sólarorkuver kostar 3 til 3,5 millj-
ónir króna. Íbúar heimilanna munu
borga uppsett verð fyrir orkuna.
Fyrirtækið SolarCity sér um
að koma sólarorkuverunum upp
og hagnist fyrirtækið nógu mikið
getur Google fengið féð sem lagt
var í verkefnið til baka. Auk þess er
skattaafsláttur veittur þar sem þetta
er umhverfisvænn orkugjafi.
Þetta er í sjöunda sinn sem
Google fjárfestir í grænni orku og
hefur Google eytt samtals 75 millj-
örðum króna í verkefni af þessu tagi.
Eiginkonu
Helmuts Kohl
var nauðgað
Hannelore Kohl, eiginkonu fyrrver-
andi kanslara Þýskalands Helmuts
Kohl, var nauðgað af rússneskum
hermönnum þegar hún var 12 ára
gömul. Þetta kemur fram í ævisögu
hennar sem vinur hennar hefur ritað.
Hannelore Kohl framdi sjálfsvíg árið
2001 eftir að hún greindist með of-
næmi fyrir ljósi og fékk mikla höfuð-
verki ásamt því að missa hárið. Síð-
ustu þrjú ár ævi sinnar gat hún ekki
farið út úr húsi vegna ofnæmisins.
Hannelore og móðir hennar voru
í Þýskalandi eftir uppgjöf Þjóðverja
í maí 1945, hermenn rauða hersins
nauðguðu Hannelore og réðust á
móður hennar. Þeir fleygðu henni
svo eins og kartöflusekk út um
glugga.
Atburðirnir fylgdu henni alla tíð
og hún jafnaði sig aldrei, hvorki á
meiðslum á baki né andlega. Sam-
kvæmt ævisögunni átti hún erfitt
þegar hún fann lykt af karlmanns-
svita og hvítlauk og jafnvel þegar
hún heyrði rússnesku talaða.
Stríðinu í Afgan-
istan að ljúka?
Robert Gates, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur staðfest að
viðræður séu nú í gangi við talíbana
í Afganistan um hvernig hægt sé að
komast að samkomulagi um að ljúka
stríðinu í Afganistan. Bandarísk
stjórnvöld eiga nú ásamt fulltrúum
annarra ríkja í viðræðum við talíb-
anana. Gates segir þó að þrátt fyrir
viðræðurnar megi ekki búast við því
að brottflutningur bandarískra her-
manna frá Afganistan muni ganga
hraðar fyrir sig, honum verði með
öðrum orðum ekki flýtt. Þess má
geta að um 10 ár eru síðan stríðið
í Afganistan hófst. Gert er ráð fyrir
því að síðustu hermenn bandaríska
hersins yfirgefi Afganistan árið 2014.
Líbískar konur og stúlkur sem þung-
aðar verða í kjölfar nauðgana gætu
átt á hættu að verða drepnar af eig-
in fjölskyldumeðlimum. Feður drepa
dætur sínar af ást en þeir trúa því að
það bjargi stúlkunum.
Í vesturhluta Líbíu, þar sem
nauðganirnar eiga sér stað, þykir
verra fyrir konur að sjást naktar en að
deyja. Konur fara fæstar út úr húsi án
þess að hylja andlit sín. Þá hafa líb-
ískum góðgerðarsamtökum borist
skýrslur þar sem fram kemur að kon-
um og stúlkum hafi verið nauðgað
fyrir framan feður og bræður.
Tímaspursmál fyrir konurnar
Konur sem eru þungaðar eftir að
þeim hefur verið nauðgað geta á
þessari stundu leynt óléttunni fyr-
ir feðrum sínum en tíminn hleypur
hins vegar frá þeim. Hjálparsamtök
hafa meðal annars boðið upp á fóst-
ureyðingar en fatwa-skipanir (sem
íslamskir klerkar gefa út) hafa heim-
ilað fóstureyðingar í aðstæðum sem
þessum. Ímanar hafa verið fengnir til
að segja við fórnarlömb að sökin sé
ekki þeirra.
Talið að mörg fórnarlömb gefi sig
ekki fram af ótta við þá skömm sem
fylgir en dæmi eru um að stúlkur hafi
framið sjálfsmorð til að þurfa ekki að
horfast í augu við skömmina. Mörg
fórnarlömb nauðgana hafa flúið yfir
til Túnis en jafnvel í Túnis hika fórn-
arlömb við að leita á sjúkrahús af ótta
við að aðrir líbískir flóttamenn verði
þeirra varir. Dæmi er um fjölskyldu
sem þarfnaðist lyfja gegn HIV-smiti
sem hlaust vegna nauðgunar en
móðirin þorði ekki að leita sér hjálp-
ar á sjúkrahúsi í Túnis og faðirinn
hélt aftur til Tripoli frekar en að leita
sér hjálpar.
Viagra notað við skipulagðar
nauðganir
Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn í
Haag telur Gaddhafi beita skipulögð-
um nauðgunum í stríðinu en þó hafa
ekki fundist sannanir fyrir því. Meðal
annars er fullyrt að hermönnum sé
gefið stinningarlyfið viagra til að geta
framið nauðganirnar.
Þótt ekki hafi fengist sannanir um
skipulagðar nauðganir liggja fyrir
sannanir um nauðganir af hálfu her-
manna Gaddhafis og einnig af hálfu
uppreisnarmanna þótt ekki sé vitað í
hve miklum mæli.
Hjálparsamtök í Líbíu berjast
gegn nauðgunum og hafa fengið
sjeik frá Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum til að breiða út þau skila-
boð að nauðganir í stríði séu stríðs-
glæpir rétt eins og það að skjóta
fanga.
Óbreyttir borgarar halda áfram
að falla í árásum Nató
Að minnsta kosti fjórir óbreytt-
ir borgarar, þar af tvö börn, féllu í
eldflaugaárásum Nató aðfaranótt
sunnudags, samkvæmt líbískum
yfirvöldum sem sýndu erlendum
fréttamönnum tvö lík. Íbúar í Tripoli
sögðu einnig að heil fjölskylda hefði
farist í árásinni. Nató segir að árásin
hafi heppnast vel en Nató hefur áður
viðurkennt mistök við slíkar árásir.
Líbísk yfirvöld sögðu að árásin hefði
verið í fátækrahverfi og engin hern-
aðarleg skotmörk væru nálægt. Þá
sagði fréttaritari BBC að rústir bygg-
ingarinnar sem líbísk yfirvöld sýndu
honum hafi litið út fyrir að vera íbúð-
arhús og að það hafi orðið fyrir árás
Nató en ekki stjórnvalda.
Gaddhafi heldur því fram að
óbreyttir borgarar séu skotmörk
Nató-ríkja en Nató hefur harmað
dauða þeirra sem fallið hafa í árás-
unum.
Bretar að gefast upp á loft-
árásum?
Bretar og fleiri Nató-ríki virðast hins
vegar vera að gefast upp á loftárásum
og vonast til að nánustu aðstoðar-
menn Gaddhafis svíki lit. „Enginn sér
fyrir sér hernaðarsigur,“ sagði breskur
embættismaður en áður hafði Mark
Stanhope, yfirmaður breska flotans,
sagt að árásirnar gætu ekki hald-
ið mikið lengur áfram en þeim um-
mælum var ekki vel tekið í Downing-
stræti. Spenna ríkir innan Nató um
loftárásirnar en ekki eru öll banda-
lagsríkin á einu máli um réttmæti
árásanna. Þá hafa sumir bandarísk-
ir lögfræðingar lýst yfir efasemdum
um lögmæti þess að Bandaríkin haldi
áfram aðgerðum í Líbíu.
Nató hefur nú gert 4.400 loftárásir
á skotmörk í Líbíu síðan 90 daga loft-
umferðarbanni var lýst yfir í mars.
Bannið átti að renna út 27. júní en
hefur hins vegar verið framlengt um
aðra 90 daga.
Heilbrigðisráðuneyti Líbíu segir
856 borgara hafa fallið í loftárásum
Nató síðan þær hófust í mars. Þess-
ar tölur hafa ekki verið staðfestar
en sannað hefur verið að stjórnvöld
í Líbíu hafi ýkt tölur fallinna í ein-
stökum árásum. Þá segir talsmaður
Nató, sem vildi gæta nafnleyndar,
stjórn Gaddhafis hafa logið til um
það fyrir stríðið að Nató hafi valdið
dauða óbreyttra borgara þar í landi.
Tímamótasönnunargögn um
stríðsglæpi Gaddhafis
Þótt ekki hafist fundist sannanir um
skipulagðar nauðganir hafa sannanir
um aðra stríðsglæpi Gaddhafis fund-
ist. Þúsundum skjala er haldið leynd-
um í hafnarborginni Misrata og bíða
þess að vera sótt af fulltrúum stríðs-
glæpadómstólsins í Haag. Sprengju-
árásir eiga sér stað í borginni um
þessar mundir og hersveitir Gaddh-
afis sitja um hana.
Í skjölunum er að finna skipanir
Gaddhafis um að láta svelta íbúa í
borginni í umsátri um borgina sem
er í höndum uppreisnarmanna. Al-
gert bann lá við flutningum á mat,
eldsneyti og öðrum þarfaþingum til
borgarinnar frá öllum hliðum. Þá
var skipun gefin út um að elta uppi
særða uppreisnarhermenn sem
brýtur í bága við Genfar-sáttmálann.
Áætlanir um sprengjuárásir má líka
finna og skipanir Gaddhafis um að
lita sjóinn rauðan með blóði íbúa.
Lögfræðingar sem styðja upp-
reisnarmenn beindu því til mótmæl-
enda, sem brutust inn í lögreglu-
stöðvar og herstöðvar, að kveikja ekki
í byggingunum en þannig hafa mik-
ilvæg gögn glatast í öðrum hlutum
Líbíu, til dæmis í Benghazi.
Sönnunargögnin þykja marka
tímamót þar sem aldrei hafa bor-
ist jafnafgerandi sönnunargögn um
stríðsglæpi sem leiða til sektar eins
höfuðgeranda í stríði. Enginn stríðs-
glæpadómstóll hefur áður fengið í
sínar hendur skriflegar skipanir um
grimmdarverk í stríði. Þannig tafði
skortur á sönnunargögnum réttar-
höldin yfir Slobodan Milosevic sem
lést áður en hægt væri að dæma í
máli hans og hið sama gildir um rétt-
arhöldin yfir Charles Taylor.
Lík borið út Óbreyttir borgarar falla í Líbíustríðinu.
Björn Reynir Halldórsson
blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is
Eman al-Obaidi Þekktasta fórnarlamb
nauðgana í Líbíustríðinu.
Feður drepa
dætur sínar
n Óbreyttir borgarar halda áfram að falla í árásum Nató n Bretar segja loftárásir ekki duga
til að koma Gaddhafi frá n Tímamótasönnunargögn liggja fyrir um stríðsglæpi Gaddhafis