Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 20. júní 2011 Mánudagur Fjölskylduhjálp Íslands verðlaunar sjálfboðaliða: Sjálfboðaliði ársins Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir var í gær, sunnudag, útnefnd sjálfboðaliði ársins hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálparinnar, segir að Ásta Katrín hafi staðið sig sér- staklega vel sem sjálfboðaliði og að launum fékk hún fallega glerstyttu með nafninu sínu á sem Markó merki gefa Fjölskylduhjálpinni ár- lega. Hún fékk einnig tvo flugmiða til Evrópu en ferðin er veitt með stuðn- ingi Iceland Express. „Allt sjálfboða- starf byggir á góðum sjálfboðaliðum sem við höfum svo sannarlega not- ið góðs af.  Sjálfboðaliðar okkar eru einstakir,“ segir Ásgerður Jóna. Veðrið lék við sjálfboðaliða og aðstandendur Fjölskylduhjálpar- innar þegar sumarhátíðin fór fram við húsakynni Fjölskylduhjálpar- innar í gær, sunnudag, og þar var kátt á hjalla, enda veitingarnar góð- ar. Ásgerður segir að síðastliðna tíu mánuði hafi 3.757 einstaklingar leit- að til þeirra eftir mat. Fjöldi úthlut- ana á þessu tímabili sé 26.120. Það sýni hve þörfin sé gríðarleg. Þess má geta að hver sá sem sækir um aðstoð þarf að sýna fram á þörf sína fyrir aðstoðinni. Svokölluð matarkort hafa ver- ið í umræðunni í tengslum við út- hlutun hjálparstofnana. Ásgerð- ur tekur dæmi og segir að ef hver þeirra 1.140 fjölskyldna sem var út- hlutað mat um páskana hefði fengið matarkort að verðmæti 10 þúsund krónur, hefðu útgjöldin numið 11,4 milljónum króna. „Sú upphæð dug- ar okkur til vörukaupa í þrjá mán- uði og á því tímabili úthlutum við til hátt í 12.000 fjölskyldna. Það gefur augaleið að við munum velja að út- hluta mataraðstoð vikulega þar sem við höfum ekki efni á matarkortun- um. Spurningin er hvort við hjálp- um 1.200 fjölskyldum með matar- kortum eða 12.000 fjölskyldum með matvælum.“ baldur@dv.is „Ég var farþegi í bíl og var að koma upp að veitingastað. Þá biðu þeir [lög- reglan innsk. blm.] þar eftir mér,“ seg- ir Karl Bjarni Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Kalli Bjarni úr Idol- keppninni, um væntanleg málaferli á hendur sér. Hann hefur verið ákærð- ur fyrir fíkniefnabrot en að sögn Kalla Bjarna var hann með 1,6 grömm af marijúana og tvær ecstasy-töflur í fórum sínum þegar lögreglan leitaði á honum við veitingastað í Reykja- nesbæ. Berst við púkana „Þetta er eitthvað sem ég samdi um á sínum tíma, en þeir vilja greinilega dæma í þessu og það er bara ágætt. Ég reikna ekki með að þurfa að sitja inni en ef svo er þá er það örugg- lega ódýrara en að láta sekta mig fyrir þetta,“ segir Kalli Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki miklar áhyggjur af málaferlunum. „Það er ekki búið að dæma í þessu máli og ég er ekkert bú- inn að gefa það út að ég sé sekur. Það eru nokkrir þættir í þessu máli sem ég er ekki tilbúinn til að tala um í fjöl- miðlum.“ Aðspurður hvort hann sé enn í neyslu fíkniefna segist hann ekki vilja tjá sig um það. „Ég er að lifa mínu lífi en maður er að berjast við sína púka, og ég er örugglega ekki einn um það. Það eru margir að berjast við sína púka, hver í sínu horni.“ Handtekinn tvisvar áður Kalli Bjarni hefur tvisvar áður ver- ið handtekinn fyrir fíkniefnabrot og hlotið dóma vegna þeirra. Árið 2007 fékk hann tveggja ára dóm fyrir að hafa reynt að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Hann sagðist sjálfur hafa verið burðardýr og að hann hafi verið djúpt sokkinn í fíkniefnaneyslu og komið sér í mikl- ar skuldir vegna hennar. Þegar skuld Kalla var orðin svo há að hann réð ekkert við hana munu fíkniefnasal- arnir hafa sett honum afarkosti. Hann átti að fara til Frankfurt í Þýskalandi og þaðan átti hann að smygla kóka- íni til Íslands. Einn heimildarmaður DV sagði hann ekki hafa mótmælt því sterklega. Sami heimildarmaður sagði að hugmynd fíkniefnasalanna hafi verið sú að það væri ólíklegt að Kalli yrði stoppaður í tollinum sökum fornrar frægðar. Hefði hann komist með fíkniefnin í gegnum tollinn hefði skuldin verið látin falla niður. Sjálfur á Kalli ekki að hafa átt annan kost en þann að smygla fíkniefnunum. Ári síðar, á meðan hann beið enn afplán- unar vegna brotsins, var hann aftur handtekinn með fíkniefni í fórum sín- um. Þá var hann handtekinn á hóteli í Reykjavík ásamt vinkonu sinni. Sjö- tíu grömm af amfetamíni fundust í fórum hans og var talið að fíkniefnin væru ætluð til sölu og dreifingar. Kalli Bjarni sagði í viðtali við DV, eftir að hann hafði lokið afplánun, að hann hefði snúið við blaðinu og fangelsis- vistin hefði kennt honum að meta líf- ið upp á nýtt. Á línubát í Noregi Í dag vinnur Kalli Bjarni sem sjó- maður og segir það fara vel sam- an við tónlistarsköpunina sem er í fullum gangi en hann hefur verið að taka upp plötu með frumsömdu efni. „Ég er á íslenskum/norskum línubát í Noregi. Ég vinn í mánuð og er svo mánuð í fríi. Ég er hepp- inn með þessa vinnu því þótt ég sé alltaf í fríi í mánuð inni á milli þá dekka launin það alveg. Ég er búinn að borga alla plötuna og á hverja einustu nótu skuldlaust. Ég er orðinn mjög sáttur við útkom- una og það er ekki langt í að platan komi út,“ segir Kalli Bjarni og bæt- ir við að fólk geti bráðlega farið að heyra eitthvað af lögunum á öldum ljósvakans. Kalli Bjarni vann Idol-keppnina árið 2006 og gaf í kjölfarið út sína fyrstu sólóplötu sem hét einfald- lega Kalli Bjarni. Sú plata seldist ekki vel og hefur Kalli verið meira í sviðsljósinu vegna fíkniefnabrota en tónlistarinnar. Kalli Bjarni aftur fyrir dóm n Ákærður fyrir fíkniefnabrot n Segir efnin hafa verið til eigin nota n Hefur tvisvar áður verið handtekinn fyrir slík brot Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ákærður Karl Bjarni Guðmunds- son, betur þekktur sem Kalli Bjarni, hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og verður málið þingfest 23. júní. Stóð sig sérstaklega vel Fær glerstyttu frá Markó og flugmiða til Evrópu. Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Verðlaunaðir Kristinn Hrafnsson og Ingi R. Ingason með styttuna sem þeir fengu í verðlaun í Barselóna. Mynd um árás á óbreytta borgara: Kristinn og Ingi verðlaunaðir Ingi R. Ingason kvikmyndatöku- maður og Kristinn Hrafnsson tóku við verðlaunum fyrir mynd sína Collateral Murder: Hellfire, á sunnudaginn fyrir viku á Barce- lona Human Rights Film Festival. Um er að ræða alþjóðleg verðlaun á sviði fréttamennsku og mannrétt- inda. Ingi og Kristinn frumsýndu myndina á hátíðinni en hún fjallar um skotárásina sem hermenn Bandaríkjahers gerðu í Bagdad í júlí 2007 og var sýnt frá í apríl 2010 í Kastljósinu. Myndband úr þyrlu Bandaríkjahers sýnir hvernig her- mennirnir gera árás á almenna borgara. Margir þeirra létu lífið, þar á meðal tveir starfsmenn Reuters- fréttastofunnar. „Þeir vildu verðlauna okkur fyrir að fara til Írak til að fá þessa bak- sögu,“ segir Ingi en hann fór ásamt Kristni til Bagdad og hitti meðal annars börn sem lifðu af árásina. Ingi segir það hafa verið mikinn heiður að taka á móti verðlaun- unum, sérstaklega úr hendi Javiers Couso. Bróðir Cousos var mynda- tökumaður sem lést í skotárás Bandaríkjahers á Hotel Palestine í Bagdad í byrjun Flóastríðsins. Á hótelinu voru fjölmargir fjöl- miðlamenn samankomnir þegar árásin var gerð. „Maður reynir að gera þetta þannig að það skapist sem minnst hætta. En maður getur ekkert lokað augunum fyrir því að þetta er ekki Disneyland,“ segir Ingi um hvernig það sé að vinna á átakasvæðum eins og í Írak. Ingi segir Kastljósið eiga þakkir skyldar fyrir að gera þeim kleift að vinna efnið sem var sýnt í þættin- um og er uppistaða myndarinnar. Hann segir Sigmar Guðmundsson ritstjóra Kastljóssins hafa barist ötullega fyrir því að verkefnið gæti orðið að veruleika. Aðspurður um hvers vegna RÚV hafi ekki sagt frá viðurkenningunni, en upplýsing- arnar hafa legið á borði fréttastofu RÚV í viku, segir Ingi að hann viti það einfaldlega ekki: „Kannski finnst þeim þetta ekki nógu merki- legt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.