Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 6
Gagngerar endurbætur á húsi Björg- ólfs Thors Björgólfssonar við Frí- kirkjuveg 11 bíða betri tíma að sögn Ragnhildar Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors. Langafi Björg- ólfs Thors, athafnamaðurinn Thor Jensen, byggði húsið í upphafi síð- ustu aldar og bjó þar um árabil ásamt langömmu Björgólfs, Margréti Þorbjörgu. Björgólfur keypti húsið af Reykjavíkurborg á 650 milljónir króna, sem samsvarar um þreföldu fasteignamati hússins, í maí árið 2008, með það fyrir augum að opna þar safn um langafa sinn. „Það hef- ur aldrei verið planið að hafa þarna íbúðarhús, þetta hefur alltaf verið hugsað sem einhvers konar safn um Thor,“ segir Ragnhildur. Endurbætur á húsinu, sem er rúmlega þúsund fermetrar að stærð, hafa hins vegar setið á hakanum þar sem Björgólfur Thor hefur stað- ið í ströngu, meðal annars vegna skuldauppgjörs síns. Björgólfur Thor samdi um það við lánardrottna sína í skuldauppgjörinu í fyrra að hann fengi að halda húsinu við Fríkirkju- veg 11. Á meðan hefur húsið ver- ið leigt og lánað undir ýmiss konar starfsemi, meðal annars til ÍTR, verk- efnis á vegum Háskólans á Bifröst og annars slíks að sögn Ragnhildar. Í ársreikningi eiganda húss- ins, Novator F-11, sem svo aftur er í eigu eignarhaldsfélagsins Nova- tor ehf., fyrir árið 2009 kemur fram að rekstrar kostnaður hússins hafi einungis numið rúmum 7 milljón- um króna í hitteðfyrra, sem er mjög lág uphæð miðað við stærð húss- ins. Novator ehf. er svo í eigu eign- arhaldsfélagsins BeeTeeBee Ltd. sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyj- um. Húsið á Fríkirkjuvegi 11 er því á endanum í eigu félags á Bresku Jóm- frúaeyjum. Lægri afborganir í kjölfar uppgjörs „Það þarf auðvitað að fara í gagnger- ar endurbætur á húsinu þegar þar að kemur. Það er planið auðvitað. Hins vegar er ansi margt sem þarf að klára fyrst, Björgólfur er í miðju skulda- uppgjöri: Á meðan er ekki svig- rúm til að gera það sem þarf að gera þarna...,“ segir Ragnhildur. Eignarhaldsfélag hússins skuldar samtals um 294 milljónir króna, sam- kvæmt ársreikningi ársins 2009. Um er að ræða fimm veðskuldabréf sem hvert var upphaflega að upphæð 50 milljónir króna. Verðmæti hússins er hins vegar bókfært sem 650 milljón- ir króna – kaupverðið sem Björgólfur Thor greiddi fyrir húsið árið 2008. Björgólfur Thor er hins vegar í ágætismálum með húsið í þeim skilningi að hann þarf ekki að greiða mjög háar afborganir af þessum nærri 300 milljóna króna lánum sem hvíla á eignarhaldsfélagi hússins. Fram til ársins 2014 þarf Björgólfur Thor ekki að greiða nema á bilinu 3 til 3,8 milljónir króna á ári af þess- um lánum. Samkvæmt ársreikningi Novator F-11 fyrir árið 2008 áttu ár- legar afborganir af skuldum félagsins hins vegar að nema tæpum 9 millj- ónum króna á ári fram til ársins 2014. Svo virðist því sem samið hafi verið um lægri árlegar afborganir af skuld- um félagsins frá því ársreikningi fyrir 2008 og 2009 var skilað. Ætla má að um þetta hafi verið samið í skulda- uppgjöri Björgólfs Thors þar sem hann samdi um að fá að halda hús- inu þrátt fyrir að lánardrottnar hans hafi leyst til síns nokkrar aðrar fast- eignir í hans eigu. „Spurning um þolinmæði“ Ragnhildur segir að ekki liggi fyrir hvenær verði gengið frá endurbót- unum á húsinu. „Húsinu er hald- ið við, það sem þarf. En gagngerar endurbætur á svona stóru 100 ára gömlu timburhúsi eru mikið fyrir- tæki og þær kosta sitt. Þetta er hins vegar planið; þetta er allt spurning um þolinmæði,“ segir Ragnhildur. Hún segir að endurbæturnar á Frí- kirkjuvegi 11 velti á því að skulda- uppgjör Björgólfs Thors gangi eft- ir: „Þá verður farið að huga að þessu.“ Húsið að Fríkirkjuvegi 11 bíð- ur því enn eftir því að verða gert almennilega upp og að verða nýtt undir þá starfsemi sem Björgólfur Thor ætlaði því upphaflega, umrætt safn um langafa sinn. Í viðtali við DV í fyrra þar sem rætt var um mál- ið við Ragnhildi sagði hún að Björg- ólfur yrði ekki í rónni fyrr en hann væri búinn að ganga frá lánunum og koma húsinu í gagnið. „Hann lagði mikla áherslu á að halda húsinu og mun leggja alla áherslu á að borga upp skuldirnar á því og gera það veðbandalaust í komandi framtíð. Þetta er hundrað ára gamalt hús og getur alveg beðið í nokkur ár. Hann segir það sjálfur að hann verði ekki í rónni fyrr en hann verði búinn að af- létta þessum veðum og borga þess- ar skuldir og fari að sinna þessu húsi með sóma.“ 6 | Fréttir 20. júní 2011 Mánudagur Faðir á vakt stakk sér alklæddur í laugina: Bjargaði barni frá drukknun Litlu mátti muna að illa færi í sund- lauginni við Jaðarsbakka á Akranesi á laugardag þegar ungur drengur á sundi byrjaði að sökkva. Faðir sem var að störfum í lauginni var á vakt á sund- laugarbakkanum þegar hann varð þess var að drengurinn kallaði eftir hjálp og stökk út í laugina eftir honum. „Ég varð þess var að ungur dreng- ur á hálfgerðu hundasundi kallaði á hjálp. Ég leit í kringum mig og sá þá að hann var að byrja að sökkva. Ég stakk mér því út í og náði að grípa und- ir hendurnar á honum og synda með hann í land.“ Hann kom drengnum svo upp á sundlaugarbakkann, þar sem dreng- urinn kastaði upp örlitlu vatni og var honum mjög brugðið. Hann varð þó stálsleginn stuttu seinna og aftur tilbú- inn til að leika sér með vinum sínum. „Vinir hans voru mun upprifnari af atvikinu en hann nokkurn tímann og hann jafnaði sig fljótlega,“ segir mað- urinn sem ekki vildi láta nafns síns getið. Tími skiptir miklu máli þegar um drukknun er að ræða og því ljóst að mikil mildi er að ekki fór verr. Faðir- inn brást rétt við aðstæðunum þegar hann skellti sér alklæddur í laugina eftir drengnum. Mikill fjöldi var á Akranesi um helgina en þar var haldið fótboltamót Norðuráls. Foreldrar skiptu með sér verkefnum á mótinu og var maðurinn á svokallaðri foreldravakt. Hann seg- ir mikinn metnað hafa verið lagðan í skipulagningu mótsins og öryggisat- riða þess. „Allir Skagamenn og foreldr- ar sem koma að mótinu leggja mikinn metnað í það að allt gangi vel fyrir sig og þarna sást hversu vel er staðið að öllum öryggismálum hjá okkur. Það einfaldlega virkaði“ astasigrun@dv.is „Þetta hefur alltaf verið hugsað sem einhvers konar safn um Thor. n Björgólfur borgar minna af Fríkirkjuvegi 11 eftir skuldauppgjör n Aðeins sjö milljónir í rekstur hússins n Talskona Björgólfs segir að lagfæringar á húsinu bíði betri tíma Óðal BjörgÓlfs Bíður viðgerða Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Lítið fé í reksturinn Einungis rúmar sjö milljónir króna voru notaðar í rekstur hússins á Fríkirkjuvegi 11 árið 2009. Húsið er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og bíður enn. Bjargaði dreng í sundi Mikil mildi þykir að ekki fór verr í sundlauginni að Jaðarsbökkum. Ætla að stefna ríkinu Hópur fólks sem tapaði milljörðum á kaupum hlutabréfa í Glitni vikuna fyrir þjóðnýtingu bankans ætlar að stefna ríkinu. Þetta kemur fram á visir.is. Þar kemur fram að hópur- inn segist hafa verið rændur þar sem ráðamönnum hafi verið grafalvarleg staða bankakerfisins ljós en engu að síður leyft kaup og sölu á hlutabréf- um í bankanum. Málið má rekja til þess að í sept- ember 2008 ákvað ríkið að leggja Glitni til nýtt hlutafé að upphæð 600 milljónir evra en varð um leið eig- andi 75 prósenta hlutar í bankanum. Viku síðar féll bankinn en opið var fyrir viðskipti með hlutabréf í bank- anum hjá Kauphöllinni þá viku. Haft er eftir Guðmundi Jóni Matthíassyni, sem fer fyrir hópnum, að fórnar- lömbin séu saklaust fólk sem hafi ætlað að kaupa í tryggasta banka landsins. Vilja meiri hækkun en aðrir Engin niðurstaða fékkst á sáttafundi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem haldinn var í gær. Fundurinn fór fram í húsnæði ríkissáttasemj- ara frá 10 til 14. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn en hann er þó sagður munu fara fram innan tveggja daga. Yfir- gnæfandi meirihluti flugmanna Ice- landair samþykkti á laugardag að boða til yfirvinnubanns þann 24. júní næstkomandi. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að flugstjórar hjá Icelandair væru flestir með mun hærri heildarlaun en forsætisráð- herra. Bróðurpartur flugmanna væri á ríflegum ráðherralaunum. Þrátt fyrir það væru flugstjórar ekki til í að samþykkja viðlíka hækkun og samið var um á almennum vinnumarkaði í vor. Jón Gnarr veiðir ekki lax Borgarstjóri Reykjavíkur Jón Gnarr ætlar ekki að veiða fyrsta laxinn í Ell- iðaánum á morgun eins og venjan er. Þetta árið er það Reykvíkingur ársins sem hreppir þann heiður en í fyrramálið verður greint frá því hver hlýtur þá nafnbót. Borgarstjóri ætlar samt sem áður að vera viðstaddur atburðinn. Almenningur gat komið með ábendingar um Reykvíking ársins. Þriggja manna dómnefnd fór svo yfir ábendingarnar og valdi þann einstakling sem kynnt verður á morgun hver er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.