Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 20. júní 2011 Mánudagur Friðrik Þór leikstjóri stendur í stórræðum: Kýlir á mynd um leiðtogafundinn 1985 „Þetta er hátíð fyrir lönd sem fram- leiða færri en þrjátíu myndir á ári,“ segir Friðrik Þór Friðriksson leik- stjóri en mynd hans Mamma Gógó hlaut áhorfendaverðlaun á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni Festroia í Portúgal. Myndin keppti þar við ell- efu aðrar myndir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Friðrik Þór hlýtur verðlaun fyrir verk sín á hátíðinni. „Ég hef fengið eiginlega öll verðlaun sem hafa verið í boði á þessari hátíð í gegnum árin en aldrei fengið þessi áhorfendaverðlaun áður.“ Það er nóg að gera hjá leikstjór- anum en myndin verður sýnd á há- tíðum víða um heim í sumar. „Ég er bókaður í allt sumar á einhverj- ar minni kvikmyndahátíðir,“ segir Friðrik, sem á þó ekki alltaf heim- angengt á hátíðirnar. „Hún er núna á Shanghai Film Festival í Kína. Ég komst ekki þangað, maður þarf að gera eitthvað líka,“ segir hann og hlær. „Maður má ekki detta úr knatt- spyrnuforminu. Ég spila tvisvar í viku í hádeginu með Lunch United,“ segir hann en þar spilar hann með mörg- um þekktum fótboltakempum af gamla skólanum, meðal annars Eyj- ólfi Sverrissyni þjálfara U-21 lands- liðsins. Friðrik er sannfærður um að liðinu hefði gengið betur hefðu þeir verið með í för. „Hann hefur kannski bara þurft á okkur að halda.“ Friðrik gerir annað en að taka á móti verðlaunum og spila fótbolta. Hann er með þrjár heimildarmyndir í vinnslu. „Ég er að vinna að þremur heimildarmyndum núna. Um Bobby Fischer, Kristján Eldjárn og Hall- dór Laxness.“ Auk þessara þriggja mynda hyggst hann reyna að gera eina leikna mynd í haust. „Ég vil kýla á mynd, í haust helst. Mynd um leið- togafundinn 1985. Maður bara klárar handrit og vonast til að fá styrk.“ viktoria@dv.is Minning um förukonu Á þjóðhátíðardaginn var opnuð sýning Jónu Sigríðar Jónsdóttur í Byggðasafninu í Skógum, í gamla skólahúsinu frá Litla-Hvammi. Við- fangsefni sýningarinnar er bernsku- minning Jónu um förukonuna Vig- dísi Ingvadóttur. Vigga hafði sérstakt dálæti á skrauti og sterkum litum. Hún skreytti fötin sín gjarnan með tölum og alls konar glingri sem varð á vegi hennar. Vigga, en það var hún alltaf kölluð, fæddist í Norður-Hvammi í Mýrdal árið 1864. Jóna gerir minn- ingu sinni um Viggu góð skil á sýn- ingunni í formi verka sem lýsa vel eiginleikum hennar. Sólstöðutón- leikar Ólafar Arnalds Ólöf Arnalds verður með sólstöðu- tónleika í Café Flóru, grasagarðin- um í Laugardal á þriðjudagskvöldið klukkan 22. Ólöf gaf nýlega út sína aðra plötu, Innundir skinni en One Little Indian útgáfan gaf hana út. Í tilefni sumarsólstöðuhátíðarinnar hefur hún sett saman sérstaka dag- skrá sem hún flytur á tónleikunum. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og húsið verður opnað klukkan 21.30. Þ jóðleikhúsið kom, sá og sigraði á uppskeruhátið leikhúsanna en sýning ársins 2011 var valin leiksýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut alls sex Grímuverðlaun en hún var frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins annan jóladag 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem ein og sama sýningin hlýtur jafnmörg verðlaun, en sviðsetning Þjóðleikhúss- ins á Pétri Gauti komst næst því, þegar hún var valin sýning ársins og hlaut alls fimm Grímuverðlaun árið 2006. Ástralski leikstjórinn Benedict Andrews hlaut verðlaunin fyrir leik- stjórn og Arnar Jónsson var valinn leik- ari ársins í titilhlutverkinu. Leikararnir Atli Rafn Sigurðarson og Margrét Vil- hjálmsdóttir, nýlega fastráðnir leikar- ar við Þjóðleikhúsið, hlutu Grímuna fyrir hlutverk sín í sýningunni og Hild- ur Ingveldardóttir Guðnadóttir hlaut Grímuna fyrir tónlistina í sýningunni. Tinna Gunnlaugsdóttir leikhús- stjóri segist ánægð með leikárið, ekki aðeins þann listræna árangur sem Grímuverðlaunin hafi sett í fókus, held- ur hafi sýningar leikársins almennt gengið mjög vel og aðsókn verið góð. „Árið hefur verið alveg frábært. Við vorum með margar vinsælar sýningar, en tvö ný íslensk verk voru frumsýnd á stóra sviðinu í vetur, auk annars og bæði hafa gengið fyrir fullu húsi fram á sumar, en það eru barnaleikritið Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju og Söngleikurinn Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Tinna segir að aðsókn að leikhúsinu hafi verið að aukast jafnt og þétt und- anfarin ár og það síðastliðna hafi verið metár. „Það er einstaklega ánægjulegt að fólk skuli sækja í leikhúsið í jafnrík- um mæli og raun ber vitni þótt kreppi að en það segir eiginlega meira um þessa þjóð en nokkuð annað, hversu gott skynbragð hún ber á þau verðmæti sem felast í listum og menningu.“ Þurfum að gera mjög mikið úr litlu Það er í skugga mikils niðurskurðar sem Þjóðleikhúsið fagnar svo glæstum árangri og Tinna segir það hafa verið erfitt og kallað á umtalsverðar fórn- ir að takast á við þá hagræðingu sem kallað var eftir. „Við höfum einfald- lega þurft að fækka fólki í öllum deild- um og leggja meira á þá sem eftir sátu. Það er hvorki vinsælt né sanngjarnt, en það hefur þrátt fyrir það myndast samstaða innan hússins að leita allra leiða til að verja hið listræna starf og láta niðurskurðinn ekki verða til þess að við förum að slá af eða lækka stand- ardinn. Við erum í raun að gera ótrú- lega hluti fyrir fáránlega litla peninga, ef við lítum til sambærilegra leikhúsa á Norðurlöndum, og við gætum það ekki nema fyrir þá staðreynd að við erum með frábært fólk á öllum póst- um. Það er og hefur verið styrkur Þjóð- leikhússins.“ Uppsagnir í leikhúsinu Nokkur umræða hefur verið um upp- sagnir í leikhúsinu að undanförnu. Tinna segir að slík umræða sé allt- af vandmeðfarin og viðkvæm. „Það er nógu sárt að missa fastan samning þótt þú þurfir ekki líka að lesa um það í fjölmiðlum. Nafnbirtingar að fólki for- spurðu eru að mínu viti ósmekklegar í svona tilvikum, enda hafa viðkomandi ekkert til saka unnið. Sérstaklega get- ur þetta verið álitamál þegar leikarar eiga í hlut, þar sem starf þeirra er svo bundið persónu þeirra og sjálfsmynd.“ Tinna segir að það hljóti alltaf að verða einhverjar áherslubreytingar og það sé mikilvægt fyrir Þjóðleikhúsið að geta tryggt sér krafta þeirra leikara sem mest eftirspurn er eftir á hverjum tíma. Þar ráði listræn forgangsröðun vissu- lega nokkru, en þetta sé líka spurning um samsetningu leikarahópsins með tilliti til þeirra verkefna sem eru í und- irbúningi. „Við höfum kosið að beina fremur athyglinni að þeim sem koma inn á samning, enda er það vægast sagt einvalalið leikara. Þar fer fremstur meðal jafningja Hilmir Snær Guðna- son, en auk hans koma þau Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Arnbjörg Valsdóttir núna inn á fastan samning.“ Vesalingarnir ekki of stór biti Einhverjir hafa viljað tengja uppsagn- ir leikara sviðsetningu Þjóðleikhúss- ins á Vesalingunum, en Tinna segir að það séu óskyld mál. „Við erum ekki að fækka leikurum á föstum samningi, eins og fram hefur komið, heldur eiga sér stað ákveðnar áherslubreyting- ar, sem fela það í sér að við erum að tryggja okkur þá leikara sem fyrirsjá- anlega verða í mestri vinnu þegar leik- árið er skoðað í heild sinni. Á hverju leikári koma að auki á milli 20 og 40 sviðslistamenn að starfi leikhússins vegna einstakra verkefna og eru þá á tímabundnum samningum sem renna út þegar sýningum á viðkomandi verki lýkur. Þar reynum við að sýna aðhald eins og alls staðar annars staðar, en þessir listamenn eru ekki síður nauð- synlegir en þeir sem eru í samfelldri vinnu hjá leikhúsinu.“ Tinna segir að þeir sem ráðnir eru vegna tiltekinna hlutverka í einstökum verkefnum, fari allir í gegnum faglegt mat eða áheyrnarprufur, ýmist leik- prufur eða söngprufur. Söngprufur hafi farið fram vegna hlutverka í Vesa- lingunum og nú liggi fyrir hverjir hafi orðið fyrir valinu. Ráðning Egils „Hlutverk fangans Jeans Valjena, sem er aðalhlutverk sýningarinnar, verður sungið af Þór Breiðfjörð, en Þór, sem hefur starfað erlendis til fjölda ára, söng þetta sama hlutverk á West End í London um tíma, þar sem söngleik- urinn hefur gengið samfellt frá því að hann var frumsýndur fyrir um 26 árum. Það er frábært að eiga kost á hæfileika- manni á borð við Þór Breiðfjörð til að syngja þetta mikilvæga hlutverk,“ seg- ir Tinna. Í öðrum hlutverkum verða sterkir söngkraftar, meðal annarra Vala Guðnadóttir, Eyþór Ingi Gunn- laugsson, Jóhannes Haukur Jóhannes- son, Örn Árnason, Vigdís Hrefna Páls- dóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, auk Egils Ólafssonar, eiginmanns Tinnu. Hún segir það ekki þurfa að koma á óvart í ljósi ferils Egils, þótt hann velj- ist í hlutverk í söngleik. Hún hafi þar hvergi komið að málum, Egill hafi ein- faldlega komið í prufu eins og aðrir og forgangsröðun leikstjóra og tónlistar- stjóra hafi þarna ráðið úrslitum, eins og gildir almennt um val á leikurum og söngvurum í hlutverk. „Það verður hver og einn að fá að njóta hæfileika sinna á jafnréttisgrunni. Þú hyglar ekki ættingjum eða venslafólki í opinberri stjórnsýslu með því að skjóta þeim ómaklega fram fyrir aðra, en þú brýt- ur heldur ekki á rétti þeirra, ef þeir eru metnir hæfastir af þeim sem fara með hið faglega umboð. Mönnum hættir til að fara nokkuð geyst í þessa umræðu og fullyrða umfram efni og ástæður.“ kristjana@dv.is n Uppsagnir í leikhúsinu n Egill Ólafsson eiginmaður Tinnu lausráðinn í verkefni í vetur n Hyglar ekki ættmennum Glæstur árangur í skugga uppsagna Sólstöðu- ganga í Viðey Hin árlega sólstöðuganga á höfuð- borgarsvæðinu fer að þessu sinni fram í Viðey þriðjudagskvöldið 21. júní. Þór Jakobsson leiðir gönguna. Sólstöðugangan hér á landi hefur verið kölluð „Meðmælaganga með líf- inu og menningunni.“ Meðan á henni stendur hvíla menn sig á deilumálum og ganga saman í friði og spekt um fallega náttúru. Gangan hefst kl. 19.30 við Viðeyjarstofu og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Yfir 100 þúsund gesta markið Tinna segist vona að listirnar fái áfram að blómstra þótt þröngt sé í búi. MYnd sigTRYggUR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.