Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Blaðsíða 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 20. júní 2011 Mánudagur Blómið gagnast þeim sem hafa átt við veikindi að stríða: Blóm gegn þunglyndi Blóm og jurtir eru margar hverjar ekki einungis til að gleðja augað því hægt er að nota þær til neyslu eða til heilsubótar. Hrafnaklukkan, sem er annað hvort ljósfjólublá eða hvít á lit, er eitt þeirra blóma, en þetta viðkvæma og smáa blóm býr yfir ýmsum leyndum kröftum og kostum sem má nota til heilsubótar. Þetta kemur fram á natt- ura.is en þar segir einnig að blóm- ið smáa sé núna í blóma og því til- valið að safna því og þurrka. Sá hluti plöntunnar sem vex ofanjarðar er nýttur en ekki rótin. Eiginleikar hrafnaklukkunnar eru sem fyrr seg- ir margvíslegir en á floraislands.is segir að blómið falli undir það sem kallast bitrar jurtir en þær örva melt- inguna og upptöku næringarefna úr fæðunni og hrafnaklukkan geti því nýst gegn þunglyndi. Þar sem jurtin er bitur sé hún góð til að örva matar- lyst sé hennar neytt um það bil hálfri klukkustund fyrir máltíð. Hún sé afar styrkjandi fyrir máttfarið fólk sem hefur átt við veikindi að stríða. Eins sé hún krampalosandi, blóðhreins- andi og geti unnið gegn vorþreytu svo fátt eitt sé nefnt. Hrafnaklukkan er algeng um allt land og blómstrar snemma á vorin.gunnhildur@dv.is Gönguferð í stað kaffibolla Þegar líður á daginn og maður fer að þreytast í vinnunni þá þarf ekki mikið til að bæta líðanina. Þegar það gerist er gott ráð að grípa til gönguskónna í stað þess að halda á kaffistofuna og fá sér enn einn kaffi- bollann eða snarl. Reimaðu skóna á þig og fáðu þér göngutúr í kringum bygginguna. Fimm mínútna göngu- túr getur gert kraftaverk og fyllt þig krafti til að klára vinnudaginn. Góður matur og hröð þjónusta n Hrósið að þessu sinni fær Íslenski barinn fyrir besta 1.000 króna mat- seðilinn í bænum en þetta segir ánægður viðskiptavinur. „Þar er besta súpa sem ég hef fengið árum saman. Svo er af- greiðslan alltaf mjög hröð og maturinn góður, auk þess sem salatið er alltaf ferskt. Ég mæli hiklaust með þessum frábæra stað í hádeg- inu.“ Auka sósa kost- aði 250 krónur n Lastið fær veitingahúsið Tabasco´s. „Ég fékk mér hádegis- tilboð sem var kjúklinga-burrito og bað aukalega um sýrðan rjóma og salsa. Þegar reikningurinn kom rukkuðu þeir mig um 1.790 krónur en tilboðið hljóðaði upp á 1.290 krónur. Þá kom í ljós að þeir taka 250 krónur fyrir hverja aukasósu en þar sem ég hafði keypt tilboð las ég aldrei mat- seðilinn og vissi ekki af því. Þar sem enginn talaði íslensku eða ensku var erfitt fyrir mig að gera mig skiljanlega og ég efast um að ég fari þangað aftur.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 235,9 kr. 236,9 kr. Algengt verð 235,7 kr. 236,9 kr. Höfuðborgarsv. 235,6 kr. 236,6 kr. Algengt verð 235,9 kr. 236,9 kr. Algengt verð 236,3 kr. 237,2 kr. Melabraut 235,7 kr. 236,7 kr. Hrafnaklukka Ljósfjólublátt eða hvítt blóm sem nota má til heilsubótar. „Mín lán hafa hækkað og ég ræð ennþá við afborganirnar en ég fæ engar afskriftir þar sem ég hafði safnað fyrir útborgun,“ segir Þórð- ur Magnússon tónskáld sem hef- ur skrifað greinargerð um 110 pró- senta leiðina og galla hennar. Þórður og eiginkona hans höfðu smátt og smátt byggt upp eigið fé í fasteign sinni en það hefur verið étið upp, smátt og smátt. Hann segir að þau hafi átt um það bil 50 prósent í húsinu en nú eigi þau ekkert. „Við erum ekki nógu illa stödd til að falla undir 110 prósenta leið- ina en höfum þó verið það illa stödd að við höfum neyðst til að semja við bankann um að fella út mánaðar- greiðslur. Þeir lengdu að sjálfsögðu í láninu í staðinn sem er ekki gott.“ Margir standa fyrir utan 110 prósenta leiðina Mikil umræða hefur verið um 110 prósenta leiðina, sem felur í sér að lánin eru færð niður í 110 prósent af verðgildi eignarinnar, og þá stað- reynd að ekki geti allir nýtt sér þá leið. Margir standa fyrir utan hana Glannarnir græða n 110 prósenta reglan átti að bjarga skuldsettum heimilum n Margir falla þó ekki undir skilmála hennar n Þeir sem skuldsettu sig mest fá niðurfellingu n Hinir sem fóru varlega sitja uppi með sín lán Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Þak á vexti lausnin Þórður segir 110 pró- senta leiðina ósiðlega þar sem hún mismuni hópum. MYND: SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.