Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2011, Síða 6
6 | Fréttir 13. júlí 2011 Miðvikudagur Viðar Þorkelsson, fyrrverandi fjár- málastjóri FL Group, segir að lánavið- skipti FL Group, Byrs og Glitnis í lok mars 2008 hafi verið eðlileg miðað við framvindu mála í íslenska bankakerf- inu á þessum tíma. Líkt og DV greindi frá á mánudaginn komust Byr og FL Group að samkomulagi um að spari- sjóðurinn Byr myndi lána FL Group þrjá milljarða króna gegn því að Glitnir lánaði Byr sömu upphæð. Byr var því í reynd notaður sem milliliður í lánaviðskiptunum þar sem FL Group, sem var stærsti hlut- hafi Glitnis á þessum tíma, gat ekki fengið frekari lán frá Glitni þar sem áhættuskuldbindingar bankans gagn- vart félaginu voru orðnar svo miklar. FL Group var ekki ákjósanlegur lán- taki á þessum tíma þar sem félagið hafði tapað um 70 milljörðum króna árið 2007 og átti í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Enda hafn- aði Byr líka beiðni FL Group um ein- hliða lán frá sparisjóðnum fyrst þegar Viðar falaðist eftir því í byrjun mars 2008. Þá sagði sparisjóðsstjóri Byrs í tölvupósti til samstarfsmanna sinna: „Persónulega slær þessi lánsbeiðni FL n Fjármálastjóri FL Group segir viðskiptin við Byr hafa verið eðlileg n Segir forstjóra FL hafa bent sér á að fá lán frá Glitni n Byr notaður sem milliliður í viðskiptum FL og Glitnis Viðskiptin „eðlileg“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? í Múrbúðinni Reykjavík - Suðurnes Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjar VEGLEG VERKFÆRI DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V 2.990 kr. NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar 4.990 kr.Verkfærasett 33 hlutir 1.495 kr. NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar 1.790 kr. Verkfærasett 5 hlutir 395 kr. Flísasög 800w, sagar 52 cm 19.900kr. 1400W 360 min/lit/klst Þolir 50C heitt vatn 5 metra barki Sápubox Black&Decker háþrýstidæla 110 bar 13.900 kr. mig ekkert sérlega vel […] Finnst vart ábætandi að auka svo við áhættu Byrs á þessum síðustu og verstu tímum.“ Byr samþykkti svo ekki lánsbeiðni FL Group fyrr en búið var að ganga frá því að sparisjóðurinn fengi sömu upphæð lánaða frá Glitni í staðinn: Byr var þar af leiðandi ekki annað en milliliður í viðskiptum FL Group og Glitnis. Stjórn Byrs, sem tók við eftir hrun- ið 2008, sendi ábendingu um lánavið- skiptin til Fjármálaeftirlitsins og emb- ættis sérstaks saksóknara vegna gruns um að refsiverð háttsemi hefði átt sér stað. Eftir því sem DV kemst næst er málið enn á borði Fjármálaeftirlitsins og ákæruvaldsins. „Eðlileg miðað við framvindu mála“ Viðar gegndi starfi fjármálastjóra FL Group á þessum tíma og var helsti samningamaður FL Group í viðskipt- unum, líkt og tölvupóstar þar sem rætt var um viðskiptin sýna fram á. Orð- rétt segir Viðar, þegar hann er spurður að því hvort þessi viðskipti FL Group, Byrs og Glitnis hafi verið eðlileg: „Ég vil ekki svara fyrir þá sem veittu þetta lán en ég geri ráð fyrir að mönnum hafi þótt viðskiptin eðlileg miðað við framvindu mála í íslensku bankakerfi á þessum tíma, en rétt er að benda á að útlánaáhætta Glitnis var gagnvart Byr en ekki FL.“ Þetta segir Viðar þrátt fyrir að hann hafi sjálfur sagt í einum tölvupóstin- um til Byrs, þar sem rætt var um við- skiptin, að sparisjóðurinn hlyti að geta „komið til móts við“ FL Group í mál- inu þar sem umrætt lán væri í reynd lagt fram „fyrir tilstilli“ FL Group: „Varðandi vaxtakjörin teljum við 375 bp eðlilega marginu og lántökugjald max bp í ljósi þess að fjármagnið sem lagt er til er fyrir okkar tilstilli og um lágmarksvinnu að ræða við dílinn. Þið hljótið að geta komið til móts við okk- ur í þessu máli.“ Af þessu svari Viðars leiðir að hon- um finnst eðlilegt að stærsti hluthafi Glitnis, FL Group, hafi tryggt fjármála- fyrirtæki sem vildi upphaflega ekki lána FL Group einhliða, jafn hátt lán hjá Glitni gegn því að fjármálafyrir- tækið lánaði FL Group sömu upphæð. Ekki voru allir sammála þessu mati Viðars, þar á meðal var stjórn Byrs, sem sendi umrædda ábendingu til eft- irlitsaðila og ákæruvaldsins. Jón Sigurðsson benti á möguleikann Viðar segist hafa tekið við starfi fjár- málastjóra FL Group í febrúar 2008, rétt áður en umrædd viðskipti áttu sér stað, og að helsta verkefni hans hafi verið að vinna að fjárhagslegri og rekstrarlegri endurskipulagningu félagsins. Af þessum sökum segist hann hafa verið í sambandi við lán- veitendur félagsins, bæði innlend fjár- málafyrirtæki og erlendar lánastofn- anir. Lánsbeiðni FL Group hjá Byr var hluti af þessari endurskipulagningu félagsins. Þegar Viðar er spurður að því hver hafi átt hugmyndina að því að bjóða Byr lán frá Glitni á móti láninu til FL Group segist hann ekki vita það en að Jón Sigurðsson, þáverandi for- stjóri FL Group, hafi bent honum á að skoða þennan möguleika. „Varðandi þau viðskipti við Byr sem þú vísar til þá er mér ekki kunnugt um hver eða hverjir áttu hugmyndina að útfærsl- unni á þessum viðskiptum en þá- verandi forstjóri FL fór þess á leit við mig að ég skoðaði þennan möguleika […] Lántakan hjá Byr var hluti af við- varandi vinnu við endurfjármögn- un félagsins en eins og kunnugt er var efnahagsreikningur FL mjög stór. Lántakan var samþykkt af stjórn eins og þú bendir réttilega á.“ Skuggastjórnun Glitnis Samþykki Glitnis fyrir láninu til Byrs hefur að öllum líkindum verið auð- fengið þar sem, líkt og áður segir, FL Group var stærsti hluthafi Glitnis og stýrði í reynd bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og í tölvupóstum sem slitastjórn Glitnis hefur notað í málaferlum gegn helstu eigendum og stjórnendum Glitnis, meðal annars Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, kemur fram að Jón Ásgeir hafi stýrt bankanum bak við tjöldin. Í tölvupósti til Lárusar, þar sem Jón Ásgeir ræddi um mál sem hann taldi að þyrfti að klára innan bank- ans, hótaði hann því að hann tæki við sem stjórnarformaður Glitnis ef ekki yrði gengið frá þessum málum: „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætl- ast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál. Ef við komum þessum mál- um frá þá er borðið mitt hreint. Ann- ars er kanski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnisbanka.“ Þá kvartaði Lárus undan því í tölvupósti til Jóns Ásgeirs sumarið 2007 að sá síðarnefndi skipaði honum fyrir verk- um og kæmi frekar fram við hann eins og „útibússtjóra“ en forstjóra Glitnis. Talsverðar sannanir eru þannig fyr- ir því að Jón Ásgeir hafi stýrt Glitni bak við tjöldin og er líklegt að lánaviðskipti Gltinis við Byr hafi verið með hans vilja og samþykki. „Ég vil ekki svara fyrir þá sem veittu þetta lán en ég geri ráð fyrir að mönnum hafi þótt viðskiptin eðlileg miðað við framvindu mála í íslensku banka- kerfi á þessum tíma. Jón benti á möguleikann Viðar segir að Jón Sigurðsson, þáverandi forstjóri FL Group, hafi bent honum á að skoða þann möguleika að Byr fengi lán frá Glitni á móti láninu frá FL Group. Sú varð lendingin á endanum. 11. júlí Hringrás stóðst skilyrði: Dekkjum fækkað eftir brunann 2004 Eftir stórbruna á svæði endur- vinnslustöðvarinnar Hringrásar við stórskipahöfnina í Reykjavík árið 2004 var fyrirtækinu gert að fækka umtalsvert dekkjum á svæðinu til að koma í veg fyrir annan bruna. Nú sjö árum seinna kviknaði aft- ur í dekkjum hjá endurvinnslustöð- inni. Ekki er þó nema um vika síðan eftirlitsfulltrúar frá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkurborgar gerðu úttekt á aðstæðum hjá Hringrás en fyrirtæk- ið starfar eftir starfsleyfisskilyrðum eftirlitsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu vinnur nú að því að rannsaka brunann og upptök hans og hefur lögreglan óskað eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir í Klettagörðum og nágrenni aðfara- nótt þriðjudags. Tilkynnt var um eldinn um klukkan þrjú um nóttina en mikinn og eitraðan reyk lagði frá dekkjahrúgunni sem kviknað hafði í. Sem betur fer lagði reykinn út á haf en ekki inn í byggð. Framkvæmdastjóri Hringrásar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. „Við töldum að við hefðum gert allt til að fyrirbyggja þetta og sjá til þess að svona gæti ekki gerst aft- ur,“ sagði framkvæmdastjóri Hring- rásar, Einar Ásgeirsson, í samtali við DV.is á þriðjudag. Einar sagði ljóst að slíkur eldur kviknaði ekki af sjálfu sér, heldur þyrfti mikið að koma til. Erfitt væri að kveikja í dekkjum. Eftirlitsmynda- vélar eru á svæðinu og ekki er ólík- legt að myndir hafi náðst af brennu- vörgunum, hafi á annað borð verið kveikt í dekkjunum. adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.