Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað H ann reyndi að drepa mig, þetta var alveg hræðilegt“ segir Raimonda Lanza Branciforte di Trabia. At- burðir í Selá í júlí þar sem greifynja frá Ítalíu og japanskur millj- arðamæringur tókust á minntu suma á atriði úr kvikmyndinni Stellu í Or- lofi . Raimonda hefur þó ekki sömu kómísku sýn á málið og hefur lagt fram kvörtun til sýslumannsins á Seyðisfirði þar sem hún hefur beðið hann að rannsaka morðtilraun gegn sér. Raimonda segir að Yasuji Sugai, japanskur útgefandi og veiðimaður, hafi reynt að drekkja sér þann 21. júlí sl. í Selá í Vopnafirði. DV.is sagði frá því um helgina að til handalögmála hefði komið í laxánni Selá í Vopna- firði þegar slettist upp á vinskapinn hjá erlendum milljarðamæringi og greifynju sem voru þar að veiðum. Miklir veiðimenn Raimonda og Yasuji voru að veiða saman í Selá, en Yasuji bauð henni í mars á þessu ári að veiða með sér á sömu stöng í júlí. Hann sagði að hann yrði of þreyttur eftir lang- an veiðitúr í Rússlandi og vissi að hann myndi ekki nýta allan þann tíma sem hann hafði áætlað í Selá, því hafi hann boðið henni að deila stönginni. Raimonda segir að hann hafi verið mjög ákveðinn í boði sínu og hún hafi þegið það með þökk- um enda gott tækifæri til að veiða. Þá bað hann Raimondu um að sitja fyrir á myndum, fyrir bók sem hann mun vera að skrifa um íslenska lax- veiði. Bæði Raimonda og Yasuji eru miklir laxveiðimenn og hafa ferðast víða um heiminn til að sinna því áhugamáli og hafa áður veitt sam- an. Raimonda segir að einn af sín- um uppáhaldsstöðum í heiminum til að veiða sé Ísland; enda er hún heilluð af íslensku náttúrunni og Íslendingum. Í bréfi Raimondu til sýslumanns segir: „[...] legg ég fram formlega kæru gegn herra Yasuji Sugai fyrir að reyna að myrða mig á Íslandi og fyrir aðra glæpi sem yfir- völd telja að hann framið í tengslum við þetta mál.“ Slagsmál í Selá Raimonda segir að Yasuji hafi ver- ið mjög einkennilegur í veiðitúr- um þeirra. Hún segir að hann hafi drukkið mikið og verið önugur og af- undinn. Þau hafi gert með sér sam- komulag um að skiptast á að veiða í ánni. Yasuji hafi snúið aftur í veiði- húsið fyrri daginn eftir stuttan veiði- túr og ekki viljað veiða lengur. Á seinni veiðidegi þeirra hafi hann augljóslega verið pirraður og hafi látið það bitna á Raimondu og leið- sögumanninum. Eftir langa bið ákvað leiðsögu- maður að leyfa Raimondu að byrja að veiða. Þá brást Yasuji ókvæða við og byrjaði að öskra að henni og með- al annar öskrað: „Ég er konungurinn ég er konungurinn. Farðu heim.“ Raimonda segir að hann hafi verið mjög ógnandi. „Ég undirbjó stöngina mína og fór út í ána, í átt að dýpri enda hennar. Á sama tíma tek- ur Yasuji tilhlaup að mér öskrandi og gargandi. Við tökumst á og ég reyndi að verja mig. Mér tókst að lemja hann en mér gekk ekkert að verja mig. Hann rak mig þá niður í vatnið og hélt bæði höfðinu á mér og líkama undir vatninu, í að minnsta kosti 15 sekúndur. Þá kemur Benedikt [Kr. Jónasson innsk.blm.] aðvífandi og nær honum af mér og bjargaði mér. Sugai hljóp þá sjálfur í burtu, ennþá öskrandi og gargandi.“ Benedikt kom Raimondu svo aftur heim í veiðihús- ið þar sem hún var hrollköld og blaut eftir volkið í ánni. „Góð spurning“ Raimonda er miður sín vegna slags- mála hennar við Yasuji og segist hafa verið í miklu uppnámi. Hún er harð- ákveðin í því að Yasuji hafi reynt að drepa sig. Hins vegar hafi henni jafn- vel þótt einna verst það sem hún kallar aðgerðaleysi Orra Vigfússonar, forsvarsmanns Selár. Eftir að hafa ítrekað reynt að fá Orra til að koma í veiðihúsið þá um kvöldið hitti hún hann ekki fyrr en daginn eftir. Þegar að hún hitti hann í veiðihúsinu, bað hún hann um að kalla til lögreglu vegna málsins og ræða við Yasuji. Það mun hann að sögn hennar ekki hafa gert. Raimonda segir að svar Orra við því hvers vegna hann hefði ekki rætt við Yasuji eða kallað til lög- reglu væri vegna þess að hann „væri ekki í aðstöðu til að segja neitt við Yasuji,“ eins og hún hefur eftir hon- um. Þetta kemur einnig fram í bréfi Raimondu til sýslumanns. Orri hefur neitað að ræða málið við blaðamann og eina svarið sem hann gaf þegar blaðamaður spurði hvers vegna ekki hefði verið kallað til lögreglu var: „Það er góð spurning.“ Kæra til sýslumanns „Ég hef lagt fram kæru til sýslumanns og beðið hann um að rannsaka málið þar sem ég treysti Yasuji Sugai ekki til þess að haga sér eins og maður. Það sem hann gerði er glæpsamlegt og ef það hefði ekki verið fyrir Benedikt, leiðsögumanninn sem fylgdi okkur, þá veit ég ekki hvað hefði gerst,“ seg- ir Raimonda. Hún útilokar ekki, ef að sýslumaður aðhefst ekkert í málinu, að þá muni hún jafnvel fara í einka- mál gegn Yasuji Sugai. Hún vill þó lít- ið gefa upp um það hvort hún ætli sér að aðhafast eitthvað gegn Selá eða Orra Vigfússyni, en telur það ólíklegt. Raimonda hefur haft samband við marga af vinum sínum í veiði- heiminum og látið þá vita af mál- inu. „Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk, ég hef ferðast víða og veitt en aldrei lent í öðru eins,“ segir Raimonda. Eiginmaður Raimondu, Emanuel Gamna, er lögfræðing- ur hennar. Hann segir mikilvægt að málið verði leitt til lykta. Hann vilji að íslensk lögregluyfirvöld hafi sam- band við japönsk yfirvöld til að hægt sé að ræða við Yasuji Sugai og klára málið. Hann telur mikilvægt að mál- ið sé rekið hérlendis og vill klára það sem fyrst. Raimonda og Emanuel sendu kæruna með tölvupósti, miðviku- daginn 3. ágúst. Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, segir að málið verði rannsakað í fyrstu á veg- um sýslumannsembættisins. Því verði svo líklega vísað til rannsókn- ardeildar lögreglunnar á Eskifirði sem fer með stærri mál, þeir hafa verið upplýstir um málið. „Við auð- vitað skoðum þetta og það er alveg á hreinu að við munum rannsaka þetta. Við eigum eftir að fá staðfest- ingu á þessu frá öðrum aðilum. En málið er í rannsókn.“ „Hann rak mig þá niður í vatnið og hélt bæði höfðinu á mér og líkama undir vatninu, í að minnsta kosti 15 sekúndur. Greifynja kærir morðtilraun í Selá n „Ég er konungurinn, ég er konungurinn. Farðu heim“ n Ósátt við aðgerða- leysi forsvarsmanns Selár n Leiðsögumaður bjargaði henni frá drukknun Á veiðum í Selá Raimonda er miður sín vegna atburðanna í Selá og telur að Yasuji Sugai hafi reynt að drepa hana. Mikil veiðikona Raimonda er hér að veiðum í Miðfjarðará. Hún hefur dvalið mikið á Íslandi og stundað laxveiði. Úrskurður yfir meintum nauðgara staðfestur Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum aðfara- nótt laugardagsins. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 11 í dag, föstudag, á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Konan sakaði mann- inn um að hafa nauðgað sér nærri salernunum í Herjólfsdal. Hún gat gefið greinargóða lýsingu á mann- inum og var hann handsamaður af gæslumönnum. Konan er 23 ára en hún kærði manninn á laugardeginum. Óvíst er hvort farið verði fram á áframhald- andi gæsluvarðhald yfir manninum. Jeppi brann til kaldra kola Jeppabifreið brann til kaldra kola við Veiðileysu, skammt frá Djúpu- vík, laust eftir hádegi á fimmtudag. Svo virðist vera sem kviknað hafi í bifreiðinni fyrirvaralaust en ökumað- ur var einn í bílnum. Bifreiðin varð fljótlega alelda og var í raun gjör ónýt þegar slökkviliðið á Hólmavík kom á staðinn. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn. Ökumaðurinn slapp ómeidd- ur og eru eldsupptök ókunn. Forstjóri Banka- sýslu segir upp Elín Jónsdóttir, forstjóri Banka- sýslu ríkisins, hefur sagt starfi sínu lausu. Staðan verður auglýst til umsóknar um næstu helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Banka- sýslunni. Þar er haft eftir Elínu að hún hyggist skipta um starfsvett- vang. Hún hefur gegnt starfi forstjóra frá stofnun Banka- sýslunnar í ársbyrjun 2010. Bankasýsla ríkisins var stofn- uð með lögum árið 2009 til að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og ákveð- ur Bankasýslan meðal annars stjórnarmenn þá sem ríkið á kost á að skipa í stjórnir þeirra fjár- málafyrirtækja sem það á hlut í, á grundvelli tilnefninga óháðrar valnefndar.  Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.