Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 5.–7. ágúst 2011
Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði
tækisins mestu máli.
Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum
og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO.
Omron blóðþrýstingismælar fást í estum apótekum.
Þjónustuaðili Omron á Íslandi
s:512 2800
Blóðþrýstingsmælar
A
xel Jóhannsson, 25 ára
karlmaður sem ákærður
hefur verið fyrir að verða
barnsmóður sinni Þóru
Elínu Þorvaldsdóttur að
bana, er metinn ósakhæfur. Þetta
er niðurstaða geðmats sem nú ligg-
ur fyrir. Stefnt er að því að ákæran á
hendur Axel verði þingfest í Héraðs-
dómi Reykjaness í næstu viku, eða á
þriðjudag, samkvæmt dagskrá hér-
aðsdóms. Hugsanlegt er þó að þing-
festingunni verði frestað um nokkra
daga, samkvæmt upplýsingum DV.
Líkið fannst í skottinu
Það var um áttaleytið að kvöldi
fimmtudagsins 12. maí síðastliðins
sem Axel var handtekinn við Land-
spítalann í Fossvogi. Hann kom ak-
andi að spítalanum og vísaði starfs-
mönnum á lík ungrar stúlku sem
hann var með í farangursgeymslu
bifreiðar sinnar. Við yfirheyrslur hjá
lögreglu viðurkenndi hann að kon-
an í farangursgeymslunni væri Þóra
Elín Þorvaldsdóttir, 21 árs barns-
móðir hans, og að hann hefði ráðið
henni bana. Axel var í kjölfarið úr-
skurðaður í tveggja vikna gæsluvarð-
hald. Sá úrskurður var framlengdur
og verður Axel í haldi uns dómur fell-
ur í málinu.
Leitaði sér hjálpar
DV greindi frá því skömmu eftir að
málið kom upp að Axel hefði leit-
að sér hjálpar vegna geðsjúkdóms
síðasta vetur. Hann hefði glímt við
þunglyndi eftir að faðir hans féll frá
í ágúst í fyrra og meðal annars leitað
sér hjálpar á geðdeild. Þó svo að Axel
sé metinn ósakhæfur samkvæmt
geðmati er það í höndum dómara í
málinu að úrskurða endanlega um
ósakhæfi hans.
Fordæmi eru fyrir því að þeir sem
metnir eru ósakhæfir af geðlæknum
séu einnig úrskurðaðir ósakhæfir af
dómurum. Má í því samhengi nefna
mál Gunnars Rúnars Sigurþórsson-
ar sem játaði að hafa orðið Hannesi
Þór Helgasyni að bana í ágúst í fyrra.
Geðlæknar mátu það svo að Gunnar
væri ósakhæfur og fór svo að hann
var úrskurðaður ósakhæfur í hér-
aðsdómi. Var honum gert að sæta
öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.
Ákæruvaldið hefur áfrýjað þeim
dómi og er nú niðurstöðu beðið í
Hæstarétti.
Dvelur á Sogni
Axel hefur verið í gæsluvarðhaldi síð-
an hann var handtekinn að kvöldi 12.
maí. Hann var fyrst vistaður á Litla-
Hrauni en fljótlega var hann flutt-
ur yfir á réttargeðdeildina að Sogni
þar sem hann hefur dvalið í sumar.
Var það talið honum fyrir bestu að
vera vistaður þar, samkvæmt heim-
ildum DV. Verði hann úrskurðaður
ósakhæfur af dómstólum mun hann
væntanlega dvelja á Sogni næstu
árin.
Þeir sem vistaðir eru á Sogni eru
þar í mislangan tíma en vistmenn
réttargeðdeildarinnar eru und-
ir stöðugu eftirliti og fá viðeigandi
meðferð við geðsjúkdómum sín-
um. Þegar vistmenn koma á Sogn
er aldrei hægt að segja til um hversu
lengi þeir munu dvelja þar, eða hve-
nær þeir fái fullt sjálfræði aftur.
„Hann var fyrst vist-
aður á Litla-Hrauni
en fljótlega var hann
fluttur yfir á réttargeð-
deildina að Sogni þar sem
hann hefur dvalið í sumar.
Metinn ósakæfur Axel er ósakhæfur
samkvæmt niðurstöðu geðmats sem nú
liggur fyrir.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
vistaður á sogni
n Axel Jóhannsson er ákærður fyrir að hafa
banað barnsmóður sinni n Ósakhæfur, er
niðurstaða geðmats n Dvelur á Sogni
Réttargeðdeildin að
Sogni Axel var fyrst vistaður á
Litla-Hrauni en fljótlega fluttur
á Sogn. Var það talið honum
fyrir bestu að dvelja þar.