Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 5.–7. ágúst 2011 Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli. Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingismælar fást í estum apótekum. Þjónustuaðili Omron á Íslandi s:512 2800 Blóðþrýstingsmælar A xel Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem ákærður hefur verið fyrir að verða barnsmóður sinni Þóru Elínu Þorvaldsdóttur að bana, er metinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðmats sem nú ligg- ur fyrir. Stefnt er að því að ákæran á hendur Axel verði þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness í næstu viku, eða á þriðjudag, samkvæmt dagskrá hér- aðsdóms. Hugsanlegt er þó að þing- festingunni verði frestað um nokkra daga, samkvæmt upplýsingum DV. Líkið fannst í skottinu Það var um áttaleytið að kvöldi fimmtudagsins 12. maí síðastliðins sem Axel var handtekinn við Land- spítalann í Fossvogi. Hann kom ak- andi að spítalanum og vísaði starfs- mönnum á lík ungrar stúlku sem hann var með í farangursgeymslu bifreiðar sinnar. Við yfirheyrslur hjá lögreglu viðurkenndi hann að kon- an í farangursgeymslunni væri Þóra Elín Þorvaldsdóttir, 21 árs barns- móðir hans, og að hann hefði ráðið henni bana. Axel var í kjölfarið úr- skurðaður í tveggja vikna gæsluvarð- hald. Sá úrskurður var framlengdur og verður Axel í haldi uns dómur fell- ur í málinu. Leitaði sér hjálpar DV greindi frá því skömmu eftir að málið kom upp að Axel hefði leit- að sér hjálpar vegna geðsjúkdóms síðasta vetur. Hann hefði glímt við þunglyndi eftir að faðir hans féll frá í ágúst í fyrra og meðal annars leitað sér hjálpar á geðdeild. Þó svo að Axel sé metinn ósakhæfur samkvæmt geðmati er það í höndum dómara í málinu að úrskurða endanlega um ósakhæfi hans. Fordæmi eru fyrir því að þeir sem metnir eru ósakhæfir af geðlæknum séu einnig úrskurðaðir ósakhæfir af dómurum. Má í því samhengi nefna mál Gunnars Rúnars Sigurþórsson- ar sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst í fyrra. Geðlæknar mátu það svo að Gunnar væri ósakhæfur og fór svo að hann var úrskurðaður ósakhæfur í hér- aðsdómi. Var honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Ákæruvaldið hefur áfrýjað þeim dómi og er nú niðurstöðu beðið í Hæstarétti. Dvelur á Sogni Axel hefur verið í gæsluvarðhaldi síð- an hann var handtekinn að kvöldi 12. maí. Hann var fyrst vistaður á Litla- Hrauni en fljótlega var hann flutt- ur yfir á réttargeðdeildina að Sogni þar sem hann hefur dvalið í sumar. Var það talið honum fyrir bestu að vera vistaður þar, samkvæmt heim- ildum DV. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómstólum mun hann væntanlega dvelja á Sogni næstu árin. Þeir sem vistaðir eru á Sogni eru þar í mislangan tíma en vistmenn réttargeðdeildarinnar eru und- ir stöðugu eftirliti og fá viðeigandi meðferð við geðsjúkdómum sín- um. Þegar vistmenn koma á Sogn er aldrei hægt að segja til um hversu lengi þeir munu dvelja þar, eða hve- nær þeir fái fullt sjálfræði aftur. „Hann var fyrst vist- aður á Litla-Hrauni en fljótlega var hann fluttur yfir á réttargeð- deildina að Sogni þar sem hann hefur dvalið í sumar. Metinn ósakæfur Axel er ósakhæfur samkvæmt niðurstöðu geðmats sem nú liggur fyrir. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is vistaður á sogni n Axel Jóhannsson er ákærður fyrir að hafa banað barnsmóður sinni n Ósakhæfur, er niðurstaða geðmats n Dvelur á Sogni Réttargeðdeildin að Sogni Axel var fyrst vistaður á Litla-Hrauni en fljótlega fluttur á Sogn. Var það talið honum fyrir bestu að dvelja þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.