Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað H arðar deilur geisa nú í Borgarahreyfingunni. Stjórnin er klofin; þrír á móti tveimur. Til stendur að meiri- hlutinn segi upp samning- um við tvo kvikmyndagerð- armenn sem unnið hafa að kynningarmyndböndum fyrir flokkinn, vegna meintra van- efnda. Minnihluti stjórnar- innar mótmælir kröftuglega og segir stjórnarmeirihlut- ann brjóta lög og svíkja samn- inga. Deilurnar eiga rætur að rekja til meints fjárdráttar, eða óreiðu í bókhaldi, varafor- manns stjórnar Borgarahreyf- ingarinnar, Guðmundar Andra Skúlasonar. Hann ber af sér all- ar sakir og hefur í ítarlegu máli svarað öllum ásökunum. Guðmundi Andra hefur verið sagt upp sem talsmanni flokksins og stjórnarmeirihlut- inn undirbýr kæru á hendur honum til efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra vegna skjala úr bókhaldi sem hann segir ekki hafa skilað sér. Guð- mundur Andri segist þó hafa afhent allt það sem lög geri ráð fyrir, að því undanskildu að hugsanlega vanti fjórar kvittanir upp á nokkur þús- und krónur, sem stjórninni sé þó fullkunnugt um fyrir hvað standi, enda hafi stjórnarfor- maður flokksins verið með í för. Myndböndin sem skiluðu sér ekki „Þetta er svolítið í uppnámi eins og er en það eru lögmenn beggja vegna borðsins sem eru að tala saman og reyna að finna lausn,“ segir Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, formað- ur stjórnar Borgarahreyfingar- innar. Hún segir að til standi að segja upp samningi sem flokkurinn gerði við Gunnar Sigurðsson og Herbert Svein- björnsson. Þeir hafa verið á launaskrá hjá flokknum í sum- ar og höfðu tekið að sér að út- búa 40 stutt kynningarmynd- bönd fyrir flokkinn, sem áttu aðallega að vera unnin upp úr siðferðisbindi rannsóknar- skýrslu Alþingis. Fyrir það áttu þeir að fá 350 þúsund krónur hvor á mánuði, í fimm mánuði. Þórdís segir að myndbönd- in hafi ekki skilað sér líkt og um hafi verið samið. „Það lítur ekki út fyrir að þeir hafi stað- ið við sinn hluta samnings- ins,“ segir hún. Því standi til að segja upp samningum við þá. Sú ákvörðun hafi verið tekin á stjórnarfundi í júlí. Guðmund- ur Andri, sem hefur tekið upp hanskann fyrir Gunnar og Her- bert, skrifaði uppsagnarbréf- ið daginn eftir fundinn, eins og hann telur að honum hafi borið að gera eftir ákvörðun stjórnarinnar. Hann segir að undirbúningsvinna við mynd- böndin hafi verið vel á veg komin þó engin myndbönd hafi verið tilbúin. Mestur tími fari í undirbúning. Uppsögn- in hafi því þær afleiðingar að mikilli vinnu og peningum, á fimmtu milljón króna, hafi ver- ið sólundað vegna upphlaups stjórnarinnar. Segir stjórnina brjóta lög Þeir Guðmundur Andri Skúlason og Lárus Ómars- son, stjórnarmenn í flokkn- um, skrifuðu yfirlýsingu eft- ir stjórnarfund sem haldinn var 2. ágúst, á þriðjudag. Í henni birta þeir kröfu sem þeir segjast hafa lagt fram á fund- inum þar sem þeir fara fram á að gert verði upp við Gunn- ar og Herbert vegna þeirra starfa. Í bókuninni tala þeir um frumhlaup meirihluta stjórnar Borgarahreyfingarinnar vegna starfssamninga Gunnars og Herberts og segja stjórnar- meirihlutann ekki fara að lög- um. „Stjórn Borgarahreyfing- arinnar verður að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim starfsmönnum sem hér um ræðir og greiða þeim nú þegar laun fyrir liðinn mánuð ásamt því að gerð er krafa um að gengið verði til uppgjörs við þá aðila varðandi það sem út af stendur, án tafar,“ segir í kröfunni. Í samtali við DV segir Guðmundur Andri enn frem- ur að sú ákvörðun að neita að borga þeim laun nú um mán- aðamótin, fyrir júlí, gangi þvert á landslög, kjarasamninga og grundvallargildi Borgarahreyf- ingarinnar. „Þessir menn þurfa nú að lifa á betli þennan mán- uðinn, til að eiga fyrir útgjöld- um.“ Hótun um lögsókn Krafan var ekki samþykkt á fundinum. Úr yfirlýsingu Guð- mundar Andra má lesa undir- liggjandi hótun um lögsókn verði kvikmyndagerðarmönn- unum ekki greidd umsam- in laun. „Er mér, sem varafor- manni stjórnar og fulltrúa í minnihluta, annað ómögulegt en að tilkynna þetta formlega og upplýsa þar með um að sam- kvæmt ákvörðun meirihluta stjórnar, þá er alls óvíst að laun verði greidd út á næstu dögum nema til komi utanaðkomandi aðstoð fagaðila, s.s. verkalýðs- félaga og/eða lögmanna.“ Þeir Lárus segja einnig í kröfunni sem þeir settu fram á fundin- um að greiða skuli launin „… án tafar frá launagreiðslum og uppgjöri áður en frekari kostn- aður hlýst af.“ Út á kostnað flokksins Þetta ósætti innan Borgara- hreyfingarinnar á sér forsögu. Eins og DV greindi frá 27. júlí síðastliðinn sakar stjórn- armeirihlutinn Guðmund Andra um óheiðarleg vinnu- brögð. Gögn vegna milli- færslna af reikningi Borgara- hreyfingarinnar vanti og að stjórnin hafi ekki veitt heim- ild fyrir opnun debetkorts fyr- ir Gunnar Sigurðsson. Þá hafi Guðmundur Andri, án heim- ildar stjórnarmeirihluta, afl- að sér aðgangs að reikning- um Borgarahreyfingarinnar. Þá er hann sakaður um að hafa ekki sinnt vinnu við vef flokksins og hafa seint eða illa svarað fyrirspurnum fyrrver- andi gjaldkera um reikninga og bókhald flokksins. Hann hafi auk þess farið í utan- landsferðir þegar hann var á launum hjá flokknum, til þess að vinna störf sem ekki komi flokknum við. Þá hafi hann torveldað aðgengi stjórnar- manna að skrifstofu flokks- ins, en þar er einnig skrifstofa Samtaka lánþega, samtak- anna sem Guðmundur Andri stofnaði árið 2009. Guðmundur Andri hef- ur vísað þessu öllu á bug. Kostnaðaráætlun vegna kvik- myndaverkefnisins hafi leg- ið fyrir og debetkortsreikn- ingurinn hafi verið opnaður „til að auðvelda utanumhald og eftirlit með kostnaði“, eins og segir í greinargerð hans. Hann vísar einnig á bug að hafa meinað nokkrum um aðgang að skrifstofu flokksins og ekki sinnt sínu starfi. Guðmundur Andri hef- ur kallað ásakanirnar rætna aðför að starfsheiðri sínum. „Allar ásakanir á hendur undirrituðum eru órökstudd- ar dylgjur. Ekkert í málflutn- ingi stjórnarformanns stenst skoðun og ekkert sem stjórn- arformaður heldur fram er stutt neinum gögnum. Hér er aðeins um rætna tilraun til mannorðsskemmda að ræða,“ skrifaði Guðmundur Andri meðal annars. Hann hefur einnig kallað eftir því að óháður aðili skoði hans störf. Daginn eftir að DV birti frétt- ir af málinu var Guðmundi Andra formlega sagt upp störfum sem tímabundnum verkefnastjóra Borgarahreyf- ingarinnar. Uppsögnin hafði verið samþykkt á stjórnar- fundi 20. júlí. Ásakanir um lygar Í greinargerð sem Björg Sig- urðardóttir, varamaður í stjórn, gerði vegna þessara mála kemur fram að samið hafi verið um að þeir Gunnar og Herbert ynnu 40 myndskeið á fimm mánuðum. Sú vinna átti að hefjast í byrjun maí. „Hér er aðeins um rætna til- raun til mannorðs- skemmda að ræða. Stjórnarformaður Þórdís Björk (tv) segir að nú sé beðið eftir að lögmenn beggja aðila fundi með aðilum málsins. Mannorðsmorð? Guðmundur Andri segir öll sín störf fyrir flokkinn standast skoðun og hefur raunar kallað eftir skoðun hlutlausra aðila. „Uppsögnin hafi því þær afleiðingar að mik- illi vinnu og pening- um, á fimmtu milljón króna, hafi verið sól- undað vegna upp- hlaups stjórnarinnar. Barist í Borgara- hreyfingu Stjórnmál Baldur Guðmundsson baldur@dv.is n Harðar deilur í Borgarahreyfingunni n Talsmaður flokksins rekinn n Stjórnin samþykkir að kæra Guðmund Andra n Talar um mannorðsskemmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.