Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 24
Mannhaf á mótmæl- um í Hama Fólk streymdi á mótmæi í Hama en nú þora íbúar vart út á götu. 24 | Erlent 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað Sýrlensk stjórnvöld halda áfram að berja niður mótmæli af mikilli hörku. Samkvæmt yfirlýsingu frá aðgerða- hópnum Avaaz voru 109 manns drepnir í borginni Hama á fimmtu- daginn. Mannréttindahópar höfðu áður haldið því fram á 30 manns hefðu fallið í Hama á miðvikudaginn. Þrátt fyrir það héldu mótmæli áfram um kvöldið víðs vegar um Sýrland og var skotið á sex manns aðfaranótt fimmtudags. Ástandið í Hama þykir mjög alvar- legt. Að sögn íbúa í borginni þorir fólk ekki að fjarlægja lík af götum af ótta við leyniskyttur og dæmi eru um að menn læðist með veggjum. Þá deyja særðir íbúar á sjúkrahúsum vegna þess að rafmagn hefur verið tekið af í borginni. Íbúar segja að matur og vatn sé af skornum skammti. Her- inn er sagður hindra að matvæli ber- ist til borgarinnar. Þess eru dæmi að fólk hafi reynt að flýja Hama og ná sér í mat en verið skotið af hermönnum sem standa vörð um borgarmörkin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er gegn mótmælendum í Hama. Árið 1982 bældu stjórnvöld niður upp- reisn í borginni af mikilli hörku. Töl- ur fallina hafa verið á reiki og eru allt frá þrjú þúsund borgurum til 40 þús- unda. Nú er talið að að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi fallið í þeim átökum. Borgin hefur fengið á sig orð- stír sem nokkurs konar uppreisnar- borg, en á áttunda áratugnum hafði sýrlenska deild Bræðralags múslima höfuðstöðvar sínar þar. Skotið á fólk af handahófi Íbúar í Hama eru margir óttaslegn- ir og segja hermenn skjóta á fólk af handahófi. Fyrrverandi sýrlenskur hermaður segir herinn ekki gera neinn greinarmun á konum, börn- um, vopnlausum mönnum og vopn- uðum mönnum. „Það er nóg til af skotfærum, enginn mun spyrja hvert fólkið fór. Skjótið,“ hafði maðurinn eftir fyrrverandi herforingja sínum. Hann skaut upp í loftið og á tómar byggingar til að komast hjá því að drepa fólk. „Um tíma fannst mér ég ramba á barmi taugaáfalls en eftir smástund vandist ég því að sjá öll líkin,“ bætti hermaðurinn við. Hann sagði að hermenn hefðu enga hugmynd um hvað væri að gerast í kringum sig þar sem þeir fengu einungis fréttir frá ríkisfjölmiðlum. Hermaðurinn hefur nú flúið til Líbanon. Skriðdrekar keyrðu yfir mót- mælendur Mannréttindasamtök segja að um 140 manns hafi verið drepnir í árás- um hersins á mótmælendur í vik- unni og var mannfallið mest í Hama. Herinn réðst inn í borgina aftur á sunnudaginn fyrir viku, eftir að hafa dregið sig til baka frá borginni og set- ið um hana í kjölfarið. Talið er að um það bil 60 mótmælendur hafi fallið í þeirri árás en mannréttindahópar héldu því fram að yfir 100 mótmæl- endur hefðu fallið. Skotið var á mót- mælendur með vélbyssum og þá var skriðdrekum ekið yfir mótmælendur. „Ég sá það með eigin augum þegar skriðdreka var ekið yfir ungan dreng sem var með grænmeti á mótorhjóli,“ sagði íbúi í Hama sem vildi meina að 250 borgarar hefðu fallið í vikunni. Ekki hefur fengist heildarmynd yfir hvað hefur nákvæmlega gerst síð- an á sunnudaginn fyrir viku. Stjórn- völd hafa takmarkað aðgang alþjóð- legra fjölmiðla að landinu og þá hafa verið vandræði með samskiptatækni þar sem lokað hefur verið fyrir síma á mörgum stöðum. Hvorki er hægt að staðfesta neinar tölur yfir fallna borgara, en þær hafa verið töluvert á reiki, né nákvæma framvindu at- burðanna. Fyrir innrás hersins á sunnudag- inn var talið að yfir 1.600 borgarar og um 400 sýrlenskir hermenn hefðu fallið á þeim fjórum mánuðum sem mótmælin hafa staðið yfir. Amnesty International kveðst hafa nöfn 1.500 borgara sem fallið hafa í átökunum. Segja yfirlýsingu SÞ máttlausa Átökin í Sýrlandi hafa staðið í skugga borgarastyrjaldarinnar í Líbíu og vöktu litla athygli umheimsins fyrr en nú í vikunni. Margir þjóðarleið- togar fordæmdu aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda og stjórnmálamenn köll- uðu eftir viðbrögðum alþjóðasam- félagsins í kjölfarið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna brást svo loks við á miðvikudaginn og fordæmdi ofbeldi sýrlenskra stjórn- valda gegn mótmælendum. Ekki náðist samstaða um ályktun sem hefði verið mun þýðingarmeiri. Evr- ópuríkin í öryggisráðinu vildu flest ganga lengra í að fordæma aðgerð- irnar en Rússar voru því hins vegar andvígir, en Sýrlendingar hafa lengi verið sérstakir bandamenn þeirra. Í ályktuninni stendur meðal ann- ars: „Öryggisráðið kallar eftir því að öllu ofbeldi verði hætt þegar í stað og brýnir fyrir öllum aðilum að sýna stillingu og halda aftur af hefndar- aðgerðum, meðal annars árásum á ríkisstofnanir.“ Þetta orðalag er talið til marks um málamyndun sem feli í sér sök bæði stjórnar al-Assads og uppreisnarmanna. Yfirlýsingin þykir einnig útiloka að erlent herlið verði sent til Sýrlands. Eina ríkið sem ekki tók undir þessa yfirlýsingu var nágrannaríkið Líbanon sem þó stóð ekki í vegi fyr- ir yfirlýsingunni. Fulltrúi Líbanon sagði að yfirlýsing hjálpaði ekki til við að takast á við ástandið í Sýrlandi. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagði yfirlýsinguna með- al annars þýða að al-Assad sé smám saman að einangrast á alþjóðavett- vangi. Amnesty International sagði hins vegar viðbrögð Sameinuðu þjóðanna vera gersamlega ófull- nægjandi. Jose Luis Diaz, fulltrúi samtakanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði yfirlýsinguna slappa og kallaði eftir því að málið færi fyrir Al- þjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag. Lítill áhugi Bandaríkjanna Þrátt fyrir að fulltrúi Bandaríkj- anna hafi samþykkt yfirlýsinguna og Obama áður fordæmt aðgerðir Sýr- lands virðist áhugi Bandaríkjanna ekki mikill. Einungis einn þingmaður úr ut- anríkisnefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings mætti þegar nefndin átti að spyrja Robert S. Ford, sendi- herra Bandaríkjanna í Sýrlandi, um ástandið í Sýrlandi. Þar átti Ford meðal annars að vera spurður um hlutverk sitt sem sendiherra í Sýr- landi og stefnu stjórnvalda gagnvart Sýrlandi. Ford sagði meðal annars sitt helsta verkefni að tengjast leiðtogum aðgerðasinna og koma til móts við þarfir þeirra. Ford mælti gegn hern- aðarafskiptum Bandaríkjanna í Sýr- landi. „Þeir eru sjálfstæðir, þeir vilja ekki hernaðaraðstoð,“ sagði Ford um sýrlensku uppreisnarmennina. Hann sagði enn fremur að ástandið í Sýrlandi snerist ekki um Bandaríkin beinlínis, en það gæfi Bandaríkjum þó tækifæri til að koma grunngildum og hugmyndum sínum á framfæri. Af þessum orðum má telja ólíklegt að Bandaríkin sendi herlið þangað líkt og gert var í Líbíu. Heita að mótmæla hvert einasta kvöld Al-Assad brást hins vegar við yfirlýs- ingu öryggisráðsins með úrskurði um að fjölflokkakerfi yrði komið á fót. Sana, fréttastofa í eigu sýrlenska ríkisins, greindi frá því. Flokkur al- Assads, Ba’ath-flokkurinn, hefur verið einráður í Sýrlandi síðan 1963. Hins vegar kemur ekki fram hvernig úrskurðinum verði hrundið í fram- kvæmd. Al-assad hefur hingað til haldið uppi stöðugum áróðri gegn mót- mælunum og sagt glæpagengi standa á bak við þau með stuðningi erlendra afla án þess að skilgreina nánar hvaða öfl það séu. Mótmælendur í Sýrlandi taka lítið mark á úrskurðinum og segja hann sjónarspil enda heldur fólk áfram að falla í aðgerðum hersins. Krafa mótmælenda um að al-As- sad víki stendur enn. Mótmælend- ur hafa heitið því að safnast saman hvert einasta kvöld í ramadan, hin- um helga föstumánuði múslima, til að mótmæla, þá einkum í kjölfar bænahalda. Veigamestu mótmælin eru haldin á föstudögum og í dag, föstudag, verða mótmæli haldin undir yfirskriftinni „Guð með okk- ur? Ert þú með okkur?“ n Alvarlegt ástand í Hama þar sem herinn réðst inn n SÞ fordæmir ofbeldið með „máttlausri“ yfirlýsingu n Erlent herlið ólíklegt „Um tíma fannst mér ég ramba á barmi taugaáfalls en eftir smástund vandist ég því að sjá öll líkin. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Skotið á fólk í leit að mat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.