Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Page 27
V
ið vissum það strax í upphafi
að valdastéttin og menntae-
lítan myndi tala starf okkar í
stjórnlagaráði niður. Fyrir lá
að þeir sem telja sig réttborna hand-
hafa valdsins og þeir sem þykjast sér-
staklega til þess bærir að túlka óskýra
lýðveldisstjórnarskrána er ekkert
gefið um að fulltrúar fólksins í stjórn-
lagaráði vasist í því að skrifa stjórnar-
skrá á mannamáli.
Því ber þó að fagna að fjölmarg-
ir hafa fjallað málefnalega um frum-
varpið og gott er fá uppbyggilega
gagnrýni. Við skulum fyrir alla muni
takast á um inntak og efni nýrrar
stjórnarskrár. Skárra væri það nú. En
frá því að við skiluðum af okkur fyrir
viku hafa nokkrar fyrir séðar atlögur
verið gerðar. Það eitt hefur komið á
óvart hve veikburða þær hafa verið.
Mig langar þó að nefna hér stuttlega
þrjár greinar sem birtust í Frétta-
blaðinu í liðinni viku.
Túlkunarvaldið
Brautarstjóri lagadeildar Háskólans
á Akureyri, Ágúst Þór Árnason, reið á
vaðið daginn fyrir afhendingu frum-
varpsins og lagði út af fyrri drögum
sem þó tóku töluverðum breytingum
áður en frumvarpið var samþykkt
samhljóða í stjórnlagaráði. Ágúst
veltir upp ýmsum þörfum spurning-
um en dvelur einkum við aðfaraorð-
in – sem fylgja frumvarpinu – og hug-
takanotkun.
Stjórnlagaráð einsetti sér að skrifa
frumvarp að nýrri stjórnarskrá á
mannamáli en ekki á lagalegu dul-
máli sem stjórnskipunarfræðingum
er látið eftir að túlka. Þess vegna segj-
um við að á Íslandi sé þingræði og
að Alþingi fari með löggjafarvaldið í
umboði þjóðarinnar. Ágúst sér mjög
eftir hinu óljósa orðalagi um þing-
bundna stjórn sem hafi verið fórnað
og þykist í furðulega afundinni yfir-
lýsingu ekki skilja „nýyrðið“ þing-
ræðisstjórn. Hann veit auðvitað jafn
vel og aðrir skólagengnir Íslending-
ar að þingræði er þegar ríkisstjórn
situr í skjóli þings. Á því vildum við
hnykkja. Við vildum einmitt gera Al-
þingi hærra undir höfði en áður.
Flokksvaldið
Alþingi fól þeim 25 sem efstir urðu
í stjórnlagaþingskosningunum að
semja frumvarp að nýrri stjórnar-
skrá. Vinna stjórnlagaráðs hvíldi
á starfi stjórnlaganefndar og allra
þeirra stjórnarskrárnefnda sem
heykst hafa á því verkefni að end-
urskoða grundvallarlög lýðveldis-
ins. Í því ljósi eru ummæli Þorsteins
Pálssonar, fyrrverandi formanns
Sjálfstæðisflokksins, athyglisverð-
ar. Hann kallar frumvarpið að nýrri
stjórnarskrá „áfangaskjal“, í því séu
„hugmyndir“, „sumar nýtilegar, aðrar
ekki.“
Þá segir hann að með því að
færa verkefnið út fyrir veggi Alþing-
is hafi forsætisráðherra gert sérstak-
an ágreining við Sjálfstæðisflokk-
inn [sic!]. Honum þykir greinilega
óhugsandi að hægt sé að endur-
skoða stjórnarskrána án þess að
Sjálfstæðisflokkurinn veiti því starfi
forystu. Sem er í sjálfu sér ansi um-
hugsunarvert.
Sérfræðivaldið
Loks tók til máls í fyrradag stjórn-
sýslufræðingur sem furðaði sig á því
að stjórnlagaráð legði til aukið pers-
ónukjör innan ramma þingræðis-
ins. Að persónukjör kippi fótunum
undan þingræðinu. Ég viðurkenni
að ég var lengi að klóra mér hausn-
um yfir þeirri yfirlýsingu því slíkt
kerfi er einmitt viðhaft víða og hefur
barasta gengið vel – svo sem í Dan-
mörku, Finnlandi, Írlandi og Sví-
þjóð.
Stjórnsýslufræðingurinn hélt svo
áfram að fabúlera um ýmsa galla
persónukjörs. En nú vill svo til að
áhrif persónukjörs hafa verið þaul-
rannsökuð og flestar tilgáturnar
sem slengt var fram hafa fyrir löngu
verið afsannaðar. Meðal annars sú
að persónukjör veiki stjórnmála-
flokka og ríkisstjórn.
Í yfirferð finnska fræðimannsins
Lauri Karvonen (2004) yfir helstu
tilgátur og rannsóknir á áhrifum
persónukjörs kemur berlega í ljós
að það hefur engin áhrif á pólitískan
stöðugleika, flokkakerfið, endurnýj-
un fulltrúa, fylgissveiflur, kosninga-
þátttöku eða árangur kvenna. Pers-
ónukjör kallar hins vegar á strangari
reglur um fjármál framboða og afar
veik fylgni mælist varðandi það að
persónukjör dragi svolitla agnarögn
úr flokkseiningu. Sem birtist í því
að rétt aðeins dregur úr samheldni
þingflokka í atkvæðagreiðslum á
þingi. Það er allt og sumt. Munurinn
er samt varla mælanlegur, svo sem á
milli Noregs þar sem persónukjör er
ekki viðhaft og í Finnlandi þar sem
er afar sterkt persónukjör. Það eina
sem raunverulega mælist í yfirferð
Karvonen er að þar sem persónu-
kjör er viðhaft er fólkið ánægðast
með stöðu lýðræðisins.
Við alla þessa umræðu bætist svo
auðvitað það að neikvæð áhrif pers-
ónukjörs eru fyrir löngu komin fram
á Íslandi, eftir að prófkjörin fóru að
ryðja sér til rúms á áttunda áratugn-
um.
Upplýst umræða
Við skulum fyrir alla muni ræða öll
þessi mál í þaula. Upplýst, gagnrýnin
umræða er forsenda góðra ákvarð-
ana. En svona klór valdastéttarinn-
ar og menntaelítunnar er því miður
ekki mikils virði.
Umræða | 27Helgarblað 5.–7. ágúst 2011
Ætlar þú að sjá gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn?
„Já, ég er aðstandandi og hjálpaði til við
undirbúning.“
Sesselja Jónsdóttir
52 ára húsmóðir
„Já, ég mun taka myndir þar.“
Kim Mortensen
51 árs rafvirki
„Já, auðvitað.“
Sigrún Björk Friðriksdóttir
29 ára nemi
„Já, það ætla ég að gera.“
Helga Guðmundsdóttir
29 ára móðir
„Já, að sjálfsögðu.“
Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir
31 árs smíðakennari í fæðingarorlofi
Myndin Grösug borg Reykjavíkurborg hefur þurft að skera niður á ýmsum sviðum og þar á meðal í slætti grænna svæða, eins og glöggt má sjá á þessari mynd. Hér virðist
sem stráin teygi sig upp eftir Stjórnarráðinu. Mynd Eyþór ÁrnaSon
Maður dagsins
Stefnir í úrslit
á Ólympíu-
leikunum
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari tryggði
sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum og á
heimsmeistaramótinu í frjálsum. Ásdís segir
velgengnina byggja á mikilli vinnu og áhuga
á íþróttinni.
Hvar ertu alin upp?
„Ég er alin upp í Reykjavík, í Fossvoginum
nánar tiltekið.“
Hvað drífur þig áfram?
„Metnaður til að bæta mig, gera betur í dag
en í gær.“
Átt þú þér fyrirmynd?
„Já, eiga ekki allir sér fyrirmyndir? Það er til
fullt af frábæru íþróttafólki sem ég lít upp
til. Ólafur Stefánsson er ein mín stærsta
fyrirmynd.“
Hvenær byrjaðir þú að æfa íþróttir?
„Ég byrjaði að æfa fyrst þegar ég var tíu ára
en fór að einbeita mér alfarið að spjótkasti
þegar ég var að verða 16 ára.“
Áttu ráð handa krökkum sem vilja
ná langt?
„Númer eitt, tvö og þrjú er að finna sér íþrótt
sem maður hefur gaman af. Spjótkastið er
það skemmtilegasta sem ég geri. Ef manni
þykir gaman þá er maður tilbúinn að leggja
mikið á sig og það þarf. Þetta er mikil vinna
en svo 150 prósent þess virði.“
Hvernig tilfinning var að tryggja sér
þátttöku á ólympíuleikunum og
heimsmeistaramótinu?
„Þetta var alveg frábært og mikill léttir. Ég
hef oft kastað yfir þessa lengd en ekki innan
þessara tímamarka. Léttirinn er því mikill og
nú getur maður einbeitt sér að því að undir-
búa sig fyrir þessi mót.“
Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót?
„Ég hreyfi mig um morguninn og kem þannig
blóðinu aðeins af stað. Svo er mikilvægt að
borða vel og drekka mikið vatn. Eins fer ég
í gegnum köstin í huganum, horfi jafnvel
á gömul myndbönd og set upp hvernig ég
ætla að gera þetta. Svo er bara að slaka á
fram að móti.“
Hvaða markmið seturðu þér á
ólympíuleikunum?
„Ég ætla mér að minnsta kosti í úrslit en
þangað komast tólf bestu. Mitt markmið er
að vera á meðal þeirra. Ef það tekst endur-
skoða ég hvaða markmið ég set mér. Maður
tekur eitt skref í einu.“
Hvað er fram undan?
„Ég keppi á demantamóti á föstudaginn og
svo bikarkeppni hér heima helgina eftir það.
Svo er bara að halda áfram undirbúningi
fyrir HM. Eins er ég að vinna í masterverkefni
mínu á milli keppnisferða og æfinga og ætla
að klára það með krafti þegar tímabilinu
lýkur í haust.“
Kjallari
dr. Eiríkur
Bergmann
Andstöðuöflin ýfa sig
Dómstóll götunnar
„Stjórnlagaráð ein-
setti sér að skrifa
frumvarp að nýrri stjórnar-
skrá á mannamáli en ekki
á lagalegu dulmáli sem
stjórnskipunarfræðingum
er látið eftir að túlka.