Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Side 28
28 | Viðtal 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
Rauðskalli Brennivínsson var hann
kallaður í æsku. Rauðhærður og
freknóttur, sonur drykkjumanns,
varð hann fyrir aðkasti og sumir for-
eldrar meinuðu börnum sínum að
leika við hann. „Ég varð fyrir lát-
lausu einelti,“ útskýrir Gunnar. Sjö
ára gamall lærði hann að lesa og
segist hafa lesið sér til lífs, tvær til
þrjár bækur á dag
um margra ára
skeið. Leitar enn
þangað ef eitt-
hvað á bjátar og
finnur gleðina í
því að fá að sitja
einn og lesa góða
bók. „Börn eru
grimm,“ segir
hann og bætir því við að æskan hafi
búið að hann undir það sem síðar
varð en líf hans hefur langt í frá verið
átakalaust.
Skortur á heimilinu
Hann ólst upp í Smáíbúðahverfinu.
Foreldrarnir höfðu ekki mikið á milli
handanna, mamma hans átti undir
högg að sækja og á kvöldin settist faðir
hans upp á reiðhjól með skóflu á bak-
inu. Hann var að fara að grafa grunn
fyrir húsi fjölskyldunnar. Sjálfur bar
Gunnar út blöð frá barnsaldri og lagði
þannig sitt af mörkum til heimilisins.
„Ég fæ verk í axlirnar þegar ég hugsa
um það þegar ég var að bera pokann
í Langagerði. Það eru mörg hús þar,“
segir hann og hlær. Þrátt fyrir allt var
fjölskyldan náin og mamma var hans
helsti bandamaður.
„Svona var þetta í gamla daga.
Þegar faðir minn lá banaleguna eyddi
ég miklum tíma með honum og
spurði hvernig hefði staðið á því að
hann réðst í að byggja þetta hús með
tvær hendur tómar og fjögur börn.
Svarið stóð ekki á sér en það kom mér
úr jafnvægi: „Guð sagði mér að gera
það. Og alltaf þegar ég komst á þann
stað að ég gat ekki meira lagðist mér
eitthvað til. Mér barst hjálp eða verk-
færi til að halda áfram,“ sagði pabbi.
Hann var mikill áhugamaður um
trúmál og sem ungur maður tók hann
trúarlega afstöðu þótt það héldi ekki.
En þessi rit voru til á heimilinu og ég
las þau upp til agna. Þannig að ég vissi
það strax sem barn að þetta var heim-
ur sem var vert að skoða.“
Jesús birtist honum
Nítján ára gamall stundaði hann
nám í MH, lifði í glaumi og skemmti
sér með félögunum. Eins og þeir
fylgdist hann með stríðinu í Víet-
nam, kapítalismanum sem var að
grafa undan trúverðugleika sínum
og á hinum endanum hörmung-
unum í Tékkóslóvakíu. „Hægri og
vinstri öflin komu
bæði þannig fram
að það var ekki
hægt að treysta
þeim. Þannig að
ég leit upp til að
sjá hvort Guð
hefði lausn á
málunum. Þá var
í tísku að leita á
vit austurlenskra trúarbragða og ég
gerði það þar til ég sá að ég hafði far-
ið yfir lækinn til að ná í vatnið. Krist-
in trú hafði öll svörin.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
beygði knén fyrir Kristi Jesú og gerði
hann að leiðtoga í lífi mínu. Ég var
heima og lá uppi í rúmi með pípuna
mína og las bókina Kristur, Biblían
og vantrúin. Ég var að reyna að átta
mig á því hvernig það gæti verið að
maður hafi verið krossfestur fyrir
2.000 árum og að það skipti mig máli.
Þá birtist Kristur mér. Ég sá and-
lit hans og augu, fann hann horfa á
mig og trúna fylla tómið innra með
mér með kyrrð, öryggi og fullvissu.
Allt þetta skorti þegar ég leit á ver-
öldina í kringum mig og vonbrigðin
með pólitískar stefnur voru gríðar-
leg. Og heima var ekkert til að halla
sér að í sjálfu sér, þannig að trúin
var mér kærkomin. Það var þetta
sára tóm hjartans og þessar tilvistar-
spurningar sem brunnu á mér – af
hverju ég ætti að druslast í gegnum
þetta líf í sjötíu ár til þess að deyja, til
hvers þetta væri allt saman og hvað-
an þetta kæmi. En þegar ég horfði í
augu Jesú var eins og ég fengi skiln-
ing án þess að skilja. Upp frá því
augnabliki breyttist líf mitt,“ segir
Gunnar þar sem hann situr í stof-
unni á heimili þeirra hjóna, hans og
Jónínu Benediktsdóttur.
Seldi allt og fór út
Skömmu síðar gekk hann inn á
árshátíð MH á Þórskaffi og fann að
það var ekki fyrir sig, sneri við í dyr-
unum og fór á bænastund í Fíladel-
fíu. Hann sá veröldina í nýju ljósi
og það sem hafði áður rekið hann
áfram í rótleysi hvarf. Þess í stað
fylltist hjarta hans af gleði, frið og
ró. Umbyltingin varð svo mikil að
hann stóð upp, frammi fyrir skóla-
félögunum á sal, og tilkynnti þeim
nýfengna trú sína, hætti að um-
gangast vini sína og eignaðist nýja
fjölskyldu í hópi trúaðra. „Ég afrækti
annað samfélag,“ útskýrir hann. „En
til þess að geta gengið þennan veg
sá ég fram á að þurfa maka sem
hefði styrk til að ganga hann með
mér. Ég vildi gifta mig og hafa þetta
á hreinu. Þannig taldi ég mig fylgja
lífsstefnu minni. Eftir á að hyggja
hefði ég helst viljað að fólk biði al-
mennt með hjónaband til 25 ára
aldurs.“
Eiginkonu sinni fyrrverandi
kynntist hann í þessum söfnuði.
Hún var trúuð og hafði verið frá
barnæsku. Þau giftu sig tvítug, eign-
uðust fjögur börn og áttu nokkur
góð ár saman. En þetta var ekki allt-
af auðvelt. Árið 1979 seldu þau allt
sem þau áttu og fóru út til Banda-
ríkjanna þar sem
Gunnar sótti
biblíuskóla í eitt
ár. „Ég gaf mér
þetta ár til þess
að meta stöð-
una til framtíðar.
Það er svo auð-
velt að láta glepj-
ast af einu eða
öðru. Ég sá að
tíminn hljóp frá
mér og ég var að
gefa atvinnulíf-
inu og framkvæmdum allt mitt líf.
Og ákvað að gefa Guði allan minn
tíma.“
Tíu ár í ástlausu hjónabandi
Upp frá því var Krossinn til. Á með-
an þau hjónin voru að byggja söfn-
uðinn upp þá sinntu þau sjálfum sér
og hjónabandinu lítið sem ekkert.
„Ég vann mikið og það kom niður á
hjónabandinu. Í raun fórnaði ég fjöl-
skyldulífinu. Þetta var ekki boðlegt
og ég myndi ekki gera það aftur. Ég
held að við höfum farið einu sinni í
saman í frí sem fjölskylda. Á meðan
fjarlægðumst við hvort annað.
Hjónabandið var erfitt alla tíð. Og
það var ekkert hjónaband síðustu tíu
árin áður en við skildum. Við eigum
börn saman og það er vinátta á milli
okkar en við áttum ekki samleið. Það
er gríðarlega erfitt að vera í hjóna-
bandi í tíu ár sem byggist ekki á ást-
arsambandi.“
Bílslysið var upphafið að
endinum
Föstudaginn 13. janúar 1995 lentu
þau svo í alvarlegu slysi á leið-
inni heim frá Hveragerði. Bíll kom
á móti þeim en á þeirra akrein svo
hann skall framan á þeim með þeim
afleiðingum að Ingibjörg slasaðist
mikið. „Það var kannski upphafið
að endinum,“ segir Gunnar. „Hún
náði sér aldrei alveg eftir þetta en
eyddi miklum tíma í að reyna að ná
heilsu.
Ég missti ekki meðvitund, sá bíl-
inn koma á móti mér og beið eft-
ir því að hann færi aftur yfir á sína
akrein. Ég hélt að hann hlyti að gera
það. Þegar engu var hægt að bjarga
greip ég í stýrið og reyndi að beygja
út af en það var um seinan. Þetta
var mikill árekstur. Það var snjófok
en engin blinda.
Ég fór út úr bílnum
til að athuga hvort
það væri lífsmark
með ökumannin-
um í hinum bíln-
um og sá að það var
svo. Þetta var ungur
strákur sem var á
leið í mat til móð-
ur sinnar á Selfossi.
Síðan kom ég aftur
inn í bíl til þess að
hringja í lögregluna
og þá leit ég á hana og sá að hún var
meðvitundarlaus í beltinu. Þetta
var óhugnanleg, erfið og mikil lífs-
reynsla.“
Erfitt að fyrirgefa árásir á
börnin
En lægðin átti enn eftir að dýpka.
„Slysið var eins og inngangurinn að
því sem koma skyldi. Hvert stóráfall-
ið tók við af öðru. Mér leið stundum
eins og gæfan væri farin frá mér.
Til að byrja með var mikið álag
á okkur þegar við vorum að byggja
Krosshúsin og klofningur varð í
söfnuðinum. Um hundrað manns
fóru frá okkur og sumir þeirra höfðu
tengst okkur mjög sterkum böndum.
Faðir hans var drykkfelldur og fjölskyldan bjó við
skort. Í þokkabót var hann lagður í látlaust einelti og
kallaður Rauðskalli Brennivínsson. Hann fann síðan
frið í trúnni nítján ára þegar Jesús birtist honum.
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hefur reynt
meira en margur og segir Ingibjörgu Dögg Kjartans-
dóttur frá því af hverju hann vildi ekki skilnað þrátt
fyrir tíu ár í ástlausu hjónabandi og því hvernig honum
tókst að fyrirgefa morðingja móður sinnar og halda
kærleikanum í hjónabandinu þrátt fyrir ásakanir um
kynferðisbrot.
„Heima var ekkert
til að halla sér að í
sjálfu sér, þannig að trúin
var mér kærkomin. Það var
þetta sára tóm hjartans.
Ekki hatur í
mínu hjarta
„Síðan kom ég
aftur inn í bíl til
þess að hringja í lög-
regluna og þá leit ég á
hana og sá að hún var
meðvitundarlaus í belt-
inu. Þetta var óhugnan-
leg, erfið og mikil lífs-
reynsla.
„Hann kom að
henni þar sem hún
hafði verið myrt, hringdi
beint í mig og sagði mér
frá því sem hann sá. Þeg-
ar ég fékk þetta símtal
var eins og ég lamaðist.