Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 30
30 | Viðtal 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
það átti ég mjög erfitt með að fyrir-
gefa. Þau voru ung og áttu ekki að
þurfa að taka þennan slag.“
Ólýsanlegur dagur myrkurs
Á sama tíma fékk hann ógleyman-
legt símtal frá bróður sínum. Sá bjó í
Svíþjóð og var kominn til landsins til
að heimsækja móður þeirra. „Hann
kom að henni þar sem hún hafði
verið myrt, hringdi beint í mig og
sagði mér frá því sem hann sá. Þeg-
ar ég fékk þetta símtal var eins og ég
lamaðist. Það var ólýsanlegur dagur
myrkursins sem við gengum í gegn-
um þá og mikið högg.
Við höfðum svo samband við lög-
regluna og Geir Jón Þórisson var á
vaktinni, mikill vinur okkar. Hann
kom til okkar og það var huggun í
því. Hann leyfði okkur að fylgjast
með framvindu mála.
Systir mín var erlendis og ég þurfti
að láta hana vita og segja börnunum
mínum frá þessu. Svo var skóli dag-
inn eftir og þú veist að morð í fjöl-
skyldunni er eineltisefni í skólanum.
En við höfðum samband við kennara
sonar míns sem tók sérstaklega vel á
þessu, kveikti á kerti og sagði börn-
unum frá því sem hafði gerst.“
Óvissan um morðið erfiðust
Fyrsta vikan var einstaklega erfið því
fjölmiðlar töldu sig hafa heimildir
fyrir því að sá sem myrti hana hefði
ætlað að ná sér niðri á Gunnari. „Þar
með var ég orðinn að einhvers konar
geranda. Það var sárt að sitja undir
því.
Þessi óvissa tók á, hver gerði svona,
hvort þetta væri einhver sem ég
þekkti og af hverju einhver gæti myrt
gamla konu. Síðan kom í ljós að þessi
maður var óður af fíkniefnaneyslu og
var bara að leita að einhverjum. Hann
hafði bankað upp á hjá nágrannanum
fyrir ofan mömmu en þar voru gestir,
fór síðan til mömmu og sá að hún var
ein og varnarlaus.
Við héldum svo blaðamanna-
fund á laugardeginum þegar málið
var upplýst og fjölmiðlar fóru með
rétt mál í þessu efni. Ég hafði lofað
þeim því svo ég fengi frið til að syrgja
móður mína og grafa hana áður en ég
kynnti málið.“
Ber ekki hatur í hjarta sínu
Á grundvelli heilagrar ritningar
ákvað Gunnar að fyrirgefa þessum
manni. „Ég vildi ekki vera bundinn
honum þeim böndum að bera heift
til hans í hjarta mínu.“ Þannig að
Gunnar fór með
þáverandi eig-
inkonu sinni á
fund mannsins
þar sem hann
sat í fangelsi og
ræddi við hann.
„Ég gerði mér
grein fyrir því
að það var þessi
heiftarlega mis-
notkun hans á
fíkniefnum sem var aðalgerandinn
í málinu. Það er ekki hatur í mínu
hjarta.“
Maðurinn kom síðan á samkomu
núna í vetur. „Það var sérkennilegt
en ég kláraði það alveg. Ég spurði
hvort ég mætti ekki segja frá því hver
hann væri og hann játti því svo ég
gerði það.“ Aðspurður segist hann þó
ekki vita hvort hann vilji hafa hann
í söfnuðinum. Hann íhugar svar sitt
vandlega áður en hann svarar: „Þetta
er erfið spurning. Ég er ekki bara að
hugsa um mig. Ég er líka að hugsa
um hina. Ég veit ekki hvaða hug-
ur er í fjölskyldunni gagnvart því en
gagnvart mér væri það í lagi. Ég
myndi afgreiða það.
Mér myndi kannski
ekki líða vel með það
en það á ekki að
skipta máli. Rétt og
rangt er það sem á
að skipta máli og
á að vera okkur
að leiðarljósi. Við
verðum að fyrir-
gefa. Ef við fyrirgef-
um ekki verður okk-
ur ekki fyrirgefið.“
Vildi ekki skilja
Eftir allt sem á und-
an var gengið beið
Gunnar eftir
næsta áfalli.
„En
hjólin fóru að snúast og við fengum
byr í seglin.“ Nokkrum árum síðar
varð skilnaður þeirra hjóna þó orð-
inn óumflýjanlegur. Gunnar hafði þá
reynt að draga þá ákvörðun í nokkur
ár. „Ég átti mjög erfitt með að losa
um þetta hjónaband. Ég taldi mér
ekki fært að taka þetta skref. Kannski
hefðu aðstæður breyst. Ég taldi líka
að það væri hægt að breyta stöðunni
og bæta hana.
Meira að
segja þegar hún
fór fram á að
drífa þetta af
vildi ég bíða í
eitt ár í viðbót
en við ákváð-
um að lokum
að ljúka þessu.
Það var rétt
ákvörðun mið-
að við hvernig
staðan var orðin. En það var gríðar-
legur hvellur að skilja í þeirri stöðu
sem ég var í. Guð er ekki ánægður
með hjónaskilnaði en ef það er eng-
in önnur leið getur maður farið þá
leið. Til þess verða samt að vera ríkar
forsendur. Og þær voru vissulega til
staðar.
Eftir á að hyggja vildi ég að ég
hefði gert þetta fyrr, því það hefði
létt á stöðunni fyrir okkur bæði. Hún
vildi vera á öðrum vettvangi og það
er erfitt að vera í hjónabandi á Ís-
landi en með búsetu í Bandaríkjun-
um, þar sem hún hefur verið síðan
við skildum. Þar vildi hún vera.“
Kærum um
kynferðis-
brot vísað
frá
En að taka þá
ákvörðun var
hjóm eitt mið-
að við það sem
gekk á eftir að
Gunnar gekk
aftur í hjóna-
band. Þá steig
fyrrverandi
mágkona hans,
Sigríður Guðna-
dóttir, fram
ásamt sex öðr-
um konum, þar
á meðal Sól-
veigu systur sinni, og sakaði hann
um kynferðisbrot. Eftir talsverða um-
fjöllun í fjölmiðlum fékk málið með-
ferð hjá lögreglunni, þrátt fyrir að
sum af þessum meintu brotum væru
fyrnd.
Gunnar vill þó ekki meina að
fyrning hafi verið eina ástæða frá-
vísunarinnar og les upp úr bréfi sak-
sóknara: „Það tilkynnist hér með að
rannsókn ofangreindra mála sem
varða meint kynferðisbrot hefur ver-
ið hætt þar sem ekki þykir grundvöll-
ur fyrir frekari rannsókn.“ Þá bendir
hann á að rannsókn sé gjarna hætt
ef í ljós kemur að kæra hafi ekki ver-
ið á rökum reist, brot smávægileg og
fyrirsjáanlegt að rannsókn hafi för
með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og
kostnað. „Ég hugsa að hvorutveggja
hafi átt við. Fyrning á meintum brot-
um og að grundvöllur hafi ekki verið
fyrir rannsókn.
Ef grunur leikur á um það að þú
hafir kysst, komið við læri og snúið
upp á handlegg á sterkustu konu Ís-
lands eða ætlað að gera eitthvað þá
býr eitthvað annað að baki en sann-
leiksleit ef þú ferð með málið til fjöl-
miðla eða til lögreglu. Það er einhver
illvilji. Aðeins í þremur tilvikum var
ég sakaður um alvarleg brot.“
Vissi ekki um hvað þetta snerist
Á borðinu liggur græn mappa þar
sem Gunnar hefur safnað saman
gögnum um málið. Svona mál er
hvorki hægt að sanna né afsanna
með pappírum. Hann vill þó benda
á ýmislegt sem dregur úr trúverðug-
leika þeirra systra. Eins og að önn-
ur þeirra hafi sagt í Kastljósi að hún
hafi ekki verið skráð í Krossinn í tíu
ár og leggur síðan fram skjöl frá Hag-
stofunni þar sem kemur í ljós að hún
skráði sig úr Krossinum fjórum dög-
um fyrir við-
talið. „Þetta er
ekki aðalatrið-
ið í málinu en
þegar menn fara
með ósannindi
í svona málum,
sama hvers eðlis
þau eru, hvernig
á að vita hvenær
verið er að segja
sannleikann?
Þegar þessar
ásakanir komu
fyrst fram vissi
ég ekki hvaðan á mig stóð veðr-
ið, enda var það þá í formi
kjaftagangs. Ég vissi ekki hverj-
ir stóðu að baki þessu eða
um hvað ég væri sakaður. Ég
vissi bara að það var búið að
hringja í fjölda fólks, þetta
væri komið í fjölmiðla og
það stæði til að birta þetta í
sömu viku.“
„Ég er ekki saklaus
maður“
„Málið er það að ég get
verið galgopalegur
í samskiptum við
fólk og hef auð-
vitað gert fullt af
hlutum sem eru
óviðeigandi. Mér
þykir það mið-
ur. En það var
ekki kynferð-
islegt ofbeldi,
ég hef aldrei
áreitt neinn
kynferðislega,
hvorki karla né
konur. Galgopa-
hátturinn í mér
hefur kannski einhvern
tímann komið illa við einhvern.
Kannski hef ég ekki alltaf gætt
mín í samskiptum við veikara
kynið. Ef einhver hefur metið
framkomu mína sem kynferð-
islegt ofbeldi þá þykir mér það
leitt. Ég get sagt þér það að ég
er ekki saklaus maður, ég hef
margvíslega brotið af mér, en
þetta á ég ekki. Það er alveg á
hreinu og ég þakka Guði fyrir
það. Ég vil lifa í friði við Guð
og menn.“
Segir málið sprottið af
pólitík
Vill Gunnar meina að málið
sé sprottið upp af reiði, öf-
und og, eins og alltaf, póli-
tík, og segir að bók Jónínu
hafi flett ofan af samskiptum auð-
manna við gleðikonur á Flórída og
að umfjöllun Pressunnar flokkist
sem hreint og klárt einelti. „Ég er
á því að Pressunni hafi verið beitt í
þessu máli og þar hafi það verið sett
saman. Hvernig má það vera að fjöl-
miðill sem er rekinn með tugmillj-
óna tapi heldur áfram að tútna út?
Hann er notaður til þess að skekkja
umræðuna í ákveðnum málum.
Það eru hagsmunaaðilar á bak við
þetta mál og yfir því er ég sárreiðast-
ur. Sömu brögðum hefur áður verið
beitt gegn Jónínu þannig að fingra-
förin voru greinileg.“
Erfitt að verjast
Hann seilist í grænu möppuna og
nær í bréf frá hinni systurinni þar
sem hún biður hann afsökunar á því
að hafa talað dauða til hans og seg-
ist elska hann, hún hafi sett hann
á stall sem Guð í sínu lífi og sárnað
þegar hann studdi hana ekki. Í öðru
bréfi sem hún sendi þremur vikum
síðar segist hún ekki geta sofið eftir
að hann gekk í hjónaband. „Ég kann
engar skýringar á því af hverju konur
reiðast svona þegar ég gifti mig. En
hún dreif þetta mál áfram og ég held
að ástæðuna megi rekja til þessa.“
Síðan steig hver konan fram á
fætur annarri og Gunnar segir að
eftir því sem leið á málið hafi fram-
burður þeirra breyst. „Ég kann eng-
ar skýringar á því að svo margar séu
tilbúnar til að stíga fram með svona
ásakanir. Þegar ásökun er borin fram
um svona mál í samhengi við aðrar
sambærilegar ásakanir þá er orðið
illvígt að eiga við það og erfitt að verj-
ast. Ég var sakaður um hegðun óðs
manns. En svona haga ég mér ekki.“
Fagnaði lögreglurannsókn
„Ég get sagt þér
það að ég var bú-
inn að sitja und-
ir þessu í kjafta-
söguformi og það
var óbærilegt. Ég
vissi ekki neitt en
allir voru að tala
um mig. Á með-
an var ég að berj-
ast við vindmyll-
ur. Allt sem við
sögðum í málinu
var rangtúlkað og
notað gegn okkur.
Á tímabili hélt ég kannski að ég gæti
ekki varist þessu.
Það er miklu betra að hafa þetta
uppi á borðum og ég fagnaði því að
þetta mál fór í þennan lögformlega
farveg. Ég held að það sé ekki hægt að
sakfella saklausan mann í þessu rétt-
arkerfi okkar og trú mín reyndist rétt.
Þá má líka halda því til haga að
talskona þessara kvenna fullyrti í fjöl-
miðlum að hún hefði nöfn sextán
kvenna sem sökuðu mig um kynferð-
isbrot en þær eru ekki til. En hún hef-
ur aldrei beðist afsökunar á þessu eða
dregið þetta til baka. En ég ætla ekki
að láta þetta mál gera mig beiskan og
er þegar byrjaður að vinna í fyrirgefn-
ingunni.“
Hjónabandið hélt
Um leið og hann fagnar því að málinu
hafi verið vísað frá segir hann að und-
anfarnir mánuðir hafi reynst honum
erfiðir. „Það verður að viðurkennast
og ég veit ekki hvað ég hefði gert ef
ég hefði ekki átt trygga fjölskyldu og
trausta vini. Þetta var erfitt fyrir Jón-
ínu en hjónaband okkar hefur hald-
ið. Kærleikurinn er svo sterkur. Við
elskum hvort annað og höfum staðið
saman í þessari orrahríð. Það er ekki
hægt að hafa sterkari persónu sér við
hlið í slíkri baráttu. Hún kann ekki að
gefast upp og er mér góð. Ég elska
hana og segi henni það oft á dag. Bara
af því að ég elska hana og mér finnst
mikilvægt að hún fái að heyra það.“
Um leið og hann sleppir orðinu
kemur Jónína inn. Hann stendur upp
og heilsar henni með kossi. Þau eru á
leið upp í sumarbústað. Ætla að forða
sér úr bænum á meðan Gay Pride
stendur yfir. „Mér finnst þetta hörm-
ung. Ég verð að segja það eins og er.
Að standa í kynlífsögrandi stellingum
uppi á einhverjum vögnum. Frelsið
er sjálfsagt en nú orðið eiga þeir sem
hafa klassískar biblíulegar skoðanir
verulegar undir högg að sækja. Bar-
áttan hefur snúist við,“ segir hann
og hlær.
„Þetta var erfitt fyrir Jónínu en
hjónaband okkar hefur hald-
ið. Kærleikurinn er svo sterkur. Við
elskum hvort annað og höfum stað-
ið saman í þessari orrahríð.
„Ég get sagt þér það
að ég er ekki sak-
laus maður, ég hef marg-
víslega brotið af mér, en
þetta á ég ekki. Það er al-
veg á hreinu og ég þakka
Guði fyrir það. Ég vil lifa í
friði við Guð og menn.
„Ég gerði mér grein
fyrir því að það var
þessi heiftarlega misnotkun
hans á fíkniefnum sem var
aðalgerandinn í málinu. Það
er ekki hatur í mínu hjarta.