Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Page 34
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað
S
igný fæddist í Skipagerði í
Vestur-Landeyjum en ólst
upp í Oddakoti í Vestur-
Landeyjum. Hún stundaði
nám við Húsmæðraskólann
í Reykjavík og sótti síðan ýmis nám-
skeið á vegum verkakvennafélagsins
Sóknar.
Signý var kaupakona á sínum
yngri árum, stundaði síðan lengst af
heimilisstörf en var jafnframt starfs-
maður við Kópavogshælið í tuttugu
ár eða þar til hún lét af störfum, sjö-
tug.
Fjölskylda
Signý giftist 28.12. 1954 Lofti Jens
Magnússyni, f. 1.12. 1925, fyrrv.
strætisvagnastjóra. Hann er sonur
Magnúsar Loftssonar og Geirlaugar
Jónsdóttur.
Börn Signýjar og Lofts eru Gunn-
ar Loftsson, f. 25.2. 1949, strætis-
vagnastjóri, búsettur í Kópavogi
en kona hans er Halldóra Ragnars-
dóttir, f. 1.5. 1952, bókari hjá Sindra;
Magnús Loftsson, f. 13.4. 1951, fyrrv.
verkamaður, búsettur í Reykjavík en
fyrrv. kona hans er Elsa Magnúsdótt-
ir, f. 22.7. 1960, verkakona, og eru
börn þeirra Loftur J. Magnússon, f.
15.8. 1979, Signý L. Magnúsdóttir, f.
28.12. 1981, Herdís L. Magnúsdóttir,
f. 6.11. 1986, Anna F. Magnúsdóttir, f.
29.8. 1988, og Berglind Ósk Magnús-
dóttir, f. 20.7. 1990; Rúnar Loftsson,
f. 23.1. 1955, verkamaður, búsettur
í Reykjavík; Reynir Loftsson, f. 29.5.
1957, sjókokkur á rannsóknarskipinu
Bjarna Sæmundssyni, búsettur á Sel-
tjarnarnesi en kona hans er Guðný
Jónsdóttir og eru dætur þeirra Hlíf Á.
Reynisdóttir, f. 9.12. 1991, og Jóna S.
Reynisdóttir, f. 16.12. 1994 auk þess
sem sonur Reynis og Sigrúnar Jóns-
dóttur er Jón Viðar Reynisson, f.
18.10. 1987; Björg Loftsdóttir, f. 8.10.
1961, sjúkraliði og snyrtisérfræðing-
ur, búsett í Reykjavík en fyrrv. mað-
ur hennar var Þórður Þorsteinsson, f.
27.5. 1969, lögreglumaður, og er son-
ur þeirra Þorsteinn M. Þórðarson, f.
5.5. 1998, auk þess sem börn Bjargar
og Stevens L. Hall eru Davíð L. Hall,
f. 17.5. 1984, og Róberta M. Hall, f.
21.12. 1993; Arnar Loftsson, f. 13.5.
1967, grafískur miðlari, búsettur í
Reykjavík en dætur hans eru Elísabet
Ósk Arnardóttir, f. 1.6. 1989, Katla Sif
Arnardóttir, f. 18.4. 1994, og Dagmar
Arnardóttir; Birgir Loftsson, f. 13.5.
1967, sagnfræðingur og kennari,
búsettur í Hafnarfirði en kona hans
er Helga Ágústsdóttir, f. 25.1. 1971,
kennari, og eru börn þeirra Anna Á.
Birgisdóttir, f. 12.4. 1994, Kári Þ. Birg-
isson, f. 22.8. 1998, Ágúst Jens Birg-
isson, f. 15.11. 2003, og Jón Gunnar
Birgisson, f. 24.3. 2011.
Tvíburabróðir Signýjar er Gunnar
Karl Gunnarsson, f. 6.8. 1926, fyrrv.
múrari, búsettur í Kópavogi.
Hálfbróðir Signýjar, sammæðra,
var Hafsteinn Baldur Fossan Ingvars-
son, f. 22.9. 1917, nú látinn.
Foreldrar Signýjar voru Gunn-
ar Gunnarsson, f. 12.7. 1899, d. 3.3.
1979, bóndi í Vestur-Landeyjum,
og Björglín Guðrún Stefánsdóttir, f.
22.12. 1886, d. 1962, húsfreyja.
M
agnús fæddist í Kirkjubæ
í Vestmannaeyjum og
ólst þar upp. Hann stund-
aði búskap í í Kirkjubæ
í Vestmannaeyjum þar
sem hann var með tuttugu mjólk-
urkýr og nokkrar ær. Eftir eldgosið í
Eyjum, 1973, flutti hann á Rangár-
velli og hefur búið þar síðan, fyrst að
Geldingalæk en síðar í Norðurbæ í
Gunnarsholti á árunum 1973–2001.
Þá flutti hann á Hellu þar sem hann
hefur verið búsettur síðan.
Magnús starfaði hjá Landgræðsl-
unni í Gunnarsholti frá 1973, einkum
við smíðar.
Magnús hefur starfað mikið á
vegum Sjálfstæðisflokksins um ára-
bil. Hann hefur setið í stjórn Fróða,
á setu í fulltrúaráðinu og í kjördæm-
isráði sjálfstæðisfélaganna í Rangár-
vallasýslu.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 25.12. 1955 Þórdísi
Guðmundsdóttur, f. 27.8. 1931, hús-
móður. Hún er dóttir Guðmundar
Jóelssonar, sjómanns í Vestmanna-
eyjum, og Laufeyjar Sigurðardóttur
húsmóður þar sem bæði eru látin.
Synir Þórdísar frá því áður eru
Guðmundur Rafn Gunnarsson, f.
28.1. 1952, lengst af sjómaður, bú-
settur í Vestmannaeyjum en kona
hans er Guðrún Björnsdóttir og eiga
þau einn son og tvö barnabörn; Jóel
Eyjólfsson Gunnarsson, f. 7.1. 1954,
lengi sjómaður en starfrækir nú eigið
fyrirtæki í Hafnarfirði en kona hans
er Inga Steinunn Ágústsdóttir og eiga
þau þrjú börn og tvö barnabörn.
Börn Magnúsar og Þórdísar eru
Guðrún Bára Magnúsdóttir, f. 13.4.
1955, skókaupmaður, búsett í Vest-
mannaeyjum en maður hennar
var Steindór Árnason sem er lát-
inn og eiga þau tvö börn og fimm
barnabörn; Pétur Magnússon, f.
10.12. 1956, lengi bifreiðastjóri en
nú starfsmaður Samverks á Hellu,
búsettur þar, en kona hans er Guð-
finna Sigríður Antonsdóttir og eiga
þau fjögur börn og eitt barnabarn;
Þorbjörn Helgi Magnússon, f. 11.1.
1958, verkamaður á Hellu, en kona
hans er Erna Adolfsdóttir og eiga þau
tvö börn og fjögur barnabörn; Ein-
ar Magnússon, f. 14.12. 1962, véla-
maður, búsettur á Harðarbrekku við
Hellu, en kona hans er Snæbjört Ein-
arsdóttir og eiga þau þrjú börn; Lauf-
ey Magnúsdóttir, f. 19.3. 1964, skrif-
stofumaður, búsett í Mosfellsbæ en
maður hennar er Snorri Gíslason og
eiga þau tvö börn.
Systkini Magnúsar eru Jónína
Ósk Pétursdóttir, f. 12.11. 1926, lengi
húsmóðir á Raufarhöfn, nú búsett
í Reykavík; Guðlaug Pétursdóttir, f.
25.9. 1928, verslunarmaður á Þórs-
höfn; Jóna Halldóra Pétursdóttir, f.
18.8. 1933, húsmóðir í Reykjavík;
Guðjón Pétursson, f. 31.7. 1935, d.
25.1. 1985, bifreiðastjóri á Selfossi.
Hálfsystkini Magnúsar, samfeðra,
eru Guðrún Rannveig Pétursdótt-
ir, f. 10.12. 1939, fyrrv. póstfulltrúi í
Garði; Árni Pétursson, f. 4.2. 1941, d.
9.10. 1996, kennari og aðstoðarskóla-
stjóri í Garðabæ; Brynja Pétursdótt-
ir, f. 16.8. 1946, fyrrv. bréfberi í Garði;
Herbjört Pétursdóttir, f. 26.2. 1951, d.
2.5. 1999, prestsfrú að Melstað í Mið-
firði.
Foreldrar Magnúsar voru Pétur
Guðjónsson, f. 12.7. 1902, d. 21.8.
1982, sjómaður í Vestmannaeyjum,
og Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir,
f. 17.4. 1905, d. 18.10. 1938, húsmóð-
ir. Seinni kona Péturs var Lilja Sigfús-
dóttir, f. 11.10. 1917, d. 15.10. 1990,
húsmóðir.
Magnús Pétursson
fyrrv. smiður á Hellu
Signý Ágústa
Gunnarsdóttir
Húsmóðir og fyrrv. starfskona við umönnun
85 ára á laugardag
80 ára á föstudag
Ragnheiður B. Sigurðardóttir
Bóndi í Efsta-Dal í Laugardal
R
agnheiður fæddist á Sel-
fossi og ólst þar upp. Hún
stundaði nám í Gagnfræða-
skólanum á Selfossi og við
Húsmæðraskóla Suður-
lands á Laugarvatni.
Ragnheiður starfaði á drengja-
deild á Sólheimum í Grímsnesi og á
Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í
Reykjavík. Hún var búsett í Reykjavík
1971–75. Þá flutti hún að Efstadal í
Laugardal og hóf þar bústörf.
Ragnheiður starfaði með Ung-
mennafélagi Laugdæla. Hún syngur
með Söngkór Miðdalskirkju og situr í
stjórn Kvenfélags Laugdæla.
Fjölskylda
Ragnheiður giftist 3.11. 1973 Theodór
Indriða Vilmundarsyni, f. 17.9. 1950,
bónda. Hann er sonur Vilmundar
Indriðasonar, f. 13.4. 1916, d. 20.8.
1999, og Kristrúnar Sigurfinnsdóttur,
f. 3.1. 1919, bænda í Efstadal.
Börn Ragnheiðar og Theodórs
Indriða eru Sigrún, f. 17.5. 1971,
garðyrkjufræðingur, gift Bjarna Þór
Sigurðssyni íslenskufræðingi og eru
börn þeirra Kristín Heiða og Þor-
geir; Vilmundur, f. 23.7. 1973, vél-
smiður en kona hans er Guðrún
Erla Sigfúsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur og eru synir þeirra Óskar Fannar,
Hlynur Ísak og Steinar Ingi; Rakel, f.
30.1. 1982, markaðsfulltrúi hjá EJS
og SKÝRR.
Systkini Ragnheiðar eru Jóna Sig-
ríður, f. 14.2. 1948, leikskólakenn-
ari í Reykjavík en maður hennar er
Guðmundur V. Þorkelsson; Sigurður
Júníus, f. 19.5. 1954, mjólkurbílstjóri
á Selfossi en kona hans er Hjördís
Gunnlaugsdóttir.
Foreldrar Ragnheiðar: Sigurð-
ur Óskar Sigurðsson, f. 18.6. 1922,
d. 24.7. 1994, mjólkurbílstjóri á Sel-
fossi, og Guðrún Guðjónsdóttir, f.
21.1. 1922, húsmóðir á Selfossi.
Ætt
Sigurður var sonur Sigurðar Sigurðs-
sonar frá Ysta-Koti í Vestur-Land-
eyjum og Sigríðar Hannesdóttur frá
Bollastaðakoti í Hraungerðishreppi.
Uppeldisfaðir Sigurðar var Júníus
Ingvarsson og bjuggu þau Sigríður í
Kálfholti.
Guðrún er dóttir Guðjóns Guð-
mundssonar, b. á Voðmúlastaða-
austurhjáleigu í Austur-Landeyjum,
nú Búland, og k.h., Jónu Guðmunds-
dóttur frá Fífustöðum í Arnarfirði.
Ragnheiður verður að heiman á
afmælisdaginn.
60 ára á föstudag
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson