Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Blaðsíða 38
38 | Fókus 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... bíómynd Captain America: The First Avenger „Þokkalega vel heppnuð mynd. Einföld og nokkuð hnökralaus.“ - Ásgeir Jónsson bóK Skurð læknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ - Kristjana Guðbrandsdóttir HLJómPLATA Ég vil fara upp í sveit Helgi Björns og Reiðmenn vindanna „Aðdáendur fyrri platna þeirra verða ekki sviknir og fólk á örugglega eftir að skemmta sér einstaklega vel áfram á knapaböllum með Helga í broddi fylkingar.“ - Birgir Olgeirsson bíómynd Friends With Benefits „Það er ekki hægt annað en að mæla með myndinni en það er ekkert skilyrði að sjá hana í bíó.“ - Aðalsteinn Kjartansson Védís Hervör Árnadóttir söngkona: Hvaða tónlist er í uppáhaldi núna? „Seventh Tree-hljómplatan með Goldfrapp er unaður.“ Hvaða bók lastu síðast og hvernig fannst þér hún? „Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds eftir Charles Mackay. Hún hristi upp í hjarðeðli mínu.“ Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt? „Fjallkonubakaríið á Laugavegi.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Tónlistarverkefni bíða, hamingjustundir með fjölskyldunni og skipulagsmál á heimilinu. Mjög rótgróið og beisik.“ mælir ekki með... bíómynd Horrible Bosses „Myndin er ágætis afþreying en fjarri því að vera þess virði að borga fullt verð á hana í bíó.“ - Aðalsteinn Kjartansson og skipulagsmál Hamingjustundir Stærsta útihátíð á Íslandi n Hinsegin dagar eru nú haldnir í þrettánda sinn í ár H insegin dagar eru nú haldn- ir í Reykjavík í þrettánda sinn. „Þetta er tólfta gangan en í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin. Fyrsta árið var engin ganga en þá var haldin lítil útihátíð á Ingólfs- torgi,“ segir Þorvaldur Kristinsson, for- seti Hinsegin daga. Umfang hátíðar- innar hefur aukist töluvert undanfarin ár. „Fyrsta árið voru um 1.500 manns á hátíðinni og í fyrstu göngunni voru um 5.000 manns. Á síðasta ári voru um 70– 90 þúsund manns í miðbænum þann- ig að líklega er þetta stærsta útihátíð á Íslandi.“ Gangan hefur stækkað það mikið að í ár bregða aðstandendur hennar á það ráð að færa hana öryggisins vegna. „Vegna þess hve gangan er orðin stór þá getum við ekki lengur ábyrgst ör- yggi gangandi vegfarenda á Laugavegi. Þess vegna leggur gangan í ár af stað frá Vatnsmýrarvegi fyrir ofan BSÍ og við göngum Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og Lækjargötu og endum svo við sviðið á Arnarhóli eins og vanalega.“ Þorvaldur segir hátíðina taka breyt- ingum ár frá ári. „Við leggjum áherslu á listir í þetta sinn. Leiklist, klassíska tónlist og kvikmyndun. Þetta er liður í því að víkka út hátíðina þannig að eitt- hvað sé fyrir alla en fastir liðir eru til staðar eins og venjulega.“ Þess má geta að gleðigangan leggur af stað klukkan 14 frá Vatnsmýrarvegi en dagskrá hefst við Arnarhól klukkan 15.30. Gleðigangan Gleðiganga Hinsegin daga verður haldin í 12. sinn í ár. Há- tíðin hefur verið haldin 13 sinnum en engin ganga var fyrsta árið. Þ að er mjög sérstakt að fólk þekki mann niðri í bæ og svona. Við vorum bara nokkrir vinir að spila aðal- lega okkur til skemmtunar fyrst en svo er þetta búið að vinda aðeins upp á sig og maður er allt í einu orðinn þekktur,“ segir Valdi- mar Guðmundsson, söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Valdi- mars. Frægðarsól bandsins hefur ris- ið hratt undanfarið og margir Íslend- ingar hafa raulað laglínuna „Ég heyri læti la la la læti“ úr laginu Yfirgefinn undanfarna mánuði. Valdimar segir þessar miklu vinsældir koma sér og öðrum meðlimum hljómsveitarinn- ar á óvart en hann tekur þeim með jafnaðargeði og finnst þetta bara nokkuð skemmtileg tilbreyting. Skrýtið að hafa áhrif á fólk „Það er mjög sérstakt og þetta var ekki neitt sem ég var búinn að búa mig undir þannig séð,“ segir hann hógvær. „Það er ekkert slæmt, bara skrýtið. Það er erfitt að útskýra þetta. Þetta er ekki beint neikvætt eða jákvætt. Þetta er bara eitthvað sem er til staðar og það er erfitt að útskýra það en bara gaman að því. Fólk hefur aðeins meiri áhuga á að tala við mann. Sem er allt í góðu. Stundum er það gaman, stundum er það leiðinlegt. Þetta er bara gott krydd í tilveruna.“ Hann segir fólk stundum vinda sér að honum á förnum vegi til að ræða málin. „Fólk kemur og talar við mann um ýmsa hluti. Það fer stund- um á trúnó með manni og sumir hafa sagt að platan hafi haft einhver áhrif á sig á einhvern andlegan hátt eða eitthvað þannig. Það er svolítið skrýtið að hlusta á það að maður hafi haft einhver áhrif á fólk. Þetta er svolítið spes því allt í einu er maður partur af lífi einhvers fólks og maður var ekkert endilega að stefna að því. En svo allt í einu er fólk að tala við mann um ýmsa hluti,“ segir hann og bætir hlæj- andi við: „Það er ekki eins og þetta sé að gerast á hverjum degi eða neitt þannig. En þetta hefur gerst.“ Fólk syngur líka gjarnan fyrir hann viðlagið úr laginu Yfirgefinn þegar það sér hann. „Það kemur fyrir að fólk sé að öskra læti á mig. Valdimar Guðmundsson hefur á skömmum tíma orðið þekkt andlit sem söngvari hljómsveitar- innar Valdimars. Hann segist ekki hafa búist við þessum miklum vinsældum en tekur þeim með jafn- aðargeði. Hann hefur lent í því að fólk stoppi hann á förnum vegi og syngi fyrir hann eða þakki honum fyrir tónlistina hans. Hann er Keflvíkingur í húð og hár og finnst skemmtilegast að spila í heimabænum. Skrýtið að hafa áhrif á fólk „Þetta er svolítið spes því allt í einu er maður partur af lífi einhvers fólks og maður var ekkert endilega að stefna að því. En svo allt í einu er fólk að tala við mann um ýmsa hluti. Allt í einu þekktur Valdimar segir það hafa komið sér á óvart hvað bandið varð þekkt. Hann hefur ekki enn vanist því að fólk þekki hann á götu og finnst það satt að segja svolítið skrýtið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.