Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2011, Síða 40
E inar Bárðarson segist elda oft og þegar fiskur á að vera í kvöldmatinn kaupir hann oft fisk hjá Fiskikónginum. „Krökk- unum mínum finnst fiskur góð- ur og oftast kaupi ég það sem þeir hjá Fiskikónginum eru að galdra fram sjálfir svo sem fisk sem er búið að marinera eða krydda. Stundum elda ég fisk upp úr fiskiraspi eða hef hann „basic“; það er allur gangur á því.“ Einari finnst fiskur einfald- lega góður. „Ef manni tekst vel til með fisk þá er voðalega gam- an að því.“ Hann hefur sjálfur rennt fyr- ir laxi í gegnum tíðina en hefur minna gert af því undanfarin ár. „Ég á ung börn og reyni að fara ekki of mikið af heimilinu að óþörfu og vinnan hefur tek- ið mikinn tíma upp á síðkastið þannig að ég hef þurft að geyma veiðistangirnar. Við fjölskyldan förum þó í veiðiferð upp í Veiði- vötn einu sinni á ári, veiðum þar svolítið og leyfum krökk- unum að njóta sín aðeins við að veiða. Þessar ferðir snúast um krakkana og þeir eru látnir renna fyrir eins og þeim sýn- ist. Oftast hafa þeir veitt smásil- ung og amma þeirra á kött sem finnst hann mjög góður. Eftir að krakkarnir fóru að eldast finnst þeim meira spennandi að veiða stærri fisk. Við tökum til dæm- is ekki mikinn mat með okkur upp í Veiðivötn heldur treystum á það að við veiðum og krydd- um þá spriklandi ferskan silung með salti og pipar og grillum í álpappír. Ef okkur gengur mjög vel þá tökum við fisk með okkur heim og frystum slatta. Ég læt stundum reykja hann og það er fínt að eiga reyktan veiðivatna- silung.“ Burtséð frá ýmiss konar fisk- meti segir Einar að þau hjón- in eldi oft lambakjöt og kjúk- ling. „Ég reyni að hafa hlutina einfalda þegar kemur að mat- reiðslu og legg áherslu á að hafa „core element“. Ég krydda oft lambakjöt með heiðmerk- urkryddi en mér finnst það æðislega gott. Svo nota ég salt, pipar og sítrónu þegar ég elda kjúkling.“ Hvað meðlæti varðar kýs Einar oft sætar kartöflur sem stundur eru grillaðar eða sax- aðar í tenginga og bakað- ar í ofni. „Stundum sker ég kartöflurnar eins og þær séu franskar kartöflur og baka þær í ofni.“ Með matnum býr Einar yfirleitt til einfalt „sveitasalat“ – tómata og agúrku auk þess sem stundur er settur fetaost- ur, klettasalat og epli í salatið. Hvað með morgunmatinn? „Ég borða trefjaríkan mat eins og múslí og set til dæmis út á það sojamjólk, AB-mjólk, jóg- úrt og stundum appelsínu- safa.“ Einar segir að það að borða hollan og góðan mat hafi áhrif á sig eins og um vel stillta vél væri að ræða. „Mér finnst hollt mataræði skipta mjög miklu máli. Maður finnur það á líðaninni; manni líður ekki vel ef maður er mikið í óholl- ustunni og verður þá sloj og slompaður. Þess vegna reyni ég að hafa matseldina ein- falda þannig að það sé ekki verið að ganga mjög á gæði hráefnisins.“ Einar gefur uppskrift að pönnusteiktum „sveitalaxi“ með fersku, sumarlegu salati og sósu. „Þetta er ekta „Einar Bárðar“ – einfalt, hollt og hress- andi. Óþarfi að fara í verslun og kaupa krydd – bara salt, pipar og allt klárt! Einhvern tímann á ég eftir að gera uppskriftabók enda er ég búinn að finna nafnið á hana: „Einsa-mall“. 40 | Lífsstíll 5.–7. ágúst 2011 Helgarblað Eins og vel stillt vél V ið Hrísateig 47 í Reykjavík er að finna falinn fjársjóð í fáfar- inni götu. Um er að ræða verslunina Pyls- umeistarann, sem nýtur nú æ meiri vinsælda meðal íbúa hverfisins. Í Pylsumeistaranum er hægt að finna ýmiss konar kjötvörur, en eins og nafnið gef- ur til kynna eru það pylsurnar sem eru í öndvegi. Má þar finna pylsur sem eru unnar sam- kvæmt uppskriftum frá Þýska- landi, Póllandi, Ungverjalandi, Spáni, Kólumbíu og jafnvel víð- ar að. Áhersla er lögð á íslenskt úrvalshráefni auk þess sem blátt bann er lagt við notkun á rot- varnarefnum eða bragðaukandi efnum. Í pylsunum er einungis kjöt, krydd og salt, eins og vera ber. Heiðurinn af Pylsumeistar- anum eiga Sigurður Haraldsson kjötmeistari og sambýliskona hans, Ewa Bernedeta Kromer. Frábær viðbrögð „Við opnuðum 1. mars síðast- liðinn en þetta er fyrsta sér- verslunin á Íslandi sem selur pylsur,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. „Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og í raun farið fram úr okkar björt- ustu vonum.“ Sigurður segir að upphafið að pylsuversluninni megi rekja til ársins 2004 þegar hann stofnaði fyrirtækið Kjöt- pól, sem framleiðir ýmsar unn- ar kjötvörur. „Ég hef verið mjög áhugasamur og mikill grúskari í þessum fræðum. Svo er þann- ig komið að fjöldinn allur af er- lendum vinum mínum er far- inn að stinga upp á því að ég búi til pylsur samkvæmt erlend- um uppskriftum. Þeir höfðu þá saknað þessara afurða frá heimalandinu.“ Hann hafi því í raun verið að sinna kalli út- lendinga til að byrja með, enda ekki allir sem hafa smekk fyrir íslensku vínarpylsunum sem innihalda óvenjumikið af vatni miðað við pylsur frá meginland- inu, auk þess sem kjötið í þeim er blandað hveiti eða kartöflu- mjöli. Nóg að gera Þegar blaðamann og ljósmynd- ara bar að garði var líf og fjör í Pylsumeistaranum og við- skiptavinir streymdu inn í búð- ina. „Það var í raun þessi auka- efnaumræða sem hvatti okkur til að opna þessa búð. Áður var aðeins þröngur hópur sem sótt- ist eftir þessum vörum en eftir að þessi umræða fór af stað má segja að okkar tími hafi komið.“ Athyglisvert er að lítið sem ekkert hefur þurft að auglýsa búðina, auglýsingin er fyrst og fremst orðsporið sem af búðinni fer. „Við munum örugglega aug- lýsa eitthvað í kjölfar verslunar- mannahelgarinnar, en í raun eru það vörurnar sem tala sínu máli. Hér erum við til dæmis með beikon sem við útbúum sjálf og fólk gerir sér sérstaka ferð í búð- ina til þess eins að nálgast þar. Það er ekkert vatnsblandað og heldur ekki skinkurnar okkar – sem eru einnig mjög vinsælar,“ segir Sigurður, sem er vongóður um framhaldið. „Já, það var al- veg pláss fyrir svona sérverslun á markaðnum. Það þurfti bara svona sérviskupúka eins og mig og Ewu til að henda þessu af stað.“ n Einar Bárðarson eldar oft fiskrétti með góðu meðlæti n Hann leggur áherslu á að hráefnið fái að njóta sín Ferskt sumarsalat Hráefni: Blandað salat eftir smekk, balsamikristuð paprika, agúrka, kirsuberjatómatar eða aðrir litlir tómatar, sólþurrkaðir tómatar, salthnetur, furuhnetur og graskersfræ. Svo er nauðsyn- legt að hafa niðurrifinn parmesan Matreiðsla: Dreifið fersku salati á smart disk eða fat. Raðið niðurskornum tómötum og agúrkustrimlum yfir salatið. Rífið parmesanost gróft yfir. Jógúrtsósa Hér er svo skemmtileg sósa fyrir þá vilja taka þetta alla leið: n Grísk jógúrt og lime safi. n Lime safi eftir smekk en líka gott að rífa börkinn út í. Balsamikristuð paprika Skerið rauða papriku í strimla og ristið á heitri pönnu. Þegar hún er farin að ristast vel er dass af balsamikediki bætt á pönnuna og maldon-salti. Látið sjóða niður. Ef paprikan er kæld er hægt að setja hana yfir salatið en annars er hún höfð sem meðlæti. Sveitalax Hráefni: Þykkar laxasteikur frá Fiskikónginum, sítrónuolía, maldon-salt, svartur pipar ef vill, olía af sólþurrkuðum tómötum til steikingar, epli og perur og svo niðurrifinn parmesan. Matreiðsla: Skerið laxinn í ca. þumlungsþykkar steikur. Hitið pönnuna mjög vel og hellið ca. 1 msk. af olíunni á pönnuna. Steikið laxinn við skarpan hita í 5 mín. á hvorri hlið (á að vera bleikur og mjúkur í miðjunni – fer eftir þykkt stykkjanna). Hellið þá sítrónuolíu yfir laxinn á pönnunni og kryddið eftir smekk með mal- don-salti. Færið yfir á fat. Steikið niðurskornar perur og epli (skorin endilöng) á sömu pönnu þar til ávextirnir hafa tekið fallegan lit. Saltið létt. Leggið yfir laxastykkin og rífið parmesanost gróft yfir. Hollustan skiptir máli „Þess vegna reyni ég að hafa matseldina einfalda þannig að það sé ekki verið að ganga mjög á gæði hráefnisins.“ n Pylsumeistarinn Sigurður Haraldsson og kona hans, Ewa Kromer, opnuðu pylsusérverslun á árinu Sérverslun sem kryddar tilveruna Glæsilegt úrval Pylsugæðingar fá óneitanlega vatn í munninn þegar stigið er inn til Pylsumeistarans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.