Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 6
6 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað
Guðfinna Jóh.
Guðmundsdóttir hdl.
Ingi B. Poulsen hdl. Helga Sigrún
Harðardóttir lögfr.
Kristján Ólafsson hrl.
Við veitum konum 10% afslátt
af lögfræðiþjónustu í september
Látum launamun kynjanna heyra sögunni til
Laugavegi 59 – 101 Reykjavík S:552 2420 – www.faktum.is
Sigmundur Davíð í Finnlandi:
Borðaði er-
lendan mat
og fékk eitrun
„Fundaferðin með utanríkismála-
nefnd gekk vel þar til ég fékk mat-
areitrun,“ skrifar Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson formaður Framsókn-
arflokksins á Facebook-síðu sína á
fimmtudagsmorgun. Sigmundur
Davíð er í Finnlandi ásamt utan-
ríkismálanefnd Alþingis. Hann hefur
undanfarnar vikur verið á „íslenska
kúrnum“ þar sem hann hefur ein-
ungis borðað íslenskan mat og af-
urðir og hefur lést um 10 kíló. Áður
en hann lagði af stað til Finnlands
gaf hann það út að hann myndi gera
hlé á íslenska mataræðinu og prófa
finnskan mat á meðan á dvöl hans
þar stæði.
Í upphafi ferðarinnar skrifaði
hann á Facebook-síðu sína: „Kom-
inn til Helsinki með utanríkismála-
nefnd. Formaður nefndarinnar og
ritarinn höfðu rætt um að taka með
harðfisk, slátur og skyr fyrir mig.
Svo kom í ljós að þetta hafði átt að
vera einhvers konar grín. Þyngd fyrir
brottför 101,1 kg. Mánuður liðinn en
rétt að framlengja og heimila heima-
mat á hverjum stað.“
Það virðast hafa verið nokkur
mistök hjá Sigmundi Davíð að taka
ekki með sér harðfisk eða skyr þar
sem hann fékk matareitrun í Finn-
landi. Hann sagðist hafa þurft að
yfirgefa fundinn til að ekki færi illa.
Hann fór af fundinum á hótelið þar
sem honum fór að líða betur.
Efla almenningssamgöngur á kostnað framkvæmda:
Ríkið leggur til milljarð á ári
Íslenska ríkið ætlar að leggja millj-
arð króna á ári til almenningssam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu. Tveir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeir Ög-
mundur Jónasson innanríkisráðherra
og Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra, hafa fyrir hönd hennar und-
irritað viljayfirlýsingu þess efnis. Undir
yfirlýsinguna skrifuðu einnig Ásgerður
Halldórsdóttir bæjarstjóri og formað-
ur Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu og Eiríkur
Bjarnason verkefnastjóri hjá
Vegagerðinni.
Um tíu ára tilraunaverk-
efni er að ræða. Samkomu-
lagið felur þó í sér að stórum
vegaframkvæmdum á höfuð-
borgarsvæðinu verður frestað.
Peningarnir sem ríkið leggur í verk-
efnið munu koma af kolefnisgjaldi sem
það innheimtir af jarðefnaeldsneyti.
„Meginmarkmiðið verði að a.m.k.
tvöfalda hlutdeild almenningssam-
gangna í öllum ferðum sem farnar eru
á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.
Árangur af þessu tilraunaverkefni verði
metinn í framvindumati á
tveggja ára fresti og framlög verði þá
endurskoðuð.“
DV greindi frá því á miðvikudag að
Besti flokkurinn og Samfylkingin hefðu
ekki staðið við loforð sín um bættar al-
menningssamgöngur á valdatíma sín-
um í borginni. Flokkarnir gáfu það út
að auka ætti ferðatíðni og bæta leiða-
kerfi strætós. Það hefur ekki ver-
ið gert. Karl Sigurðsson, formað-
ur umhverfis- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar, sagði að sam-
komulagið við ríkið myndi fela í sér
að ríkið myndi sjá um stofnleiða-
kerfi strætós en sveitarfélögin gætu
þá sett peninga í að auka tíðni ferða
vagnanna. baldur@dv.is
Aukin ferðatíðni Brátt verður hægt
að auka ferðatíðni strætisvagna á
höfuðborgarsvæðinu.
„Það er eitthvað
rosalega mikið að“
M
örg mikilvæg mál urðu af-
gangs á nýafstöðnu þingi.
Af þeim 247 frumvörpum
sem lögð voru fyrir þingið
eru enn 108 mál sem ekki
hafa verið afgreidd. Talsverður hluti
þessara mála bíður enn fyrstu um-
ræðu en frumvörp til laga á Alþingi
þurfa að fara í gegnum þrjár umræð-
ur og í gegnum fastanefndir þings-
ins áður en hægt er að afgreiða þau.
Þessar tölur eiga ekki við um þings-
ályktunartillögur sem lagðar hafa
verið fram, en 103 slíkar eru enn óaf-
greiddar.
Allt frá umferðarlögum til
kynferðisbrota
Þau mál sem ekki hafa komist á dag-
skrá þingsins snúast um allt frá því að
heimila ökumönnum að taka hægri
beygju á rauðu ljósi til breytinga á
kosningalögum til að heimila pers-
ónukjör þvert á flokka. Sum málanna
sem enn bíða afgreiðslu voru fyrst
lögð fram árið 2010. Einnig eru mörg
mál sem fengið hafa meðferð en ekki
hefur verið lokið við afgreiðslu þeirra.
Ellefu mál bíða til að mynda annarr-
ar eða þriðju umræðu og 55 mál sitja
í einhverjum af fastanefndum þings-
ins.
Eitt þeirra mála sem ekki hafa ver-
ið afgreidd og bíða efnislegrar með-
ferðar í allsherjarnefnd þingsins er
tillaga nokkurra þingmanna um að
skerpa á hegningarlögum er snúa að
kynferðisbrotum. Leggja þingmenn-
irnir til að lágmarksrefsing vegna
nauðgunar verði 2 ár en ekki 1 eins og
kveðið er á um í núgildandi lögum.
Aldrei verið talað jafn mikið
Margrét Tryggvadóttir, þingkona
Hreyfingarinnar, bendir á að á sama
tíma og öll þessi mál bíða afgreiðslu
hafi aldrei verið talað jafn mikið í
þinginu. „Það hefur aldrei verið talað
jafn mikið. Þingið varði í 800 klukku-
tíma. Á Norðurlöndunum hefur eitt
þing mest varað í 700 klukkutíma, það
var í Finnlandi,“ segir Margrét sem
telur mikilvægt að breyta því hvern-
ig þingið starfi. Upplýsingarnar segir
Margrét komi frá forseta Alþingis. „Það
er eitthvað rosalega mikið að hjá okk-
ur,“ segir Margrét um störf þingsins.
Margrét segir að auk þess sem
umræðuhefðin þurfi að breytast á
þinginu þurfi að koma í veg fyrir að
endurflytja þurfi öll mál sem ekki
hljóta afgreiðslu á hverju þingi fyr-
ir sig. „Þannig að það yrði hægt að
leggja fram mál í upphafi kjörtíma-
bilsins og það gæti lifað út allt kjör-
tímabilið,“ segir Margrét. „Það er al-
veg óþarfi að mál falli niður dauð og
ómerk ef ekki tekst að afgreiða þau
fyrir 1. október. Það þarf samt líka
að setja einhverjar takmarkanir á
hversu lengi mál geta verið í nefnd
án þess að þau séu afgreidd.“
Lengsta umræðan um
stjórnarráðsbreytingar
Af þeim 800 klukkustundum
sem umræður á Alþingi tóku
fóru 59 klukkustundir í að ræða
stjórnarráðsbreytingar. Málið setti í
raun dagskrá þingsins algjörlega úr
skorðum og hefði án efa verið hægt
að afgreiða mörg þeirra mála sem
eftir eru á þessum tíma. Stjórnar-
andstaðan vildi ekki hleypa mál-
inu í gegnum þingið og endaði mál-
ið þannig að samið var um það á
milli leiðtoga þeirra flokka sem sæti
eiga á þinginu. Málið var eitt þriggja
frumvarpa sem komu frá forsætis-
ráðuneytinu sem samþykkt voru á
þinginu en málin þrjú snéru öll að
stjórnarráðsbreytingum.
n Stóð 100 klukkustundum lengur en lengsta þing á Norðurlöndunum n Meira en 160 frum-
vörp og þingsályktunartillögur bíða afgreiðslu n Margrét Tryggvadóttir gagnrýnir þingið„Sum málanna
sem enn bíða af-
greiðslu voru fyrst lögð
fram árið 2010.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Vill breytingar Margrét Tryggvadóttir
segist vilja breyta reglum sem snúa að því
að mál séu látin falla niður fái þau ekki af-
greiðslu fyrir lok hvers þings.
Mikið talað en margt óafgreitt
Mörg mál eru óafgreidd þrátt fyrir að
þingið hafi tekið um 800 klukkustundir.
MyND SigTryggur Ari JóHANNSSoN
Engin ákvörðun
verið tekin
Eftirlitsstofnun ESA hefur ekki
tekið ákvörðun um það hvort
Icesave-málinu verði vísað til
EFTA-dómstólsins. Þetta segir í
yfirlýsingu frá Oda Helen Sletnes,
forseta ESA.
Yfirlýsingin er tilkomin vegna
forsíðufréttar Fréttablaðsins á
fimmtudag þar sem fram kom að
Icesave-deilan væri á leiðinni fyr-
ir EFTA-dómstól. Þar kom fram
að Eftirlitsstofnun EFTA, ESA,
ætlaði ekki að bíða eftir uppgjöri
þrotabús Landsbankans, heldur
yrði farið með Icesave-málið fyrir
EFTA-dómstólinn. Í yfirlýsingu
Sletnes kemur fram að ESA bíði
eftir svari íslenskra stjórnvalda
við áliti stofnunarinnar frá því í
sumar. Svarinu beri að skila fyrir
lok mánaðarins og eftir það muni
ESA skoða næstu skref í málinu.