Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 8
M örgum hafa blöskrað frétt- ir af nýbirtum árshluta- uppgjörum Arion banka, Íslandsbanka og Lands- bankans. Samtals högn- uðust umræddir þrír bankar um 43 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir hafa þeir skilað miklum hagnaði eftir að þeir voru endurreistir haustið 2008 þegar forverar þeirra fóru í þrot. Í töflu með frétt má sjá að sam- tals hafa bankarnir þrír hagnast um 163 milljarða króna frá því að þeir voru stofnaðir í október árið 2008. Nýi Landsbankinn er sá eini sem hefur skilað tapi en það var á síðustu þrem mánuðum ársins 2008 þegar bankinn tapaði sjö milljörðum króna. Háværar raddir hafa verið um það að Arion banki og Íslandsbanki séu einfaldlega innheimtustofnanir fyrir erlenda vogunarsjóði sem keyptu kröfur á bankana með miklum afslætti eftir bankahrunið. Það komi þeim til góða að lánasöfn sem fóru úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju séu innheimt af sem mestum þunga. Þannig búi það til aukin verðmæti fyrir vogunarsjóð- ina. Eftir bankahrunið voru skuldabréf bankanna seld á brot af því sem nafn- virði bréfanna gaf til kynna. Skuldabréf Glitnis voru til að mynda seld á geng- inu 5–7 en samkvæmt vefsíðunni keld- an.is hefur gengi þeirra verið 26 síðan í lok júní á þessu ári. Þeir sem náðu að kaupa bréfin á réttum tíma hafa því getað rúmlega fimmfaldað virði þeirra. 550 milljarða króna virði Líkt og flestir þekkja á íslenska ríkið hlut í bönkunum þremur. Fer Banka- sýsla ríkisins með 81,33 prósenta hlut í Landsbankanum, þrettán prósenta hlut í Arion banka og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Heimildarmaður sem DV ræddi við sem þekkir vel til á fjármálamarkaði segir að líklega væri hægt að selja bankana þrjá á V/I hlut- falli í kringum 1,2 til 1,3. Ef miðað er við V/I hlutfallið 1,2 þá er samtals virði bankanna þriggja nærri 550 milljarð- ar króna. Samtals virði hluts ríkisins af þeirri upphæð er um 230 milljarðar króna. Samtals virði annarra kröfuhafa er hins vegar um 320 milljarðar króna. Til útskýringar þá er V/I stuðull notaður til að sýna hlutfallið á milli markaðsvirðis félags og eigin fjár þess. Ef hlutfallið er hærra en 1 gefur það til kynna að bókfært verðmæti eigna fyrir tækis séu vanmetnar. Segir heim- ildarmaður DV að bankarnir séu í raun vanmetnir í bókum sínum og stafi það meðal annars af því hversu ódýrt lánasöfn þeirra voru færð yfir í nýju bankana á. Enda endurspegl- ast það vel í uppgjörum þeirra en líkt og áður kom fram hafa þeir samtals hagnast um 163 milljarða króna frá því að þeir voru stofnaðir í október 2008. Koma hagræðing og samruni ekki til greina? Heimildarmaðurinn sem DV ræddi við segir að það sé mjög furðulegt að nýju bankarnir leyfi sér að endur- meta eignirnar svo hátt í bókum sín- um. Sérstaklega þegar litið sé til van- skila á íbúðalánum svo dæmi sé nefnt. Þegar greiningarfyrirtæki meti banka horfi þeir á lánasafnið og vanskil. Nýju bankarnir hljóti því að vera undir pressu frá kröfuhöfunum um að end- urmeta eignir hærra til að geta skilað hagnaði. Eins og sjá má í töflu með frétt er þó eignarhlutur gömlu bank- anna í nýju bönkunum einungis brot af heildareignum þeirra. 14 prósent hjá skilanefnd Glitnis, níu prósent hjá skilanefnd Kaupþings. Heimildarmaðurinn segir að ef það væri virkilegur vilji hjá stjórn- völdum til að bæta stöðu heimila og minni fyrirtækja ætti að skoða það af alvöru að sameina Landsbankann og Arion banka. Ef það yrði framkvæmt yrði íslenska ríkið meirihlutaeigandi hins nýja banka. Grunnrekstur þeirra beggja, líkt og Íslandsbanka, væri þó ekki góður og myndi slík framkvæmd því líklega kalla á frekari uppsagnir starfsmanna til þess að ná fram hag- ræðingu. Einnig má velta því fyrir sér hvort ekki gæti komið til greina að íslenska ríkið og jafnvel lífeyrissjóðir myndu vilja kaupa út aðra kröfuhafa hjá nýju bönkunum. Fáir álitlegir fjárfestinga- kostir bjóðast fyrir íslenska lífeyris- sjóði um þessar mundir og miðað við að íslenska ríkið hafi aukið skuldir sínar um nærri 1.000 milljarða króna í kjölfar bankahrunsins hljómar talan 320 milljarðar króna ekki svo há. Þess skal þó getið að íslenskir lífeyrissjóð- ir eru á meðal kröfuhafa bankanna þriggja þó ekki liggi fyllilega ljóst fyrir hversu háar kröfur þeir eiga. Auk þess hefur verið meira rætt um að íslenska ríkið ætli frekar að minnka eignar- hlut sinn í fjármálafyrirtækjum. Því er ólíklegt að ríkið myndi sýna því áhuga að auka eignarhlut sinn í bönkunum þremur. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar fjárfest töluvert mikið í gegn- um Framtakssjóð Íslands (FSÍ) og upphaflega var talað um að sá sjóð- ur fengi jafnvel 100 milljarða króna til umráða. 8 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað Mistök Iceland Express: Iceland Express biðst afsökunar Iceland Express hefur beðið Báru Sigurjónsdóttur, sem og aðra far- þega í flugi félagsins frá Varsjá í Pól- landi á miðvikudag í síðustu viku, afsökunar vegna mistaka sem áttu sér stað í meðhöndlun farangurs þeirra í fluginu. Svo mikill farangur var í vélinni að flugvélin var orðin of þung fyrir flug en misskilnings gætti á milli flugstjóra flugvélarinnar og þeirra aðila sem stjórna áætlunum flugvéla Iceland Express um hvernig leysa eigi slík vandamál. Ákveðið hafði verið að fylla ekki flugvélina af eldsneyti og taka allan farangurinn með í vélina en milli- lenda svo í Kaupmannahöfn til að bæta á eldsneytið. Það var þó ekki gert heldur var hluti farangursins skilinn eftir í Varsjá, vélin fyllt af eldsneyti, en engu að síður millilent í Kaupmannahöfn með tilheyrandi seinkun. Mistökin fólust einnig í því að starfsmenn Iceland Express á Keflavíkurflugvelli voru ekki upp- lýstir um að einhverjar töskur vant- aði í vélina og gátu því ekki aðstoðað farþega sem biðu eftir farangri. „Iceland Express biður farþega sem ekki fengu farangur sinn á til- settum tíma afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þau kunna að hafa skapað þeim og að þeir voru ekki upplýstir um stöðu mála við lendinguna í Keflavík,“ seg- ir í tilkynningu frá Iceland Express sem félagið sendi frá sér á miðviku- dag vegna málsins. Samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingunni höfðu þá allar nema fimm töskur skilað sér til landsins. adalsteinn@dv.is BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 26. sept. ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 28. sept. ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Síðustu innritunardagar • Haustnámskeiðin hefjast eftir helgi. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. • Kennari: Guðmundur Páll Arnarson. • Sjá bridge.is undir ”fræðsla”. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Frekari upplýsingar og innritun í síma 898-5427 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ GLB KB LBI Eignir í milljörðum króna 857 1.040 1.290 Hlutur í nýju bönkunum, milljarðar kr. 117 96 340 Stærð hlutar af eignum 14% 9% 26% Heildarforgangskr. 2.245 2.936 2.857 Eignir/forgangskr. 38% 35% 45% Verðmæti gömlu bankanna Ár ISB Arion NBI Alls 2011 8 10 24 43 2010 29 13 27 69 2009 24 13 14 51 2008 2 5 -7 0 Samt. 64 40 59 163 * Tölur í milljörðum króna Hagnaður eftir hrun* Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is ISB ARION NBI Eignir í milljörðum króna 683 805 1.126 Eigið fé í milljörðum króna 129 117 208 Virði - V/I hlutfall 1,2 155 141 250 Heildarvirði bankanna 3: 545 milljarðar króna Eignarhl. kröfuh. 95% 87% 18,7% Virði kröfuh. 147 122 57 Samt. virði kröfuh: 316 milljarðar króna Eignarhl. ísl. ríkisins 5% 13% 81% Virði hlutar ríkisins 8 18 203 Samtals virði ríkisins: 229 milljarðar króna Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki n Heildarvirði Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um 545 milljarðar króna n Eignarhlutur annarra kröfuhafa en ríkisins metinn á 320 milljarða króna 320 milljarðar til að losna við kröfuhafa Mikill hagnaður Frá því að bankarnir voru stofnaðir í október árið 2008 hafa þeir hagnast um 163 milljarða króna. Of vægir dómar í kynferðis- brotamálum 98,6 prósent þeirra sem tóku þátt í könnun DV á afstöðu fólks til dóma í kynferðisbrotamálum telja þá vera of væga. Af 138 sem tóku þátt í könnuninni sögðu 136 þá vera of væga. Tilefni könnunar- innar var dómur sem féll í Héraðs- dómi Suðurlands á miðvikudag þar sem karlmaður var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferð- isbrot gegn þremur börnum. Guð- rún Jónsdóttir hjá Stígamótum segist í samtali við DV geta fallist á það að dómar sem falli í íslensku réttarkerfi séu of vægir, en vanda- málið sé fremur fólgið í því hversu fáir dómar falla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.