Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 12
12 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
Verð: 8.415
Verð: 6.995
Verð: 7.295
Verð: 4.995
Kærði vinnuveitandann:
Ekki enn
verið rekinn
„Þau taka þessu bara ágætlega,“
sagði Hallur Reynisson, starfsmaður
Hagkaups á Akureyri, sem mætti til
vinnu klukkan fimm á fimmtudag.
Hann kærði vinnuveitanda sinn til
kærunefndar jafnréttismála. Fyrir-
tækin sem hann kærði eru sextán
talsins en hann hefur þar að auki
kært formann VR, Stefán Einar Stef-
ánsson, og yfirmann sinn, Gunnar
Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra
Hagkaups.
Hallur stundar nám við Mennta-
skólann á Akureyri og er þar á fjórða
ári. Í fréttatilkynningu sem hann
sendi frá sér á miðvikudag sagðist
hann vera ósáttur við að konur fái
tíu prósenta afslátt þessa dagana
þegar þær versla í Hagkaup og í rök-
stuðningi sem fylgir kærunni segir
að það að veita konum afslátt, sé
jafn fjarstæðukennt og að veita við-
skiptavinum afslátt vegna litarháttar,
kynhneigðar eða trúarskoðana.
„Þau leyfa þessari nefnd sem er
að fara í gegnum málið örugglega að
sjá um þetta,“ segir Hallur sem segir
að honum hafi verið tekið vel þegar
hann mætti til vinnu. „Þetta er nátt-
úrulega ekkert persónulegt. Mér
fannst rangt af þeim að hafa þetta
í gildi. Það geta allir gert mistök,“
segir Hallur.
Hann segir flest alla vera jákvæða
í sinn garð vegna málsins. „Ég hef
verið kallaður hetja og eitthvað rugl,“
segir Hallur og hlær.
M
ánudaginn 31. maí 2010
kom kona á Lögreglustöð-
ina í Vestmannaeyjum í
því skyni að leggja fram
kæru á hendur ákærða
fyrir kynferðisbrot gagnvart dótt-
ur hennar sem er fædd árið 2001.
Hafði vinkona dótturinnar þá kvart-
að undan kynferðisbrotum af hálfu
manns sem konan hafði verið að slá
sér upp með síðustu ár. Hún sagðist
hafa gengið á dóttur sína í kjölfarið
sem sagði að maðurinn hefði káfað
á rassinum á sér og beitt hana grófu
kynferðislegu ofbeldi.
Maðurinn var handtekinn sama
kvöld þegar hann átti sjálfur erindi á
lögreglustöðina til að nálgast kveikju-
láslykla bifreiðar sinnar. Hann var
þá sendur í læknisrannsókn og gert
að afhenda fatnað sinn. Heimili
hans var rannsakað og lagt var hald
á tölvubúnað hans. Hann varð síð-
an frjáls ferða sinna kl. 23.58. Það var
svo ekki fyrr en þann 25. júní síðast-
liðinn sem hann var færður í gæslu-
varðhald.
Meira en 8.000 ljósmyndir af
barnaklámi
Í tölvu hans fundust samtals 8.581
mynd og 649 myndskeið sem sýndu
börn á kynferðislegan og klámfeng-
inn hátt og jafnframt var þar að finna
myndskeið sem sýndu börn í kyn-
ferðislegum athöfnum með dýrum.
Þá fundust 13 myndskeið sem teljast
vera íslensk, en ljóst var að um fleiri
en eitt eintak af sama myndskeiði
var að ræða. Einnig fundust 26 ljós-
myndir af manninum í kynferðisleg-
um athöfnum með öðrum brotaþola.
Trúði því að hann hefði ruglast
Við rannsókn málsins lét ákærði þau
orð falla að hann hefði fengið „svona
í andlitið áður frá móður brotaþolans
A“. Í kjölfarið hafði lögreglan sam-
band við stúlkuna sem staðfesti að
ákærði hefði leitað á hana þegar hún
var 10–11 ára. Brotið átti sér stað á ár-
unum 2001 eða 2002, þegar þau voru
tvö ein á heimili móður hennar en
hún leit á hann sem fósturpabba sinn
og fól brotið í sér ýmsar kynferðisleg-
ar athafnir. Eftir atvikið komst stúlk-
an í uppnám en hann gaf henni 2.000
kall og sagði fyrirgefðu. Hún sagði frá,
vini bróður hennar sem kom heim
til þeirra rétt á eftir og frænku sinni,
en þau sögðu móður hennar svo frá
þessu.
Samband móður hennar við
manninn breyttist þó ekki eftir þetta.
Stúlkan útskýrði það þannig fyr-
ir móður sinni að hann hefði rugl-
ast á sér og henni og móðir henn-
ar trúði því allt þar til hún heyrði að
hann hefði sagt að hann hefði hald-
ið að stúlkan vildi þetta. Hvorki lög-
regla né barnaverndaryfirvöld ræddu
við stúlkuna eftir þetta en henni leið
mjög illa, sagði að hún hefði aldrei
notið stuðnings og hefði aldrei talað
um þetta.
Móðir hennar staðfesti að systir
sín hefði sagt sér frá því sem gerðist.
Hún hefði því rætt við dóttur sína og
manninn í kjölfarið, hann hefði sagt
að þetta væri rétt en útskýrði það
þannig að hann hefði haldið að það
væri konan sem hefði legið í rúm-
inu. Hún hefði því afgreitt þetta sem
slys. Eftir þetta hafi samband þeirra
þó verið skrýtið og því hafi endanlega
lokið í ágúst 2002.
Sagði sjálfur frá
Lögreglumaður skýrði svo frá því að
hann hefði á sínum tíma hitt mann-
inn á förnum vegi og hann hafi þá
sagt að sambýliskonan hefði sakað
hann um að leita á dóttur hennar.
Lögreglumaðurinn spurði hvort það
væri eitthvað til í því en maðurinn
neitaði. Stúlkan svæfi oft uppi í rúmi
hjá þeim og hann hefði hugsanlega
eitthvað ruglast á þeim mæðgum og
strokið stúlkunni. Þar sem engin til-
kynning hefði borist frá þeim mæðg-
um bókaði hann ekki neitt um málið.
Sálfræðingur greindi svo frá því
að maðurinn hefði rætt þessar ásak-
anir við sig og verið miður sín vegna
þeirra. Hann hefði sagst vera mikið á
móti mönnum sem leituðu á börn og
annað slíkt. Hann hefði þó í samráði
við móður stúlkunnar ákveðið að fara
ekki með málið lengra, þar sem það
væri viðkvæmt. Hann ræddi málið
óformlega við þáverandi félagsmála-
stjóra en kvað að enginn hefði rætt
atvikið við stúlkuna á sínum tíma.
Að mati dómsins var framburður
vitna metinn trúverðugur og var því
talið hafið yfir skynsamlegan vafa að
maðurinn hefði gerst sekur um þá
háttsemi sem honum var gefin að
sök.
Vanlíðan rakin til vanrækslu
Maðurinn fór svo í annað samband
og misnotaði dóttur þeirrar konu frá
því að hún var sjö ára og þar til upp
um hann komst þegar hún var um
átta ára gömul. Móðir hennar sagði
fyrir dómi að hún og maðurinn hefðu
verið saman í fimm ár með hléum.
Þau hefðu ekki verið í sambúð en
mikið á heimili hvor annars, hún
þó meira á hans og þá með börnin.
Dóttir hennar hefði verið mikið ein
með manninum, enda leitað mikið
til hans.
Sagði hún að líðan dóttur sinnar
hefði ekki verið góð, stúlkan ætti það
til að detta í hugrof og ætti oft og tíð-
um erfitt með að einbeita sér. Þetta
hefði verið svona í um það bil tvö ár.
Stúlkan væri óörugg og sækti mikið í
einveru.
Fyrir dómi kom einnig fram að
barnavernd hefði haft afskipti af
stúlkunni og að frá vorinu 2005 hefði
verið samfelld tilsjón á heimili móð-
ur hennar. Fylgst var með líðan stúlk-
unnar og margt benti til vanlíðunar
hennar. Það var hins vegar rakið til
vanrækslu og þess að rót hafi verið
á stúlkunni sem fór á milli heimila
föður og móður. Ekki var spurt út í
kynferðislegt ofbeldi þar sem ekkert
benti til þess að slíkt væri fyrir hendi.
Það hefði líka verið mjög hæpið að
barn sem hefði búið við vanrækslu og
slæman aðbúnað lengi líkt og stúlk-
an væri tilbúið til að stíga fram og láta
vita af ofbeldinu.
Grunur kennarans
Umsjónarkennari stúlkunnar skýrði
einnig frá því að stúlkan hefði sætt
vanrækslu af hálfu móður sinnar.
Hún hafi til dæmis ekki mætt í skól-
ann þegar hún var hjá móður sinni,
ekki komið með íþróttadót og nesti
hafi vantað. Kennaranum þótti stúlk-
an einnig sýna mjög óeðlilega hegð-
un sem samsvaraði ekki aldri henn-
ar. Sagðist hann hafa séð stúlkuna
í gegnsæjum tígristoppi af móður
sinni og með leifar af andlitsmáln-
ingu, maskara og öðru. Hann sendi
stúlkuna því til hjúkrunarfræðings
en þar vildi hún ekkert segja og lít-
ið tala. Kennarinn sá stúlkuna einn-
ig sýna kynferðislegar hreyfingar og
sagði að stúlkan hefði farið í vörn
þegar hugað var að meiðslum sem
hún fékk á skólalóðinni. Þá var hún
send aftur til skóla- hjúkrunar-
fræðings sem átti
að kanna hvort eitt-
hvað væri í gangi
heima. Ekkert kom
út úr því, nema það
að stúlkan var í bol
af manninum und-
ir sínum eigin föt-
um og það var það
sem hún vildi ekki
að kennarinn sæi.
Sagði hann
einnig að stúlkan
hefði dregið sig al-
veg í hlé á tímabili
og hætt að hafa
samskipti við vini
sína. Hún hefði
sýnt einkenni hrikalegrar vanlíðun-
ar og lýsti því sem svo að ljósið í aug-
um hennar hefði slokknað. Hún hafi
dregið sig undir borð og ruggað sér
og engin leið hafi verið til að ná sam-
bandi við hana.
Alvarleg hugrofseinkenni
Sálfræðingur sagði einnig að stúlkan
væri með alvarlegustu hugrofsein-
kenni sem hann hefði séð og að hún
hefði notað hugrofið sem sjálfshjálp,
eða „self-soothing“ eins og hann orð-
aði það, til að komast í gegnum alltof
sársaukafulla reynslu. Þau einkenni
væru frekar tengd andlegu áfalli en
þeirri vanrækslu sem stúlkan sætti af
hálfu móður sinnar.
Maðurinn var fundinn sekur um
margvísleg kynferðisleg brot gegn
stúlkunni. Að lokum var hann fund-
inn sekur um að hafa káfað á rassi
þriðju stúlkunnar. Sú er dóttir konu
sem lýsti alvarlegu andlegu ofbeldi
af hálfu móður sinnar og misnotkun
af hálfu föður síns í DV síðasta sumar,
undir nafninu Rósa. Við gefum henni
nú orðið:
Kennarinn sá stúlkubarnið
í gegnsæjum tígristoppi
n Maður fékk sjö ára dóm fyrir brot gegn þremur stúlkum
n 8.581 ljósmynd með barnaklámi í tölvunni og 649
myndskeið n Móðir stúlkunnar sem sagði frá varð líka
fyrir kynferðislegu ofbeldi n Ég er í sjokki, segir hún
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Dómsmál
Sagði sögu sína Síðasta sumar sagði móðir einnar stúlkunnar DV frá ofbeldi sem hún var beitt.
„Það má segja frá
því í fréttum að
hann hafi stungið lim sín-
um í munn hennar en það
má ekki taka það fram
hvað hann heitir. Er það
réttlátt?
Móðirin trúði að hann hefði
ruglast á henni og dóttur hennar