Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 13
Fréttir | 13Helgarblað 23.–25. september 2011 Kennarinn sá stúlkubarnið í gegnsæjum tígristoppi Bréf móðurinnar: „Ég er í sjokki“ „Ég sit nú ein og hamra á lyklaborðið því ég er í sjokki yfir því að maður hafi verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að misnota þrjár barnungar stúlkur. Tvær þeirra voru stjúpdætur hans, önnur ellefu ára og hin sjö ára þegar hann byrjaði að beita þær grófu kyn- ferðislegu ofbeldi, sem hann tók síð- an upp á myndband. Þriðja stúlkan var dóttir mín. Ég er mamma stúlkunnar sem hann var kærður fyrir að káfa á. Hann komst ekki langt með hana og það er henni að þakka að upp um hann komst. Hún er hetja fyrir að hafa komið til mömmu og sagt frá því sem hann gerði. „Hann kom við rassinn á mér,“ sagði hún „og ætlaði að fara inn undir náttfötin mín“. Fyrir það var hann dæmdur og því er ég þakklát.“ „Mikið er ég þeim þakklát“ „Hvað kenni ég dóttur minni í svona málum? Hvar erum við stödd? Fyrir áttatíu til níutíu árum síðan voru vinnukonur misnotaðar og stundum urðu þær barnshafandi eft- ir ríka vinnuveitendur sína. Þá voru þær sendar burt og fyrirlitnar, álitn- ar mellur og lauslát ógeð. Þær voru dæmdar þessum þunga dómi og þurftu að lifa við það alla ævi og jafn- vel börn þeirra líka. En eftir öll þessi ár, hvar erum við nú? Hvernig hefur þessi sýn okkar breyst? Ein þessara kvenna var nógu sterk til að segja sögu sína, svo önnur og enn fleiri þar til viðhorfin breyttust og við fórum að líta á vinnuveitand- ann sem ljóta karlinn. Við munum snúa þessu við og færa sektina ann- að! Réttlætið krefst þess að hann sé ljóti karlinn. Á þeim tíma var þetta tíðarand- inn, hin óskrifuðu lög sem dæmt var eftir og enn í dag eru þessi lög til stað- ar í okkar samfélagi. En við erum þó komin lengra af því að sterkar konur og menn sem stóðu fast á sínu þorðu að koma fram. Mikið er ég þeim þakklát og mikið er þetta fólk, að mínu mati.“ Sagði sögu sína í DV „Í mörg ár ár beið ég eftir því að sjá í blöðunum frásögn konu sem hefði lent í því sama og ég. En sú saga var aldrei sögð. Ekki fyrr en einn dag- inn að ég var beðin um að segja sögu mína. Ég! Á ég að segja sögu mína? hugs- aði ég. Mér hafði ekki svo mikið sem dottið það í hug áður – ég vildi sitja í sófanum, í mínu horni og í friði, laus við dóminn sem fylgdi því að segja frá. Hvar værum við ef allir hugsuðu svona? Það þarf sterkan karakter til þess að segja frá en ég ákvað að gera það. Það var ekki auðvelt. Guð hjálpi mér hvað það er erfitt að fá skilaboð á Facebook þar sem maður fær að heyra hvað maður sé ógeðslegur lyg- ari og því um líkt. En ég vil ekki vera vinnukonan sem gekk út með skömmina. Nú verð ég að segja frá.“ Dæmd fyrir að tala um ofbeldið „Ég er Rósa – sú sem sagði ljóta sögu af henni mömmu. Og hvernig var ég dæmd? Allir sem þekkja mömmu vita að mamma var „góð“ kona og er enn. Pabbi var líka „góður“ maður. Auðvitað vil ég setja ákveðinn fyrirvara á gæsku þeirra þar sem þau beittu mig ofbeldi. Þau eru börn síns tíma og mynstr- ið var týpískt. Að því sögðu vil ég taka það fram að ég er ekki að afsaka gjörð- ir þeirra eða orð mömmu þegar hún sagði að hún vildi óska þess að hún hefði ekki ættleitt mig. Nú eða því þeg- ar hún kom að pabba misnota mig og kenndi mér um. Ég var ekki raunverulegur hluti af þessari fjölskyldu. Vegna þessa hef ég þjáðst mikið um ævina en ég hef unn- ið markvisst að því að öðlast styrk og bið Guð um að ég megi fyrirgefa og halda mig við kærleikann sem er eina rétta leiðin í lífinu. Blíða og mildi eru ekki merki um veikleika og vonleysi heldur styrk og ákveðni. Guð veit að ég er sönn og heiðarleg kona. Saga mín er sönn eins og hún var sögð í sumar. Ég bauð mömmu og pabba að eiga þetta leyndarmál ein með mér og ræða þetta en þau kusu að setja alla mína bræður inn í mál- ið og afneita því sem þau gerðu. Það var afgreitt með því að afskrifa mig sem ruglaða, geðveika – ég var vinnu- konan sem var send á næsta bæ með skömmina.“ „Gott fólk gerir svona“ „Fólk er ekki alltaf annaðhvort vont eða gott, þetta ristir aðeins dýpra en það. Góð kona særði mig djúpt og kom illa fram við mig. Almennt talinn góður maður misnotaði mig. Kannski hef ég kafað of djúpt til að skilja þetta fólk og þeirra gjörðir. En ég komst þangað þegar ég var búin að fyrirgefa og orðin heil að innan, sönn sjálfri mér! Til eru konur sem trúa því ekki að maðurinn þeirra geti gert svona. Gott fólk gerir svona og gott fólk fer í afneitun. Auðvitað eru gjörðir þess hrikalegar. Þetta fólk býr hér á meðal okkar.“ Vonast til að skömminni létti „Hver vill ganga á þessari jörðu og segja upphátt: „Ég var misnotuð“? Ég trúi því ekki að nokkur haldi í raun og veru að það sé skemmtilegt að slíkt fylgi manni alltaf. Þetta er þung byrði að bera. En eigum við að þegja þegar það kemst upp að einhver hefur brotið á börnunum okkar vegna þess að þau mega ekki fá það orð á sig að hafa ver- ið misnotuð? Ég sit hér og er mjög hugsi yfir þessu og ætla að íhuga það vandlega, auðvitað vil ég allt sem er barni mínu fyrir bestu en vinnukonan hverfur ekki úr huga mér. Hvað hefur oft verið sagt við okkur sem höfum verið mis- notuð að það sé ekkert sem við eig- um að skammast okkar fyrir, en ef þetta þykir ekki skammarlegt leng- ur, af hverjum segjum við þá ekki frá reynslu okkar? Ég sé fyrir mér að þegar dóttir mín verður þrítug eða fertug, kannski bara tvítug þá verði engin skömm tengd þessu og þær munu koma hreint fram og segja okkur að á þessum tíma, árið 2011, hafi bara verið til vondir og góð- ir menn og að þá hefði alls ekki átt að tala um þetta þó að dómur hefði fall- ið því þá var fólk enn að berjast við skömmina sem fylgdi því að vera mis- notaður.“ Hvar er réttlætið? „Það má segja frá því í fréttum að hann hafi stungið lim sínum í munn henn- ar en það má ekki taka það fram hvað hann heitir. Er það réttlátt? Og fyrir brot gegn þremur stúlkum, 8.000 ljósmyndir af barnaklámi, þar á meðal af stjúpdóttur sinni og 623 kvik- myndir með barnaklámi fékk hann sjö ára dóm, takk fyrir. Ég endurtek, sjö ár! Er þetta réttlátt? Með góðri hegðun kemst hann út eftir þrjú til fjögur ár. Heldur þú að þú munir eftir þessu máli eftir þrjú ár? Kannski flytur hann í hverfið þar sem ég bý, eða þú. Kannski sækir hann um vinnu hjá þér eða býður þér á stefnumót. Heldur þú að þú eig- ir eftir að þekkja hann aftur? Kannski fellur einmana kona fyrir honum, jafn- vel móðir. Þetta kemur okkur öllum við.“ Að verða úrkula vonar „Á þessari tungu eru til ótal titlar svo við hljótum að geta fundið einn á menn eins og hann. Níðingur. Þeir láta eft- ir sér þennan sjúkleika og mæðurnar fara í afneitun, saman skapa þau sjúkt mynstur sem verður þeim eðlilegt. Það minnir mig á börnin sem ólust upp við þrælahald, að þau mættu gera það sem þeim sýndist við svarta mann- inn. Það var tíðarandinn þá. Okkur tókst að breyta því. Okkur tókst líka að breyta viðhorfunum gegn reykingum þó að það hafi tekið mörg ár. Kannski tekst okkur líka að breyta sýn okkar á þessi mál, þó að það muni kannski ekki takast á mínum tíma. Ég er að verða úr- kula vonar.“ Vill fela andlit dóttur sinnar „Rósa er nafn á mér og konum sem hafa sömu reynslu og ég. Við eigum að vinna úr okkar reynslu. En tölur yfir fjölda kynferðisbrota eiga ekki við um okkur sem aldrei kærðum, samkvæmt svörum lögfræðings. Er eitthvert rétt- læti í því að það eigi aldrei að tala um mál sem aldrei hafa komið inn á borð lögreglunnar? Erum við ótrúverðugar fyrir vikið? Ég er barn míns tíma en ég hafna því hlutverki að vera vinnukonan sem var send á næsta bæ. Ég vil ekki vera þar lengur. Ég get það ekki. Ég verð að standa með mér og mínum líkum og blása á það orð sem ég fæ á mig fyrir vikið. Enn vil ég þó vera kölluð Rósa og fela andlit dóttur minnar en þið meg- ið vera viss um það að Rósa þegir ekki lengur. Ég get ekki sætt mig við það að við höfum ekki náð lengra en svo að maður fær aðeins sjö ára dóm fyrir þessar sakir.“ Leit í augu dómaranna „Ég var vitni í þessu máli og leit í augu dómaranna. Þeir voru þrír og sáu myndböndin. Mér er óskiljanlegt hvernig þeir gátu veitt svo vægan dóm eftir það. Kannski erum við spegilmynd okk- ar sjálfra og getum aðeins hugsað út frá okkar hjarta og ég veit að mér hefði reynst ómögulegt að dæma svona í þessu máli. Lengsti dómur sem hefur verið veittur í kynferðisbrotamáli er átta ára fangelsisvist. Kæru Íslendingar, eigum við að sætta okkur við þetta? Kæru Íslendingar, þetta kemur okk- ur öllum við. Kveðja, Rósa.“ Vestmannaeyjar Maðurinn var handtekinn í Eyjum í maí 2010 og gekk laus þar til í júlí þrátt fyrir að mikið magn af barnaklámi, meðal annars klámfengnar myndir af stjúpdóttur hans, hafi fundist í tölvu hans. Ljósið slokknaði í augum hennar Svo lýsti kennari einnar stúlkunnar andlegu ástandi hennar en sálfræðingur sagði að hún hefði alvar- legustu hugrofseinkenni sem hann hefði séð. SViðSett MynD Móðirin trúði að hann hefði ruglast á henni og dóttur hennar „Ég er að verða úrkula vonar Að mati dómsins var maðurinn fyllilega sakhæfur og átti sér engar málsbætur. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot sín gegn þessum þremur stúlkum. Auk þess var honum gert að greiða stúlkunum samtals 4,2 milljónir króna í miskabætur, ásamt sakarkostnaði og greiðslu fyrir réttargæslumenn stúlknanna. Sjö ára fangelsi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.