Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 14
B esti flokkurinn lofaði alls konar hlutum fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í fyrra. Jafnvel þó sá fyrirvari á kosn- ingaloforðum frá upphafi hafi verið að Besti flokkurinn myndi svíkja öll loforð sín, fékk hann engu að síður umboð 20.666 kjósenda í Reykjavík. Eftir rúmt ár við völd eru tæplega 70 prósent kosningaloforð- anna annað hvort óefnd, of óljós til að verða metin eða aðeins að hluta efnd. Samkvæmt úttekt DV eru 31,5 prósent kosningaloforðanna uppfyllt. Óhætt er þó að segja að það séu ekki loforðin sem vöktu mesta athygli í kosninga- baráttunni. Mörg loforð Besta flokksins voru svo djörf að fáum hefði dottið í hug að þau yrðu að raunveruleika. Með- al dæma um slík loforð má nefna ís- björninn fræga í Húsdýragarðinn, froska á Tjörnina, hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi og niðurfellingu allra skulda. Önnur loforð voru hins veg- ar svo almenn að varla er hægt að meta hvort þau hafa verið svikin eða ekki. Dæmi um slík loforð er að hjálpa heimilum í landinu. Síðan eru það loforðin sem Besti flokkurinn hefur getað staðið við. Sum hafa verið ein- föld og leikur einn að standa við þau en einnig hafa verið loforð sem kröfð- ust aðgerða. Samtals gaf Besti flokkurinn 76 kosningaloforð. Hann hefur efnt 24 loforð að fullu. Atvinnumál Draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála Ekki staðist Borgarstjóri hefur veitt stað- gengli sínum meiri völd sem áður voru á sviði borgarstjóra. Stöðva pólitískar ráðningar Staðist Ekki er að finna dæmi um skýrar pólitískar ráðningar hjá Reykjavíkurborg upp á síðkastið. Auðvelda atvinnulausum aðgang að menntunartækifærum Staðist Bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni Ekki staðist Tryggja námsfólki uppbyggilega sumarvinnu og starfsþjálfun Að hluta til staðist Margir námsmenn fengu vinnu en margir þurftu að mæla göturnar í sumar. Styðja og ala upp listamenn sem bera hróður Íslands um allan heim Að hluta til staðist Hugmyndabanki sé vettvangur fólks til kynninga hugmynda til framtíðar, í gegnsæju umhverfi Staðist betrireykjavik.is Gera Reykjavík spennandi fyrir ferða- menn, sem heimsborg með skapandi hugsun og merkilega sérstöðu og sögu Of óljóst Markaðssetja sundlaugar sem „Outdoor Natural Spa“ í miðri borg Ekki staðist Nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóð- legt „hvítflibbafangelsi“ og vista þar gegn gjaldi sakamenn frá Evrópu. Ekki staðist Eldri borgarar og fatlaðir Laga aðgengi fyrir aldraða Of óljóst Tryggja persónulega grunnþjónustu og fyrirbyggja einangrun Of óljóst Virkja menntun og starfsreynslu, til dæmis með íslenskukennslu fyrir inn- flytjendur Ekki staðist Koma á samstarfi milli leik- og grunn- skóla við elliheimili og þjónustumið- stöðvar aldraðra Ekki staðist Halda ömmu- og afadaginn hátíðlegan Ekki staðist Óvissuferðir fyrir gamalmenni Ekki staðist Breyta nafninu á Miklatúni aftur í Klambratún Staðist Setja upp leikvelli fyrir gamalt fólk, vettvang samskipta og hreyfingar Ekki staðist Efnahagsmál Hjálpa heimilunum í landinu Of óljóst Mæta þörfum og kröfum heimilanna Of óljóst Fella niður allar skuldir Ekki staðist Bæta kjör þeirra sem minna mega sín Staðist Spara í stjórnsýslunni Staðist Sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun Staðist Beita ömmuhagfræði Staðist „Ömmuhagfræðin gengur svolítið út á að einfalda hlutina svo flestir skilji þá,“ útskýrði Jón Gnarr á Bylgjunni. Opið markaðskerfi og frelsi í viðskiptum án afskipta hins opinbera Staðist Fjölskyldumál Færa frídaga í miðjum vikum að helgum Ekki staðist Halda þakkargjörðarhátíðina hátíðlega Ekki staðist Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn og aumingja Að hluta til staðist Börn tekjulágra hafa fengið tímabundna ókeypis tannlæknis- þjónustu. Svokallaðir aumingjar hafa ekki fengið hana. Ókeypis í sund fyrir alla og frí handklæði. Ekki staðist Girða útivistarsvæði eins og Klambratún með fallegum járngirðingum Ekki staðist Nýta tún undir leikvelli sem byggja á nýrri hugsun; hoppukastalar og leiktæki úr náttúrulegu byggingarefni Að hluta til staðist Á Klambratúni hafa verið sett upp leiktæki og folfvöllur, svo dæmi séu tekin. Girt svæði fyrir hundaeigendur þar sem fólk getur sleppt hundum sínum og jafnvel sest á bekk Staðist Slíkt svæði er meðal annars að finna á Geirsnefi. Auka fjölbreytni í Húsdýragarðinum og markaðssetja hann fyrir ferðamenn sem „Arctic Zoo.“ Setja upp opið svæði fyrir ísbirni og lundaklett. Flytja inn sauðnaut frá Grænlandi. Hafa dýrin á stórum útisvæðum en ekki í búrum. Gera Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn töfrandi. Tengja hann betur skólakerfinu. Reisa þar jafnvel skóla Ekki staðist Hvorki sauðnaut né lunda- klettur, ísbjörn eða annað sem lofað var, hefur verið staðið við. Húsnæðismál Finna úrræði fyrir útigangsfólk. Útvega húsnæði, aðstöðu og fjármagn til þess- ara mála Staðist Innflytjendamál Koma á jöfnuði. Allir eiga það besta skilið sama hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma Staðist Reykjavík hefur komið á laggirnar þjónustu fyrir innflytjendur hjá Þjónustu- miðstöð Miðborgar og Hlíða. Þjónustan er ætluð þeim borgurum af erlendum uppruna sem hafa lögheimili í Reykjavík og felst í almennri ráðgjöf ásamt lögfræðiráð- gjöf. Jafnréttismál Algjört jafnrétti kynja Ekki staðist Kvennastofa þar sem konur geta fengið alls konar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og mega tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt Ekki staðist Konukvöld, til dæmis á konu- og mæðradaginn. Þá væru karlmenn beðnir um að halda sig heima. Lögregluvaktin yrði einungis skipuð konum Ekki staðist Samgöngumál Gjaldfrjálst í strætó fyrir börn, náms- menn, fatlaða og eldri borgara til að byrja með en stefna að algjörlega gjaldfrjálsu kerfi Ekki staðist Rafvæða almenningssamgöngur Ekki staðist Rafbílavæða Reykjavík Ekki staðist Minnka bílaumferð Að hluta til staðist Götum í miðbænum hefur verið lokað til að takmarka bílaum- ferð. Auðvelda aðgengi barna og fatlaðra yfir umferðargötur með stokkum , t.d. við Háskóla Íslands og á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og undir Bústaðaveg Ekki staðist Engir nýir stokkar hafa hafa litið dagsins ljós á þessum stöðum. Hjólreiðastígar sem virka Að hluta til staðist Hætt hefur verið við að leggja marga kílómetra af hjólreiðastígum vegna þess að það er of kostnaðarsamt. Hins vegar er ekki annað vitað en að þeir stígar sem hafa verið lagðir virki. Skipulagsmál Klára yfirstandandi framkvæmdir eins vel og hægt er Staðist Tónlistarhúsið Harpan var meðal annars kláruð. Klára frágang í nýjum hverfum og full- nægja lágmarksþjónustu Staðist Borgin ákvað að klára byggingu Norðlingaskóla í Norðlingaholti. Flytja húsin í Árbæjarsafni í Hljóm- skálagarðinn og nota þau undir íbúðir og verslanir Ekki staðist Loka miðbænum fyrir bílaumferð Staðist Mörgum götum í miðbænum hefur verið lokað fyrir bílaumferð, sumum þó tímabundið. Hlúa að miðbænum og halda gömlum húsum við Staðist Reykjavíkurborg beitir dagsektum á eigendur gamalla, niðurníddra húsa í Reykjavík. Setja glerþak yfir Ingólfstorg Ekki staðist Flytja glæsilegustu styttur borgarinnar í miðbæinn Staðist Fella aspir í miðbænum og gróðursetja hlyn, birki og hegg í staðinn Ekki staðist Skipta um handrið á brúnni yfir Skothúsveg Ekki staðist Umhverfismál Endurvinna allt og nýta sjálfbæra orku, með gegnsærri nýtingu auðlinda, raf- magnsbílum og minni mengun Of óljóst Vera leiðandi í umhverfis- og dýravernd í samvinnu við alþjóðleg dýravernd- unarsamtök og sjónvarpsstöðvar eins og Discovery Channel og National Geographic Ekki staðist Flytja inn íkorna í Hljómskálagarðinn og froska á Tjörnina Ekki staðist Menntamál Nýtt útlit og viðmót skóla Of óljóst Nota timbur meira sem byggingarefni Of óljóst Breyta leiktækjum á skólalóðum, burt með grátt, ljótt, slitsterkt og leiðinlegt. Inn með liti Að hluta til staðist Gera listir að grunnþætti í skólastarfi Staðist Sameiginleg fræðsla og uppeldi fatlaðra og annarra í skólum án aðgreiningar Staðist Starfsemi sérskóla valkostur fyrir þá sem telja börnin sín ekki geta notið nauðsynlegrar þjónustu í almennum skólum Staðist Leysa húsnæðismál Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla í nýjum sameinuðum skóla Staðist 14 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað Hafa efnt 31% loforða „Ókeypis í sund fyrir alla og frí handklæði n Besti flokkurinn lofaði og lofaði n Stóru loforðin enn ekki efnd n Mörg smærri loforð efnd n Fjöldi óljósra loforða Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Úttekt 31,5% STAÐIST 11,8% AÐ HLUTA 14,4% OF ÓLJÓST 42,3% EKKI STAÐIST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.