Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 15
Fréttir | 15Helgarblað 23.–25. september 2011
skattur.is
Framtalsfrestur
félaga er liðinn
Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra
skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2011
Minnt er á að í október fer fram álagning
opinberra gjalda lögaðila 2011 vegna rekstrarársins 2010.
Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru
þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali
2011 ásamt ársreikningi hvött til að gera það
hið allra fyrsta.
Skattframtali á alltaf að skila, jafnvel þó að
engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur
hafi verið til staðar hjá félaginu á árinu 2010.
Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi
til Ársreikningaskrár.
Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi
rafrænt á www.skattur.is.
Sími 442 1000 - Opið kl. 9:30-15:30
Hafa efnt 31% loforða
n Besti flokkurinn lofaði og lofaði n Stóru loforðin enn ekki efnd n Mörg smærri loforð efnd n Fjöldi óljósra loforða
Sigurvegari Jón Gnarr og
Besti flokkurinn sigruðu í síðustu
kosningum. Eftir meira en ár við
völd eru stóru loforðin enn óefnd.
Vinna með öllum hagsmunaaðilum,
sérfræðingum, fagfólki, kennurum og
foreldrum
Að hluta til staðist
Enginn niðurskurður í listkennslu, lífs-
leikni eða annarri þjónustu við börn.
Ekki staðist Grunnskólakennari sem DV
ræddi við telur niðurskurð í listkennslu vera
gríðarlega mikinn í sínum skóla.
Tekjutengja leikskólagjöld
Ekki staðist
Tryggja rekstur og jafnan aðgang allra
að dagvistun
Staðist
Vinna skipulag með starfsfólki
Að hluta til staðist
Hagræða í stjórnsýslu án þess að það
bitni á þjónustu
Staðist Sameinað Skóla- og frístundasvið
hefur verið stofnað.
Tryggja aðgang barna að menningar-
starfsemi
Staðist
Lýðræði
Virkt lýðræði
Of óljóst
Auka gegnsæi
Of óljóst
Stöðva spillingu
Of óljóst
Láta þá svara til saka sem bera ábyrgð
á hruninu
Ekki staðist Reykjavíkurborg fer ekki með
dómsvald í landinu.
Standa vörð um stjórnarfarslegt, efna-
hagslegt og menningarlegt sjálfstæði
Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og
réttaröryggi
Ekki staðist Reykjavíkurborg hefur
takmarkaða aðstöðu til að tryggja þingræði,
réttaröryggi og sjálfstæði Íslendinga.
R
itstjórar og fréttastjóri DV
voru á fimmtudag sýknaðir
í Héraðsdómi Reykjavíkur í
meiðyrðamáli sem Heiðar
Már Guðjónsson, fjárfestir
og hagfræðingur, höfðaði gegn þeim.
Heiðar Már stefndi ritstjórunum
Reyni Traustasyni og Jóni Trausta
Reynissyni, auk fréttastjórans Inga
Freys Vilhjálmssonar, fyrir að hafa í
desember á síðasta ári birt ærumeið-
andi fréttir um sig.
Ætlaði að græða á
hruni krónunnar
DV fjallaði síðastliðið haust um stór-
fellda stöðutöku fjárfestisins gegn
íslensku krónunni. Heiðar Már, þá
starfsmaður Novator, mælti með
því við Björgólf Thor Björgólfs-
son, eiganda Novator, Landsbank-
ans og Straums, að hann léti fjár-
málafyrirtæki sín taka 100 milljarða
króna stöðu gegn íslensku krónunni
í febrúar 2006. Sömuleiðis mælti
hann með því að skulda- og hluta-
bréf íslenskra fyrirtækja yrðu skort-
seld, aðallega bréf sem tengdust
fyrirtækjum í eigu Baugs og tengdra
aðila. Þetta lagði hann til í þeim til-
gangi að verja sig fyrir hruni krón-
unnar og græða á því, að því er fram
kom í DV. Blaðið hafði einnig undir
höndum tölvupóst frá Heiðari Má frá
því í janúar 2007 þar sem fram kom
að hann hefði rætt við tvo heims-
þekkta bandaríska milljarðamær-
inga um áhuga þeirra á stöðutöku
gegn krónunni. „Thad freistar theirra
ad radast a kronuna,“ skrifaði Heiðar
Már meðal annars.
Vildi að ummælin
yrðu dæmd ómerk
Heiðar Már var ósáttur við umfjöll-
un blaðsins og sagði að hún hefði
orðið til þess að ekkert hefði orðið af
kaupum hans á vátryggingafélaginu
Sjóvá. Þau ummæli sem Heiðar vildi
láta dæma ómerk birtust á forsíðu
DV 18. október í fyrra: „Plottaði árás
á krónuna“. Í frétt í blaðinu sama dag
sagði meðal annars: „Heiðar Már
Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi
framkvæmdastjóri hjá Novator, [...]
tók stöðu gegn íslensku krónunni á
árunum 2006 og 2007.“
Þann 20. október birtist leiðari í
DV undir fyrirsögninni „Krónuníð-
ingurinn“ en Heiðar taldi að sú fyrir-
sögn vísaði til hans. Í leiðaranum
sagði einnig: „Heiðar hljómar eins
og landráðamaður“.
Heiðar krafðist þess fyrir dómi
að ofangreind ummæli yrðu dæmd
dauð og ómerk og að ritstjórarnir
og fréttastjórinn yrðu dæmdir til
að greiða honum 4 milljónir króna
í miskabætur og 1,6 milljónir til
þess að standa straum af kostnaði
við birtingu niðurstöðu dómsins í
þremur dagblöðum.
Á það féllst Arnfríður Einarsdóttir
héraðsdómari ekki og sýknaði hún,
eins og áður segir, ritstjóra og frétta-
stjóra DV.
„Thad freistar theirra
ad radast a kronuna.
Ritstjórar sýknaðir fyrir dómi
n Heiðar Már Guðjónsson tapaði skaðabótamáli
n Sagði umfjöllun blaðsins ósanna og ærumeiðandi
Tapaði Heiðar
Már beið lægri hlut
fyrir héraðsdómi á
fimmtudag.