Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 19
Fréttir | 19Helgarblað 23.–25. september 2011 Margfalt hagstæðara að kaupa en leigja F yrir um viku kynnti Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræði­ deild Háskóla Íslands greiningu á íslenska íbúðarhúsnæðismarkaðin­ um. Niðurstaða hans var sú að íbúðarhúsnæði á Íslandi væri ekki arðbær fjárfestingarkost­ ur. Ekki borgaði sig að kaupa íbúðarhúsnæði á höfuðborgar­ svæðinu ef ætlunin væri að hagnast á útleigu. Þyrfti leiga að hækka um þriðjung til þess að fjárfesting kæmi út á sléttu. Kynnti hans niðurstöður sínar á fundi hjá VÍB, eignastýring­ arþjónustu Íslandsbanka. Mun hagstæðara fyrir hjón að kaupa Samkvæmt útreikningum sem sjá má í töflu með frétt virðist hins vegar borga sig að kaupa íbúðarhúsnæði nú árið 2011 í stað þess að leigja ef fasteignin er ætluð til eigin nota. Ef hækk­ un íbúðaverðs er tekin inn í dæmið yrði kostnaður af því að taka 20 milljóna lán í upp­ hafi árs 2011 um 300 þúsund krónur. Er þá miðað við hjón sem hafa hvert um sig 400 þús­ und krónur í mánaðartekjur. Ef umrædd hjón væru hins vegar á leigumarkaði yrði kostnaður við að leigja svipað stórt hús­ næði um 1.800 þúsund krónur árlega. Þannig að miðað við að íbúðarhúsnæði á höfuðborg­ arsvæðinu hækki um tæplega sjö prósent árið 2011, sem er nokkuð varfærnislega áætl­ að, mætti gera ráð fyrir að það yrði sex sinnum hagstæðara að hafa keypt sér íbúð í upp­ hafi árs 2011 í stað þess að vera á leigumarkaði. Skýrist það meðal annars líka af því að hjón með árstekjur upp á 9,6 milljónir króna myndu fá um 330 þúsund krónur í vaxta­ bætur vegna 20 milljóna króna láns, en ef þau væru á leigu­ markaði fengju þau ekkert í húsaleigubætur. Þrátt fyrir að íbúðaverð muni hækka um sjö prósent á árinu má gera ráð fyrir að raunhækkun verði ekki nema 1,4 prósent, sé tekið til­ lit til verðbólgu en nýjustu spár gera ráð fyrir að hún verði um 5,6 prósent í árslok. Miklu hagstæðara að kaupa í Noregi Líkt og flestir vita hafa margir Íslendingar flutt til Noregs vegna slæms efnahagsástands hér á landi. Fluttu um 3.200 ís­ lenskir ríkisborgarar þangað á árunum 2008 til 2010. Norska blaðið Verdens Gang fjallaði í vikunni um fasteignamarkað­ inn í Noregi og sagði frá því að um þessar mundir væri afar hagsætt að kaupa sér húsnæði þar í landi. Samkvæmt Verdens Gang gera þeir ráð fyrir að hús­ næði í Noregi muni hækka um 11,6 prósent árið 2011. Eins og sjá má í töflu með frétt má segja að það sé mun hagstæðara að kaupa sér íbúð­ arhúsnæði í Noregi núna en á Íslandi. Ef miðað er við að fólk taki 20 milljóna fasteignalán yrði kostnaður vegna þess 300 þúsund krónur á Íslandi árið 2011 en ef jafn hátt lán hefði verið tekið í Noregi yrði ágóði upp á um 1.800 þúsund krón­ ur. Munar þar mikið um að lánið í Noregi myndi lækka um 500 þúsund krónur en íslenska lánið hækka um 920 þúsund krónur sé miðað við að verð­ bólga á Íslandi verði 5,6 pró­ sent árið 2011, líkt og nýjasta verðbólguspá greiningardeild­ ar Íslandsbanka gerir ráð fyr­ ir. 830 þúsund krónur skýrast síðan af því að stuðst er við það að íbúðaverð hækki um ellefu prósent í Noregi en sjö prósent á Íslandi. Fjórum sinnum hag­ stæðari vextir í Noregi Ef síðan er gerður samanburð­ ur á íslensku verðtryggðu láni og norsku óverðtryggðu miðað við það að íbúðaverð standi í stað verður samanburðurinn enn verri fyrir Ísland. Þá yrði kostnaður af 20 milljóna verð­ tryggðu íslensku láni um 1.700 þúsund krónur árið 2011 en einungis um 400 þúsund krón­ ur af norska láninu. Er þá búið að taka tillit til vaxtabóta. Skýr­ ist það af því að íslenska lánið myndi hækka um rúmlega 900 þúsund krónur en það norska lækka um rúmlega hálfa millj­ ón króna. Þannig má sjá að ís­ lenska verðtryggingin veldur því að íbúðalán hérlendis eru um fjórum sinnum óhagstæð­ ari en í Noregi þegar búið er að taka tillit til verðbóta. Því er lík­ lega ekki að ástæðulausu sem margir velta fyrir sér hvort ís­ lenska krónan sé heppilegur framtíðargjaldmiðill fyrir okk­ ur eða ekki. Kostnaður við að kaupa á Íslandi Greiðslubyrði af íslensku 40 ára láni hjá Íbúðalánasjóði með 4,4 prósenta verðtryggðum vöxtum Lánsupphæð: 20.000.000 kr. Greiðsla 2011: 1.096 þús kr. Meðalgr. á mánuði: 91.372 kr. Tekjur hjóna: 9.600.000 kr. Vaxtabætur fyrir hjón: 332.400 kr. Staða láns í árslok 2011: 20.922.190 kr. Verðmæti íbúðar í árslok 2011: 21.372.992 kr. Kostnaður: 313.262. kr. (20.922.190-21.372.992)+1.096.464-332.400= 313.262. kr. Hjón leigja íbúð sömu stærðar á Íslandi Heildarleiga í 12 mánuði: 1.800 þús. kr. Húsaleigubætur: 0 kr. Mismunur á leigu og kaupum: 1.800.000-313.262 = 1.486.738 kr. Kostnaður við að kaupa í Noregi Greiðslubyrði af 40 ára láni hjá Swedbank með 3,9 prósenta óverðtryggðum vöxtum: Lánsupphæð: 20.000.000 kr. Greiðsla 2011: 1.279 þús kr. Meðalgr. á mánuði: 106.616 kr. Tekjur: Í Noregi er borgað 28% til baka af vaxtak. óháð tekjum Vaxtabætur fyrir hjón: 372.242 kr. Staða láns í árslok 2011: 19.494.704 kr. Verðmæti íbúðar í árslok 2011: 22.200.000 kr. Kostnaður: -1.798.151 kr. (19.494.704-22.200.000)+1.279.000-372.242= -1.798.151 kr. Kostnaður í Noregi og Íslandi með hækkun íbúðaverðs Ísland Staða láns í árslok 2011: +20.922.190 kr. Verðmæti íbúðar í árslok 2011: -21.372.992 kr. Greiðsla: +1.096.464 kr. Vaxtabætur: -332.400 kr. Samtals: 313.262. kr. Noregur Staða láns í árslok 2011: 19.494.704 kr. Verðmæti íbúðar í árslok 2011: -22.200.000 kr. Greiðsla: 1.279.000 kr. Vaxtabætur: 372.242 kr. Samtals: -1.798.151 kr. Mismunur: 313.262-(-1.798.151)= 2.111.412 kr. Kostnaður í Noregi og Íslandi án hækkunar íbúðaverðs Ísland Staða láns í árslok: +20.922.190 kr. Staða láns í upphafi: -20.000.000 kr. Greiðsla: +1.096.464 kr. Vaxtabætur: -332.400 kr. Samtals: 1.686.254 kr. Noregur Staða láns í árslok: +19.494.704 kr. Staða láns í upphafi: -20.000.000 kr. Greiðsla: +1.279.387 kr. Vaxtabætur: -372.242 kr. Samtals: 401.849 kr. Mismunur: 1.686.254 - 401.849 = 1.284.405 kr. n Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu mun líklega hækka um sjö prósent að lágmarki árið 2011 n Kostnaður af 20 milljóna láni 300 þúsund krónur n Húsaleiga yrði 1.800 þúsund krónur Annas Sigmundsson as@dv.is Úttekt „Ef miðað er við að fólk tæki 20 milljóna fasteignalán yrði kostnaður vegna þess 300 þúsund krónur á Íslandi árið 2011 en ef jafn hátt lán hefði verið tekið í Noregi yrði ágóði upp á um 1.800 þúsund krónur. Fasteignir í Reykjavík Reiknað er með að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um sjö prósent árið 2011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.