Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 25
Viðtal | 25Helgarblað 23.–25. september 2011
nestuð að heiman. Þar sem er
talað illa um lögregluna þar
verður til sú skoðun að það
megi segja hvað sem er við
lögregluna og að ekki þurfi að
hlýða henni. Svo er fólk alveg
undrandi ef lögreglan þarf að
beita þeim tökum og tækjum
sem þarf til að vinna vinnuna.
Lögreglumenn verða vitni að
því á hverri vakt að verið sé að
hóta lögreglumönnum og fjöl
skyldum þeirra lífláti. Það vill
enginn vera í vinnu þar sem
hann heyrir á hverjum degi að
hann sé aumingi. Auðvitað er
margt af þessu fólki undir áhrif
um efna en það er engin afsök
un. Sem betur fer er meginþorri
fólks vel siðaður og þá sérstak
lega unga fólkið. Þar hefur ver
ið mikil breyting á. Fyrr á árum
vorum við að hirða upp dauða
drukkna krakka sem lágu í
landa og brennivíni og það voru
hópamyndanir þar sem menn
voru að slást. Þetta sést ekki
í dag. Við eigum bara glæsi
legt ungt fólk í dag og það er ég
óskaplega ánægður með.“
Hann vill ekki að lögreglan
vopnist, því þá væri hún sjálf að
beita meiri hörku, en hann er
hrifinn af hugmyndinni um að
lögreglan gæti gripið til rafbyssa
til að verja sig. „Já, ég er það. Ég
treysti lögreglumönnum til að
nota þetta rétt. Þessi „taser“ er
til að verja lögreglumanninn
gegn stórskaða. Þetta er auðvit
að síðasta úrræðið sem lögregl
an notaði í hvaða aðstæðum
sem er. Við notum meisbrúsann
til að verja okkur en í sumum til
fellum held ég að það væri gott
fyrir okkur að geta gripið í svona
„taser“. En það er búið að taka
ákvörðun um að þetta verði ekki
notað og það virði ég.“
Vorum ekki í stríði við fólkið
Mótmælin í janúar 2009 sem
komu í kjölfar hrunsins síðla árs
2008 segir Geir Jón vera erfið
ustu tíma sem lögreglan hefur
upplifað þar sem mótmælin og
harkan varði í svo marga daga.
„Það sem okkur þótti verst var
að við vorum þessi skjöldur á
milli Stjórnarráðs og Alþingis
og mótmælenda, en fólkið lét
rigna yfir okkur grjóti og fleiru
lauslegu. Fólkið var í stríði við
okkur þó við værum ekkert í
stríði við það. Síðan gerist þessi
stórmerkilegi atburður undir
lokin fyrir utan Stjórnarráðið
að hópur fólks tók sig saman
og myndaði skjólvegg utan um
lögregluna. Það kom vitglóra í
nokkra sem áttuðu sig á að við
værum ekki að gera neitt annað
en að verja eigur ríkisins sem er
skylda lögreglunnar. Þetta fólk
gjörbreytti andrúmsloftinu,“
segir hann sáttur.
Geir Jón segist vita til margra
fjölskyldna sem vildu hreinlega
ekki vita af mönnunum sínum
á Austurvelli og við Stjórnar
ráðið, hræddar um að eitthvað
slæmt gerðist. „Börnin þeirra
voru hrædd, horfandi á sjón
varpið og sáu hvernig var verið
að grýta feður þeirra. Þetta var
alveg skelfilegt. Þetta var mjög
erfitt og við vorum mjög lengi
að vinna úr þessu því þetta fer
auðvitað misilla í menn. Það
eru eflaust einhverjir sem hafa
hætt í lögreglunni út af þessu
en ég veit það ekki. Á þessum
sama tíma voru menn í lögregl
unni að missa húsin sín eins og
aðrir og gátu auðveldlega farið í
hóp mótmælenda. En þeir voru
að sinna sínum skyldustörfum
og það þarf að meta. Lögreglu
menn þurfa að ýta öllu öðru til
hliðar og einbeita sér að starf
inu,“ segir Geir Jón.
Þótt oft hafi hlaupið mik
il harka í leikinn er augljóst að
lögreglan tók ansi létt á mál
um, að minnsta kosti miðað við
það sem gengur og gerist í öðr
um löndum. „Það var meðvituð
ákvörðun að við reyndum að
gera allt sem í okkar valdi stæði
til að leysa krísurnar eins mildi
lega og mögulegt var. Þannig
gengum við fram frekar með
það að leiðarljósi að þola högg
in en gefa þau. Þetta reyndi
á þolrifin alveg upp í topp og
þetta hefði ekki mátt ganga á
mikið lengur. Það slösuðust níu
lögreglumenn, en sem betur
fer ekki lífshættulega. Við hefð
um getað gengið miklu harðar
fram. Ég vona bara að þetta ger
ist aldrei aftur,“ segir Geir Jón.
Leggur sitt lóð á
vogarskálarnar
Mikill niðurskurður hefur ver
ið hjá lögreglunni og á meðan
glæpir hafa harðnað, glæpa
menn orðið mun hættulegri,
hingað til lands séu komnir
skipulagðari glæpamenn, á lög
reglan á hættu að frekari niður
skurður verði á næsta ári. Þetta
er Geir Jón óánægður með.
„Mjög alvarlegur niðurskurð
ur og verður áfram á næsta ári.
Auðvitað gátum við að ein
hverjum hluta tekið á okk
ur niðurskurð. Við gjörbreytt
um vaktakerfi hér sem sparar
mikla peninga. Við skipuleggj
um vaktirnar miðað við það
hvenær við ætlum að mest sé
að gera og minnst sé að gera.
Þetta sparar mikið. Ég segi samt
að nú sé verið að gera hlutina
rangt og ég get ekki hugsað mér
að starfa lengur við þetta. Nú
nýti ég mér það að geta hætt og
spara því x milljónir með því, ef
enginn verður í ráðinn fyrir mig.
Með því legg ég mitt lóð á vog
arskálarnar í þessari baráttu,“
segir Geir Jón en hann er ekki
ánægður með hvernig farið er
með fólkið hans.
„Þetta starf hefur gefið mér
mikið öll þessi ár. Ég vil sjá veg
lögreglunnar aukast og að lög
reglumenn verði ánægðir í starfi
og fái umbun erfiðis síns. Þeir
leggja mikið af mörkum og ég
get alveg sagt að þrátt fyrir þessa
erfiðu tíma erum við ekki að slá
af. Ég dáist að þessu fólki vegna
þess sem það er tilbúið að leggja
á sig þrátt fyrir að fá ekki
meiri samúð frá þeim sem
borga launin okkar. Það að fara
með launakröfur okkar í gerð
ardóm er eitthvað sem ég hefði
aldrei trúað að ég þyrfti að horfa
upp á.“
Horfði upp á félaga
sína deyja
Eftir 36 ára starf í lögreglunni
hefur Geir Jón eðlilega séð
margt. Aðspurður um sína erf
iðustu reynslu er hann fljótur að
svara. „Það var þegar Pelagus
strandaði við Vestmannaeyjar,“
segir hann, en árið 1982 varð
belgískur togari með því nafni
vélarvana utan við Vestmanna
eyjar og fór mjög illa.
„Pelagus var í togi hjá öðr
um belgískum togara og það
var búið að segja að þeir mættu
ekki koma inn til hafnar. Það
var búið að gefa út að veðrið
væri það slæmt að þeir þyrftu
að halda sig fyrir utan eyjarnar.
En nei, það var haldið inn og
togarinn slitnaði frá og rak upp
í hraunkantinn í nýja hrauninu
austur af Eyjum. Það náðist að
bjarga öllum nema einum skip
verja sem þráaðist við að koma
í land. Það fóru tveir björgun
arsveitarmenn og einn læknir
um borð til að ná í manninn.
Það dúrði augnablik á milli út
falls og aðfalls og þá átti að nota
tækifærið að sækja manninn
en síðan reið brotið yfir og við
horfðum á félaga okkar deyja
þarna. Ég þurfti að taka upp
líkin, ganga frá þeim og syngja
í jarðarförum þessara manna.
Ég átti mjög erfitt lengi vel á eft
ir. Það var ekki um neina áfalla
hjálp að ræða og þetta var aldrei
rætt, hver og einn átti bara að
vera sterkur. En seinna meir
skrifaði ég frásögn af þessu í
bók og náði þannig svolítið að
„Það að fara
með launakröf-
ur okkar í gerðardóm
er eitthvað sem ég
hefði aldrei trúað að ég
þyrfti að horfa upp á.
Hugsar vel um sitt fólk Geir Jóni er ekki sama um lögreglumennina og ofbýður oft hvernig farið er með þá.
m
y
n
d
g
u
n
n
a
r
g
u
n
n
a
r
ss
o
n