Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 26
26 | Viðtal 23.–25. september 2011 Helgarblað skrifa mig frá þessu,“ segir Geir Jón, en eins og með svo marga aðra lögreglumenn finnst hon- um einnig erfitt að ganga inn á heimili þar sem börn hafa liðið fyrir syndir foreldra sinna. „Þegar börn eru hrædd, grát- andi og jafnvel sér á þeim eft- ir að foreldrar hafa látið illa er alveg ömurlegt. Sérstaklega er þetta slæmt á jólunum eins og ég hef lent í. Það finnst mér al- veg það ömurlegasta. Það er mjög erfitt að lýsa því hvernig manni líður vegna þess að flest okkar í lögreglunni eigum börn og maður fer bara strax að hugsa til þeirra. Meðaumkunin með barninu verður svo mikil að maður getur alveg orðið brjál- aður. Af hverju á barnið að þurfa þola þetta? Hvers lags heimska er þetta? Svo stundum eru fleiri en eitt og fleiri en tvö útköll á sama stað. Þetta finnst mér al- veg það versta,“ segir Geir Jón. Dásamleg umbun að losa fólk úr neyslu Eins erfitt starf og starf lögreglu- manns getur verið segir Geir Jón það geta umbunað ríkulega. Hann talar reglulega við fólk og býður það velkomið á skrifstofu sína. Honum finnst ekkert betra í vinnunni en að geta leyst mál þar sem fólk virðist úrkula von- ar. „Fólk kemur kannski alveg í öngum sínum til okkar og það sér enga glætu. Kannski hefur verið brotist inn til þess og mað- ur getur leyst úr málum og fólk- ið fer sátt, glatt og hamingju- samt heim,“ segir hann. Foreldrar koma einnig mik- ið til hans og lögreglunnar til að reyna að fá hjálp við að bjarga börnum sínum úr neyslu. Eitt- hvað sem lögreglan getur lít- ið gert í þó hún reyni sitt besta, segir Geir Jón, og sé búin að mynda sér sambönd til að hjálpa þannig einstaklingum. „Það hafa margir foreldrar kom- ið til mín vegna barna sinna sem eru langt leidd í fíkniefnaneyslu. Það er alveg dásamlegt þegar að við náum einstaklingi út úr neyslunni, hann losnar alveg frá henni og verður nýr þjóðfélags- þegn. Það er mesta umbun sem maður fær í starfinu. En það er alveg ljóst að í þessu þjóðfélagi okkar megum við hvergi slaka á í þessum efnum.“ Ræktar trúna eins og að draga andann Geir Jón er trúaður maður, kristinn og meðlimur í Hvíta- sunnusöfnuðinum. Hann starf- ar mikið innan þjóðkirkjunn- ar og hefur sungið í kirkjukór í fjörutíu ár. Hann ræktar trú sína vel og er í góðu sambandi við guð sinn. „Ég rækta trúna á hverjum degi með því að lesa handbókina og biðja bænir. Það er nú bara eins og að draga andann fyrir mér. Þetta er mér lífsspursmál. Ég bið fyrir fjöl- skyldunni og mínu góða fólki hér í lögreglunni. Best finnst mér að biðja á morgnana þeg- ar ég vakna um klukkan sex og svo þakka ég fyrir daginn áður en ég fer að sofa. Það skipt- ir engu hvort ég sit eða stend, ég þarf enga seremóníur. Ég og guð minn eigum oft gott spjall saman enda hefur hann mætt mér og bænarefnum mínum al- veg stórkostlega. Þetta er lifandi fyrir mér enda myndi ég ekkert trúa á þetta ef þetta væri eitt- hvert „feik“.“ Á seinni árum hafa radd- ir gegn kennslu í kristinni trú á Íslandi orðið fleiri og háværari. Margir vilja ekki að kristnifræði sé kennd í skólum og að kirkj- unni sé haldið utan við barna- og æskulýðsstarf. Þetta er eitt- hvað sem særir Geir Jón. „Það gerir það. Ég hef aldrei vitað til þess að kristið starf hér á Íslandi hafi skaðað nokkurn mann. Hér er rekið mikið æskulýðs- starf innan kirkjunnar og skát- anna og fleiri samtaka. Allir eru að gera mjög gott. Mér dytti ekki í hug sem kristnum manni og hvítasunnumanni að segja að þessi félög fari illa með börn. Aldrei. Þegar menn segja að kristin siðfræði eins og Kristur kenndi hana sé til tjóns. Þetta er bara lífið sjálft. Þetta er svo gott leiðarljós til þess að vera eðlilegur maður. Mér er sagt að þetta séu einhverjar öfgar. Ef svo er vil ég bara vera öfgamað- ur,“ segir Geir Jón. Þarf sterkari trú til að trúa engu Geir Jón er einnig meðlimur í Gídeon-félaginu sem hefur í gegnum árin gefið Nýja testa- mentið til grunnskólabarna. Nú á að banna þeim að gefa tíu ára börnum ritið og það er Geir Jón ekki ánægður með. „Það er alveg skelfilegt að það sé verið að banna okkur að gefa tíu ára börnum Nýja testamentið því það á að heita eitthvað áróðurs- rit. Þjóðin kynni ekki íslensku ef hún hefði ekki fengið Nýja testa- mentið og Biblíuna hér á árum áður. Þetta er nú bara menning- in okkar, fyrir utan það hversu góð handbók Nýja testamentið er. Eins nauðsynleg og handbók er þegar þú ert að keyra í kring- um landið þá er nauðsynlegt að hafa handbók fyrir lífið. Eins og þegar Kristur segir að eins og maður vilji að aðrir menn komi fram við okkur, það skulum við gjöra þeim. Hvað er betra en þetta? Þetta er bara lífið sjálft,“ segir hann, en hvað finnst hon- um um hópa á borð við Vantrú sem hafa sig hvað mest frammi í málefnum eins og þessum. „Ég held að það þurfti sterk- ari trú en mína til að trúa því að ekkert af þessu sé til. Það eru engar tilviljanir. Guð hef- ur ákveðið líf okkar frá móður- kviði. Það er búið að ákvarða leið okkar, hvers og eins. Það er hægt að berjast gegn þessu en það þarf ofboðslega trú gegn því. Ekki dettur mér í hug að ráðast á þetta fólk þó það virðist alltaf mega ráðast á okkur. Sum- um finnst það að rækta trú sína eitthvað óeðlilegt og það verður þá bara að vera þannig,“ segir Geir Jón. Þakklátur fyrir eiginkonuna Guðrún Ingveldur Traustadótt- ir heitir kona Geirs Jóns en þau hafa verið gift frá árinu 1975 og eiga saman fjögur börn, þrjá syni og eina stúlku. Þau kynnt- ust í Hvítasunnusöfnuðinum þar sem þau meðal annars voru skírð sama dag árið 1966. „Við fórum samt ekki að vera sam- an fyrr en ég var orðinn 21 árs. Hún var þá í Noregi í námi að mennta sig sem sjúkraliði. Við vorum saman án þess að nokk- ur vissi af því. Svo þegar hún kemur heim 1975 þá giftum við okkur og ég dró hana með mér til Eyja,“ segir hann bros- andi um Guðrúnu en hann við- urkennir að hjónabandið hafi borið nokkrar byrðar starfsins. „Það hefur ábyggilega gert það. Ég á bara svo góða konu. Hún er ekki kvörtunarsöm. En ég man eftir atviki þar sem við vorum í sumarfríi norður í Skagafirði þar sem bróðir henn- ar í bóndi. Eitt kvöldið er hringt í mig og sagt að það sé stórmál í gangi og ég verði bara að koma til Eyja. Það skipti engu þó ég væri í sumarfríi, ég varð bara að koma. Ég segi við konuna um kvöldmatarleytið á laugardegi að við þurfum að fara heim – og við með börnin okkar fjög- ur. Ég sagði henni bara að þetta væri starfið og ég yrði að fara. Við brunuðum því í bæinn og ég flaug heim strax á sunnu- dagsmorgni. Ég fæ oft að heyra að þarna hafi ég höggvið mjög nærri fjölskyldumálunum,“ seg- ir Geir Jón sem sér þó ekki eftir neinu. „Þarna kom í ljós að starfið var númer eitt og fjölskyldan tvö. Oft var ég kallaður út þegar við vorum að fara að gera eitt- hvað en ég leit svo á að þetta væri mín skylda. Ég sé samt ekki eftir neinu. Þetta er bara ég. Hlutir gerast en nú þarf ég að gjöra svo vel að gefa mér tíma í hluti sem ég gat ekki gert áður. Ég er þakklátur fyrir að konan hélt utan um þetta allt Brúðkaup dótturinnar Geir Jón og Guð- rún, kona hans, á brúðkaupsdegi dóttur sinnar. Vill sinna þessum betur Geir Jón ætlar að eyða miklum tíma með barna- börnunum eftir að hann lætur af störfum. Fjögurra barna faðir Geir Jón á þrjá stráka og eina stelpu. Þessi mynd er tekin á heimili þeirra í Vestmanna- eyjum. Hátt uppi Þessi litli drengur er í hæstu hæðum. saman öll þessi ár og þakklátur fyrir börnin mín sem eru góð og hjálpuðu mikið til á heim- ilinu. Ég er afskaplega stoltur af þessu og það er ekki mér það þakka, það er alveg ljóst.“ Nýr Geir Jón? Þótt Geir Jón sé nú brátt að hætta í lögreglunni eftir 36 ára starf er engin spurning um að arfleifð hans er mikil. Að ekki sé nú minnst á elsta soninn, Þóri Rúnar, kallaðan Dúna, sem er lögreglumaður eins og faðirinn. „Hann er rannsókn- arlögreglumaður í dag. Hann vildi feta þessa leið þó ég reyndi að stoppa hann. Ég veit nátt- úrulega hvernig ég var og hann á sjálfur þrjú börn í dag. Þetta hefur áhrif á hjónabandið. Ég vildi frekar að hann væri í ein- hverri iðn. Hann sá samt ekkert annað en lögreglustarfið. Hann fetar svolítið í spor mín enda líkur mér. Ég tel hann mjög góðan lögreglumann,“ segir Geir Jón Þórisson, fráfarandi yfirlögregluþjónn. „Ég verð því miður að við- urkenna að starfið hefur verið númer eitt og fjölskyldan númer tvö. Trúaður yfirlögregluþjónn Geir Jón ræktar trú sína mikið, er með- limur í Hvítasunnusöfnuðinum og segist í góðu sambandi við guð sinn. Nýja testamentið kallar hann handbókina. myND GuNNaR GuNNaRssoN Nóg að gera Það er nóg af skjölum sem úr þarf að vinna á skrifborði Geirs Jóns. myND GuNNaR GuNNaRssoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.