Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 28
28 | Viðtal 23.–25. september 2011 Helgarblað A llir sem hafa elsk- að skilja þessa botn- lausu þrá og þá erf- iðleika sem ástinni fylgja. Þetta eru ást- arljóð sem eru ort til kvenna og eiga vel við í dag og þótt ég syngi ekki til kvenna svona yfirleitt þá töluðu þau beint til mín. Það er þessi undirliggj- andi harmur sem er afskap- lega fallegur og sammannleg- ur,“ segir Felix Bergsson um ljóð Páls Ólafssonar, en Felix er að senda frá sér plötuna Þögul nóttin sem byggð er á ljóðum Páls. Þótt Felix hafi verið viðloð- andi tónlist frá barnæsku og hafi sungið inn á rúmlega 40 plötur þá er platan Þögul nótt- in hans fyrsta sólóplata sem, að hans sögn, átti að vera kom- in út fyrir löngu. „Stundum er ágætt að hlut- irnir bíði og nái að gerjast. Tónlist hefur alltaf verið grun- nelementið í mér og nú hef ég náð nauðsynlegum þroska og fundið leiðina sem mig lang- ar til að fara með þessa plötu. Þegar ég datt niður á ljóð Páls fann ég beina tengingu sem ég gat ekki hlaupið frá. Ég hef verið að skoða og kynnast sögu þjóðarinnar á 19. öld en Páll er fæddur á þeirri öld. Þetta var alveg stórmerkilegur tími, erf- iður en um leið var margt að kvikna og margt að gerast.“ Hörður Torfa fyrirmynd Felix Bergsson hefur stað- ið á sviði allt frá barnæsku. Hans fyrsta stóra hlutverk var í barnaleikritinu Krukkuborg sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1979 þegar hann var tólf ára. „Þessi plata tengist mjög mínum listamannsferli und- anfarin 30 ár. Ég fékk með mér fólk sem ég hef verið að vinna með í gegnum tíðina og litið upp til. Það eru til dæmis Hörð- ur Torfason, sem er mikil fyrir- mynd í mínu lífi, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, sem samdi tónlistina í Krukkuborg, Magn- ús Þór Sigmundsson, sem ég hef alltaf litið gríðarlega upp til, og svo Jón Ólafsson, sem er lykilmaður á þessari plötu. Jón er kær vinur minn og við höf- um unnið saman á hverju ein- asta ári síðustu 20 ár og því var eðlilegt og organískt að leita til hans þegar verkefnið komst loks á koppinn.“ Óvenjulegur leikari Felix hefur verið áberandi í ís- lensku listalífi síðustu áratug- ina sem söngvari, leikari, rit- höfundur, leikhússtjóri og fjölmiðlamaður. Það er því alltaf nóg að gera hjá honum enda er Felix yfirleitt búinn að skipuleggja sig mörg ár fram í tímann. „Í leikhúsinu var ég óvenju- legur að því leyti að þegar ég byrjaði að vinna þá hafði ég aldrei áhuga á fastráðningu. Ég hef alltaf verið þannig. Þetta er eitthvert óþol. Ég vil ekki festa mig heldur verð að vera hreyfanlegur. Ætli þetta sé ekki stjórnsemin? En svona vil ég hafa hlutina og þetta hefur reynst mér vel. Hins vegar hefur verið svo gaman að vinna við þessa plötu í sumar að ég hef oft leitt hugann að því hvort ég ætti kannski að leggja allt annað til hliðar og einbeita mér að því að vera tónlistarmaður. Leik- húsið togar þó alltaf í mig og það gera fjölmiðlarnir líka. Bæði sjónvarp og útvarp. En vinnan við plötuna hefur verið ákveðin hvíld. Eins kjánalega og það hljómar.“ Stjórnsemin eykst Felix var ungur ákveðinn í að leggja leiklist fyrir sig og stefndi til útlanda þegar hann kláraði stúdentspróf frá Verzl- unarskóla Íslands. „Queen Margaret Univer- sity College í Skotlandi varð fyrir valinu sem var prýðileg- ur skóli. Þar, eins og annars staðar, fer það eftir því hversu mikið þú leggur í námið hversu mikið þú færð út úr því. Ég var einbeittur og ákveðinn í að þetta væri það sem ætti fyrir mér að liggja. Þarna hafði ég verið í Greif- unum í tæp tvö ár og hafði skapað mér nafn hér heima og fannst nauðsynlegt að hvíla landsmenn á mér og eins að hvíla mig á Íslandi. Ég vildi líka finna mína eigin leið sem hef- ur líklega eitthvað með stjórn- semina að gera,“ segir hann og bætir aðspurður við að þessi tíðrædda stjórnsemi hafi aðeins aukist með aldrinum. „Maður vill svolítið vera með alla þræði í hendi sér,“ segir hann brosandi en bætir svo við: „Ég held samt að ég sé ágætur í samvinnu þegar hún er komin í gang og mér líkar gríðalega vel að vinna með góðu fólki. Ég hef svo mikla ánægju af því að kynnast fólki en að sama skapi á ég erf- itt með að binda mig ákveðn- um aðilum. Ég vil frekar vinna með mörgum. Þótt ég komi oft aftur að þeim sem ég hef unnið með áður sný ég mér oft og tíð- um að þeim næstu. Þetta er svo skemmtilegur bransi og ég hef verið heppinn í gegnum tíð- ina með samstarfsaðila, sem er algjör lykill að velgengni. Ég nefni bara sem dæmi dr. Gunna og svo hina dásamlegu Margréti Blöndal sem hefur verið minn nánasti samstarfs- maður undanfarin tvö ár.“ Treystir sjálfum sér best Felix segir þessa þörf fyrir að halda sjálfur um stjórnartaum- ana ekki snúast um fullkomn- unaráráttu. „Ég held að full- komnunaráráttan sé ekki mjög rík í mér. Ég hef alveg verið til- búinn til að leggja verk mín fyrir fólk án þess að vera end- anlega kominn á lokapunkt. En kannski treysti ég bara sjálf- um mér best til að klára þá hluti sem ég er að setja fram,“ segir hann og bætir við að þetta sjálfstæði hafi allavega einu sinni komið honum í koll. „Þegar við Kolbrún Hall- dórsdóttir rákum saman leik- hópinn Á senunni gat ég átt í erfiðleikum með að sleppa tak- inu. Þetta var til dæmis raunin þegar við settum upp söng- leikinn Kabarett árið 2005. Þá lét ég hlutina ganga of langt og upplifði svefnlausar nætur þar sem ég hafði allan heiminn á herðum mér. Þessi reynsla var ákveðin vakning. Ég lenti í slysi á þessum tíma, sleit krossband á hjóli, en hætti samt aldrei og kom aldrei verkefnum yfir á aðra. Þetta var gífurlega stórt fjárhagslegt dæmi og að lokum var ég alveg búinn á því. Þetta var bara allt of mikið. Nú hef ég lært að smærri og viðráðan- legri verkefni henta mér betur. Eins og vinnan með Gunna að barnaefninu, þar sem við erum bara við tveir og okkar hæfi- leikar og verkefnið stendur og fellur með því.“ Á móti Idol-væðingu Felix varð þjóðþekktur á einni nóttu þegar hljómsveit hans, Greifarnir, unnu Músíktil- raunirnar árið 1986. Líf popp- stjörnunnar hentaði honum ekki og Felix yfirgaf Greifana rúmu ári seinna. „Greifarnir áttu ekki vel við mig. Þetta var gríðarlega mikil vinna og mikil fjarvera að heiman. Böllin voru líka löng og erfið fyrir röddina og þessi bransi fullnægði mér á engan máta listrænt séð,“ segir hann og bætir við að það hafi verið gott að uppgötva það strax til að geta stigið af vagninum og snúið sér að næsta verkefni. Hann segir mikið djamm hafa fylgt hljómsveitinni og hún hafi orðið gríðarleg fræg og vinsæl á stuttum tíma. „Þarna var ég 19 ára og náði engan veginn að höndla þessa athygli. Frægðin steig mér til höfuðs og ég var örugg- lega óþolandi á þessum tíma – ákaflega sjálfhverfur – sem var kannski eðlilegt miðað við hvað þetta gerðist óvænt. Eft- ir á að hyggja hefði ég verið til í að þetta hefði tekið lengri tíma en eftir að við unnum Músíktilraunirnar var ekki aft- ur snúið. Þessi keppni var Idol þessa tíma. Ég er mjög á móti þessari Idol-væðingu í samfélaginu. Ef ungt fólk heldur að það sé nóg að syngja lag í sjónvarpi og að þá sé björninn unninn þá er það mikill misskilningur. Ég er mikill talsmaður mennt- unar og þess að fólk taki sér tíma og vinni í rólegheitunum og án þess að hafa kastljósið stöðugt á sér. Enda hefur það komið í ljós að þeir sem hafa unnið þessar hæfileikakeppn- ir hafa lent í vandræðum því þeir hafa ekki kunnað á at- hyglina og frægðina. Ég átti mjög skemmtilegt samtal um daginn við tvær manneskjur sem hafa náð langt í tónlistarbransanum. Þær voru að tala um einhvern sem hafði unnið svona keppni og hvað þær hefðu verið til í að fá þetta tækifæri. Ég spurði hvort þær heyrðu vitleysuna í sér? Þær hefðu náð svona langt af því að þær fengu ekki þetta tækifæri. Vinsældir og raunveruleg velgengni verða aðeins til með vinnu og aft- ur vinnu. Það er mín skoðun allavega.“ Greip allt sem bauðst Felix segist samt skilja krakka sem velji að reyna fyrir sér í þessum keppnum. „Auðvi- tað langar alla í fixið strax, að verða frægur. Ég er sannfærð- ur um að ég hefði ekki hik- að við að fara í prufur ef þær hefðu verið til staðar þegar ég var í Versló. Það á allt að ganga svo hratt. Ég stökk inn í hljóm- sveitina þegar færið gafst og greip öll þau tækifæri sem mér buðust,“ segir hann og bætir við hann hafi ekki orðið vandfýsinn á verkefni fyrr en á allra síðustu árum. „Síðustu fimm árin hef ég vandað mig betur við að velja enda hefði ég ekki getað kom- ist yfir allt sem hefur verið í boði. Hér áður fyrr tók ég að mér alls kyns verkefni, sjón- varpsþætti og leiksýningar, sem ég hefði aldrei átt að taka að mér, af ótta við að næsta djobb kæmi ekki.“ Styður börnin í einu og öllu Felix og eiginmaður hans, stjórnmálafræðingurinn Bald- ur Þórhallsson, eiga tvö börn, Guðmund og Álfrúnu Perlu, sem bæði eru um tvítugt. Fel- ix óttast ekki að þau feti í hans spor í listalífinu heldur styður þau í því sem þau taka sér fyrir hendur. „Sonur okkar er í Háskóla Íslands, er virkur í Stúdenta- leikhúsinu og stefnir á leik- listarnám. Dóttir okkar er í Menntaskólanum í Reykjavík og ætlar að öllum líkindum ekki í leiklist. En hún gæti það ef hún vildi. Eins og hann. Ég segi bara eins og vinkona mín: Hvers vegna ætti ég að stoppa þau ef þau vilja fara inn í þennan bransa þegar þetta hefur verið það skemmtileg- asta sem ég hef gert? Þau gera bara það sem þau vilja og ég styð þau. Það er alveg hægt að lifa góðu lífi innan listageirans á Íslandi en þetta líf er ekkert Idol.“ Besti vinur og sálufélagi Felix kynntist Baldri árið 1996 í Samtökunum ‘78 þegar Bald- ur var að feta sig þangað inn. Báðir hafa þeir verið áberandi en hvor í sínum geiranum og aðspurður segist Felix gera sér grein fyrir því að þeir séu ákveðin fyrirmynd fyrir unga samkynhneigða karlmenn. „Ef einhverjir horfa til okkar þá er það mjög gleðilegt en það er samt ekki það sem við hugs- um um á hverjum degi. Ég er mjög stoltur af Baldri og því sem hann stendur fyrir og ég styð hann mjög í sinni vinnu og pælingum. Ég er oft sammála honum en ekki alltaf. Hann er gríðarlega góður málafylgju- maður. Mjög rökfastur og er yfirleitt búinn að hugsa það sem hann ætlar að segja fyrir fram. Mér finnst honum tak- ast að byggja sitt mál á sterkum rökum og hann er alltaf búinn að vinna sína heimavinnu þeg- ar hann ræðir málin á opin- berum vettvangi. Við notum hvor annan til að ræða vinnuna og þar af leiðandi er hann orðinn sér- fræðingur í ljóðum Páls Ólafs- sonar,“ segir hann og brosir og heldur svo alvarlegur áfram: „Baldur er minn besti vinur og minn sálufélagi. Það er bara nákvæmlega þannig. Eflaust vildu margir vera fluga á vegg þegar við sitjum með kaffiboll- ann á morgnana og nöldrum yfir blöðunum en það tuð er betur geymt við eldhúsborðið en í opinberri umræðu,“ segir hann brosandi. Fjölskyldurnar bjuggu saman Aðspurður viðurkennir Felix að hafa fallið fyrir Baldri við fyrstu sýn. „Það er þetta sem ástarljóð Páls Ólafs lýsa – þessi einstaka tilfinning. Ég vissi það strax. Það var eitt- hvað í augunum og innrætinu sem dró mig strax að honum og hefur bara styrkst í gegnum Felix Bergsson er að gefa út sína fyrstu sólóplötu en platan byggir á ástarljóðum sem hann segist einfaldlega ekki hafa getað hlaupið frá. Felix sagði Indíönu Ásu Hreinsdóttur frá fjölbreyttum listamanns- ferlinum, poppbransanum sem átti ekki við hann, lífinu með eiginmanninum sem er einnig hans besti vinur og sálufélagi og því hvernig fjölskyldur þeirra hafi átt sér sam- eiginlega sögu á 19. öld. Ástin og þráin enn til staðar Ástfangnir Felix kolféll fyrir Baldri við fyrstu sýn. Hann segir ástina bara hafa styrkst í gegnum árin. „Auðvitað langar alla í fixið strax, að verða frægur. Ég er sann- færður um að ég hefði ekki hikað við að fara í prufur ef þær hefðu verið til staðar þegar ég var í Versló. Það á allt að ganga svo hratt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.